Morgunblaðið - 03.07.2013, Síða 11

Morgunblaðið - 03.07.2013, Síða 11
Ljósmyndir af skepnum hafsins/Gísli Arnar Guðmundsson Smærri þorskar Gísli kann vel við að kafa með þeim þar sem þeir synda oft í torfum. en segir að hann sé alltaf að uppgötva eitthvað nýtt. „Sumar tegundir er erfitt að tegunda- greina því þær eru margar keimlíkar, en ég hef lært heilmikið og ég sé kannski meira en þeir kafarar sem ekki eru að mynda, því ég er alltaf að leita að einhverju nýju. Á mínum fyrstu köf- unarárum sá ég bara þarann og steinana, en núna sé ég svo miklu meira. Ég legg mig fram um að kíkja á bakvið og víða leynist ýmislegt, sumt afar smátt. Sum kvikindin í bókinni eru ekki nema nokkrir millimetrar að stærð.“ Aldrei rekist á skötusel Hann segir enn gríðarlega margt á listan- um sem hann langar að mynda en ekki fengið tækifæri til. „Ég hef til dæmis aldrei rekist á skötusel. Ég er alltaf að kíkja eftir sniglateg- undinni bertálknum, sem er eitt vinsælasta ljósmyndaefni kafara hvar sem er í heiminum, enda eru þeir ótrúlega fjölbreytilegir. Ég hef í áhuga á að ljósmynda allar tegundir bertálkna sem hafið hefur að geyma í kringum Ísland. Ég hef rekist á nokkra snigla sem fræðingar hafa ekki getað borið kennsl á,“ segir Gísli og bætir við að hann sé eiginlega alveg „týndur“ í þessu, svo mikill er áhuginn. „Þegar ég keypti ljósmyndagræjurnar fyrir fimm árum þá fór ég alveg á kaf í þetta, og hafði ekki tíma fyrir eitt eða neitt annað. En núna hef ég aðeins róast, en ég er alltaf með græjurnar með mér og hoppa út í sjóinn þegar ég get, vinnan og fjölskyldan þurfa líka sinn tíma.“ Lundinn leikur listir við Grímsey Gísli tekur að sér að fara með ljósmynd- ara í lengri kafaratúra í gegnum fyrirtæki sitt Dive the North. „Ég hef í tvígang farið með hinn fræga ljósmyndara Alex Mustards í ferðir um Ísland og myndir hans úr þeim ferðum vöktu heimsathygli.“ Gísli segir ljósmynda- græjurnar dýrar sem hann noti neðansjávar. „Vélarnar sem ég notaðist við í bókinni eru Ni- kon D200 og Nikon D300, en utan um þær var ég með álhús. Núna er ég með Nikon D800.“ Gísla finnst gaman að kafa í Garðinum á Reykjanesi. „Þar er yfirleitt skjól fyrir hafróti og mjög fjölbreytt dýralíf við höfnina. Mér finnst líka sérstaklega gaman að kafa við Grímsey því þar geta kafarar komist í návígi við fuglalíf, til dæmis er magnað að sjá lunda sýna listir sínar neðansjávar. Í Grímsey hef ég líka kafað í þykkum þaraskógi með steinbít. Ég held upp á Þistilfjörðinn sem kafarasvæði, þegar þorskurinn sækir upp á grunnið á hrygningarstöðvar. Sjórinn er mjög tær fyrir austan og það er tilkomumikið að mæta þús- undum þorska í sjónum. Ég verð líka að nefna hverastrýturnar í Eyjafirði, þær eru afar sér- stakar.“ Gísli segist þakklátur sambýliskonu sinni og verðandi eiginkonu, Fjólu Ákadóttur, sem hefur ævinlega verið honum innanhandar við val á myndum, sérstaklega í bókinni nýút- komnu. Kögri Fögur skepna sem gæðir sér hér á hveldýrum. Sprettfiskur Minnir á ál, en er skyldur steinbíti. Ljósmynd/Dr. Alex Mustard Undraveröld Gísli að kafa með mynda- vélina í Stekkjargjá, rétt við Ásbyrgi. www.marbendill.is www.flickr.com/photos/gassa www.divethenorth.is DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2013 Við bjóðum velkomna ítalska hönnun Natuzzi endurspeglar fullkominn samhljóm og kjarna Ítalskrar hönnunar. Það er æðislegt að upplifa hlýja og kósý stemningu í Natuzzi umhverfi. Staður þar sem fólki líður vel. 100% made in Italy www.natuzzi.com Skeifunni 8 | sími 588 0640 | casa.is Komið og upplifið nýja Natuzzi gallerýið okkar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.