Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2013, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2013, Blaðsíða 45
þótt hún passi illa inn í hina ruglkenndu umræðu sem farið hefur fram um bankafallið hér á landi. Töluvert var fjallað um hlut Danska fjármálaeft- irlitsins í falli hinna mörgu dönsku banka og næstum því falli Danske Bank og enn fleiri banka. Engum, sem kom að þessari umræðu í fyrrnefndum þætti, datt í hug að seðlabankinn í því landi hafi haft eft- irlitsskyldu í málinu, enda eru dönsk lög sama efnis og eðlis og íslensk lög. Pólitískir heiftræknismenn í bland við undirmálsfólkið sem leitt hefur þjóðfélags- umræðuna hér höfðu hins vegar illan bifur á stað- reyndum ef þær stönguðust á við áunna fordóma. Fram kom að danska fjármálaeftirlitið hefði gefið allmörgum dönskum bönkum góða trúverðugleika einkunn skömmu áður en þeir bankar féllu í valinn. En það var ekki talið danska fjármálaeftirlitinu til sakar að viðkomandi bönkum hefði tekist að beita það blekkingum. Síðustu misserin hefur verið að koma í ljós að hið sama tókst breskum, þýskum og frönskum bönkum gagnvart sínum fjármálaeft- irlitum. Yfirmaður danska fjármálaeftirlitsins á um- ræddum tíma hefur í kjölfarið verið skipaður yf- irmaður bankasýslunnar dönsku og á m.a. að fylgjast með stöðugleika í danska bankakerfinu. Af öllum þeim getsökum og áburði sem skipulega var beint að þremur bankastjórum Seðlabankans festi Rannsóknarnefnd Alþingis ekki hönd á neinu. Og nú, þegar atburðalýsing skýrslunnar er lesin yfir í ró kemur þar fram, aftur og aftur, að sérstaða SÍ í öllu íslenska stjórnkerfinu var sú, að hann hafði fyr- irvara og varnaðarorð gagnvart því ástandi sem var að myndast. Lýsing atburða í aðdraganda falls bank- anna var því að mestu í góðu horfi af hálfu nefnd- arinnar. En þegar þeir neyddust til að draga álykt- anir stóðu þeir ekki í lappirnar. Rannsóknarnefndin þorði ekki að mæta þeim nornaveiðianda sem ríkti, sem hún átti að vera hafin yfir. Ríkisstjórnin, um- ræðustjórar og fréttastofur Baugs og „RÚV“ voru sameinuð í forystu fyrir æsingarmönnum blogg- heima. Auðvitað þurfti mikinn manndóm til að stand- ast slíkt. Rannsóknarnefndarmennirnir ákváðu að reyna að kaupa sér frið, þótt það yrði gert með óhönduglegum hætti og eingöngu á annarra kostnað. Því voru bankastjórarnir þrír atyrtir fyrir tvö atriði, sem vís- að var til að væru brot á lögunum sem sett voru um Rannsóknarnefndina sjálfa(!) en ekki á neinum lög- um sem voru í gildi á meintum brotatíma. Slík heim- færing stenst auðvitað engar kröfur. En þess var vandlega gætt að ekki væri hægt að vísa nið- urstöðum nefndarmanna eitt eða neitt til yfirveg- unar eða skoðunar, jafnvel ekki jafn arfavitlausum atriðum, sem voru langt fyrir neðan virðingu lög- lærðu fulltrúanna tveggja í þessari þriggja manna nefnd. Þeir bættu svo þeirri skömm við sína gjörð að birta ekki andmæli atyrtra manna í heilum níu bind- um af rannsóknarniðurstöðum. Til þess virtist ekki pláss! Óvænt skoðun En svo vill til að erlendir aðilar hafa reynt að bera niðurstöður Rannsóknarnefndarinnar fyrir sig í málarekstri fyrir dómstólum. Hæstiréttur svarar þeim tilraunum í merkum dómi sínum frá 10. maí 2013. Hann hefur tekið fram að þótt víða megi finna vísbendingar og fróðleik í ritverki Rannsókn- arnefndar hafi það ekkert sönnunargildi fyrir rétti, öfugt t.d. við niðurstöðu Landsdóms. Í dóminum frá 10. maí 2013 segir m.a: „Í gögnum málsins kemur fram að þegar þau atvik urðu, sem að framan grein- ir, hafi Glitnir átt í erfiðleikum um nokkurt skeið með að afla lánsfjár á erlendum markaði. Bankinn hafi þá staðið frammi fyrir því að skuldbindingar að fjárhæð 1,4 milljarðar evra voru á gjalddaga á næstu sex mánuðum. Umbeðið lán nam um fjórðungi af gjaldeyrisforða Seðlabankans. Áfrýjandi hefur ekki leitt rök að því að tjón hans hafi verið afleiðing af hinum ráðgerðu kaupum stefnda [íslenska ríkisins innsk.] á hlut í bankanum frekar en öðrum ástæðum og að það hefði ekki orðið eða reynst minna ef erindi hans til stjórnvalda hefði hlotið aðra úrlausn. Þvert á móti bendir flest til að á þessu tímamarki hafi verið svo komið fyrir Glitni að önnur viðbrögð við erindi hans hefðu ekki skipt sköpum fyrir líkur hans til að standa af sér erfiðleikana. Getur þessi málsástæða engu breytt um þá niðurstöðu, sem greinir í kafla V að framan.“ Þessi orð Hæstaréttar undirstrika enn hversu fáfengilegt það var af rannsóknarnefndar- mönnunum að finna það til áfellis að munnlegum fyr- irspurnum talsmanna Glitnis á síðustu mínútunum í tilveru bankans hafi ekki verið svarað skriflega! Í hinum merka dómi réttarins segir einnig: „Stefndi bendir á að ákvörðun um að leggja Glitni til nýtt hlutafé úr ríkissjóði hafi byggst á samkomulagi ríkisstjórnarinnar og helstu eigenda bankans og því ekki verið einhliða aðgerð stefnda. Ástæða þessara aðgerða hafi verið þröng lausafjárstaða Glitnis og einstaklega erfiðar aðstæður á alþjóðlegum fjár- málamarkaði, en tilgangurinn hafi verið að tryggja hagsmuni sparifjáreigenda og viðskiptavina bankans og varðveita stöðugleika í fjármálakerfinu. Þá verði að játa stjórnvöldum ákveðnu svigrúmi til mats þeg- ar ráðstafanir í líkingu við þær sem hér um ræðir séu annars vegar. Vonlítið sé að sjá nákvæmlega fyr- ir hvaða afleiðingar kunni að hljótast af í einstökum tilvikum. Ákvörðun sem þessi geti tæplega talist ómálefnaleg eða augljóslega illa grunduð. Því sé ekki til að dreifa eins og hér hafi hagað til. Ætlaður skort- ur á lagastoð skipti engu, en hefði samkomulaginu við Glitni verið hrint í framkvæmd hefði ekkert verið því til fyrirstöðu að lagaheimild yrði veitt. Sér- staklega er bent á að það eitt að bankinn leitaði eftir neyðaraðstoð hjá Seðlabankanum hefði ljóslega get- að haft áhrif á áframhaldandi starfsemi Glitnis og með öllu sé ósannað að önnur viðbrögð við beiðni um lánveitingu hefðu getað breytt einhverju þar um.“ Því miður var þannig búið um hnútana að þeir sem í hlut áttu fengu engan kost að bera fráleitar niður- stöður RA undir hlutlausa aðila. En tilraunir kröfu- eigenda til að notfæra sér hin skrítnu tilefni til áfellis fyrir dómi, urðu óvænt til þess að annað af hinum ómerkilegu áfellisatriðum fær nokkra og verðuga meðferð hjá Hæstarétti. Það er fagnaðarefni. Hitt atriðið var raunar sínu vitlausara, því það byggði á því að bankastjórar hefðu ekki tekið sér vald sem var viðurkennt að þeir hefðu ekki! Það atriði er því sjálfdautt og þarf ekki atbeina Hæstaréttar til af- töku þess og stendur þá ekkert eftir. Illt leiðir til ills Sífellt fleirum er orðið ljóst hvers konar framgöngu fyrrverandi ríkisstjórn sýndi af sér og hvers vegna ástandið í landinu varð svo dapurlegt í hennar tíð og refsing kjósenda svo afgerandi og miskunnarlaus. Ragnhildur Kolka segir þannig í ágætri grein í Þjóð- málum: „Þeim sem lögðu atkvæði sín til stuðnings „velferðarstjórn með skjaldborg um heimilin“ fyrir fjórum árum varð ekki um sel þegar þeir sáu ósköp- in sem upp úr kjörkössunum komu. Þeir sem af trú- girni töldu sig tryggja fullveldi Íslands með því að greiða Vinstri-grænum atkvæði sitt hörfuðu fyrstir. Sárir og blóðugir. Þeir sem fundu bragð á tungu af ódýrum kjúklingabringum og kusu Samfylkinguna fluttu sig að endingu yfir til erfðaaðalsins og bíða nú síns tíma. Áttu þeir von á stöðugum stríðsrekstri langleiðina út kjörtímabilið? Áttu þeir von á ástandi sem að stærstum hluta var keyrt áfram og kynt und- ir af ríkisstjórn sem í krafti 51,5% meirihluta taldi sig hafa umboð til að umbylta samfélagsskipaninni? Varla. Áttu þeir ekki að geta sagt sér að þegar stjórnarbyltingu er beitt til að fleyta nýju fólki í valdastólana er uppskeran ófriður? Ofbeldi getur af sér ofbeldi og allar götur síðan vorið 2009 hefur ófriðarstjórnin alið á sundrung til að viðhalda hefnd- arþorsta hörðustu fylgismanna sinna. Lagt var til at- lögu við stjórnendur Seðlabanka Íslands af logandi heift. Gilti einu þótt reiðin beindist aðeins að einum, skaðinn var allra eða eins og stríðsherrar orða það gjarnan: „Þeir lentu í skothríðinni.“ Í kjölfarið fylgdi árásin á stjórnarskrána, árásin á fullveldið, og fyrr- verandi forsætisráðherra, árás á sjávarútveg og landsbyggðina og þegar ríkisstjórnin varð uppi- skroppa með átakamálefni var spjótunum beint að eigin mönnum. Hver af öðrum féllu þeir í valinn og stríðið hélt áfram.“ Morgunblaðið/Einar Falur Kerlingarfjöll. 30.6. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.