Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2013, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2013, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.6. 2013 Matur og drykkir L ífið er ekki bara saltfiskur, en leikur gjarnan stórt hlutverk á matmálstímum á heimili Ingu Vestmann og Þórhalls Jónssonar á Akureyri þegar þau vilja gera vel við sig í mat. Þórhallur er verkstjóri við grillið og stendur þar mörg sumarkvöldin en við pönnuna og ofninn yfir vetrartímann. Og aldrei bregst saltfiskurinn, segir hann. Saltfiskástin kviknaði fyrir um það bil áratug. „Við vor- um ásamt nokkrum vinum í Barcelona og báðum gamla, geðuga konu í gestamóttöku hótelsins að benda okkur á góðan veitingastað. Hún lagði til að færum á stað í hlíð- unum fyrir ofan borgina, þar sem heimamenn borðuðu að- allega en ekki ferðalangar og þar pöntuðum við okkur saltfisk. Vorum spennt að prófa ekta katalónska uppskrift og það er ógleymanlegt, eftir að starfsfólk veitingahússins komst að því hvaðan við værum, þegar kokkurinn kom en nú er orðið algengt að fólk matreiði á þennan hátt.“ Þórhallur eldar saltfiskinn oftast á einfaldan og þægileg- an máta yfir sumarið en notar aðrar uppskriftir að vetri. „Vetraruppskriftirnar eru meira þannig að ég steiki fiskinn á pönnu og baka í ofni; velti honum gjarnan upp úr hveiti og steiki til að loka fisknum og hef svo í ofni í 15 til 20 mínútur, nota þá tómatkraft og tíni til margvísleg krydd til að búa til þessa dásamlegu, rauðu katalónsku sósu.“ Svo því sé til haga haldið borðar fjölskyldan ekki salt- fisk í öll mál! „Við borðum til dæmis mikinn kjúkling. Kryddum hann gjarnan með pestói og grillum. Teryaki- kjúklingur er líka mjög vinsæll á heimilinu; við útbúum þá um það bil hálfan lítra af kryddlegi úr teryaki-sósu, soja- sósu, miklum engifer, chili og hvítlauk, veltum kjúkling- unum upp úr þessu og steikjum. Þetta þykir lostæti með hrísgrjónum.“ fram, afskaplega stoltur, með umbúðir utan af íslenskum saltfiski!“ segir Þórhallur. Þetta var í fyrsta skipti sem hann kveðst hafa prófað „alvöru útfærslu af saltfiski og verð að viðurkenna að ég hef verið sjúkur í hann síðan. Saltfiskur er með því besta sem ég fæ og við erum mjög oft með saltfisk þegar við fáum gesti í mat. Þetta er svo einfalt og þægilegt að salt- fiskur hefur bjargað mörgum veislum; það er lítið mál að elda hann þótt maður sé með átta til tíu manns í mat. Þessi matur klikkar aldrei og margir vinir mínir hafa tekið þetta upp eftir mér,“ segir grillarinn stolti, Þórhallur Jóns- son. „Ég fæ saltfisk hjá Elvari vini mínum í Ektafiski, sem framleiðir afskaplega góða vöru sem hægt er að setja beint á grillið eða á pönnuna. Fyrst þegar ég sagði Elvari hvernig ég matreiddi hráefnið frá honum – að ég grillaði saltfiskinn – varð hann steinhissa. Það var fyrir tíu árum Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson KOMST Á BRAGÐIÐ Í KATALÓNÍU Dásamlegt í einfaldleika sínum ÞÓRHALLUR JÓNSSON OG INGA VESTMANN Á AKUREYRI GRILLA GJARNAN SALTFISK YFIR SUMARTÍMANN. ÞAU KOMUST Á BRAGÐIÐ AÐ BORÐA DÝRÐINA BACALAO FYRIR RÚMUM ÁRATUG, EFTIR HEIMSÓKN Á LÍTINN, HEIMILISLEGAN VEITINGASTAÐ Í HLÍÐUNUM OFAN VIÐ BARCELONA. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Uppskrift Þórhalls Jónssonar að girnilegum saltfiskrétti, er svo einföld að varla er hægt að kalla hana uppskrift! Hann notar hnakkastykkið af þorsk- inum. „Ég tek fiskinn úr frosti að morgni og læt þiðna fram eftir degi. Rétt áður en ég skelli honum á grillið krydda ég fisk- inn vel með svörtum pipar, sker svo væna sneið af gráð- osti og set ofan á. Aðalmálið er að hafa grillið mjög heitt; ég hita það í um það bil 300 gráður og grilla fiskinn í fimm til sjö mínútur, eftir því hvað stykkin eru þykk,“ segir Þór- hallur. Fiskinn er aðeins grillaður öðrum megin, með roðið nið- ur. „Með þessu er gott að hafa skornar kartöflur, annað hvort bakaðar í ofni eða penslaðar með olíu og grillaðar og síðan stráð grófu salti yfir.“ Þórhallur og Inga bera fram salat með saltfisknum. „Það er einfalt, spínat og rucola og gott er að hafa fetaost og jafn- vel nokkur vínber.“ Ólyginn sagði að Þórhallur hefði salatið aðallega til skrauts! Þórhallur mælir eindregið með því að drukkið sé gott rauðvín með saltfiski. „Ég vel gjarnan vín frá Torres, Celeste vín sem er frá Ribera del Duero. Það hentar afskaplega vel með saltfiski,“ segir hann. Grillaður saltfiskur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.