Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2013, Page 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2013, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.6. 2013 Ferðalög og flakk N áttúrufegurð Alaska er einstök en landslagið einkennist af miklum fjallgörðum með háum tindum og trjám, djúpum dölum og fjölda stöðuvatna. Það þarf því engan að undra að einn af hverj- um 87 íbúum ríkisins er með flug- próf. Enda má víða sjá flugvélum lagt við bílskúra í úthverfum stærstu borgarinnar, Anchorage, og flugbrautir meðfram mörgum götum. Flugsaga ríkisins er einnig löng og þyrnum stráð. Margir þekktir flugkappar reyndu þar fyrir sér, sértaklega á þeim tíma er gullæðið var í algleymingi í upphafi 20. aldarinnar og það lá á að tengja víðáttur Alaska og auð- lindirnar gjöfulu við umheiminn. Það er margt líkt með Íslandi og Alaska – en þó margt svo ólíkt. Sjávarútvegur er þar fyrirferðar- mikil atvinnugrein og það sést á matseðlum veitingahúsanna þar sem boðið er upp á ferskt sjávar- fang hverrar árstíðar og fjöl- breytnin og metnaðurinn er mikill. Það er því ómissandi að bragða t.d. á laxinum á vorin er fyrsti afl- inn úr Koparánni kemur á land. Íslendingar þekkja fjöll og jökla en í Alaska er allt miklu stærra í sniðum – þar er enda að finna hæsta fjall Norður-Ameríku, McKinley-fjall eða Denali. Um- hverfis þetta meistaraverk náttúr- unnar er svo að finna vinsælan þjóðgarð þangað sem þúsundir koma á hverju ári til að ganga og klifra. Fjöllin henta líka vel til skíðaiðkunar og þyrluskíða- mennska, þar sem skíðafólki er flogið upp á háa tinda, er sífellt að ryðja sér meira til rúms. (Sjá: alyeskaresort.com). Alaska og Ísland eiga líka sam- eiginleg eldgos og jarðskjálfta. Flestir skjálftarnir í Alaska eru minniháttar en sá stærsti, og sá annar stærsti sem mælst hefur á jörðinni, varð á föstudaginn langa árið 1964. Skjálftinn var 9,2 stig. Eyðileggingin var mikil og um- merkin sjást enn, m.a. þar sem yf- irborð sjávar hækkaði um marga metra og salt vatnið drap hávaxin tré á stórum svæðum. Þessi BEINT FLUG HAFIÐ TIL NÁGRANNANS Í NORÐRI Ævintýralega Alaska HÆSTU FJÖLLIN. STÆRSTA RÍKIÐ EN ÞAÐ DREIFBÝLASTA. FJÖLSKRÚÐUGT DÝRALÍF OG STÆRSTI ÞJÓÐGARÐUR NORÐUR-AMERÍKU. ALASKA ER ÆVINTÝRALAND OG SJÁVARRÉTTIRNIR Á VEITINGASTÖÐUNUM DÝRLEGIR. Texti: Sunna Ósk Logadóttir sunna@mbl.is Ljósmyndir: Sigurjón Ragnar Ungir og leikglaðir birnir í suðurhluta Alaska létu ekki truflast af íslenskum ljósmyndara. Í Alaska finnast þrjár tegundir bjarna, grábirnir, svartbirnir og ísbirnir – þó sjaldnast á einum og sama staðnum. Dýralíf Alaska er einstaklega fjölbreytt og elgir algeng sjón. ÚTSALA | SUMARÚTSAL A | AKUREYRI | REYKJAVÍK | REYKJAVÍK | AKUREYRI | HEILSUDÝNUR | HEILSURÚM | HÆGINDASTÓLAR | ELDHÚSSTÓLAR | ELDHÚSBORÐ | SUMAR | AKUREYRI | AFSLÁTTUR %50 ALLTAÐ H Ú S G AG N A H Ö L L I N • B í l d s h ö f ð a 2 0 • R e y k j a v í k • O P I Ð V i r k a d a g a 1 0 - 1 8 , l a u g a r d . 1 1 - 1 7 o g s u n n u d . 1 3 - 1 7 O G |

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.