Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2013, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2013, Blaðsíða 49
30.6. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 En þetta hlýtur nú að vera svolítil spæling, er það ekki?“ Elín: „Nei, nei, nóg er af þeim samt.“ Trausti: „Það kom alveg fyrir á sínum tíma að menn ætluðu að drepa mann fyrir vitlausa veðurspá.“ Svo langt gengið? Trausti: „Já, svo langt gengið. En maður reyndi auðvitað að tala fólk til. Ég man vel eftir einu símtali eftir veðurfréttir þar sem ég hafði sagt að hæðin yfir norðurpólnum hreyfð- ist suður. Um leið og ég kom úr útsendingu hringdi maður til að skamma mig og sagði að þetta hefði ekkert verið fyndið. Var bara reiður yfir þessu.“ Guðrún Nína: „Ég tek yfirleitt ekki þessi venjulegu símtöl heldur frekar fyrirspurnir þegar búið er að sía út skrýtnustu fyrirspurn- irnar.“ Haraldur (í hálfum hljóðum): „Þær eru allar sendar á mig.“ Guðrún Nína: „Það er vert að taka fram að áður en 24 tíma hjálparlínur komu til sög- unnar, var vaktin á Veðurstofunni eini stað- urinn þar sem fólk var við símann allan sólar- hringinn. Fólk sem þurfti að tala við einhvern hringdi á spádeildina að nóttu til. Veðurathug- unarmennirnir stóðu því í sálrænni aðstoð.“ Elín: „Og standa stundum enn.“ Guðrún Nína: „En þetta getur verið mjög gaman, að svara fyrirspurnum og sumar eru skrautlegar. Í janúar 2000 gekk heim- skautalægð yfir landið og allt varð ófært í og út úr Reykjavík. Síminn var rauðglóandi þannig að ég fór upp á spádeild og tók sím- ann til að hjálpa til. Þá hringdi maður til að athuga hvort það væri fært yfir Hellisheiðina. Ég svaraði honum að svo væri alls ekki. En hann hafði svar á reiðum höndum; „Já en ég er á svo vel útbúnum jeppa“. Ég spurði hvort hann ætlaði þá að keyra yfir þá sem væru þegar fastir.“ Trausti: „Ein skemmtilegasta fyrirspurn sem ég fékk á minni vakt var þegar hringt var á Veðurstofuna síðla nætur og spurt; „Hvað heitir þessi stelpa þarna... æ... pabbi hennar er jökla-, hafís-eitthvað.“ Eftir dágóða stund gat ég nú reyndar svarað þessu.“ Einar: „Þjóðþekktur maður, sem er nokkuð ör, hringdi inn kvöld eitt og spurði um mjög svo bjarta stjörnu sem sást í vestri. Ég vissi ekki hvaða stjarna það átti að vera og kíktí í alman- ak háskólans einu sinni sem oftar. Ég las upp úr því fyrir hann og ekkert passaði við þessa stjörnu sem maðurinn horfði á. Eftir smá tíma stoppaði hann mig af í lestrinum og tjáði mér að stjarnan hreyfðist fullhratt. Þetta var þá flugvél. Hann hafði semsagt rokið í símann á núll einni. Nokkrir fastagestir hringja reglu- lega. Það er einn sem hringir yfir allan vet- urinn og spyr hvenær snjórinn fari.“ Haraldur: „Þetta eru svokallaðir „góðkunn- ingjar veðurfræðinganna“.“ Einar: „Þeir eru nokkrir. Einn í Bretlandi hringir alltaf og biður um veðrið á hádegi í Reykjavík og er sérlegur áhugamaður um það. Reyndar var einn sem hringdi í vor, svona klukkan fimm, sex um nóttina, og spurði hvort hann gæti haft grillveislu á morgun. Ég sagði „já“ og þá brutust út mikil fagnaðarlæti fyrir aftan hann.“ Elín: „Ég man eftir því ein jólin, þegar ég var að vinna sem aðstoðarmaður meðfram nám- inu, að maður hringdi og spurði hvort ég kynni að gera uppstúf – hvort ég gæti leið- beint honum. Hann heyrði veðurfréttaradd- irnar í útvarpinu og hugsaði með sér að það hlytu að vera reyndar húsmæður sem ynnu þarna, sem er reyndar alveg rétt.“ Einar: „Hjálpaðirðu honum?“ Elín: „Já, ég talaði hann í gegnum þetta því þetta kunni ég. Ég tók þetta líka svolítið al- varlega því þetta var greinilega tiltölulega ungur maður sem sagðist ekki kunna við að hringja í tengdamóður sína.“ Haraldur: „Og þá var veðurstofan næsti kost- ur.“ Einar: „Sumir reyna að prútta um veð- urspána.“ Elín: „Sumir prútta rosalega mikið. Það er hringt og spurt hvort það fari ekki að stytta upp. „Ég þarf bara klukkutíma þurrk. Þarf bara nauðsynlega að opna einn glugga, þetta er ekki nema klukkutími, fæ ég ekki klukku- tíma þurrk, ha?“ Maður maldar í móinn og reynir að útskýra: „Nei, veistu það lítur bara alls ekki út fyrir að...“ en þá er haldið áfram: „Nei, í alvörunni, 40 mínútur, bara 40 mín- útur, það er alveg nóg fyrir mig, ókei?“ Svo heldur þetta svona áfram. Þetta getur verið eins með langtímaspár á sumrin. Margir eru að fara að halda brúðkaupsveislur, garðveislur og eitt og annað og hringja til að athuga með veðrið eftir nokkrar vikur. Maður ráðleggur fólki að vera með plan B því spáin sé óljós og það líti helst út fyrir leiðinlegt veður. Ef það hentar ekki fólki segja sumir: „Já, þetta breytist nú þegar nær dregur.“ Ef maður seg- ir að spáin sé óljós en líklegra kannski að veðrið verði gott er fólk fljótt til svars; „Já ókei, og þú lofar þessu, flott, takk, bless.“ Haraldur: „Maður man eftir ýmsum skemmti- legum símtölum. Það var einu sinni hringt frá þýskri ferðaskrifstofu í febrúar. Spurt hvernig veðrið yrði í Bláa lóninu 10. júní. Þá var Gunnar Hvammdal veðurfræðingur búinn að kenna okkur svarið við því: „10 stiga hiti og skúrir!“ Og allir ánægðir og verulegar líkur á því að svarið yrði rétt. Ég held að eft- irminnilegasta símtalið sem ekki kom hafi ver- ið Austfjarðasímtalið. Þá hafði ég lesið veð- urfréttir klukkan 4.30 í útvarpinu að nóttu til. Ég var tiltölulega nýbyrjaður að spá og rugl- aðist eitthvað þannig að spáin fyrir Austfirði var ekki lesin. Svo kem ég út úr lestrarklef- anum og settist við símann til að taka við sím- tölum frá Austfirðingum. Maður trúði því að hálf þjóðin væri að hlusta en þarna kom í ljós að allir voru sofandi. Svo hringdu menn frá útlöndum í kringum eldgosin. Það var einn sem hringdi í mig í Eyjafjallagosinu. Náungi sem var með tillögu um hvernig við ættum að stöðva öskuskýið. Fara með fullt af vatni og hella ofan í.“ Mistök notuð til kennslu Það er ekki bara fjör á Veðurstofunni heldur getur ýmislegt gerst í útsendingu. Margt er orðið frægt. Elín kom móð og másandi í út- sendingu þegar hún flutti veðurfréttir á Stöð 2 og þurfti að ná tökum á oföndun. Það mynd- band hafa um 107.000 manns skoðað á you- tube.com. Einar Magnús fussaði og sveiaði svo um munaði í veðurfréttatímanum á páska- dag á síðasta ári þegar hann ruglaðist í lestr- inum en þá hafði vitlaus upptaka farið í loftið. Sú upptaka er líka á Youtube. Á þeim tíma sem loftárásir voru að hefjast á Serbíu kvað Haraldur að það „viðraði vel til loftárása“ í veðurfréttunum og lýsti þannig bjartviðrinu á Íslandi. Síðar nefndi hljómsveitin Sigur Rós eitt vinsælasta lag sitt „Viðrar vel til loft- árása“. Trausta finnst að Haraldur eigi að fá höfundarlaun fyrir. Haraldur segist ekki þurfa neitt slíkt – sé bara kátur með að ungir lista- menn horfi á veðurfréttir. Haraldur: „Það er þessi skortur á raunveru- leikatengslum í útsendingu sem verður stundum svolítið skemmtilegur, í það minnsta eftir á. Á Laugaveginum komu stundum upp einhver tæknivandamál og einu sinni birtust engin kort. Þau voru föst í einhverjum pípum á leiðinni og ég byrjaði því bara að tala. Ég einhvern veginn hélt að ég hlyti að hafa mín- ar þrjár mínútur eftir sem áður og ætlaði bara að masa um veðrið – fannst það full- komlega eðlilegt og sjálfsagt. Þetta væri svona „Maður er nefndur“. En þegar ég var ekki búinn að tala nema um í eina mínútu var allt starfsliðið komið á gluggana í mynd- verinu – dragandi fingurinn yfir hálsinn – til að reyna að fá mig til að hætta. Þá var þetta greinilega sjónvarpsefni sem gerði sig ekki alveg. Maður að fjasa um veðrið. Engum leist á það.“ Elín: „Mitt atvik var þannig að rétt fyrir út- sendingu þurfti ég að hlaupa endanna á milli á fréttastofunni á Stöð 2 og svo þurfti einn tæknimaðurinn að hlaupa úr kjallaranum og upp því það þurfti að endurræsa eitthvað þar. Ég var alveg pollróleg þegar veðurfréttatím- inn byrjaði en var þó enn að kasta mæðinni. Og svo er þetta svo merkilegt sem gerist að þótt maður fari pollrólegur inn í stúdíó, og eitthvert óöryggi er í gangi eins og þarna, getur stressið hellst yfir mann. Það var ekki víst að kortin myndu skila sér og þá hefði ég staðið eins og Halli á sínum tíma; með engin kort. Ég var tiltölulega ný og hefði auðvitað átt að neita að fara í stúdíó undir þessum kringumstæðum en hafði ekki vit á því. Þann- ig að þetta var bara agalegt. Já, já, ég get al- veg hlegið að þessu í dag og í raun og veru er mér orðið alveg sama. Svo fór ég bara í seinni fréttatímann og bað fólk að afsaka þetta en það var auðvitað eins og ég hefði hlaupið maraþon og komið beint inn í útsendingu.“ Einar: „Ef maður horfir á myndbandið aftur þá er þetta ekkert svo slæmt. Ég held að þetta myndband hafi miklu verra orð á sér en þetta var.“ Elín: „Já, og málið er að ég veit að þetta myndskeið er notað í Slysavarnaskóla sjó- manna sem dæmi um hvernig maður getur náð tökum á oföndun. Þetta sagði frænka mín mér sem fór í skólann. Þannig að þetta nýtist bara! Þetta voru ekki nema fyrstu sekúnd- urnar.“ Einar: „Og það er einmitt þessi skilgreindi youtube-tími sem fólk endist í að horfa á.“ Guðrún Nína: „Ég veit ekki hve oft ég var spurð hvort ég gæti ekki rætt við Hörð Þórð- arson um bindin hans. Hann var með mjög skrautleg bindi.“ Haraldur: „Eitt sinn var hringt í frétta- stjórann og hann beðinn um að sjá til þess að ég myndi raka mig.“ Elín: „Svo uppi á veðurstofu tökum við voða- lega mikið við þessum skilaboðum sem koma til út af sjónvarpsveðurfréttunum. Við erum beðin að koma því til skila að einhver vilji fá hitann í Tromsö en ekki í Bergen.“ Haraldur: „Bak við sérhverja hitatölu sem er á kortunum í sjónvarpinu er áhugahópur. Þannig að ef við sleppum því að hafa hitatöl- una í Alicante – hringja 20 manns – og ef við tökum burt hitatöluna í Havana þá hringir einn maður og svo framvegis. Þessi hópur fylgist með og tekur eftir og maður þarf að vanda sig vel þegar þessar hitatölur eru færð- ar inn.“ Trausti: „Öllum þessum beinu útsendingum í gamla daga fylgdi mikið vald. Maður gat sagt hvað sem er og hafði 15 sekúndur til þess – áður en menn áttuðu sig í útsending- unni. Ekki það að maður notaði þetta en maður fann hvernig höndin styrktist. Og ein- hvern veginn við að fá þennan kraft kom ör- yggið.“ Manstu eftir að hafa notað það? Trausti: „Maður sagði ýmislegt sem fólk varð kannski hissa á en ég man það ekki þannig að það hafi neitt hneykslað. Youtube var ekki til og til allrar hamingju held ég að það séu ekki til neinar einustu veðurfréttir með mér á bandi. Það sem var sýnt í beinni útsendingu var ekki tekið upp.“ Haraldur (aftur í hálfum hljóðum): „Ég á Trausta á VHS-spólu heima.“ Trausti: „Hins vegar á ég flestar mínar veð- urfréttir niðurskrifaðar og geymi þær. Eftir- minnilegasta útsendingin var nú kannski sú fyrsta sem ég tók þátt í. Þá kom ég ekki fram sem spáveðurfræðingur heldur sem einhvers konar veðurfarsspekúlant og við ræddum hvort ísöld væri í nánd, í mars 1979. Páll Bergþórsson sá um þáttinn, Sigurður Þór- arinsson jarðfræðingur ræddi um fornt veð- urfar og Sven-Aage Malmberg haffræðingur var að tala um sjóinn. Þetta gekk ótrúlega á afturfótunum og var auk þess í beinni útsend- ingu. Ég man að ég hugsaði með mér; „Je- minn. Jeminn eini, hvernig stendur á því að maður fær yfirleitt að sjá eitthvað í sjónvarp- inu.“ Ég slapp samt vel því ég var með ágæt spjöld sem ég gat bent á en Sigurður Þór- arinsson lenti í því að hann var með litmynd- ir, sem birtust svart-hvítar, og það sást því ekkert hvað var á myndunum, nákvæmlega ekkert, og Sven Malmberg var með ein- hverjar myndir sem voru sýndar bara einn, tveir, þrír, fjórir, fimm og þetta var mjög mikil reynsla fyrir byrjandann. Þá vissi ég hverju ég átti von á.“ Að lokum. Hvað er skemmtilegast við að vera veðurfræðingur? Einar: „Að fylgjast með veðrinu mínútu frá mínútu og fá þessa tilfinningu fyrir veðrinu sem maður fær á spávöktunum.“ Haraldur: „Það er skemmtilegast að ganga frá til útgáfu greinum sem maður trúir að muni lifa. Að þær geti hugsanlega lifað fyrir næstu kynslóðir, að það sé það mikið efni í þeim sem skipti máli.“ Elín: „Mér finnst alltaf gott og gaman að vera veðurfræðingur. Að vinna á Veðurstofunni á gamlárskvöld eru forréttindi því auðvitað er besta útsýnið þarna í borginni. Það er gaman að geta fylgt djúpum lægðum eftir, ná að spá vindáttarbreytingunni og vindstyrknum og úrkomunni. Samtal veðurfræðinganna getur líka verið mjög skemmtilegt. Trausti kemur til okkar og spjallar við okkur um ýmislegt sem hann hefur reynslu af sem við höfum ekki. Jú, við erum stundum ósammála en ég held við séum flest þannig að við tökum því ekki persónulega. Við notum Trausta svolítið sem uppflettirit.“ Guðrún Nína: „Ég er svolítið hrifin af öfga- kenndu veðri og þegar eitthvað gerist í veðr- inu kemur ákveðinn fiðringur í mann og það er erfitt að hugsa um eitthvað annað en kort og gervitunglagögn. Þetta geta orðið af- skaplega skemmtilegir dagar. Einnig er gam- an að ná að skrifa góða fræðigrein sem mað- ur heldur að eitthvert vit sé í.“ Trausti: „Sannleikurinn er nokkurn veginn þessi: Mest gaman er að sjá veður fyrri ára og alda rísa upp og holdgerast að nýju og sömuleiðis að sjá glitta í ókomna tíð þegar skyggnið er gott.“ Haraldur: „Það eru allir að segja þetta – tala um sumarið sem vont. Ég hitti mann um fimmtugt fyrir bara örfáum dögum sem spurði að þessu sama og þú. Þetta er bara ein- hver skortur á nægjusemi, held ég.“ Elín: „Sumir prútta rosa- lega mikið. Það er hringt og spurt hvort það fari ekki að stytta upp. „Ég þarf bara klukkutíma þurrk. Þarf bara nauðsyn- lega að opna einn glugga, þetta er ekki nema klukkutími, fæ ég ekki klukkutíma þurrk, ha?““
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.