Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2013, Blaðsíða 53
30.6. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53
Leikverkið 21:07 er sýnt í
Frystiklefanum á Rifi á laug-
ardagskvöld. Þetta for-
vitnilega verk með þeim
Kára Viðarssyni og Víkingi Kristjáns-
syni fjallar um væntanlega lendingu
geimvera við Snæfellsjökul.
2
Stórmerkilegar og líflegar
myndlistarsýningar Að-
alheiðar S. Eysteins-
dóttur voru opnaðar um
liðna helgi í öllum sýningarrýmum
Listagilsins á Akureyri. Enginn sem á
leið um Akureyri má missa af ein-
stökum heimi listakonunnar sem lýkur
með framkvæmdinni röð 50 sýninga.
4
Unnendur rokktónlistar og
framúrskarandi ballaða eiga
von á góðu, ef þeir sækja All
Tomorrow’s Parties-hátíðina
á Keflavíkurflugvelli á laugardags-
kvöld. Þá treður Nick Cave upp
ásamt hljómsveitinni The Bad Seeds.
5
Sumarveisla unnenda org-
eltónlistar heldur áfram um
helgina, á hátíðinni Al-
þjóðlegu orgelsumri í Hall-
grímskirkju. Austurríski organistinn
Matthias Giesen leikur á Klais-
orgelið á tvennum tónleikum, klukk-
an 12 á laugardag og klukkan 17 á
sunnudag. Á efnisskrá eru m.a. verk
eftir Bach, Liszt og Hindemith.
3
Á kammertónleikahátíð-
inni á Kirkjubæjarklaustri um
helgina er röddin hyllt, í marg-
víslegum birtingarformum.
Tónleikar eru í Kirkjuhvoli á staðnum
klukkan 17 á laugardag og klukkan 15
á sunnudag.
MÆLT MEÐ
1
Ég hef verið leiðsögumaður ferðamanna ínokkur ár og eins og vera ber fræðirmaður þá um helstu staðreyndir um
land og þjóð. En sumir hafa ákveðinn athygl-
isbrest og ég hef smám saman lært hvernig
má halda athyglinni, meðal annars með því
að segja frá þannig að fólk hafi gaman af,“
segir fararstjórinn og fjölmiðlamaðurinn Vil-
hjálmur Goði. Hann hefur nýtt sér þessa
reynslu af sagnaskemmtun fyrir ferðamenn
og sent frá sér disk þar sem hann segir á
sinn hátt, á ensku, fimm sögur sem byggjast
á íslenskum þjóðsögum. Heiti disksins er
langt og galsafengið: The Story of the Evil
Sorceress Katla and How She Jumpstarted a
Volcano – and 4 Other Icelandic Legends.
Villi Goði segir að sér hafi þótt vera til-
finnanlegur skortur á skemmtilegum út-
gáfum af íslenskum þjóðsögum fyrir ferða-
menn. Því réðst hann í verkið og
endurskrifaði fimm vinsælar þjóðsögur, þar á
meðal sögurnar um Gilitrutt, Jóru í Jórukleif
og Marbendil. Hann segir þær á sinn
skemmtilega hátt með áhrifahljóðum „fyrir
fólk með skopskyn“ en gætir þess að sýna
innihaldi og boðskap sagnanna fulla virðingu.
„Húmorinn er bestur þegar maður segir
sögur,“ segir Villi. „Þjóðsögurnar okkar eru
margar mjög skemmtilegar, og sumar í raun
klikkaðar, með áhugaverðan kjarna. En ef
maður ætlar að segja erlendu fólki þær
óbreyttar þá er það staðreynd að margir
missa áhugann mjög fljótlega þegar farið er
að segja löng og erfið persónu- og staðarnöfn
– Eyjafjallajökull sleppur þó, enda þekkir
fólk hann nú um allan heim. Ég henti því
öllu slíku í ruslið og endurskapaði sögurnar
fyrir opin eyru, á ferskan og skemmtilegan
hátt. Ég reyni að gæta þess að sögurnar
verði ekki „lost in translation“, eins og sagt
er.“
Líflegt og krassandi
Villi segist því halda athygli áheyrenda með
því að segja sögurnar á líflegan og krassandi
hátt. „Maður er að keppa við svo margt um
athyglina í dag,“ segir hann.
„Ég hef ekki farið alveg jafn langt í leið-
sögninni og á disknum, en nokkrir félagar
mínir í leiðsögumannastétt hafa verið að
spila diskinn fyrir fólk í bílunum hjá sér.
Einn þeirra hringdi í mig áðan og sagðist
hafa átt erfitt með að koma fólkinu út úr
bílnum því það hló svo mikið.“
Sögurnar á diski Villa gerast í og við
nokkra vinsælustu ferðamannastaðina sunn-
anlands og henta því vel fyrir ferðamenn
sem fara þar um. „Þessir ferðamenn voru
komnir að Gullfossi og sáu þar allt í móðu,
þeir grétu svo af hlátri.“ efi@mbl.is
VILHJÁLMUR GOÐI HEFUR SENT FRÁ SÉR DISK MEÐ ÆVINTÝRUM Á ENSKU FYRIR FERÐAMENN
Líflegar og krassandi þjóðsögur
„HÚMORINN ER BESTUR ÞEGAR
MAÐUR SEGIR SÖGUR,“ SEGIR
SÖGUMAÐURINN UM ÚTGÁFUR
SÍNAR Á ÞJÓÐSÖGUM.
Fararstjórinn og sögumaðurinn Villi Goði
hampar diskinum með ævintýrunum.
að spyrja Svein hvort hann sakni þess aldrei
að leikstýra stórum uppfærslum. „Sá sem
einu sinni er leikstjóri getur náttúrlega aldrei
látið af því ef hann fær tækifæri til þess. Hins
vegar búum við í samfélagi þar sem rótgróin
vantrú er á fólki sem komið er yfir ákveðinn
aldur,“ segir Sveinn og tekur fram að topp-
stykkið sé enn í fínu lagi. „Ég er hins vegar
alveg sáttur við að vinna að minni upp-
færslum núna á borð við sviðsetta leiklestra
enda verð ég 79 ára í haust. Ég hef verið
mjög heppinn með verkefni á ferli mínum og
fékk m.a. að leikstýra þremur af uppáhalds-
óperum mínum, sem er auðvitað stórkostlegt,“
segir Sveinn og vísar þar til Brúðkaups Fíg-
arós eftir Mozart, La Bohème eftir Puccini og
Grímudansleiksins eftir Verdi. „Sú fjórða hef-
ur aldrei verið sett upp á Íslandi, en það er
Valkyrjan eftir Wagner,“ segir Sveinn og
dregur ekki dul á að hann hafi ávallt langað
til að setja upp Villiöndina eftir Ibsen og
Draumleik eftir Strindberg, en það hafi æxl-
ast þannig. „En mér leyfist ekki að kvarta,
enda fékk ég svo mörg önnur tækifæri á ferl-
inum,“ segir Sveinn og bendir á að á síðustu
árum hafi hann einnig verið svo lánsamur að
hafa meiri tíma til að skrifa.
„Í raun má segja að ég hafi verið á kafi í
skriftum, enda mjög margt sem mig langar til
að koma frá mér. Ég skrifa tvo til fjóra tíma
á hverjum einasta degi og skrifin halda mér
lifandi. Ég hef lokið við að skrifa þriðja bindið
að íslenskri leiklistarsögu sem nær til ársins
1960 og er upp á 600 bls. Ég er búinn að
ganga frá stórri bók um Guðmund Kamban
sem kemur út í haust ef guð lofar. Auk þess
hef ég skrifað yfirlit yfir sögu leikstjórnar, en
á eftir að finna birtingarvettvang fyrir þá
samantekt sem er býsna skilmerkileg, þó ég
segi sjálfur frá,“ segir Sveinn, sem vill að öðru
leyti lítið gefa upp um næstu verkefni á rit-
vellinum. „Ég get þó upplýst að mig langar til
að skrifa um þá blómgun sem varð í íslenskri
leikritun á 7., 8. og 9. áratug síðustu aldar og
varpa skýrara ljósi á leikskáldin sem þá komu
fram,“ segir Sveinn og bendir á að afstaða
leikhúsanna til íslenskra leikskálda þurfi að
vera jákvæð. „Forsvarsmenn leikhúsanna
verða að gera sér grein fyrir því að hversu vel
sem við gerum erlend verk þá verður það
aldrei jafnað við frumsköpun. Ég er þeirrar
skoðunar að leikhús án leikskálda sé vont leik-
hús,“ segir Sveinn og tekur fram að hann sjái
ýmis teikn þess að íslensk leikritun sé að
blómgast á ný. „Hins vegar mættu menn vera
óragari við að setja upp sígild verk, þar á
meðal þessi fáu íslensku. Ég held að hver
kynslóð verði að fá að taka afstöðu til þeirra
og það sé því skylda leikhúsanna að láta á þau
reyna út frá sínum eigin forsendum,“ segir
Sveinn að lokum og jánkar því að hann fylgist
enn afar vel með íslensku leiklistarlífi. „Enda
er ég í eðli mínu mjög forvitinn.“
„Forsvarsmenn leikhúsanna verða að gera sér grein fyrir því að hversu vel sem við gerum erlend verk þá verður það aldrei jafnað við frum-
sköpun,“ segir Sveinn Einarsson leikstjóri, rithöfundur og fyrrverandi leikhússtjóri, sem hefur verið ötull að skrifa um leiklistarsöguna.
Morgunblaðið/Eggert