Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2013, Blaðsíða 64
SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 2013
Fjölmiðlakonurnar María Sigrún Hilmarsdóttir og Ragn-hildur Steinunn Jónsdóttir hjá RÚV og Helga Arnardóttirhjá 365 miðlum eiga ekki aðeins fréttamennskuna sameig-
inlega þessa dagana heldur bera þær allar barn undir belti. Það
er því mikið barnalán í heimi fjölmiðla á Íslandi í dag.
Helga á von á frumburði sínum í haust með matreiðslumann-
inum Reyni Erni Þrastarsyni en Ragnhildur Steinunn og Hauk-
ur Ingi Guðnason íþróttasálfræðingur eiga fyrir stúlku sem kom
í heiminn árið 2010. Stutt er síðan María Sigrún og Pétur Árni
Jónsson, útgáfustjóri Viðskiptablaðsins, eignuðust sitt fyrsta
barn en lítill drengur kom í heiminn í apríl í fyrra.
María Sigrún las kvöldfréttir nánast fram á síðasta dag með-
göngunnar en eignaðist drenginn sinn tveimur kvöldum eftir að
hafa verið á skjám landsmanna. Það eru því aðeins um tuttugu
mánuðir á milli systkina í aldri og óhætt að segja að það verður
kátt í koti.
Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir
dagskrárgerðarkona.
FJÖLMIÐLAKONUR ÓFRÍSKAR
Fjölgun verður
í fréttaheimum
María Sigrún Hilmarsdóttir á von á sínu öðru barni.
Ljósmynd/Björg Vigfúsdóttir
Helga Arnardóttir vinnur að
þáttagerð auk þess að lesa
fréttir á Stöð 2.
Chihuahua-hundurinn Hjútli hefur
vakið athygli í Frostaskjóli, heima-
velli KR-inga, það sem af er sumri.
Hjútli heilsar upp á alla sem vilja og
eigandinn, Hulda Kristín Jóhann-
esdóttir, myndar herlegheitin í bak
og fyrir. Eru vinsældirnar svo mikl-
ar að Hjútli er kominn með sína
eigin fésbókarsíðu. „Hann hefur
vakið mikla lukku. Hann er KR-
ingur í húð og hár og styður liðið,“
segir Hulda.
Fyrir síðasta heimaleik KR
mætti Hjútli upp í blaðamanna-
stúku þar sem hann heilsaði upp á
sjálfan Bjarna Fel sem lýsti leikn-
um í KR-útvarpinu. „Hann er fjög-
urra og hálfs árs. Hann geltir áfram
KR og lifir sig mikið inn í leikinn.“
Hjútli á tvo KR-búninga. Annar
er hlýr og góður, hinn er notaður
þegar sólin skín. „Ég keypti þennan
búning á Mallorca. Setti svo KR-
lógóið á. Ég lét hanna KR-lopapeysu
fyrir hann sem er mjög falleg.“
Hulda segir að þau Hjútli hafi
fulla trú á að KR verði Íslands-
meistari í sumar. „Ekki spurning.
Þeir vinna bara tvöfalt eins og fyrir
nokkrum árum. Það var gott ár,“
segir Hulda, eigandi Hjútla.
GÆLUDÝR VIKUNNAR
Geltir
áfram KR
Hjútli ásamt Bjarna Fel sem lýsir leikjum í KR-útvarpinu af alkunnri snilld.
Ljósmynd/Hulda Kristín Jóhannesdóttir
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Charlize Theron,
leikkona.
Sigríður Margrét Oddsdóttir,
forstjóri Já.is
Eva Dögg Sigurgeirsdóttir,
ritstjóri tiska.is.
Þín ánægja er okkar markmið
vodafone.is
Nýjar áskriftarleiðir í
farsíma hjá Vodafone
20 MÍN
20 SMS
20 MB
590 KR.
100 MÍN
100 SMS
100 MB
1.890 KR.
250 MÍN
250 SMS
250 MB
2.990 KR.
500 MÍN
500 SMS
500 MB
4.990 KR.
1000 MÍN
1000 SMS
1000 MB
7.990 KR.
VODAFONE
20
VODAFONE
100
VODAFONE
250
VODAFONE
500
VODAFONE
1000
KLÁRAST HRINGIR ÞÚ FYRIR
0 KR. INNAN FJÖLSKYLDU
ÖRYGGISNET FJÖLSKYLDUNNAR
Foreldrar og börn innan 18 ára með sama lögheimili,
í allt að 500 mínútur. Gildir ekki um SMS.
Umframnotkun: 18,9 kr./mín, 9,9 kr. upphafsgjald,
13,9 kr./SMS, 190 kr. fyrir 100 MB.
Innifaldar mínútur gilda til 27 landa víðsvegar um heiminn.
Sjá nánar á vodafone.is.