Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2013, Blaðsíða 33
Þula, yngsta pæjan í boðinu, fær sér kirsuber.
Morgunblaðið/Ásdís
30.6. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33
BOTN:
200 g hveiti
150 g kalt smjör
klípa af maldonsalti
Hveiti, smjör og salt hnoð-
að saman. Deigið sett í eld-
fast mót, formað með fingr-
unum og þrýst upp með
hliðunum. Hafið botninn
frekar þunnan.
FYLLING:
4 egg
1 peli rjómi
pínu salt og pipar
150 g mjúkur geitaostur
lítil dós svartar ólífur
væn lúka rifinn ostur
Egg og rjómi þeytt saman og
restin sett saman við. Bakið í
180° heitum ofni í u.þ.b. 50 mín.
Ólífubaka með geitaosti
BOTN:
150 g hveiti
80 g kalt smjör
3 msk. rjómi
1 tsk. maldonsalt
Hveiti og smjör hnoðað sam-
an ásamt rjómanum. Deigið
sett í eldfast mót og þrýst upp
með hliðunum með fingr-
unum. Eins og alltaf er best að
hafa frekar þunnt lag af deig-
inu.
FYLLING:
200 g beikon
1 bolli rifinn ostur
1 smátt saxaður gulur laukur
4 egg
peli rjómi
svartur pipar
Steikið beikon og lauk, setjið
blönduna yfir botninn ásamt rifna
ostinum. Þeytið egg og rjóma
ásamt pipar og hellið yfir. Bakið
við 175°C í u.þ.b. 45 mín.
Beikonbaka
400 g kirsuber, ég var
með frosin, látið þau
liggja á hreinu stykki við
stofuhita þar til frostið
er farið úr þeim og
þerrið vel
3 egg
60 g púðursykur
1 msk. vanilludropar
1 msk. hveiti
1 tsk. lyftiduft
90 ml rjómi
90 ml mjólk
Eggin eru þeytt ásamt
sykri og vanilludropum. Síð-
an fer mjólk og rjómi út í
og að lokum hveiti og lyfti-
duft. Hrærið vel. Smyrjið
formin með smjöri og hell-
ið smásykri þar yfir og
hristið síðan sykurinn úr
formunum. Síðan fara ber,
deig og ber út í formin til
skiptis. Bakað við 180° í 50-
60 mín. Gott er að bera
bökurnar fram með þeytt-
um rjóma og ferskum kirsu-
berjum.
Þessi uppskrift passar í
fjögur form og passið ykkur
að hella þau ekki nema hálf.
Bökurnar eiga eftir að lyfta
sér talsvert.
Litlar kirsuberjabökur
* „Þessi hérna fær alvegtíu með geitaostinum“
Þessi sósa passar alveg ein-
staklega vel við bökur og salöt
ýmiss konar:
½ bolli majónes
½ bolli sýrður rjómi
2 msk. fljótandi hunang
1 msk. sætt sinnep (má
líka vera dijon)
3 hvítlauksrif marin
pínu pons salt
Allt hrært vel saman.
Stínusósa