Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2013, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.6. 2013 Veðrið er eilíft umfjöllunarefni og aldrei virðumst við þreytast á að tala um þetta síbreytilega fyrir- brigði. Í blaðinu í dag er rætt við fimm veðurfræðinga sem segja sögur af landsmönnum og glím- unni við veðrið. Ekki þó endilega af hinni raunverulegu baráttu við viðsjált veðurfar, ofsaveður, blind- byl og hífandi rok heldur af ein- hvers konar innri baráttu þeirra sem hringja í Veðurstofuna í leit að svörum við hinu og þessu. Veð- urfræðingarnir segja frá kynnum sínum af svokölluðum góðkunn- ingjum Veðurstofunnar. Sumir hringja reglulega til að spyrja um sömu hlutina, einn góðkunninginn spyr í sífellu hvenær snjórinn fari – allan veturinn. Aðrir hringja í síma Veðurstofunnar til að fá hús- ráð eða jafnvel að prútta um veðr- ið! Reyna að fá veðurfræðingana til að lofa klukkutíma af sól til að hægt sé að þurrka þvott … jafnvel bara fjörutíu mínútum. Frásagnir veðurfræðinganna af símtölum í gegnum árin eru stór- skemmtilegar. Ekki síður vekur athygli hversu vel virðist tekið í það að fólk hringi til að ræða allt milli himins og jarðar við fólk sem hefur ekki annað á stefnuskránni fyrir daginn en að sinna sínum veðurvísindum sem best. Veðurfréttir eru vinsælt efni í sjónvarpi og þegar við sjáum manneskju á skjánum nógu oft fer okkur að líða eins og við þekkjum hana. Þannig leið manninum sem hringdi í Veðurstofuna um árið til að vita hvernig hann ætti að gera uppstúf. Hann þorði ekki að hringja í tengdamóður sína en treysti móðurlegri rödd veður- fræðingsins í símanum sem hann kannaðist við úr viðtækinu til að leiða sig í sannleikann um sósu- gerð. Það er gott að eiga góða veð- urfræðinga. Þolinmæði virðist ekki síður mikilvæg í starfinu en spádómsgáfa. RABBIÐ Spáð í síma Eyrún Magnúsdóttir Sumarið er komið og þá flykkjast listhópar Hins hússins út á götur Reykjavíkur og spila tónlist fyrir þá sem hætta sér út. Ungir tónlistarmenn troða sér á tröppur eða koma sér fyrir á miðri götu og spila tónverk eftir sig og aðra. Leikhópar á vegum Hins hússins nota strætin til að setja upp stutta leik- þætti innan um fólkið eða eitthvert sprell sem lífgar upp á mannlífið. Hitt húsið leggur metnað sinn í að gera þetta hvert sumar, til að minna okkur á hve mannbætandi listin er. Hvernig hún dregur fram mennskuna í okkur. Litar hana sterkari litum. Þessar örfáu vikur sem við Íslendingar sjáum til sólar lifnar miðbærinn við og verður „staður til að vera á“, eins og segir í auglýsingunni. Þá breytast götur bæjarins úr því að vera leið okkar að einhverju öðru markmiði, eins og búð eða kaffihúsi, í markmiðið sjálft. Maður fer niður í bæ til þess eins að ganga um göturnar og vera þar. borkur@mbl.is LISTHÓPAR HINS HÚSSINS ERU KOMNIR Á GÖTUR BÆJARINS Morgunblaðið/Rósa Braga SUMARIÐ ER KOMIÐ Á SUMRIN ÞURFUM VIÐ EKKI AÐ SÆKJA LISTINA Í HÚS SÍN HELDUR SÆKIR LISTIN OKKUR ÚT Á GÖTUR BÆJARINS. ÞÁ ÞURFUM VIÐ EKKI AÐ LEGGJA MEIRA Á OKKUR EN ÞAÐ AÐ KOMA OKKUR ÚT ÚR HÚSI TIL AÐ NJÓTA HENNAR. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Útgefandi Óskar Magnússon Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hvað? Hörkuleikur í Pepsi-deildinni. Hvar? Samsung vellinum í Garðabæ. Hvenær? Sunnudaginn kl. 17:00 Nánar: Stjarnan er í 3. sæti í deildinni og ÍBV í 6. sæti. Stjarnan - ÍBV Hvað? Frí máltíð fyr- ir börn. Hvar? Í IKEA. Hvenær? Alla daga. Nánar: IKEA er með gott verð á öllum réttum á veitingastað sínum en alveg frítt fyrir krakka yngri en 12 ára. Frí máltíð fyrir börn Í fókus VIÐBURÐIR HELGARINNAR Hvað? Fjöl- skyldujóga. Hvar? Á grænu túninu fyrir framan Viðeyjarstofu í Viðey. Hvenær? Laug- ardaginn kl. 13.00-14.00. Nánar: Arnbjörg Kristín Konráðs- dóttir jógakennari gerir jógaæfingar, fer í leiki, hugleiðir og slakar vel á í lokin við heilandi tóna gongsins. Jóga í Viðey Hvað? 3. umferð Ís- landsmótsins í torfæru. Hvar? Við Mýnes, Eg- ilsstöðum. Hvenær? Laugardagur. Keppnin hefst kl. 13.00. Nánar: Drullupoll- urinn margfrægi, stökk, tilþrif og mikið fjör. Torfæra Hvað? All tomorrow’s parties. Hvar? Í fyrrverandi herstöð NATO í Ásbrú í Keflavík. Hvenær? Laugardagskvöldið. Stórtónleikar í Keflavík Hvað? Björn Thor- oddsen aleinn og óstuddur á Gljúfra- steini. Hvar? Gljúfrasteini. Hvenær? Sunnu- daginn kl. 16:00 - 17:00. Nánar: Gestir fá að heyra útsetningar á lögum eftir listamenn á borð við Deep Puple, Police, Who og Bítlana auk verka úr smiðju Björns sjálfs. Gítar á Gljúfrasteini * Forsíðumyndina tók Eggert Jóhannesson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.