Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2013, Blaðsíða 28
*Matur og drykkir Í pæjuboði dugir ekki annað en að bjóða upp á dýrindis pæ, öðru nafni bökur eða pæjur »32
Í
fyrsta sinn sem Anna Rósa Róbertsdóttir grasalæknir steikti
fíflablóm varð hún alveg steinhissa, því hún hafði gert ráð fyr-
ir að þau væru álíka beisk á bragðið og fíflablöð. Það kom
henni því þægilega á óvart að steikt fíflablóm reyndust tölu-
vert lík sveppum á bragðið og ákaflega ljúffeng. Nóg er af fífl-
ablómum á vorin og því skorar hún á fólk að prófa þessa einföldu
uppskrift hér að ofan, en fíflablóm eru tilvalin sem meðlæti með
öðrum mat.
TÚNFÍFILL
Túnfífillinn hefur verið vinsæl lækningajurt frá örófi alda en
hann hefur einnig verið nýttur töluvert til matar. Hefð er t.d. fyr-
ir því víða í Evrópu að gera vín og síróp úr blómunum, ennfremur
að djúpsteikja blómin en nota blöðin í salat og sósur. Rótin var
áður fyrr notuð bæði í bjórgerð og sem kaffibætir og á Íslandi
voru fíflarætur steiktar og borðaðar með smjöri. Túnfíflablöðin
þykja mjög vatnslosandi en rótin örvar meltingu og er talin góð
við lifrarbólgu, vindgangi, uppþembu og harðlífi. Hún er einnig
talin styrkja lifrina eftir langvarandi lyfjatöku og er mjög gagn-
leg innvortis við exemi, sóríasis og gigtarsjúkdómum. Fífl-
amjólkin, sem er í stilkunum, er gjarnan notuð útvortis til að eyða
vörtum.
SVARTUR PIPAR
Löng hefð er fyrir því að nota pipar til lækninga en algengast er
að nota svartan pipar. Græn piparkorn eru tínd óþroskuð og síð-
an súrsuð, svört piparkorn tínd óþroskuð og þá þurrkuð, en hvít
piparkorn eru tínd þroskuð og látin liggja í vatni í átta daga áður
en þau eru þurrkuð. Pipar örvar allt blóðflæði og hefur einnig
bakteríudrepandi áhrif. Hann þykir góður við uppþembu, maga-
verk, vindgangi, hægðatregðu og lystarleysi. Eins er vel þekkt að
pipar getur ýtt undir áhrif annarra lækningajurta og kemískra
lyfja. Rannsóknir á svörtum pipar hafa leitt í ljós hamlandi áhrif á
vöxt krabbameinsfrumna og jákvæð áhrif á liðagigt, minnisleysi
og háan blóðþrýsting. Ilmkjarnaolía unnin úr svörtum pipar er
notuð útvortis við liðverkjum og tannverk.
Morgunblaðið/Golli
ÁKAFLEGA LJÚFFENG
Steikt fíflablóm að hætti
grasalæknisins
Anna Rósa Róbertsdóttir grasalæknir og viðskiptafræðingur.
3 lúkur af fíflablómum með grænum
bikarblöðum
smjör
sjávarsalt og svartur pipar
Steikið fíflablómin í smjöri á vel heitri pönnu
í nokkrar mínútur og kryddið eftir smekk.
Steikt fíflablóm