Morgunblaðið - 03.07.2013, Page 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2013
Keilulegur Flans- og búkkalegur Hjólalegusett Nála- og línulegur
LEGUR
Í BÍLA OG TÆKI
www.falkinn.is
Það borgar sig að nota það besta!
th
or
ri@
12
og
3.
is
/3
1.
31
3
TRAUSTAR VÖRUR
...sem þola álagiðKúlu- ogrúllulegur
Einar Birnir ritar
mér bréf sem birtist í
Morgunblaðinu í gær,
mánudag 1. júlí, undir
fyrirsögninni „Á flótta
– lítið bréf til Guðjóns
Brjánssonar“. Bréfið
er hlaðið talsvert heit-
um tilfinningum og
væntumþykju eins og
eðlilegt er í þessu
samhengi en í ein-
hverjum atriðum sést bréfritari
ekki alveg fyrir hvað varðar stað-
reyndir. Rétt er og satt að ég var í
tveggja vikna sumarleyfi í júní. Það
var e.t.v. djarfur leikur og ábyrgð-
arleysi í ljósi ummæla Einars Birn-
is. En ég naut reyndar stundanna
með ágætum og ég vona sannarlega
að allt mitt samstarfsfólk muni
einnig eiga þess kost í sumar. Það
er vel að því komið.
Það er erfitt þegar veikindi
steðja að og einstaklingar verða
fyrir heilsubresti. Það þekkjum við
sem störfum í heilbrigðisþjónustu.
Við leggjum okkur fram um að
leysa vanda þeirra sem í hlut eiga
eins vel og í mannlegu valdi stend-
ur. En það er ekki á allt kosið og
undanfarin misseri hafa verið afar
krefjandi fyrir starfsmenn í heil-
brigðisþjónustu, skipuleggjendur
og ábyrgðaraðila. Allt heilbrigð-
iskerfið hefur verið undir miklu
álagi. Grípa hefur þurft til áður
óþekktra aðgerða og huga að nýj-
um leiðum í þeirri viðleitni að
tryggja íbúum örugga og nauðsyn-
lega þjónustu. Því er ekki að neita
að þetta hefur leitt til þess að í
stöku tilvikum hefur þetta orðið
nokkuð á kostnað þæginda í nán-
asta umhverfi þjónustuþega. Það er
miður en öryggi, góð þjónusta og
viðmót eru hins vegar markmið
sem hvergi er hvikað frá.
Undanfarin sumur hefur sjúkra-
deild HVE í Stykkishólmi verið lok-
uð um nokkurra vikna skeið yfir
sumarmánuðina. Í ár eru þetta
fimm vikur. Þjónusta heilsugæslu
er þó með óbreyttum hætti um allt
Vesturland. Gripið er til þessara
úrræða með hliðsjón af
bæði faglegum og
rekstrarlegum for-
sendum. Ella hefði
þurft að draga úr
starfseminni á staðn-
um með varanlegum
og alvarlegri hætti,
m.a. með fækkun
starfsmanna enn frek-
ar en þó hefur verið
gert. Eitt vel búið
sjúkrahús með fullan
viðbúnað er starfrækt
þetta tímabil í heil-
brigðisumdæmi Vesturlands, þ.e. á
Akranesi.
Ég trúi því að þinn góði mágur
muni fyrr en síðar hljóta vist á hinu
nýja og glæsilega heimili aldraðra í
Ólafsvík, Jaðri („Elliheimilið í
Ólafsvík“). Þar er ekki leyfi fyrir
rekstri fleiri rýma sem stendur og
ekki í mínu valdi að hnika því til
eða frá. Það kom ekki skýrt fram í
bréfi þínu að ég sjálfur og mitt
samstarfsfólk var mjög vel upplýst
um málið. Ég beitti mér sér-
staklega fyrir því að leita lausna
þannig að þessi umræddi ein-
staklingur gæti dvalið í Ólafsvík á
meðan hlé væri á starfseminni í
Stykkishólmi. Af hálfu ráðuneytis
var mikill velvilji í þessu máli. Eng-
ir peningar eru hins vegar til að
fjölga varanlega rýmum í Ólafsvík á
þessu stigi enda byggjast rekstr-
arheimildir Jaðars á eðlilegri og út-
reiknaðri þörf á hjúkrunarrýmum í
sveitarfélaginu miðað við mann-
fjölda í þessum aldurshópi. Um mat
á þessu fjalla aðrir en ég.
Viðleitni okkar til óhefðbund-
innar lausnar á beiðni aðstandenda
þessa einstaklings bar árangur en
um það hirðir þú ekki að nefna í
bréfi þínu og það er leitt. Boðin var
nokkur fjárupphæð til þess að hægt
væri að brúa umrætt lokunartíma-
bil í Stykkishólmi með tímabund-
inni vist í Ólafsvík. Þá var HVE
reiðubúið til þess að veita annan
þann stuðning sem með þyrfti, t.d.
útvegun lyfja, hjúkrunarvara og
hjálpartækja ef með þyrfti. Þetta
var kynnt bæjarstjóra Snæfells-
bæjar en þessu boði var strax hafn-
að. Meira höfðum við ekki aðstöðu
til að bjóða. Málið var því afgreitt
af hálfu HVE og það er fjarri sanni
að það hafi legið óleyst. Umræddur
einstaklingur nýtur um sinn svo-
kallaðrar hvíldarinnlagnar og ágæts
atlætis á Silfurtúni í Búðardal. Sú
lausn var fundin í samráði við hann
sjálfan og nánustu aðstandendur.
Ég kann ekki við að ýjað sé að því
að ég hafi flúið undan ábyrgð. Það
er ekki minn háttur og ég væri ekki
í þessu starfi ef það væri ríkur
þáttur í fari mínu. Þú áttir hér
samtöl við mig, samstarfsfólk, bæði
framkvæmdastjóra hjúkrunar og
einnig staðgengil minn þar sem
málin voru skýrð skv. framansögðu.
Ég skil vel að niðurstaða sú sem
fékkst í þessu máli sé þér ekki fylli-
lega að skapi. Eflaust eru fleiri í
svipuðum sporum víða um land. Við
sem mæðumst í þessum verkefnum
dag hvern gerum hvað við getum til
þess að leita úrlausna og nú hin síð-
ustu misseri hafa þau stundum ver-
ið með afbrigðum við erfiðar að-
stæður.
Í ljósi alls þessa erum við starfs-
fólkið stöðugt reiðubúið til skyn-
samlegra og yfirvegaðra viðræðna
um lausnir á snúnum málum en
getum lítið gert við tilfinningalegu
uppnámi nema sýnt því skilning.
Aðstæður í samfélaginu eru að
mörgu leyti ekki ákjósanlegar en
alls ekki ómögulegar og það eigum
við að hafa hugfast. Um önnur
ómálefnaleg atriði og upphrópanir í
bréfi þínu mun ég ekki fjasa og vísa
þeim til föðurhúsanna.
Með einlægri ósk um að mági
þínum farnist vel og ég sendi þér
góðar kveðjur með von um að þú
eigir þess kost að njóta sumarleyfis
í ár eins og ég hef gert.
Flóttamaður gefur sig fram –
lítið svar til Einars Birnis
Eftir Guðjón S.
Brjánsson »Undanfarin sumur
hefur sjúkradeild
HVE í Stykkishólmi
verið lokuð um nokk-
urra vikna skeið yfir
sumarmánuðina.
Guðjón Brjánsson
Höfundur er forstjóri Heilbrigð-
isstofnunar Vesturlands.
Heyrst hefur að
nýja ríkisstjórnin ætli
sér að taka á mál-
efnum fátækra, eldri
borgara og fatlaðra.
Það er afar vel ef rétt
reynist og fátt eitt
virðingarverðara en
slík forgangsröðun.
Fátækt og lág-
markslaun
Það er staðreynd að
margir eiga vart til hnífs og skeiðar
þrátt fyrir eða þá vegna valdaferils
heilagrar norrænnar velferð-
arstjórnar vinstri manna sem þeir
eru þó svo drýldnir af. Það er ým-
islegt sem er hægt og þarf að gera
til þess að vinna bug á örbirgðinni
og langar mig að telja hér upp
nokkur atriði í stuttu máli, sem
þurfa að gerast fljótt og vel:
1) Leiðrétting verðtryggðra hús-
næðislána með aðferð magnbund-
innar íhlutunar. 2) Fjármálastöð-
ugleiki og yfirtaka stórs hluta eigna
þrotabúa bankanna og jökla-
fjárfesta með innleiðingu ríkisdals
og auka þannig mjög getu ríkisins
til ýmissa aðgerða og framkvæmda.
3) Fjárfestingar og aukin atvinna. 4)
Lögleiðing lágmarkslauna sem taki
mið af framfærsluviðmiðum. 5)
Lækkun vsk. og tekjuskatta í skref-
um á næstu fjórum árum að lokum
niður í flata 20%. 6) Trygging-
argjald verði lækkað niður í 3% til
að auka möguleika fyrirtækja á
mannaráðningum. 7) Stórhækkun
skattleysismarka. 8) Að auðlegðar-
eða ekknaskatturinn og erfða-
fjárskattar verði afnumdir. 9) Að at-
vinnuleysisbætur verði veittar öllu
fólki, þ.m.t. atvinnulausum atvinnu-
rekendum, þeim sem ekki hafa verið
í verkalýðsfélögum o.s.frv. 10) Að
verklag Vinnumálastofnunar verði
endurskipulagt og að fyrirtækjum
verði gefnir skatta- og/eða trygg-
ingargjaldsafslættir eða að borga
þeim tryggingabæturnar um tíma
með því að þau ráði viðkomandi til
vinnu, ellegar að fólki verði hjálpað
til alvarlegs og praktísks náms í
praktískum greinum, sem vinnu-
markaðurinn þarfnast, þá sér-
staklega til iðn- og hvers kyns
tæknináms. 11) Að afnema tolla og
vörugjöld á öllum lyfjum, skóm og
fatnaði og hætta þannig verðlags-
hækkandi gjaldtöku ríkisins á þess-
um nauðþurftum. Það
er á sama tíma gjald-
eyrissparandi og at-
vinnu- og verðmæta-
skapandi að koma
versluninni sem mest
inn í landið.
Fatlaðir og eldri
borgarar
Ég ætla hér að nefna
fáein atriði til viðbótar,
sem snúa sérstaklega
að kjörum og betra lífi
öryrkja og aldraðra:
1) Leiðrétta allar skerðingar
Samfylkingar og VG frá 2009. 2)
Greiða allar skerðingar frá sama
tíma með eingreiðslu. 3) Að þessir
hópar fái notið lágmarkslaunanna
og hækkunar skattleysismarka hið
minnsta. 4) Að tekjutengingar verði
lækkaðar að einhverju marki strax
og lækkaðar smám saman enn frek-
ar, en sem fyrst eða eftir því sem
ráðrúm ríkissjóðs leyfir. 5) Að tollar
og vörugjöld á stoðtækjum verði af-
numin og viðeigandi stoðtæki verði
miklum sjúklingum að kostn-
aðarlausu svo þeir geti betur bjarg-
að sér. 6) Að lífeyrissjóðum verði
gert skylt að verja 1% iðgjalda
hvers árs til endurnýjunar og upp-
byggingar búsetuskilyrða fyrir
þessa hópa.
Velferðarstjórn í raun
Taka þarf jafnframt sérstaklega á
málefnum heilbrigðisþjónustunnar,
en með þeim aðgerðum í fjármálum
þjóðarinnar, sem ég hef skrifað um,
á að gefast ráðrúm til þessara
mannréttinda og mannkærleiks-
aðgerða, enda er það fólkið sem
stjórnmál eiga að fjalla um en t.d.
ekki óarðbær ríkisrekin gælufyr-
irbrigði sem hægt er að vera án. Ef
hinni efnilegu nýju ríkisstjórn Ís-
lands tekst með áræði að koma
þessari skipan á fljótt og vel mun
hennar væntanlega verða minnst
með þakklæti og virðingu sem al-
vöru velferðarstjórnar. Það standa
allar vonir til þess að svo verði.
Nýja ríkisstjórnin
taki á málefnum
fátæktar, aldraðra
og öryrkja
Eftir Kjartan Örn
Kjartansson
Kjartan Örn
Kjartansson
» Það er ýmislegt
hægt að gera til þess
að vinna bug á örbirgð-
inni.
Höfudur er varaformaður Hægri
grænna, flokks fólksins.
Bréf til blaðsins
Nú fyrir nokkru skrifaði hr. Atli
Harðarson skólameistari grein hér
í blaðið um brottfall úr framhalds-
skólum. Nem-
endur falla líka
frá, fyrir eigin
hendi. Nokkrir
af mínum gömlu
nemendum hafa
farið þann veg,
en ég starfaði í
framhaldsskóla
um tólf ára
skeið.
Það var einu
sinni sagt, að
mannshugurinn þroskist í beinu
hlutfalli við fjölbreytileika þess
umhverfis sem maðurinn vex upp
í. Nú skal á það bent, að menntun
og lengd skólagöngu er ekki það
sama. Til eru Íslendingar sem
náðu langt, en höfðu aðeins gengið
í kvöldskóla KFUM eða Náms-
flokkana. Reykjavík, frá Vegamót-
um og upp að Vatnsendahæð, er
byggð af iðnaðarmönnum úr Iðn-
skólanum sem voru þar 32 vikur
(átta vikur á ári í fjögur ár). Við
14 ára aldur fann ég hjá mér
mikla þörf til að fara að vinna,
komst ég að sem aðstoðarpiltur á
verkstæði og fór svo í Iðnskólann
tveimur árum seinna. Verkstæðinu
stýrði gamall Þjóðverji og lærði ég
margt af honum. Á aldrinum 14-21
árs samhæfast hugur og hönd hjá
manninum. Það er þess vegna sem
unglingar voru látnir hefja iðn- og
verslunarnám 14 ára í Evrópu.
Fyrir nokkrum árum heimsótti ég
verkmenntaskólann í Simmern,
Rínarlöndum, Þýskalandi, þar
voru allir iðnnemar í vinnu hjá
meisturum og í skólanum ýmist
einn eða tvo daga í viku, eftir fög-
Brottfall
Frá Gesti Gunnarssyni
Gestur
Gunnarsson