Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2013, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2013, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.6. 2013 Mannréttindi eru þungamiðjan í starfiEvrópuráðsins í Strasbourg. Ég efastum að í heiminum sé starfandi fjöl- þjóðlegt þing þar sem fram fer jafn umfangsmikil umræða um mannréttindi eins og þing Evr- ópuráðsins en þar hef ég setið fundi undangengna viku. Mikil umræða fór m.a. fram um mótmælin í Tyrklandi og hvernig stjórnvöld taka á þeim, rétt- arhöld yfir stjórnmálamönnum, mannréttindi og heilbrigðisþjónustu og internetið og misnotkun á því og tók ég sjálfur þátt í þeirri umræðu. Ég hef um nokkurt skeið fylgst með starfi Evrópuráðsins til verndar börnum en vitundarvakningin um kyn- ferðisofbeldi gegn börnum sem efnt var til á vegum íslenskra stjórnvalda á að nokkru leyti rót að rekja til frumkvæðis Evrópuráðsins. Ég vék að þessu starfi og hve mikilvægt það er að meta að verð- leikum gott starf Evrópuráðsins á þessu sviði. Fjölmargt annað mætti nefna en tilfinninga- þrungnasta umræðan var án efa tillaga til stuðn- ings mannréttindum samkynhneigðra og trans- fólks en tilefnið var m.a. lagabreytingar í Rússlandi og víðar. Í atkvæðagreiðslunni þurfti aukinn meiri- hluta – þrjá fjórðu – og var stundum mjótt á mun- um þótt tillagan væri að lokum samþykkt. Stuðn- ingsmenn tillögunnar sögðu að hér sem annars staðar væru fáir andstæðingar mannréttinda sam- kynhneigðra og transfólks sem kæmu út úr skápn- um með fordóma sína í umræðunni en í atkvæða- greiðslunni birtust fordómarnir hins vegar skýrt. Fyrir andstæðingum tillögunnar fór ítalskur þingmaður og rússneskir en mikill fjöldi þingfull- trúa frá mörgum löndum hafði sig í frammi tillög- unni til stuðnings. Sænskur maður skýrði frá þeim hremmingum sem hann gekk í gegnum þegar hann gerði umhverfi sínu heyrinkunnugt um samkyn- hneigð sína. Annar þingfulltrúi, kona, svaraði vangaveltum sem fram höfðu komið um að trans- fólk væri varasamt og væri ógnun við umhverfi sitt. Hún sagðist vilja svara þessu með skírskotun til eigin lífs. „Ég er orðin harðfullorðin kona, með mikla lífsreynslu að baki. Aldrei í lífinu hef ég orðið fyrir nokkurs konar ógn vegna tilveru transfólks. Það sem meira er, aldrei hef ég kynnst nokkrum einasta einstaklingi, ungum eða öldnum, sem stafar ógn af lífi transfólks.“ Sjálf væri hún gagnkyn- hneigð kona og nú vildi hún trúa þinginu fyrir því að hún þekkti af eigin raun áreitni og ógn af hálfu gagnkynhneigðra karla og öll vissum við hve óhugnanlega algengt kynferðisofbeldi af hálfu karla væri. „Það þýðir ekki að ég vilji skerða mann- réttindi allra karla. Ég vil refsa þeim sem fremja ofbeldisverk en ekki hinum. Nú liggja fyrir breyt- ingartillögur sem ganga út frá því að transfólk og jafnvel samkynhneigðir séu einsleitur hópur en ekki einstaklingar með sín einkenni og sín mann- réttindi sem slíkir, eintaklingar eins og við öll.“ Klappað var í þingsalnum eftir þessa ræðu og fleiri af þessu tagi. Sjálfur varð ég rauður í lófunum. Rauðir lófar í Strasbourg * Tilfinningaþrungnastaumræðan var án efatillaga til stuðnings mann- réttindum samkynhneigðra og transfólks. ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Ögmundur Jónasson ogmundur@althingi.is Jarðarför Hemma Gunn Í gær var jarðarför hins ástsæla íþrótta- og sjónvarpsmanns Her- manns Gunnarssonar. Af því til- efni skrifuðu margir á fésbókina, meðal annarra Einar Bárðarson: „Ég var nú alltaf að vona að hann risi upp frá þessu núna eins og hann gerði síðast þegar hann „dó“ en okkur verður víst ekki að þeirri ósk okk- ar allra. Ég gat kallað Hemma vin minn, það voru mikil forréttindi.“ Seinna bætir Einar við: „Það er bú- ið að segja allt og skrifa allt um Hemma sem hægt er síðustu vikur og daga þannig að það er litlu við það að bæta. Mér þótti þó óhemju vænt um að hann kallaði mig og börnin mín frænda sinn og frænku og þegar hann faðmaði mig lifði rakspírinn á mér langt fram á kvöld. Ég kveð hann með söknuði eins og við öll,“ skrifar Einar. Andrés Magnússon birti gleði- mynd af sér með tvo þumla upp og skrifaði: „Til heiðurs Hemma“. Margir fleiri létu hlý orð falla til þessa látna meistara. Tónleikar Nicks Caves Margt var skrifað á fésbókina í gær vegna tónleika stjörnunnar Nicks Caves í gömlu NATO-stöðinni í Keflavík sem fara fram í kvöld. Meðal annars skrifaði Þorsteinn Stephensen í gær í forundran: „Af hverju er ekki uppselt á ATP? Ætlar fólk virkilega að missa af Nick Cave and the Bad Seeds?“ En vel get- ur verið að í dag sé orðið uppselt. Þá skrifaði Hjalti Stefán Krist- jánsson í gær: „Jæja, gott fólk. Nú er síðasti séns að gefa mér miða á ATP. Ég þarf svo sem bara að kom- ast annað kvöld.“ AF NETINU Ég flutti fyrir skömmu. Kveð Keflavík með söknuði,“ segirValdimar Guðmundsson, tónlistarmaður og forsprakkihljómsveitarinnar Valdimar, en hann tók nýlega íbúð á leigu á Seltjarnarnesi og unir hag sínum vel. Valdimar hefur alið manninn í Keflavík fram að þessu en eftir að sást til hans á knatt- spyrnuleik á KR vellinum á dögunum veltu einhverjir fyrir sér hvort hann hefði líka snúið baki við liði Keflvíkinga þar sem hann var á sínum tíma í svokallaðri PUMA-sveit Keflvíkinga, spilaði þar á básúnu og studdi liðið í blíðu og stríðu hvort sem var í körfubolta eða fótbolta. Hann segist enn vera gallharður stuðningsmaður Keflavíkur þótt hann sé nú í meira návígi við KR og Gróttu. „Það er gott að vera hér úti á Nesi. Þetta er fínasta íbúð og það er fínt að vera kominn nær Reykjavíkinni. Maður var kominn með svolítið nóg af Reykjanesbrautinni. Þetta var svolítið mikil keyrsla alltaf á milli,“ segir hann. Hljómsveitina Valdimar stofnaði Valdi- mar árið 2009 og hefur orðspor hljómsveitarinnar vaxið og dafnað jafnt og þétt síðan þá.Valdimar skellti sér í IKEA og fann eitt og annað í íbúðina. Fékk nóg af Reykjanesbrautinni Valdimar er einn vinsælasti tónlistarmaður landsins. Hér í afmæli Monitor hress og kátur. Morgunblaðið/Eva Björk VALDIMAR FLUTTUR Á SELTJARNARNES Vettvangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.