Morgunblaðið - 03.07.2013, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 03.07.2013, Qupperneq 17
Lesa má aldur lunda úr gróp- unum í gogg- um þeirra fyrstu fimm ár ævinnar. Breytingar á grópunum segja til um aldur lund- anna. Eftir að lundinn nær fimm ára aldri verður lítil breyting á goggnum og ekki hægt að nota hann til að lesa aldur fuglsins eftir það. Meðfylgj- andi myndir eru úr viðauka við BS-ritgerð Árna Ásgeirs- sonar líffræð- ings um varp- vistfræði lunda á Breiðafirði. Myndirnar eru birtar með hans leyfi. Lundar á fyrsta ári koma yfirleitt ekki á heima- slóðirnar. Goggar tveggja ára lunda eru auð- þekktir því þeir eru þrí- hyrningslaga og með hálfa gróp. Þriggja ára hafa lundarnir fengið kúptari gogg og eina og hálfa gróp, mjóa og breiða. Fjögurra ára lundi er með tvær mjóar grópir. Fimm ára er hann með tvær og hálfa gróp, tvær mjóar og hálfa breiða. Eldri en fimm ára lundi er með þrjár grópir, allar mjóar. Árgrópir Tveggja ára lundi. Þriggja ára lundi. Fjögurra ára lundi. Fimm ára lundi. Eldri en fimm ára lundi. FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2013 ford.is Ford Fiesta Trend 5 dyra, 1,0i bensín 65 hö, beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 4,3 l/100 km. Losun koltvísýrings CO2 99 g/km., fær frítt í stæði í Reykjavík í 90 mín. í senn. Ford Fiesta Titanium 5 dyra, 1,6i bensín 105 hö, sjálfskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 5,9 l/100 km. Losun koltvísýrings CO2 138 g/km. Tökum allar tegundir bíla upp í nýja. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður og gerð getur verið frábrugðin mynd í auglýsingu. BEINSKIPTUR FRÁ SJÁLFSKIPTUR FRÁ FORD FIESTA 2.390.000 KR. 3.090.000 KR. KOMDU OG PRÓFAÐU SJÁLFSAG T MÁL! NÝR FORD FIESTA VILT’ANN SJÁLFSKI PTAN? MEST SELDA SMÁBÍL Í HEIMI Guðni Einarsson gudni@mbl.is Dr. Arnór Þórir Sigfússon, dýravist- fræðingur hjá Verkís, leggur til að lundaveiðimenn í Vestmannaeyjum fái að veiða lunda til að merkja þá og taka af þeim myndir og sleppa síðan. Hann segir að með því geti veiði- menn haldið við verklagi og þeirri menningu sem fylgt hefur lundaveið- unum án þess að ganga á stofninn. „Það eru ekki líkur á að stofninn þoli mikla veiði því það hefur ekki verið nein framleiðsla á ungum und- anfarin ár,“ sagði Arnór. „Það er skiljanlegt að menn vilji viðhalda þekkingu og þeirri menningu sem tengist lundaveiðunum. Ég tel upp- lagt að þeir fái að veiða og sleppa. Í leiðinni geta þeir merkt og eins skoð- að aldurshlutföll. Það væri fróðlegt að fylgjast með breytingum á þeim.“ Hægt er að aldursgreina lunda fyrstu fimm árin á nefgrópum í goggnum. Þeim fjölgar og þær breytast með hverju ári fyrstu fimm ár lundaævinnar. Lundi eldri en fimm ára er kominn með þrjár gróp- ir og fjölgar þeim ekki eftir það. Arn- ór bendir á að ekki er dýrt að taka myndir af goggunum með stafræn- um myndavélum til að nota við ald- ursgreiningu. Þekking og undirbúningur Fá þarf leyfi hjá Náttúrufræði- stofnun Íslands til fuglamerkinga. Einhverjir lundaveiðimenn hafa stundað merkingar, en merkingarn- ar krefjast bæði þekkingar og undir- búnings. Dr. Guðmundur A. Guð- mundsson, dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, hefur umsjón með fuglamerkingum. „Við afhendum þeim merki sem við treystum til að merkja,“ sagði Guðmundur. Hann sagði eftir að ganga frá reglugerð um fuglamerk- ingar. Merkingamenn þurfa að kunna að meðhöndla lifandi fugla og að merkja þá. Eins þurfa þeir að skila skýrslum um merkingarnar. Merkin eru dýr, gerð úr ryðfríu stáli og með hlaupandi kennitölum. Að- ferðirnar læra nýliðar af reyndum merkingamönnum og hafa gjarnan verið þeim til aðstoðar og lært hand- brögðin þannig. Guðmundur sagðist frekar sjá fyr- ir sér að reyndir merkingamenn færu með lundaveiðimönnum og merktu fremur en að merkjum yrði dreift til margra nýliða. Slíkt sam- starf hefði verið stundað um árabil. Veiði, merki og sleppi lunda  Nýstárleg tillaga gerir lundaveiðimönnum kleift að viðhalda veiðimenningu og þekkingu án þess að ganga á lundastofninn  Stuðlar að aukinni gagnasöfnun Morgunblaðið/RAX Lundaveiði í Ystakletti Lundinn er háfaður lifandi og því auðvelt að merkja hann og mynda og sleppa síðan aftur. Lundi var lengi mest merkta fuglategundin á Ís- landi. Merktur var 75.781 lundi frá upphafi fugla- merkinga á Íslandi 1921 til ársloka 2011. Óskar J. Sigurðsson, fyrrverandi vitavörður á Stórhöfða í Vestmannaeyjum, á heimsmet í fuglamerkingum og hefur merkt tugi þúsunda lunda. Í fyrra fóru snjótittlingar fram úr lundanum og eru nú mest merkta fuglategundin á Íslandi og lundinn kominn í annað sætið. Búið er að merkja rúmlega 76 þúsund snjótittlinga að sögn dr. Guð- mundar A. Guðmundssonar. 75.781 lundi merktur til 2012 SNJÓTITTLINGUR ER ORÐINN „MERKTASTI“ FUGL ÍSLANDS Guðmundur A. Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.