Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2013, Page 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2013, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.6. 2013 Matur og drykkir M ér finnst svolítið smart að vera bara með pæ í pæjuboði,“ segir Andr- ea, sem hefur ekki haldið þannig boð áður. Hún er samt ekki ókunnug eldamennsku, en hún starfar sem kokkur í Listaháskólanum á veturna. Á sumrin tekur hún að sér, ásamt Margréti Þóru samstarfskonu sinni, hin ýmsu verkefni. Í sumar munu þær elda ofan í tónlistarfólk í Skálholti, en þær hafa einnig eld- að fyrir kvikmyndafólk á tökustöð- um úti á landi. Þær eru einnig með veisluþjónustu, en fyrirtækið hefur ekki fengið nafn. „Við erum með draum að stofna fyrirtæki og vilj- um láta það heita Skellibjöllurnar af því við erum svo miklar skelli- bjöllur,“ segir hún og hlær. „Helst vildi ég eiga gamlan rúgbrauð og keyra bara um landið á honum og elda, á Skellibjöllunni,“ segir hún. Geitaostabakan fær tíu Í kringum borðið eru vinkonur og fjölskyldumeðlimir á aldrinum átta til 62 og mikið skrafað. „Ég er stolt af að hafa lifað svona lengi,“ segir Lilja systir Andreu, aldurs- forsetinn. „Langafi minn er eldri!“ segir þá sú yngsta. Bangsinn Bub- bey fékk einnig að vera með, en hann víkur ekki frá eiganda sínum. Þrjár tegundir af bökum eru á boðstólum, sumarlegt salat og svo kirsjuberjabaka í eftirrétt. Með þessu er drukkið rósavín blandað með sódavatni, fyllt með ferskum jarðarberjum. Andrea var búin að standa í ströngu frá hádegi að út- búa bökurnar. „Þetta tekur allt sinn tíma, líka af því ég er með þannig ofn, að ég kem þessu ekki öllu inn í einu,“ segir hún. „Þessi hérna fær alveg tíu með geitaost- inum,“ segir Margrét, en skiptar skoðanir eru um hvaða baka er best. Fjólublá kjötsúpa Andreu finnst skemmtilegast að elda eitthvað nýtt og framandi. „Ég vil alltaf vera að prófa eitt- hvað nýtt, ég er mjög léleg í gam- aldags íslenskum mat,“ segir hún, og hinar taka undir það. „Hún kann ekki að gera kjötsúpu!“ segir Lilja. „Hún setti allt út í hana, meira að segja rauðkál, og súpan varð fjólublá!“ Andrea segir mann sinn Eystein hafa horft á súpuna og sagt, „þetta borða ég ekki!“ SKELLIBJÖLLUR SKEMMTA SÉR Pæ í boði í pæjuboði Pæjurnar Lilja, Jessica, MargrétÞóra, Helga Vala, Ynja, Þórunn, Andrea og Þula. Í RISI Í VESTURBÆNUM VAR SLEGIÐ UPP PÆJUBOÐI ÞAR SEM KONUR Á ÖLLUM ALDRI MÆTTU TIL AÐ SMAKKA Á GÓMSÆTUM BÖKUM SEM ANDREA GUÐMUNDSDÓTTIR REIDDI FRAM AF MYNDARSKAP. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is BOTN: 170-200 g spelt 100 g kalt smjör, skorið í bita 70 ml kalt vatn væn lúka rifinn ostur salt og pipar Smjör og hveiti hnoðað sam- an, vatn sett út í í smá- skömmtum. Hnoðað þar til mjúkt í kúlu og geymt í plastfilmu í ísskáp í 30 mín. FYLLING: 1 lítill poki ferskt spínat 10 sólþurrkaðir tómatar 150 g fetaostur (ekki í ol- íu) 1-2 msk. dijonsinnep 4 egg rúmlega hálfur peli rjómi 3 hvítlauksrif, marin Deigið flatt út og sett í eld- fast mót, þrýst upp með köntunum. Botninn smurður með sinnepinu og rifnum osti dreift yfir. Egg og rjómi þeytt saman og restin af hrá- efninu grófsöxuð og bætt út í. Hellið fyllingunni yfir og látið inn í 180°C heitan ofn, fyrir miðju, látið bakast í 40- 50 mín. Spínatbaka Rósavín blandað með sódavatni og ferskum jarðarberjum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.