Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2013, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2013, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.6. 2013 Ferðalög og flakk N áttúrufegurð Alaska er einstök en landslagið einkennist af miklum fjallgörðum með háum tindum og trjám, djúpum dölum og fjölda stöðuvatna. Það þarf því engan að undra að einn af hverj- um 87 íbúum ríkisins er með flug- próf. Enda má víða sjá flugvélum lagt við bílskúra í úthverfum stærstu borgarinnar, Anchorage, og flugbrautir meðfram mörgum götum. Flugsaga ríkisins er einnig löng og þyrnum stráð. Margir þekktir flugkappar reyndu þar fyrir sér, sértaklega á þeim tíma er gullæðið var í algleymingi í upphafi 20. aldarinnar og það lá á að tengja víðáttur Alaska og auð- lindirnar gjöfulu við umheiminn. Það er margt líkt með Íslandi og Alaska – en þó margt svo ólíkt. Sjávarútvegur er þar fyrirferðar- mikil atvinnugrein og það sést á matseðlum veitingahúsanna þar sem boðið er upp á ferskt sjávar- fang hverrar árstíðar og fjöl- breytnin og metnaðurinn er mikill. Það er því ómissandi að bragða t.d. á laxinum á vorin er fyrsti afl- inn úr Koparánni kemur á land. Íslendingar þekkja fjöll og jökla en í Alaska er allt miklu stærra í sniðum – þar er enda að finna hæsta fjall Norður-Ameríku, McKinley-fjall eða Denali. Um- hverfis þetta meistaraverk náttúr- unnar er svo að finna vinsælan þjóðgarð þangað sem þúsundir koma á hverju ári til að ganga og klifra. Fjöllin henta líka vel til skíðaiðkunar og þyrluskíða- mennska, þar sem skíðafólki er flogið upp á háa tinda, er sífellt að ryðja sér meira til rúms. (Sjá: alyeskaresort.com). Alaska og Ísland eiga líka sam- eiginleg eldgos og jarðskjálfta. Flestir skjálftarnir í Alaska eru minniháttar en sá stærsti, og sá annar stærsti sem mælst hefur á jörðinni, varð á föstudaginn langa árið 1964. Skjálftinn var 9,2 stig. Eyðileggingin var mikil og um- merkin sjást enn, m.a. þar sem yf- irborð sjávar hækkaði um marga metra og salt vatnið drap hávaxin tré á stórum svæðum. Þessi BEINT FLUG HAFIÐ TIL NÁGRANNANS Í NORÐRI Ævintýralega Alaska HÆSTU FJÖLLIN. STÆRSTA RÍKIÐ EN ÞAÐ DREIFBÝLASTA. FJÖLSKRÚÐUGT DÝRALÍF OG STÆRSTI ÞJÓÐGARÐUR NORÐUR-AMERÍKU. ALASKA ER ÆVINTÝRALAND OG SJÁVARRÉTTIRNIR Á VEITINGASTÖÐUNUM DÝRLEGIR. Texti: Sunna Ósk Logadóttir sunna@mbl.is Ljósmyndir: Sigurjón Ragnar Ungir og leikglaðir birnir í suðurhluta Alaska létu ekki truflast af íslenskum ljósmyndara. Í Alaska finnast þrjár tegundir bjarna, grábirnir, svartbirnir og ísbirnir – þó sjaldnast á einum og sama staðnum. Dýralíf Alaska er einstaklega fjölbreytt og elgir algeng sjón. ÚTSALA | SUMARÚTSAL A | AKUREYRI | REYKJAVÍK | REYKJAVÍK | AKUREYRI | HEILSUDÝNUR | HEILSURÚM | HÆGINDASTÓLAR | ELDHÚSSTÓLAR | ELDHÚSBORÐ | SUMAR | AKUREYRI | AFSLÁTTUR %50 ALLTAÐ H Ú S G AG N A H Ö L L I N • B í l d s h ö f ð a 2 0 • R e y k j a v í k • O P I Ð V i r k a d a g a 1 0 - 1 8 , l a u g a r d . 1 1 - 1 7 o g s u n n u d . 1 3 - 1 7 O G |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.