Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2013, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2013, Blaðsíða 46
Viðtal 46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.6. 2013 Þ jóðin virðist vera sólgin í veð- urfréttir. Af föstum dag- skrárliðum íslensku sjónvarps- stöðvanna hafa veðurfréttir verið með allra vinsælustu dag- skrárliðum samkvæmt mælingum Capacent, vinsælli en sjálfur fréttatíminn. Það þarf hreinlega að vera landsleikur í fótbolta eða verðlaunahátíðir í beinni útsendingu til að veðurfréttirnar nái ekki efsta sætinu. Þá hefur síminn á Veðurstofu Íslands verið rauðglóandi í áratugi þar sem leitað er til veðurfræðinga með ólíklegustu erindi. Eins konar þjóðarsál Íslendinga, enda bauð Veðurstofan upp á sól- arhringssímaþjónustu löngu áður en nokkrar vinalínur eða 1900 númer komu til sögunnar. Veðurfræðingar hafa því frá mörgu að segja, bæði er varðar veður og mannlíf. Veðurstofan er í senn fræðileg og mannleg stofnun. Blaðamaður Sunnudagsblaðs Morgunblaðs- ins hitti nokkra veðurfræðinga Veðurstof- unnar á túninu hinum megin við vinnustaðinn; í Perlunni. Landsmenn þekkja marga þeirra í sjón. Trausti Jónsson flutti landsmönnum veð- urfréttir í sjónvarpi í áratugi og starfar sem sérfræðingur í veðurfarsrannsóknum við Veð- urstofu Íslands. Prófessor Haraldur Ólafsson er uppátækjasamur góðkunningi sjónvarps- áhorfenda úr veðurfréttasettinu. Spáveð- urfræðingurinn Elín Björk Jónasdóttir flutti veðurfréttir á Stöð 2 á árum áður og sinnir nú veðurspám, eftirliti og ýmiss konar upplýs- ingagjöf á Veðurstofunni og félagi hennar á þeirri deild er Einar Magnús Einarsson sem flytur jafnan veðurfréttir á RÚV. Í hópi hinna fimm fræknu er síðast en ekki síst doktor Guðrún Nína Petersen sem helgar sig rann- sóknum á Veðurstofu Íslands. Áður en annað ber á góma er það það sem allir eru að tala um. Það er sumar en engin sól. Svo lítil sól að höfuðborgarbúar eru farnir að örvænta. Tveir veðurfræðingar eru með húfur og blaðamaður bíður spenntur eftir að fá svör frá fólkinu sem fylgist með veðrinu, ekki bara frá degi til dags heldur frá mínútu til mínútu. Hvar er sumarið? Haraldur: „Sko. Það er búið að vera ljómandi gott veður í sumar.“ Trausti: „Hitinn er búinn að vera yfir með- allagi. Og mjög yfir meðallagi fyrir norðan.“ Elín: „Milt veðurfar og hægur vindur.“ Haraldur: „En það eru allir að segja þetta – tala um sumarið sem vont. Ég hitti mann um fimmtugt fyrir bara örfáum dögum sem spurði að þessu sama og þú. Þetta er bara einhver skortur á nægjusemi, held ég. Ég fór að velta því fyrir mér hvar þessi maður hefði eiginlega verið í maí 1979 þegar sundi var frestað dag eftir dag vegna frosta. Eða sum- arið 1983 sem var ískalt.“ Trausti: „Það er bara sólin sem hefur lítið sést.“ Guðrún Nína: „Þegar sumarið nálgast fá margir svolítið útópískar hugmyndir um hvernig sumarið á að vera. Íslenska sumarið er alls ekki þetta heita skandínavíska sumar sem við erum kannski með í hausnum, en það er reyndar ekki alltaf heldur raunsæ mynd.“ Elín: „Það er alltaf þessi besti dagur síðasta sumars. Við munum eftir honum og viljum fá hann í mánaðavís næsta sumar. Haraldur: „Þetta er kannski til marks um botnlausa bjartsýni Íslendinga – núna kemur þetta!“ Trausti: „Ég get hins vegar bent ykkur á grein sem ég birti á blogginu mínu í síðustu viku. Málið er að síðustu sumur hafa verið svo góð að það er óvenjulegt. Ég fór út í það að telja sumardaga hvers árs, allt aftur til ársins 1949. Ég notaði hitatölur, skýjafar og fleira til að skilgreina það sem ég vil kalla sumardag og það kom svolítið ískyggilegt í ljós. Sumrin 2010, 2011 og 2012 eru langefst á listanum. Sumardagar þessara ára eru um fimmtíu. Þar á undan voru þeir ekki nema 20-30 í mesta lagi á ári og sumarið 1983 var aðeins einn sumardagur. Á árunum 1961 til 1990 var með- alsumardagafjöldi aðeins 13 dagar. Þannig að línuritið liggur beint upp til himna. Og bak- slag í þetta meðaltal skyndilega núna er eitt- hvað sem fólk finnur. Samkvæmt mínum skil- greiningum var sumardagurinn fyrsti hér á höfuðborgarsvæðinu 20. júní. En þeir eru orðnir 15 á Akureyri.“ Haraldur: „Þetta var sem sagt bólan fyrir hrun.“ Trausti: „Já, hrunið hlýtur að vera yfirvof- andi.“ Einar: „Veðurminni er heldur ekkert svo gott. Ég segi stundum að allir þeir sem hafi haft veðurminni hafi væntanlega komið sér í burtu.“ Guðrún Nína: „Allir nema Trausti. Hann er okkar veðurminni.“ Trausti: „Sumarið 1914 var sólarlausasti júní- mánuður hér í Reykjavík.“ Elín: „Þið sjáið hvað hann man langt!“ Trausti II og Páll Bergþórsson III Fyrst veðurfræðingar eru ekki að ræða sín á milli hversu hræðilegt sumarið er búið að vera fyrir sunnan – hvað eruð þið þá að ræða ykk- ar á milli þegar þið hittist? Einar: „Á spávaktinni ræðum við spá dagsins, berum saman bækur okkar og svoleiðis fram eftir götunum. Við ræðum jú líka hvað aðrir eru að spá og spekúlera með veðrið og hvern- ig það getur verið öðruvísi en hvernig við á Veðurstofunni upplifum hlutina.“ Elín: „Við Einar vinnum bæði sem vaktaveð- urfræðingar á spádeildinni þannig að við för- um alltaf yfir helstu mál dagsins; Líkön og hvernig síðustu spár hafa gengið eftir. Ef það er eitthvað merkilegt, óvenjulega mikil úr- koma eða slíkt, þá skoðum við það. Svo erum við með svokölluð veðurþing þar sem fólk kemur og segir frá einhverju sniðugu, til dæmis einhverju sem það er að vinna að. Svo tölum við náttúrulega bara um daginn og veg- inn. Við veðurfræðingarnir þekkjumst flestir vel.“ Haraldur: „Maður er að velta fyrir sér til- brigðum í veðrinu – til dæmis hvað þokan nær langt. Veðurfræðingar í útlöndum, þeir sem við hittum, eru á svolítið öðru róli en við. Eru minna að sinna veðurspám dagsdaglega heldur eru með afmarkaðri bása sem snúa að sérstökum tæknilegum útfærslum, afmörk- uðum fræðilegum rannsóknum og slíku og þá ræðir maður það bara, og það er gaman.“ Guðrún Nína: „Við ræðum oft það sem er að gerast hverju sinni líka. Það fyrsta sem ég gerði í morgun var að hlaupa inn á skrifstofu annars veðurfræðings og spyrja: „Hefurðu skoðað Meteoalarm (innsk. blm: Sameiginleg viðvaranasíða evrópskra veðurstofa) í dag. Hefurðu séð Suðaustur-Evrópu, þar eru við- varanir alls staðar um flóð og rigningar.“ Elín: „Á svo ekki að vera suðaustanstormur hér á miðvikudaginn?“ (Innsk. blm.: Viðtalið er tekið á mánudegi). Trausti: „Eruð þið viss, hefur þetta ekki linast mjög mikið.“ Elín: „Já, en á sumrin er nóg að það séu 15 metrar á sekúndu til að allt fari til fjandans. Vindstrengir undir fjöllum og hjólhýsi fara illa saman. Lítill bíll og stórt fellihýsi er ekki gott mál.“ Trausti: „Ég er náttúrulega svo heltekinn af veðurspánni og veðurfarssögu að það kemst ekkert annað að. Ef menn vilja ekki ræða veðrið er ég bara farinn.“ Veðurfræðingarnir skella upp úr. Trausti: „Mér hefur fundist mjög gaman að ræða fræðilega hluti sem ég hef mátulega mikinn skilning á og gaman að spjalla við fólk Reynt að prútta um veðrið VEÐURFRÆÐINGAR KALLA EKKI ALLT ÖMMU SÍNA ÞÓTT SUMIR ÞEIRRA HAFI VERIÐ UNDIR DULNEFNUM Í SÍMASKRÁ OG JAFNVEL FENGIÐ LÍFLÁTSHÓTUN FYRIR SLÆMA SPÁ. ÍSLENDINGAR HAFA Í TUGI ÁRA HRINGT Í VEÐURSTOFUNA TIL AÐ RÆÐA VEÐRIÐ Í FYRIRHUGUÐUM BRÚÐKAUPUM, UPPSKRIFTIR, ÍSLENSKT MÁL EÐA ÚTGANGINN Á VEÐURFRÆÐINGUM Í SJÓNVARPINU. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.