Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2013, Síða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2013, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.6. 2013 Sakarannsóknir eða réttarhöldí stríðsglæpamálum endur-spegla oft togstreitu milli einstaklingsbundinnar reynslu og sjálfsmynda þjóða,“ segir Valur Ingimundarson, prófessor í sagn- fræði við Háskóla Íslands, í upphafi greinar sinnar „Mikson-málið sem fortíðarvandi“, í vorhefti tímaritsins Sögu. Í greininni fjallar hann um þessa togstreitu með því að beina sjónum að því hvernig ráðandi hug- myndafræði mótaði og endurmótaði pólitísk og lagaleg viðhorf til bar- áttu einstaklinga gegn komm- únisma og samvinnu við Þjóðverja í lok síðari heimsstyrjaldar. Í for- grunni er mál Evalds Miksons, ell- egar Eðvalds Hinrikssonar. Í niðurstöðum greinar sinnar segir Valur meðal annars: „Hin sjálfsævisögulega frásögn Miksons þjónaði ekki aðeins þeim persónu- lega tilgangi hans að réttlæta gerð- ir sínar í síðari heimsstyrjöld, held- ur var hún reist á víðari samfélagslegum og hugmynda- fræðilegum viðmiðunum. Sem eist- neskur þjóðernissinni setti hann lífshlaup sitt í beint samhengi við sögu Eistlands, sem væri fórn- arlamb sovéskrar kúgunar.“ Valur segir ennfremur að ráðandi stjórnmálaöfl á Íslandi hafi varið Eðvald með andkommúnískum þjóðernisrökum þegar fyrstu ásak- anirnar á hendur honum komu fram í upphafi sjöunda áratugarins og aldrei hafi komið til álita að fram- selja hann til Sovétríkjanna, en Eistland var á þeim tíma orðið hluti af þeim. Eðli málsins breyttist Valur segir eðli Mikson-málsins hafa breyst eftir lok kalda stríðsins. Hin ráðandi orðræða snerist þá ekki lengur um þjóðernisbaráttu gegn sovéskum kommúnistum held- ur þátttöku Eista í helförinni. „Póli- tísk viðmiðaskipti leiddu til þess að mun erfiðara var að verja Mikson gegn ásökunum Simon Wiesenthal- stofnunarinnar eftir að kalda stríð- inu lauk en gegn Sovétmönnum á kaldastríðstímanum,“ skrifar Valur. Það hefur eflaust spilað inn í líka að á þeim tíma var Eðvald kominn á níræðisaldur og fjarlægðin gagn- vart hinum meintu glæpum orðin ennþá meiri. Valur Ingimundarson sagnfræðingur. Víðari sam- félagsleg viðmið Eðvald Hinriksson starfaði fyrst sem íþróttaþjálfari á Ís- landi og síðar sem nuddari. Hann var vel liðinn, kvæntist íslenskri konu og synir hans, Jóhannes og Atli, erfðu íþróttahæfileikana, urðu báð- ir landsliðsmenn í knatt- spyrnu. Atli var á sínum tíma ósáttur við að rannsókninni á meintum stríðsglæpum föður síns skyldi hætt við fráfall hans; taldi brýnt að halda henni áfram í því augnamiði að hreinsa nafn hans. Málið var fjölskyldunni af- skaplega erfitt og í samtali við Skapta Hallgrímsson í Morgunblaðinu undir fyrirsögn- inni „Djöfullinn sefur aldrei“ árið 1999 upplýsti hann að fjölskyldan hefði fengið líflátshót- anir. Á rið 1946 kom hingað til lands eistneskur maður, Evald Mikson að nafni. Hann hafði setið í fangelsi í Sví- þjóð grunaður um stríðsglæpi í seinni heimsstyrjöldinni í skjóli nasista. Þessi meinta fortíð þvæld- ist ekki fyrir íslenskum stjórnvöld- um sem veittu Mikson dvalarleyfi hér á landi og íslenskan ríkisborg- ararétt árið 1955. Mikson, sem tók sér nafnið Eðvald Hinriksson, bjó hér alla tíð síðan. Framan af dvöl sinni á Íslandi þurfti Eðvald ekki að hafa áhyggj- ur af fortíð sinni. Árið 1961 varð breyting þar á þegar Þjóðviljinn, málgagn Sósíalistaflokksins, sagði frá því með afgerandi hætti að ís- lenskur ríkisborgari væri sakaður um „múgmorð“. Fréttin var byggð á gögnum sem höfðu komið fram við undirbúning réttarhalda yfir þremur meintum stríðsglæpamönn- um í Eistlandi en þeir voru sakaðir um að bera ábyrgð á morðum á gyðingum þar í landi á stríðs- árunum. Í blaðinu birtist útdráttur í þýðingu Árna Bergmann, frétta- ritara blaðsins í Moskvu, úr skýrslu með framburði vitna sem sögðust hafa séð Eðvald myrða fanga eða misþyrma þeim. Þjóðviljinn nafngreindi ekki að- eins Eðvald, heldur greindi líka frá því hvar hann væri til húsa og hvar hann starfaði. Málið varð strax hápólitískt og Morgunblaðið, sem í þá tíð var málgagn Sjálfstæðisflokksins, kom Eðvaldi til varnar og talaði um að Þjóðviljinn hefði staðið fyrir einni „ofboðslegustu persónuárás“ sem þekkst hefði á Íslandi. Í viðtali við Morgunblaðið neitaði Eðvald öllum ásökunum og taldi þær svo níðings- legar gagnvart sér, konu sinni og börnum að ekkert „orð á neinni tungu“ væri til að svara þeim. Málsvörn hans gekk út á að hann hefði verið bæði á móti Rússum og Þjóðverjum, að starf hans hefði verið að koma upp um útsendara nasista og kommúnista frá Þýska- landi og Rússlandi. Barátta gegn kommúnisma Kalda stríðið var þarna í algleym- ingi og málinu var fljótt snúið upp í baráttu gegn kommúnisma. Íslensk stjórnvöld sáu hins vegar hvorki ástæðu til að rannsaka málið frek- ar né vísa Eðvaldi úr landi. Málið lá að mestu í láginni næstu þrjá áratugi. Það var ekki fyrr en Davíð Oddsson, þáver- andi forsætisráðherra, fór í op- inbera heimsókn til Ísraels ár- ið 1992 að það komst aftur í hámæli. Það tækifæri notaði nefnilega Efraim Zuroff, yf- irmaður Simon Wiesenthal- stofnunarinnar í Jerúsalem, til að koma á framfæri bréfi þar sem tilgreindar voru þungar ásakanir á hendur Eðvaldi. Með bréfi þessu fylgdi ágrip af þeim sönnunargögnum sem stofn- unin kvaðst hafa undir höndum. Í bréfinu var Davíð hvattur til að „gera það sem nauðsynlegt er að tryggja, að Ísland veiti skósveini Hitlers, Evald Mikson, ekki lengur hæli“. Valur Ingimundarson segir í grein sinni að snemma hafi komið fram að íslensk stjórnvöld hafi ekki ætlað sér að eiga frumkvæði að sakarannsókn eða skipa rannsókn- arnefnd í málinu. Tveimur lögspek- ingum, Eiríki Tómassyni og Stefáni Má Stefánssyni, var þó falið að afla frekari gagna og skila áliti. Það var á þann veg að hvorki væri „rétt né skylt“ að hefja opinbera rannsókn á málinu „eins og það liggur fyrir nú“. Ekki kæmi til greina að fram- selja Eðvald til Eistlands, Ísraels eða fyrrverandi Sovétríkja. Zuroff rak málið þó áfram af mikilli hörku og kom meðal annars hingað til lands með meint sönn- unargögn gegn Eðvaldi. Þessi þrýstingur bar að lokum árangur sumarið 1993, þegar ríkissaksókn- ari ákvað að skipa Jónatan Þór- mundsson, prófessor í lögum við HÍ, til að rannsaka málið. Sú ákvörðun var að vonum gagnrýnd harkalega af fjölskyldu Eðvalds. Þessi vinna bar aldrei ávöxt. Eð- vald Hinriksson andaðist nefnilega í árslok 1993. Í samræmi við ís- lensk lög ákvað ríkissaksóknari að láta málið niður falla án þess að ljúka rannsókninni. Eðvald Hinriksson bjó á Íslandi frá 1946 til dauðadags, 1993. Hart var sótt að honum í tvígang vegna meintra stríðsglæpa í Eistlandi. Hann var aldrei sóttur til saka. Morgunblaðið/Þorkell HÓTAÐ LÍFLÁTI Atli Eðvaldsson Meintir glæpir og sjálfsmynd þjóðar VALUR INGIMUNDARSON, PRÓFESSOR Í SAGNFRÆÐI VIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS, RIFJAR MIKSON-MÁLIÐ SVOKALLAÐA UPP Í GREIN Í NÝJASTA HEFTI TÍMARITSINS SÖGU OG FREISTAR ÞESS AÐ SETJA ÞAÐ Í STÆRRA SAMHENGI. * „Vegir sögunnar eru órannsakanlegir.“Efraim Zuroff, forstöðumaður Simon Wiesenthal-stofnunarinnar. Þjóðmál ORRI PÁLL ORMARSSON orri@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.