Morgunblaðið - 03.07.2013, Side 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2013
Fæst einnig í veFverslun stoðar
31ár
1982-2013
Trönuhrauni 8 | 220Hafnarfirði | Sími 565 2885
Opið kl. 8 - 16 virka daga | stod@stod.is | www.stod.is
Þar sem
sérFræðingar
aðstoðaÞig
viðvalá
hlíFum
Við styðjum þig
STOÐ
P
O
R
T
hö
nn
un
Þessi vara
er laus við:
Mjólk
Glúten
Sykur
Soja
Rotvarn-
arefni
10
0%
NÁ
TTÚRULEGT
100%
NÁTTÚRUL
EG
T
Fáanlegt í flestum apótekum,
heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaðanna www.gengurvel.is
P
R
E
N
T
U
N
.
I
S
UPPLIFÐUMUNINN!
Áhrifaríkur ASÍDÓFÍLUS ásamt
öðrum öflugum góðgerlum
Oft spurt?
Af hverju virka PRÓGASTRÓ DDS PLÚS 3 góð-
gerlarnir svona vel og fljótt á marga meltinga-
erfiðleika eins og hægðatregðu, niðurgang,
uppþembu, kandíta, sveppasýkingu ofl.
Svar?
Lykillinn er að allir góðgerlarnir í PRÓGASTRÓ
DDS PÚS 3 eru gall- og sýruþolnir og ná að lifa
ferðina af í gegnum magann niður í smáþarmana.
Auk þess er ASÍDÓFÍLUSINN DDS 1, sem hefur
þann hæfileika að fjölga sér og dvelja í þörmunum,
vinnusamur og stöðugur.
Notkun
2 hylki á morgnana á fastandi maga geta gert
kraftaverk fyrir meltinguna! Margir fullyrða að þeir
sem hafa góða meltingu séu hamingjusamari.
- Prófaðu og upplifðu muninn
● Kolbeinn Árnason
lögmaður hefur verið
ráðinn fram-
kvæmdastjóri
Landssambands ís-
lenskra útvegs-
manna.
Kolbeinn lauk
laganámi frá Há-
skóla Íslands 1997
og stundaði fram-
haldsnám við University of Leuven 2006.
Kolbeinn var skrifstofustjóri alþjóðaskrif-
stofu sjávarútvegsráðuneytisins og síðar
fiskveiðistjórnarskrifstofu ráðuneytisins í
samtals rúm sex ár. Á þeim tíma var
hann m.a. formaður samninganefnda Ís-
lands um deilistofna og sendinefnda Ís-
lands hjá alþjóðlegum fiskiveiðistjórn-
arstofnunum. Þá var Kolbeinn fulltrúi
sjávarútvegsráðuneytisins í fastanefnd
Íslands gagnvart Evrópusambandinu í
tvö ár. Kolbeinn á sæti í samninganefnd
Íslands, í aðildarviðræðum við Evrópu-
sambandið og er formaður samn-
ingahóps um sjávarútvegsmál. Kolbeinn
starfar sem framkvæmdastjóri lög-
fræðisviðs slitastjórnar Kaupþings hf.
Kolbeinn er kvæntur Evu Margréti Æv-
arsdóttur lögmanni.
Kolbeinn Árnason nýr
framkvæmdastjóri LÍÚ
Kolbeinn
Árnason
Velta á millibankamarkaði með
gjaldeyri í júní sl. var með minna
móti. Seldar voru 35 milljónir evra
á markaðnum fyrir 5,6 milljarða
króna, samanborið við 96 milljónir
evra í maí, samkvæmt greiningu
Íslandsbanka í gær.
Aðeins 38% af meðalveltu
Meðalvelta á mánuði á þessum
markaði á fyrstu fimm mánuðum
ársins var 93 milljónir evra, þann-
ig að veltan í júní var einungis um
38% af því. Gengi krónunnar var
einnig nokkuð stöðugt í mánuðin-
um en afar lítið flökt var í krón-
unni innan mánaðarins og lækkaði
krónan einungis um 0,4% gagnvart
viðskiptavegnu meðaltali helstu
mynta frá upphafi til loka mán-
aðarins.
Þá átti Seðlabankinn engin við-
skipti á millibankamarkaðinum
með gjaldeyri í mánuðinum, en að
apríl undanskildum hefur hann
keypt krónur fyrir evrur í öllum
mánuðum ársins. Mest voru kaup
bankans í janúar og febrúar.
Júní í ár var mun rólegri mán-
uður á millibankamarkaði með
gjaldeyri en júní í fyrra. Fyrir það
fyrsta styrktist gengi krónunnar
um 2,9% í júní í fyrra, og það þrátt
fyrir að Seðlabankinn hafi í þeim
mánuði keypt 6 milljónir evra fyrir
960 milljónir króna til að styrkja
óskuldsettan gjaldeyrisforða bank-
ans.
Gjaldeyristekjur vegna ferða-
manna voru þá að skila sér inn á
millibankamarkaðinn með gjald-
eyri. Veltan í júní í fyrra nam 71
milljón evra sem er ríflega tvisvar
sinnum meiri velta en í júní í ár.
Þrátt fyrir að ferðamannastraum-
urinn sé talsvert meiri í ár en í
fyrra virðist hafa dregið úr þeim
hluta hans sem skilar sér inn á
gjaldeyrismarkaðinn og í styrk-
ingu krónunnar. agnes@mbl.is
Rólegt í gjaldeyrisviðskiptum
á millibankamarkaði í júní
Veltan var að-
eins 35 milljónir
evra í júní
Millibankamarkaður með gjaldeyri
EUR/ISK (h. ás) Gengisvísitala krónunnar (v. ás)
240
235
230
225
220
215
210
205
200
180
175
170
165
160
155
150
145
140
ágú.´12 okt.´12 des.´12 feb.´13 apr.´13 jún.´13
Heimild: Íslandsbanki
Landsvirkjun, Háskóli Íslands og Há-
skólinn í Reykjavík hafa undirritað
samstarfssamning til fimm ára sem
felur í sér að hvor háskóli um sig fær
40 milljóna króna styrk á ári. Gengið
var frá samkomulaginu í fyrradag.
Er ætlunin að efla háskólanám og
rannsóknir á endurnýjanlegum orku-
gjöfum, jarðefnafræði, raforkuverk-
fræði og öðrum fræðisviðum háskól-
anna.
Hvor háskóli fær úthlutaðar 40
milljónir króna, en Ari Kristinn Jóns-
son, rektor Háskólans í Reykjavík,
sagði í samtali við mbl.is í fyrradag að
þessi samstarfssamningur gæfi skól-
unum möguleika á að auka sérfræði-
þekkingu á sviði framleiðslu og dreif-
ingar á raforku til að hægt verði að
nýta auðlindina sem best. Auk þess
telur hann þetta styrkja samband Há-
skólans í Reykjavík við atvinnulífið
betur, en eitt af hlutverkum skólans
hafi verið að efla rannsóknir og ný-
sköpun með atvinnulífið í huga. Nán-
ar á mbl.is.
Morgunblaðið/Kristinn
Samningur Það var Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sem undir-
ritaði samninginn við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík.
Landsvirkjun
styrkir HÍ og HR