Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2013, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.6. 2013 Sakarannsóknir eða réttarhöldí stríðsglæpamálum endur-spegla oft togstreitu milli einstaklingsbundinnar reynslu og sjálfsmynda þjóða,“ segir Valur Ingimundarson, prófessor í sagn- fræði við Háskóla Íslands, í upphafi greinar sinnar „Mikson-málið sem fortíðarvandi“, í vorhefti tímaritsins Sögu. Í greininni fjallar hann um þessa togstreitu með því að beina sjónum að því hvernig ráðandi hug- myndafræði mótaði og endurmótaði pólitísk og lagaleg viðhorf til bar- áttu einstaklinga gegn komm- únisma og samvinnu við Þjóðverja í lok síðari heimsstyrjaldar. Í for- grunni er mál Evalds Miksons, ell- egar Eðvalds Hinrikssonar. Í niðurstöðum greinar sinnar segir Valur meðal annars: „Hin sjálfsævisögulega frásögn Miksons þjónaði ekki aðeins þeim persónu- lega tilgangi hans að réttlæta gerð- ir sínar í síðari heimsstyrjöld, held- ur var hún reist á víðari samfélagslegum og hugmynda- fræðilegum viðmiðunum. Sem eist- neskur þjóðernissinni setti hann lífshlaup sitt í beint samhengi við sögu Eistlands, sem væri fórn- arlamb sovéskrar kúgunar.“ Valur segir ennfremur að ráðandi stjórnmálaöfl á Íslandi hafi varið Eðvald með andkommúnískum þjóðernisrökum þegar fyrstu ásak- anirnar á hendur honum komu fram í upphafi sjöunda áratugarins og aldrei hafi komið til álita að fram- selja hann til Sovétríkjanna, en Eistland var á þeim tíma orðið hluti af þeim. Eðli málsins breyttist Valur segir eðli Mikson-málsins hafa breyst eftir lok kalda stríðsins. Hin ráðandi orðræða snerist þá ekki lengur um þjóðernisbaráttu gegn sovéskum kommúnistum held- ur þátttöku Eista í helförinni. „Póli- tísk viðmiðaskipti leiddu til þess að mun erfiðara var að verja Mikson gegn ásökunum Simon Wiesenthal- stofnunarinnar eftir að kalda stríð- inu lauk en gegn Sovétmönnum á kaldastríðstímanum,“ skrifar Valur. Það hefur eflaust spilað inn í líka að á þeim tíma var Eðvald kominn á níræðisaldur og fjarlægðin gagn- vart hinum meintu glæpum orðin ennþá meiri. Valur Ingimundarson sagnfræðingur. Víðari sam- félagsleg viðmið Eðvald Hinriksson starfaði fyrst sem íþróttaþjálfari á Ís- landi og síðar sem nuddari. Hann var vel liðinn, kvæntist íslenskri konu og synir hans, Jóhannes og Atli, erfðu íþróttahæfileikana, urðu báð- ir landsliðsmenn í knatt- spyrnu. Atli var á sínum tíma ósáttur við að rannsókninni á meintum stríðsglæpum föður síns skyldi hætt við fráfall hans; taldi brýnt að halda henni áfram í því augnamiði að hreinsa nafn hans. Málið var fjölskyldunni af- skaplega erfitt og í samtali við Skapta Hallgrímsson í Morgunblaðinu undir fyrirsögn- inni „Djöfullinn sefur aldrei“ árið 1999 upplýsti hann að fjölskyldan hefði fengið líflátshót- anir. Á rið 1946 kom hingað til lands eistneskur maður, Evald Mikson að nafni. Hann hafði setið í fangelsi í Sví- þjóð grunaður um stríðsglæpi í seinni heimsstyrjöldinni í skjóli nasista. Þessi meinta fortíð þvæld- ist ekki fyrir íslenskum stjórnvöld- um sem veittu Mikson dvalarleyfi hér á landi og íslenskan ríkisborg- ararétt árið 1955. Mikson, sem tók sér nafnið Eðvald Hinriksson, bjó hér alla tíð síðan. Framan af dvöl sinni á Íslandi þurfti Eðvald ekki að hafa áhyggj- ur af fortíð sinni. Árið 1961 varð breyting þar á þegar Þjóðviljinn, málgagn Sósíalistaflokksins, sagði frá því með afgerandi hætti að ís- lenskur ríkisborgari væri sakaður um „múgmorð“. Fréttin var byggð á gögnum sem höfðu komið fram við undirbúning réttarhalda yfir þremur meintum stríðsglæpamönn- um í Eistlandi en þeir voru sakaðir um að bera ábyrgð á morðum á gyðingum þar í landi á stríðs- árunum. Í blaðinu birtist útdráttur í þýðingu Árna Bergmann, frétta- ritara blaðsins í Moskvu, úr skýrslu með framburði vitna sem sögðust hafa séð Eðvald myrða fanga eða misþyrma þeim. Þjóðviljinn nafngreindi ekki að- eins Eðvald, heldur greindi líka frá því hvar hann væri til húsa og hvar hann starfaði. Málið varð strax hápólitískt og Morgunblaðið, sem í þá tíð var málgagn Sjálfstæðisflokksins, kom Eðvaldi til varnar og talaði um að Þjóðviljinn hefði staðið fyrir einni „ofboðslegustu persónuárás“ sem þekkst hefði á Íslandi. Í viðtali við Morgunblaðið neitaði Eðvald öllum ásökunum og taldi þær svo níðings- legar gagnvart sér, konu sinni og börnum að ekkert „orð á neinni tungu“ væri til að svara þeim. Málsvörn hans gekk út á að hann hefði verið bæði á móti Rússum og Þjóðverjum, að starf hans hefði verið að koma upp um útsendara nasista og kommúnista frá Þýska- landi og Rússlandi. Barátta gegn kommúnisma Kalda stríðið var þarna í algleym- ingi og málinu var fljótt snúið upp í baráttu gegn kommúnisma. Íslensk stjórnvöld sáu hins vegar hvorki ástæðu til að rannsaka málið frek- ar né vísa Eðvaldi úr landi. Málið lá að mestu í láginni næstu þrjá áratugi. Það var ekki fyrr en Davíð Oddsson, þáver- andi forsætisráðherra, fór í op- inbera heimsókn til Ísraels ár- ið 1992 að það komst aftur í hámæli. Það tækifæri notaði nefnilega Efraim Zuroff, yf- irmaður Simon Wiesenthal- stofnunarinnar í Jerúsalem, til að koma á framfæri bréfi þar sem tilgreindar voru þungar ásakanir á hendur Eðvaldi. Með bréfi þessu fylgdi ágrip af þeim sönnunargögnum sem stofn- unin kvaðst hafa undir höndum. Í bréfinu var Davíð hvattur til að „gera það sem nauðsynlegt er að tryggja, að Ísland veiti skósveini Hitlers, Evald Mikson, ekki lengur hæli“. Valur Ingimundarson segir í grein sinni að snemma hafi komið fram að íslensk stjórnvöld hafi ekki ætlað sér að eiga frumkvæði að sakarannsókn eða skipa rannsókn- arnefnd í málinu. Tveimur lögspek- ingum, Eiríki Tómassyni og Stefáni Má Stefánssyni, var þó falið að afla frekari gagna og skila áliti. Það var á þann veg að hvorki væri „rétt né skylt“ að hefja opinbera rannsókn á málinu „eins og það liggur fyrir nú“. Ekki kæmi til greina að fram- selja Eðvald til Eistlands, Ísraels eða fyrrverandi Sovétríkja. Zuroff rak málið þó áfram af mikilli hörku og kom meðal annars hingað til lands með meint sönn- unargögn gegn Eðvaldi. Þessi þrýstingur bar að lokum árangur sumarið 1993, þegar ríkissaksókn- ari ákvað að skipa Jónatan Þór- mundsson, prófessor í lögum við HÍ, til að rannsaka málið. Sú ákvörðun var að vonum gagnrýnd harkalega af fjölskyldu Eðvalds. Þessi vinna bar aldrei ávöxt. Eð- vald Hinriksson andaðist nefnilega í árslok 1993. Í samræmi við ís- lensk lög ákvað ríkissaksóknari að láta málið niður falla án þess að ljúka rannsókninni. Eðvald Hinriksson bjó á Íslandi frá 1946 til dauðadags, 1993. Hart var sótt að honum í tvígang vegna meintra stríðsglæpa í Eistlandi. Hann var aldrei sóttur til saka. Morgunblaðið/Þorkell HÓTAÐ LÍFLÁTI Atli Eðvaldsson Meintir glæpir og sjálfsmynd þjóðar VALUR INGIMUNDARSON, PRÓFESSOR Í SAGNFRÆÐI VIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS, RIFJAR MIKSON-MÁLIÐ SVOKALLAÐA UPP Í GREIN Í NÝJASTA HEFTI TÍMARITSINS SÖGU OG FREISTAR ÞESS AÐ SETJA ÞAÐ Í STÆRRA SAMHENGI. * „Vegir sögunnar eru órannsakanlegir.“Efraim Zuroff, forstöðumaður Simon Wiesenthal-stofnunarinnar. Þjóðmál ORRI PÁLL ORMARSSON orri@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.