Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2013, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2013, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.6. 2013 Matur og drykkir M ér finnst svolítið smart að vera bara með pæ í pæjuboði,“ segir Andr- ea, sem hefur ekki haldið þannig boð áður. Hún er samt ekki ókunnug eldamennsku, en hún starfar sem kokkur í Listaháskólanum á veturna. Á sumrin tekur hún að sér, ásamt Margréti Þóru samstarfskonu sinni, hin ýmsu verkefni. Í sumar munu þær elda ofan í tónlistarfólk í Skálholti, en þær hafa einnig eld- að fyrir kvikmyndafólk á tökustöð- um úti á landi. Þær eru einnig með veisluþjónustu, en fyrirtækið hefur ekki fengið nafn. „Við erum með draum að stofna fyrirtæki og vilj- um láta það heita Skellibjöllurnar af því við erum svo miklar skelli- bjöllur,“ segir hún og hlær. „Helst vildi ég eiga gamlan rúgbrauð og keyra bara um landið á honum og elda, á Skellibjöllunni,“ segir hún. Geitaostabakan fær tíu Í kringum borðið eru vinkonur og fjölskyldumeðlimir á aldrinum átta til 62 og mikið skrafað. „Ég er stolt af að hafa lifað svona lengi,“ segir Lilja systir Andreu, aldurs- forsetinn. „Langafi minn er eldri!“ segir þá sú yngsta. Bangsinn Bub- bey fékk einnig að vera með, en hann víkur ekki frá eiganda sínum. Þrjár tegundir af bökum eru á boðstólum, sumarlegt salat og svo kirsjuberjabaka í eftirrétt. Með þessu er drukkið rósavín blandað með sódavatni, fyllt með ferskum jarðarberjum. Andrea var búin að standa í ströngu frá hádegi að út- búa bökurnar. „Þetta tekur allt sinn tíma, líka af því ég er með þannig ofn, að ég kem þessu ekki öllu inn í einu,“ segir hún. „Þessi hérna fær alveg tíu með geitaost- inum,“ segir Margrét, en skiptar skoðanir eru um hvaða baka er best. Fjólublá kjötsúpa Andreu finnst skemmtilegast að elda eitthvað nýtt og framandi. „Ég vil alltaf vera að prófa eitt- hvað nýtt, ég er mjög léleg í gam- aldags íslenskum mat,“ segir hún, og hinar taka undir það. „Hún kann ekki að gera kjötsúpu!“ segir Lilja. „Hún setti allt út í hana, meira að segja rauðkál, og súpan varð fjólublá!“ Andrea segir mann sinn Eystein hafa horft á súpuna og sagt, „þetta borða ég ekki!“ SKELLIBJÖLLUR SKEMMTA SÉR Pæ í boði í pæjuboði Pæjurnar Lilja, Jessica, MargrétÞóra, Helga Vala, Ynja, Þórunn, Andrea og Þula. Í RISI Í VESTURBÆNUM VAR SLEGIÐ UPP PÆJUBOÐI ÞAR SEM KONUR Á ÖLLUM ALDRI MÆTTU TIL AÐ SMAKKA Á GÓMSÆTUM BÖKUM SEM ANDREA GUÐMUNDSDÓTTIR REIDDI FRAM AF MYNDARSKAP. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is BOTN: 170-200 g spelt 100 g kalt smjör, skorið í bita 70 ml kalt vatn væn lúka rifinn ostur salt og pipar Smjör og hveiti hnoðað sam- an, vatn sett út í í smá- skömmtum. Hnoðað þar til mjúkt í kúlu og geymt í plastfilmu í ísskáp í 30 mín. FYLLING: 1 lítill poki ferskt spínat 10 sólþurrkaðir tómatar 150 g fetaostur (ekki í ol- íu) 1-2 msk. dijonsinnep 4 egg rúmlega hálfur peli rjómi 3 hvítlauksrif, marin Deigið flatt út og sett í eld- fast mót, þrýst upp með köntunum. Botninn smurður með sinnepinu og rifnum osti dreift yfir. Egg og rjómi þeytt saman og restin af hrá- efninu grófsöxuð og bætt út í. Hellið fyllingunni yfir og látið inn í 180°C heitan ofn, fyrir miðju, látið bakast í 40- 50 mín. Spínatbaka Rósavín blandað með sódavatni og ferskum jarðarberjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.