Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2013, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2013, Blaðsíða 9
30.6. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9 Sumar á Ströndum var leiðangur út í óvissunaog ég hafði aldrei komið hingað áður þegar égmætti á svæðið í júníbyrjun. Þessi staður hafði strax gripið mig mjög sterkum tökum. Hér eru ævintýri á hverjum degi,“ segir Olga Zoëga. Hún stendur vaktina í sumar á Valgeirsstöðum í Norð- urfirði á Ströndum, þar sem Ferðafélag Íslands á og rekur skála. Svæðið nýtur vaxandi vinsælda meðal ferðamanna, Íslendinga sem útlendinga, Margir fara t.d. í Norðurfjörð og sigla þaðan á Hornstrandir. Möguleikar til leikja og ævintýra Olga hefur lengi tekið þátt í starfi Ferðafélags Ís- lands, bæði sem þátttakandi í ferðum og sem skála- vörður, m.a. í Þórsmörk. „Fólk hefur yfirleitt skamma viðdvöl í Mörkinni. Í Norðurfirði staldrar fólk lengur við og gerir út héð- an í ferðir til dæmis í Ingólfsfjörð, Ófeigsfjörð, Kú- víkur, Reykjafjörð og víðar,“ segir Olga. Hún getur þess einnig að í sumar sé Ferðafélag Íslands með nokkra skipulagða leiðangra á Strandir; söguferð er nú um helgina og fjögurra daga fjölskylduferð í júl- ílok. Þá gstir fólk í Valgeirsstaðaskála sem tekur alls 26 næturgesti – auk þess sem góð aðstaða er á tjaldsvæðum. „Þessar tvær ferðir eru með gjörólíku sniði, en hafa báðar það markmið að hvetja fólk til útiveru og þátttöku í skemmtilegu félagsstarfi,“ segir Olga sem finnst takturinn í mannlífinu úti á landi afslappandi og góður. Hún og dóttirin Sædís Myst, sem er fimm ára, hafi átt góðan tíma saman, enda bjóði umhverf- ið og náttúran á svæðinu upp á allskonar möguleika til leikja og ævintýra. Samfélag með sterka innviði Á norðanverðum Ströndum, í Árneshreppi sem er fá- mennasta sveitarfélag landsins, búa um fimmtíu manns. „Ég hef kynnst hér afskaplega góðu fólki og gestrisnu. Á mörgum bæjum hér er ungt fólk sem ætlar að skapa sína framtíð hér,“ segir Olga. Henni finnst eftirtektarvert hve sterkir innviðir þessa sam- félags eru. Í Norðurfirði séu kaupfélag, bensín- afgreiðsla, veitingahús, nokkrir gististaðir, sparisjóð- ur og skóli. Samgöngur megi sannarlega vera betri, þótt að sumarlagi sé bara gaman fyrir borgarbörn að keyra á holóttum malarvegi. ÚTIVERA OG ÞÁTTTAKA Mæðgurnar Olga Zoëga og Sædís Myst Suarez komu í Norðurfjörð nú í byrjun júní og ætla að vera þar sumarlangt. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Staðurinn grípur mig sterkum tökum OLGA ZOËGA ER SKÁLAVÖRÐUR Í NORÐURFIRÐI Á STRÖNDUM. GÓÐUR TÍMI MEÐ DÓTTURINNI Í AFSLÖPPUÐU UMHVERFI. HEILLANDI SLÓÐIR OG HOLÓTTUR VEGUR. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Strandasýsla er víðfeðm. Sé hringurinn um landið tekinn réttsælis skerast Norður-Ísafjarðarsýsla og Strandir við Geirólfsgnúp og þaðan teygir sýslan sig til suðurs inn með Húnaflóa og alveg upp á Holta- vörðuheiði. Í þremur sveitar- félögum sýslunnar, það er Árnes- hreppi, Kaldrananeshreppi og Strandahreppi, eru skv. nýjustu tölum alls 672 íbúar. Sýnu flestir búa á þéttbýlisstöðunum Hólma- vík og Drangsnesi. Syðsti hluti sýslunnar, það er hinn gamli Bæj- arhreppur, telst nú til Húnaþings vestra. Sú var tíðin að Strandamenn þóttu rammgöldróttir og margar þjóðsögur um furður og fjöl- kynngi Strandamanna eru einmitt til. Þeir eru sömu- leiðis þekktir fyrir dugnað og harðfylgni, því fyrr á tíð þurfti mikla seiglu einfaldlega til þess að þrauka á þessum slóðum, þar sem veturinn er harður en sumrin hvergi fegurri. Landið mótar mennina og at- vinnuhætti á hverjum stað. Á Ströndum er sauðfjárbúskapur á hverjum bæ og talsverð hlunnindi af reka og æðardúni. Þá er ferða- þjónusta mjög vaxandi atvinnu- grein á svæðinu. Einnig stunda margir útræði á litlum bátum, sem t.d. eru gerðir út á grásleppu á vorin og handfærveiðar á sumrin í strandveiðinni sem margir sjó- menn hafa hellt sér út í. LANDIÐ MÓTAR MENNINA Sjómaðurinn Þorvaldur Garðar Helgason á fartinni á Hólmavík. Verð frá: 189.990.- Smáralind | Sími 512 1330 Opið í dag frá 13.00 - 18.00 Ný MacBook Air Allt að 12klst Rafhlöðuending
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.