Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2013, Blaðsíða 59
30.6. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59
LÁRÉTT
1. Það að beita aðferðum heilunar á bæ reynir á aðsetur þekk-
ingar. (7)
4. Mjög sorgmætt svona oftast. (9)
7. Egla rugluð kemur eftir að slæm hlífi illa. (12)
11. Plan, vegna stórs býlis, tek til guðs. (9)
12. Gáir að rönd hjá dökkum. (10)
13. Sorglegt flan kennt við mann. (7)
14. Spyrja ennþá þjónn um það sem er innra. (9)
15. Býli hjá stekk er þess sem á tilkall til. (7)
17. Mótaðir hné einhvern veginn úr skógarplöntunni. (10)
20. Ok, lastaði einhvern veginn bölvaðasta. (9)
21. Mikill slóði er skreflangur. (10)
24. Það sem drepur lit er í ágripi. (7)
26. Stofnun sem lætur námsmenn ekki ná birtist í knipplingum.
(11)
27. Þunglyndir á daginn út af áföngum. (9)
30. Játunin hjá guð út af aðstoðinni. (6)
31. Mánuður í indverskri borg. (3)
32. Ekki gömul frá plássi fyrir norðan kemur að endingu að þeim
sem eru búnar. (11)
33. Tekst afkomendum Hollendinga að verða nágrannar. (6)
34. Tónar og ernir búa til söngvarana. (10)
LÓÐRÉTT
1. Leyfi að lifandi með hálfgert yndi hitti Danna í fyrirtæki sem
rekur bíó. (7,12)
2. Aðalsmaður fær gráðu við franska á. (5)
3. Vígist sár í tímum í kirkju. (12)
5. Sorglegt hrós um grind. (8)
6. Guð hefur undan harðstjórum. (8)
8. Lendir Petra hrl. í einhvers konar vondu veðri. (9)
9. Hagnaður af trefjum lendir hjá lausaleikskróga. (9)
10. Ekki glöð keyrði og borðaði. (4)
12. Tveir dagar í straffi eru tabú. (9)
16. Það að skemma náttúruna nær að endurhljóma. (8)
17. Með almenn skattsvik gildir það sem er ekkert merkilegt. (12)
18. Í stólnum sést rám með agnið. (7)
19. Ör við vín og berlega glaður en samt vonlaus. (11)
22. Ó snærin sýna frekjuna. (10)
23. Kös af reipi handa þeim sem er nervös. (10)
25. Sel jurt, með ópi, sem reynist vera matjurt. (8)
28. Guðrún Jóhanna sést hreyfa augun. (4)
29. Leystar með því að gefa þeim vinnu. (6)
31. Sagt er að danskur bjór sé á skeggi. (4)
Fáir greiddu götu listamannabetur en Hermann Gunn-arsson. Það var eins og rauð-
ur þráður í starfi hans og kom
sennilega best fram í þáttunum „Á
tali“ þar sem alltaf var opið fyrir
nýja og ferska krafta. Við fráfall
hans er vert minnast þáttar Hemma
við að auka hlut skákarinnar í sjón-
varpi. Uppúr 1990 þegar undirrit-
aður var að bera fram hugmyndir
um skák-útsendingar hjá RÚV hitti
ég Hermann á göngum sjónvarpsins
og hann bauð strax fram aðstoð
sína. Útsendingar frá úrslitum At-
skákmóts Íslands fóru fram árum
saman hjá RÚV og einnig á Stöð 2,
SÝN og Skjá 1. Með hjálp kostunar-
aðila voru síðar fengin í sjónvarps-
sal Garrí Kasparov, Anatolí Karpov,
og Judit Polgar. Hermann náði góðu
sambandi við þessa höfuðsnillinga
skákarinnar og á „Reykjavik rapid
2004“ komu fram Magnús Carlsen
og Lev Aronjan. Oft var Jón L.
Árnason stórmeistari með í þessum
útsendingum og Hermann bar
snemma fram þá ósk að Egill Eð-
varðsson yrði stjórnandi útsend-
inga. Skáksamband Íslands heiðraði
Hermann sérstaklega fyrir framlag
hans á þessu sviði.
Hermann var býsna slyngur
skákmaður, tefldi stundum fyrir
Skattstofuna í Skákkeppni stofnana,
tók þátt í fjölmörgum skákmótum
með styttri umhugsunartíma. Síð-
asta mót hans var hraðskákmót Vals
sem fram fór í Lollastúku á Vals-
vellinum í apríl sl. Halldór í Henson
vinur hans dró fram „Hrókinn“,
gamlan grip úr timbri sem fyrst var
keppt um árið 1959. Á yngri árum
var Hermann stundum meðal áhorf-
enda á skákmótum í Breiðfirð-
ingabúð. Hann var alvörugefinn og
íbygginn þegar hann tefldi. Ef hann
vann lék hann á als oddi – og ef
hann tapaði þá lék hann líka á als
oddi.
Veturinn 1997 efndi greinarhöf-
undur til skáknámskeiðs fyrir vini
og kunningja og Hemmi mætti til
leiks. Á námskeiðinu var mikil
áhersla lögð á gambíta: kóngsbragð,
miðbragð og íslenska gambítinn.
Eitt kvöldið var haldið „þema-
fjöltefli“. Af skákinni sem við tefld-
um að dæma og birtist í þætti Jóns
L. í DV, virðist ákveðin léttúð hafa
ríkt og taflmennskan stenst ekki ná-
kvæma skoðun. Hermann tók á móti
fórnum í anda „rómantíska tímabils-
ins“ með bros á vör og vann að lok-
um:
Helgi Ólafsson – Hermann Gunn-
arsson
Kóngsbragð
1. e4 e5 2. f4 exf4 3. Rf3 g5 4.
Bc4 d6 5. 0-0 Bg7 6. d4 Bg4 7. g3
Bh3 8. Bxf7+ Kxf7 9. Rxg5+ Dxg5
10. Hxf4+ Rf6 11. Rc3 Kg6!? 12.
Hf5 Dxf5 13. exf5+ Bxf5 14. Re2
Rbd7 15. Rf4+ Kf7 16. c3 Hae8 17.
Db3+ Kf8 18. Bd2 Re4 19. Hf1!?
Rxd2 20. Re6+ Ke7
Hvítur er búinn að fara alltof
geyst og 20. … Kg8 vinnur létt.
21. Dd1 Rxf1 22. Rxg7 Re3 23.
Df3 Hef8 24. Dxe3+ Kf6 25. Dh6+
Bg6 26. d5 Re5 27. Re6 He8 28.
Dg7+ Kf5 29. Dxc7 Bf7 30. Rg7+
Kg4 31. Dxd6 Rf3+ 32. Kf2 Re5 33.
h3+ Kg5 34. Rxe8??
„Stílbrot,“ skrifar Jón L. Og það
eru orð að sönnu. Eftir 34. h4+!
Kg4 35. Kg2! hótar hvítur 36. Db4+
o.s.frv. og á unnið tafl.
34. … Hxe8 35. c4 Rd3+ 36. Kf3
Re5+ 37. Kg2 Bg6 38. b3 Rd3 39.
Dd7 He5 40. Kf1??
Eftir þennan afleik tapast skákin.
„Nú verða óvænt endalok,“ skrifar
Jón L.
40. … He1+ 41. Kg2 Be4+ 42.
Kh2 Hh1 mát!
Eftir námskeiðið fengu þátttak-
endur skákirnar úr fjölteflinu í
hendur með skýringum. Á góðri
stundu nokkru síðar kom Hermann
með plaggið til mín útprentað, rétti
fram penna og sagði: „Skrifaðu: Al-
gjör klassi hjá nemanda.“
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
SKÁK
Hemmi Gunn og skákin
Verðlaun eru veitt fyrir
krossgátu vikunnar. Senda
skal þátttökuseðil í um-
slagi merktu: Krossgáta
Morgunblaðsins, Hádeg-
ismóum 2, 110 Reykjavík.
Frestur til að skila úrlausn
krossgátu 30. júní rennur
út á hádegi 5. júlí. Vinn-
ingshafi 23. júní er Jón
Guðmundsson, Öldu-
granda 7, 107 Reykjavík.
Hann hlýtur í verðlaun
bókina Demantstorgið eftir Mercè Rodoreda.
Forlagið gefur bókina út.
KROSSGÁTUVERÐLAUN
Nafn
Heimilisfang
Póstfang