Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2013, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2013, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.6. 2013 Menning T orfhúsaarfurinn er áþreifanlegur menningarbakgrunnur þjóð- arinnar. Ég vil vekja athygli á honum og reyni að opna augu fólks fyrir því hvað hann er merki- legur,“ segir Hjörleifur Stefánsson, arkitekt og rithöfundur. Í vikunni kom út efnismikil og glæsileg bók hans, Af jörðu - Íslensk torfhús. Í þessu mikla verki, sem prýtt er fjölda nýrra og eldri ljósmynda auk skýringateikninga, fjallar Hjörleifur um flest það sem lýtur að gerð, sögu og þróun torfhúsa á Íslandi en einnig í öðrum löndum á norðurhveli. Hann fjallar um byggingartæknina, rannsóknir á þessari merku húsagerðarmenningu, hvernig torfhúsin fara í landslaginu og um úrval ís- lenskra torfhúsa sem enn standa. Hjörleifur segist hafa komið nálægt torf- vinnu síðan á unglingsárum. Eftir að hann kom heim frá námi í arkitektúr fór hann fljót- lega að vinna að verkefnum fyrir Þjóðminja- safnið og húsafriðunarnefnd sem tengdust torfhúsunum. Um tíma var hann umsjón- armaður svokallaðs Húsasafns Þjóðminja- safnsins en innan þess eru mörg kunnustu torfhús landsins. „Hugmyndin að þessari bók hefur gerjast á löngum tíma en ég byrjaði að leggja drög að henni um aldamótin 2000,“ segir hann. „Á sumrin hef ég af og til farið út á land að skoða og ljósmynda hús en fyrir einum fjórum árum fór ég að vinna að þessu af kappi.“ Torfhús byggð víða um lönd „Smám saman opnuðust augu mín fyrir því að ýmsar goðsagnir um torfhúsin standast ekki nánari skoðun,“ segir Hjörleifur. „Eins og sú að torfhús þekkist ekki annars staðar en á Ís- landi, þegar það er staðreynd að torfhús voru byggð um allan norðurhluta jarðarinnar alveg fram á 20. öld. Það sem er sérstakt fyrir ís- lenskt samfélag í því sambandi, er að hér bjuggu allir í torfhúsum og hér er enn að finna uppi standandi torfhús. Í Skotlandi voru torfhúsin híbýli fátækra bænda en þeir efn- aðri bjuggu í öðruvísi húsum. Samar, indjánar og inúítar, sem búa við eða fyrir norðan heim- skautsbaug, byggðu allir úr torfi langt fram á 20. öld.“ Hjörleifur nefnir fleiri áhugaverða fleti sem tengjast íslenska torfbænum, eins og þann að um það leyti sem þjóðin var að flytja úr hon- um og hann hreinlega að falla í ónáð, þá var torfbærinn um leið gerður að táknmynd fyrir íslenska þjóðmenningu. „Og enn er hann táknmynd sveitarinnar,“ segir hann og sýnir myndir í bókinni af burstabæjum, teiknaðar af nemendum Melaskóla. „Þá liggur óumdeilanlega ákveðin fegurð í torfhúsunum og tengslum þeirra við lands- lagið,“ segir hann. „Það sér hver maður hvað torfhúsin verða áhrifamikill hluti af landinu. Í dag sprettur fram viss tregi þegar við horfum á þau og veltum jafnframt fyrir okkur hvernig steinsteypt hús hafa á seinni tímum iðulega verið byggð í andstöðu við landslagið. Okkur langar til að sækja í þennan torfbyggingaarf ákveðna fegurð sem ætti að geta birst í nú- tímahúsum.“ Handverksþekking að hverfa Þjóðminjavarsla tók á sig mynd í róm- antískum straumum 19. aldar og hefur lengst af tekið mið af því að hampa því sem mönnum þótti glæsilegt í fortíðinni. „Við höfum því hampað glæsilegustu torfhúsunum, bústöðum presta og embættismanna og kirkjum, en frekar var litið framhjá híbýlum almennings,“ segir Hjörleifur. „En hugtakið menningu er ekki hægt að aðgreina frá lífsskilyrðum þjóðar og okkar lífsskilyrði voru þau að við hlutum að byggja úr torfi. Annars hefðum við ekki lif- að af í þessu landi. Í þúsund ár var torfhúsið umgjörð um menningu okkar. Í bókinni reyni ég að skoða þessa menningu frá ýmsum sjón- arhornum.“ Eitt af því sem hvatti Hjörleif til verksins var sú upplifun hans að handverksþekkingin væri smám saman að hverfa. „Við verðum að halda handverkshefðinni við, meðal annars vegna þess að torfhúsið hefur þann sérstaka eiginleika að það þarf stöðugt að vera að end- urbyggja það. Við þurfum þekkinguna til að geta haldið menningarminjunum við og einnig til að hægt sé að yfirfæra jákvæðar hliðar torfhúsanna á ný hús. Það er hægara sagt en gert að halda torf- húsum við eftir að flutt er úr þeim. Síðan snemma á 20. öld hefur Þjóðminjasafnið markvisst haldið völdum húsum við, en það er brýnt að sú starfsemi verði stórefld. Þar erum við með skuldbindingar gagnvart um- heiminum, því hvergi annars staðar hafa þessar byggingar varðveist fram á okkar daga. Langflest húsin sem hafa varðveist eru stórbýli en enn er möguleiki á að bjarga kot- býlum sem eru nú við að falla saman,“ segir hann og nefnir dæmi um slík kot í bókinni. Unnið hefur verið að því að koma torf- húsaarfinum á heimsminjaskrá Menningar- stofnunar Sameinuðu þjóðanna. Hjörleifur segir að það myndi eflaust hjálpa til við varð- veisluna, því þessi merka arfleifð hlyti þá aukna athygli. „Það þarf að halda þessum arfi betur fram, skapa handverksmönnum sem kunna byggingu torfhúsa aðstæður til að sinna þessu allan ársins hring, og það þarf að leggja töluvert meira fé í þetta.“ Hafin til verðskuldaðrar virðingar „Er hægt að segja að í sálarlífi okkar eða menningu séu ummerki um að forfeður okkar hafi búið í torfhúsum í þúsund ár? Ég held að svo sé, án þess að geta skýrt nákvæmlega í hverju það birtist. Ég gengst við að vera fullur af þjóðlegri rómantík en hata jafnframt þjóð- rembu. Mér finnst eftirsóknarvert að leita eftir fegurð í umhverfi okkar og fortíð, án þess að hefja það til skýjanna. Á liðinni öld varð menn- ingarlegt rof hjá okkur, hvað torfhúsin varðar, en nú eru tímarnir breyttir.“ Og tími kominn til að hefja torfhúsaarfinn til verðskuldaðrar virðingar. Fróðlegt stórvirki Hjörleifs, Af jörðu, myndar trausta undirstöðu í því starfi. Horft aftan á torfbæinn á Þverá í Laxárdal sem er í Húsasafni Þjóðminjasafnsins. Bærinn gefur afar heilsteypta mynd af sveitabæjum eins og þeir voru. Ljósmynd/Guðmundur Ingólfsson YFIRGRIPSMIKIL BÓK HJÖRLEIFS STEFÁNSSONAR UM TORFHÚS KOMIN ÚT Híbýli þjóðarinnar í þúsund ár „OKKAR LÍFSSKILYRÐI VORU ÞAU AÐ VIÐ HLUTUM AÐ BYGGJA ÚR TORFI. ANNARS HEFÐUM VIÐ EKKI LIFAÐ AF Í ÞESSU LANDI,“ SEGIR HJÖRLEIFUR STEFÁNSSON, ARKITEKT OG RITHÖFUNDUR. Í BÓKINNI AF JÖRÐU – ÍSLENSK TORFHÚS SKOÐAR HANN TORFHÚSAARFINN FRÁ ÝMSUM SJÓNARHORNUM. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Búrþekjan á Galtastöðum fram í Hróarstungu. Þar var búið fram yfir 1960. Ljósmynd/Hjörleifur Stefánsson„Það þarf að halda þessum arfi betur fram,“ segir Hjörleif- ur Stefánsson um torfhúsin og allt sem þeim tengist. Morgunblaðið/Einar Falur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.