Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2013, Page 9
30.6. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9
Sumar á Ströndum var leiðangur út í óvissunaog ég hafði aldrei komið hingað áður þegar égmætti á svæðið í júníbyrjun. Þessi staður
hafði strax gripið mig mjög sterkum tökum. Hér eru
ævintýri á hverjum degi,“ segir Olga Zoëga. Hún
stendur vaktina í sumar á Valgeirsstöðum í Norð-
urfirði á Ströndum, þar sem Ferðafélag Íslands á og
rekur skála. Svæðið nýtur vaxandi vinsælda meðal
ferðamanna, Íslendinga sem útlendinga, Margir fara
t.d. í Norðurfjörð og sigla þaðan á Hornstrandir.
Möguleikar til leikja og ævintýra
Olga hefur lengi tekið þátt í starfi Ferðafélags Ís-
lands, bæði sem þátttakandi í ferðum og sem skála-
vörður, m.a. í Þórsmörk.
„Fólk hefur yfirleitt skamma viðdvöl í Mörkinni. Í
Norðurfirði staldrar fólk lengur við og gerir út héð-
an í ferðir til dæmis í Ingólfsfjörð, Ófeigsfjörð, Kú-
víkur, Reykjafjörð og víðar,“ segir Olga. Hún getur
þess einnig að í sumar sé Ferðafélag Íslands með
nokkra skipulagða leiðangra á Strandir; söguferð er
nú um helgina og fjögurra daga fjölskylduferð í júl-
ílok. Þá gstir fólk í Valgeirsstaðaskála sem tekur
alls 26 næturgesti – auk þess sem góð aðstaða er á
tjaldsvæðum.
„Þessar tvær ferðir eru með gjörólíku sniði, en
hafa báðar það markmið að hvetja fólk til útiveru og
þátttöku í skemmtilegu félagsstarfi,“ segir Olga sem
finnst takturinn í mannlífinu úti á landi afslappandi
og góður. Hún og dóttirin Sædís Myst, sem er fimm
ára, hafi átt góðan tíma saman, enda bjóði umhverf-
ið og náttúran á svæðinu upp á allskonar möguleika
til leikja og ævintýra.
Samfélag með sterka innviði
Á norðanverðum Ströndum, í Árneshreppi sem er fá-
mennasta sveitarfélag landsins, búa um fimmtíu
manns. „Ég hef kynnst hér afskaplega góðu fólki og
gestrisnu. Á mörgum bæjum hér er ungt fólk sem
ætlar að skapa sína framtíð hér,“ segir Olga. Henni
finnst eftirtektarvert hve sterkir innviðir þessa sam-
félags eru. Í Norðurfirði séu kaupfélag, bensín-
afgreiðsla, veitingahús, nokkrir gististaðir, sparisjóð-
ur og skóli. Samgöngur megi sannarlega vera betri,
þótt að sumarlagi sé bara gaman fyrir borgarbörn
að keyra á holóttum malarvegi.
ÚTIVERA OG ÞÁTTTAKA
Mæðgurnar Olga Zoëga og Sædís Myst Suarez komu í Norðurfjörð nú í byrjun júní og ætla að vera þar sumarlangt.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Staðurinn grípur
mig sterkum tökum
OLGA ZOËGA ER SKÁLAVÖRÐUR Í NORÐURFIRÐI Á STRÖNDUM. GÓÐUR TÍMI MEÐ
DÓTTURINNI Í AFSLÖPPUÐU UMHVERFI. HEILLANDI SLÓÐIR OG HOLÓTTUR VEGUR.
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is
Strandasýsla er víðfeðm. Sé hringurinn um landið
tekinn réttsælis skerast Norður-Ísafjarðarsýsla og
Strandir við Geirólfsgnúp og þaðan teygir sýslan sig
til suðurs inn með Húnaflóa og alveg upp á Holta-
vörðuheiði. Í þremur sveitar-
félögum sýslunnar, það er Árnes-
hreppi, Kaldrananeshreppi og
Strandahreppi, eru skv. nýjustu
tölum alls 672 íbúar. Sýnu flestir
búa á þéttbýlisstöðunum Hólma-
vík og Drangsnesi. Syðsti hluti
sýslunnar, það er hinn gamli Bæj-
arhreppur, telst nú til Húnaþings
vestra.
Sú var tíðin að Strandamenn
þóttu rammgöldróttir og margar
þjóðsögur um furður og fjöl-
kynngi Strandamanna eru einmitt til. Þeir eru sömu-
leiðis þekktir fyrir dugnað og harðfylgni, því fyrr á
tíð þurfti mikla seiglu einfaldlega til þess að þrauka á
þessum slóðum, þar sem veturinn er harður en
sumrin hvergi fegurri.
Landið mótar mennina og at-
vinnuhætti á hverjum stað. Á
Ströndum er sauðfjárbúskapur á
hverjum bæ og talsverð hlunnindi
af reka og æðardúni. Þá er ferða-
þjónusta mjög vaxandi atvinnu-
grein á svæðinu. Einnig stunda
margir útræði á litlum bátum, sem
t.d. eru gerðir út á grásleppu á
vorin og handfærveiðar á sumrin í
strandveiðinni sem margir sjó-
menn hafa hellt sér út í.
LANDIÐ MÓTAR MENNINA
Sjómaðurinn
Þorvaldur
Garðar
Helgason á
fartinni á
Hólmavík.
Verð frá: 189.990.-
Smáralind | Sími 512 1330
Opið í dag frá 13.00 - 18.00
Ný
MacBook Air
Allt að
12klst
Rafhlöðuending