Morgunblaðið - 03.07.2013, Page 29

Morgunblaðið - 03.07.2013, Page 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2013 ✝ GuðmundurAndrésson fæddist á Felli í Árneshreppi 5. júlí 1928. Hann lést á Landakoti 21. júní 2013. Foreldrar hans voru Sigurlína Guðbjörg Valgeirs- dóttir, f. í Norð- urfirði 16.7. 1900, d. 6.11. 1992, og Andrés Guðmunds- son, sjómaður og bóndi á Felli og síðar í Norðurfirði, f. í Mun- aðarnesi 11.9. 1982, d. 1.8. 1974. Systkini Guðmundar eru: Bernharð Adolf, f. 10.10. 1919, skildu. Dóttir þeirra er Hrund Guðmundsdóttir, f. 2.4. 1969, búsett í Hafnarfirði. Dætur hennar eru Eva Dögg Hrund- ardóttir, f. 15.11. 1987, og Ylfur Rán A. Hrundardóttir, f. 24.4. 1990. Hún á einn son, Guðmund Húma Ansnes. Maki Hrundar er Ásgeir Valgarðsson, f. 22.11. 1967. Sonur þeirra er Tómas Hugi Ásgeirsson, f. 8.6. 2004. Sambýliskona Guðmundar er Salgerður Arnfinnsdóttir, f. 11.10. 1937. Guðmundur starfaði lengst af sem stýrimaður og skipstjóri. Útför Guðmundar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag, 3. júlí 2013, kl. 13. d. 3.5. 2003; Guðný, f. 10.1. 1921, d. 31.1. 1921; Berg- þóra, f. 1.6. 1922, d. 30.4. 1992; Sig- valdi, f. 30.8. 1924, d. 7.1. 1998; Soffía Jakobína, f. 4.3. 1927, d. 18.4. 1962; Ólafur Andrés, f. 4.3. 1927, d. 5.7. 2006; Benedikt, f. 14.3. 1933; Guðrún. f. 18.3. 1935, d. 13.6. 1999; og Eygló Gréta, f. 13.2. 1939. Guðmundur kvæntist árið 1968 Þórunni M. Eyjólfsdóttur, f. 29.5. 1931, d. 3.11. 1992, þau Í dag kveð ég ekki eingöngu foreldrið mitt og uppalanda held- ur einnig vin minn og sálufélaga. Ég er lánsöm því ég átti föður sem lét mig algjörlega finna það að ég var velkomin í þennan heim án nokkurs vafa. Slíkt markar líf á þann hátt að maður leggur sig aðeins aukreitis fram, eða þannig verkaði það á mig. Hann kenndi mér mikilvægustu lexíur lífs míns; leggja mig fram um að tala gott og lifandi mál, vera jákvæð og sýna fólkinu mínu hlýtt viðmót og leitast við að hafa bætandi áhrif á það fólk sem ég umgengst. Ég er langt því frá að vera fulln- uma í þessum lexíum, þær duga mér ævina á enda. Ég man eftir sjálfri mér sem barni vera að telja dagana þar til hann pabbi kæmi heim af sjónum. Þá fengi ég pönnukökur með sykri og fisk sem var bestur þeg- ar pabbi eldaði og ekki síst þá fengi ég vísur og hann söng fyrir mig áður en ég sofnaði, það var best. Hann kenndi mér að meta ljóð gömlu meistaranna og gaf lít- ið fyrir nútíma kveðskap þar sem honum fannst vanta hrynjandina. Hann gaf mér fyrstu ljóðabókin fyrir rúmlega tuttugu og þremur árum, ljóð Tómasar Guðmunds- sonar, sem er nú orðin velkt og vel lesin. Það voru mörg ljóðin lesin úr þessari bók og hún var ávallt við höndina, líka þá mánuði sem hann dvaldist á sjúkrastofn- unum. Þá var alltaf hægt að finna ljóð til að sefa hugann og gæða sér á til að gera rúmleguna hans léttbærari. Þegar hann varð leið- ur í lundinni var alltaf hægt að hressa hann við með glaðlegum söng frá sokkabandsárum hans eins og „Það var kátt hérna um laugardagskvöldið á Gili“ eða segja honum fréttir úr sveitinni hans eða af barnabörnunum og langafabarninu hans og nafna, þá varð hann bísperrtur af gleði og stolti yfir afkomendum sínum. Hugurinn hvarflaði oft í sveit- ina hans sem honum þótti svo of- ur vænt um og var honum tíðrætt um mikilvægi þess að þekkja ræt- ur sínar því sá sem þekkti upp- runa sinn væri aldrei vegalaus. Hann var Bernharð, elsta bróður sínum, ævarandi þakklátur fyrir að hafa veitt mér þann munað að kynnast sveitinni okkar og veitt mér skjól. Oftar en ekki sagði pápi minn „ég á öllum gott að gjalda“. Í spjalli okkar nokkru fyrir andlát hans kom þetta við- horf hans til samferðafólks hans aftur í ljós þegar hann sagði við mig „fólk er gott, fólk er svo mik- ið, mikið gott“. Ég veit að nú hef- ur hann pápi minn fengið hvíldina sem hann var farinn að þrá svo heitt. Ljóðið „Þá var ég ungur“ eftir Örn Arnarson átti sérstakan stað í hjarta hans og kallaði oft tár fram hjá honum og ég veit hvers vegna. Því kveð ég þig elskulegi pápi minn stórgallaðan og stórkostlegan eins og lífið sjálft með þessum ljóðlínum, því þannig getur það bara verið: Nú er ég aldinn að árum. Um sig meinin grafa. Senn er sólarlag. Svíður í gömlum sárum. Samt er gaman að hafa lifað svo langan dag. Er syrtir af nótt, til sængur er mál að ganga, sæt mun hvíldin eftir vegferð stranga, þá vildi ég, móðir mín, að mildin þín svæfði mig svefninum langa. (Örn Arnarson) Guð geymi þig. Þín dóttir, Hrund Guðmundsdóttir. Meira: mbl.is/minningar Nú er hann elsku afi minn, hann sæti okkar, lagstur til hinstu hvíldar og hans verður svo sárt saknað. En ég veit að hann er glaður að Guð vildi hann loksins. Af honum afa mínum á ég svo margar góðar minningar en ein minning sem er mörgum ofar var þegar hann fór með okkur syst- urnar niður í Staðarhverfi á Reykjanesinu og kríurnar steyptu sér niður til að gogga í okkur og ég varð svo hrædd en hann afi stóð þarna alveg óhræddur og þó að fyrir mörgum sé þetta ómerkilegt þá er þessi minning mér svo kær því á þessu augnabliki var elsku lágvaxni af- inn minn svo stór í mínum augum og mér fannst hann geta allt. Heima hjá afa var alltaf gott að vera. Mér fannst ég örugg þar. Í hvert skipti sem ég heimsótti hann á Skeggjagötuna sofnaði ég, ekki vegna þess að mér leiddist heldur vegna þess hvað mér leið vel í þessu umhverfi. Hann afi var mjög stoltur af ávextinum sínum og þeim ávöxtum sem höfðu af honum komið. Ég fann alltaf að hann elskaði mig án þess að það þyrfti að segja það, hann sagði það með augunum. Það var hægt að heimsækja afa og við sátum hlið við hlið og bara þögðum, nær- veran var svo góð að það þurfti oft ekki meira til. Við gátum setið lengi og þagað og svo fór afi með eitt ljóð og ég skildi ekkert um hvað hann var að tala en sat bara og kinkaði kolli og brosti. Stund- um komst upp um mig, að ég vissi ekki hvað hann væri að segja og þá fussaði hann yfir því að ég skildi ekki íslenska tungu, og svo héldum við bara áfram að þegja og njóta nærverunnar. Hann hafi minn hafði mikla ást á ljóðum og vil ég enda þessi minningarorð um hann elsku afa minn Guðmund með erindi úr ljóði sem mér þykir svo vænt um eftir Tómas Guðmundsson. En vindar hafa borið margt visnað skógarblað um veginn, sem við gengum. því meðan hjörtun sofa, býst sorgin heiman að, og sorgin gleymir engum. Bless engillinn minn. Ylfur Rán Hrundardóttir. Elsku hjartkæri afi minn, svo sterkur svo hlýr, svo traustur, svo klár. Ég elska þig alltaf, sama á hvað dynur, þú ert minn besti vinur. Að vita að ég mun ætíð eiga þig að, sama hvað það vermir mínar hjartarætur. Að vita að þú ávallt við bak mitt stendur og heldur í mínar hendur. Ég heyri í hjart- anu mínu þá ertu þar og hvíslar að mér; „vertu sterk, þið stelp- urnar mínar eruð mitt lífs krafta- verk“. Afi minn var myndarlegur og skemmtilegur maður sem kunni ótalmargar vísur, kunni nöfn á öllum fjöllum og var fróður um margt. Hann var þrjóskur og það höfum við stelpurnar hans allar fengið frá honum, þrjósku og að kunna að gleðjast yfir því smáa í lífinu. Ég á svo margar góðar minningar um afa og ég mun allt- af eiga þær að, við áttum sérstakt vinasamband og slíkt er gulls ígildi. Okkar ótalmörgu ferðalög og fallegu stundir verða alltaf geymdar í hjartastað. Það er erfitt að kveðja en ég veit þér líður betur núna og ég finn að þú skildir eftir nokkra verndarengla fyrir okkur sem þurfum á þeim að halda nú þegar við tökumst á við sorgina. Hvíl í friði afi minn. Þín Eva Dögg. Það er með hlýhug sem ég minnist stjúpa míns, Guðmundar Andréssonar, sem jarðsunginn verður í dag. Hann hefur öðlast hvíld eftir að hafa verið rúmfastur á fjórða ár, búinn á líkama en skýr í kollinum og fylgdist vel með þjóðfélagsumræðunni fram undir það síðasta. Hún Hrund, hálfsyst- ir mín og einkadóttir hans, hefur verið honum góð dóttir og sinnt honum af stakri natni, nánast upp á hvern dag undanfarna mánuði, spjallað við hann um persónuleg mál, þjóðþrifamál, lesið fyrir hann ljóð og sögur og þau þannig verið til staðar hvort fyrir annað. Gerða, sem hefur búið með Guð- mundi í mörg ár, hefur einnig ver- ið honum stoð og stytta og létt honum lífið upp á hvern dag. Við Guðmundur höfum kannski ekki verið í miklu sam- bandi undanfarin ár. Ég hef þó líklega hitt hann oftar undan- farna mánuði en mörg ár þar á undan og fyrir þær stundir er ég einstaklega þakklát og þá vænt- umþykju sem alltaf hefur ríkt á milli okkar. Mínar fyrstu minningar um Guðmund eru frá því að við syst- ur, Guðrún yngri alsystir mín og ég, heimsóttum hann í Blöndu- hlíðina með mömmu, Þórunni Mörtu Eyjólfsdóttur, en hún lést 1992. Ég hef verið sjö eða átta ára þegar þau kynntust, nokkrum ár- um eftir að pabbi dó. Árið sem ég fermdist giftust Guðmundur og mamma og stofnuðu heimili í Kópavogi. Það hefur eflaust ekki verið auðvelt að taka að sér tvær unglingsstúlkur en aldrei man ég eftir að nokkuð misjafnt hafi kom- ið upp á milli okkar. Hann umbar okkur, studdi okkur, ef því var að skipta og var sannarlega til stað- ar þegar á reyndi. Guðmundur var oft í siglingum til Þýskalands og Bretlands og kom með ýmsar gjafir handa okkur. Hann lagði sig fram um að vera okkur það sem faðir er unglingsdætrum sín- um. Mér er minnisstætt að í eitt sinn kom hann með fyrstu vinyl- plötuna sem ég eignaðist, „In the summertime“ með Mungo Jerry og í eitthvert sinn var það skósíð „maxi“ kápa sem eftir var tekið. Hann var smekkmaður og kunni að gleðja okkur. Guðmundur og mamma eignuðust Hrund í apríl 1969. Hún var hans einkadóttir og milli þeirra sköpuðust af ýmsum ástæðum sterk tengsl sem hafa þroskast og styrkst með árunum. Guðmundur var mikill bókaunn- andi og hafði ekkert á móti því að fá að liggja í góðum dívan með góða bók sér við hönd. Guðmundi hefur svo sannarlega tekist að vekja bókaáhuga hjá dóttur sinni. Eftir að Guðmundur varð rúm- fastur og Hrund fór að sinna hon- um með öðrum hætti en áður hafa þau getað ræktað samband sitt og sameiginlegan ljóðaáhuga. Hrund systir mín á eftir að sakna föður síns og þessara stunda með honum. Elsku Guðmundur, ég þakka þér fyrir allt og allt og megir þú hvíla í friði. Hjartans elsku Hrund, Eva Dögg, Ylfur Rán, Tómas Hugi, Ásgeir og Gerða, megið þið finna þann styrk sem til þarf til að takast á við sorg ykkar. Gæt mildingur mín, mest þurfum þín helzt hverja stund á hölda grund. Set, meyjar mögur, máls efni fögur, öll er hjálp af þér, í hjarta mér. (Kolbeinn Tumason) Hafdís Hafliðadóttir. Hverful er jörðin. Stopul stundin er. Stigin af sviði okkar gömlu fjalla tínumst við burt úr leiknum eitt og eitt. (Jóhannes úr Kötlum) Þannig er það, við tínumst burtu smátt og smátt og bráðum verður enginn eftir af þessum glaðværa hópi ungmenna, sem útskrifaðist frá Héraðsskólanum í Reykholti rétt fyrir miðja síð- ustu öld. Nú er Guðmundur Andrésson vinur okkar fallinn frá. Við vorum saman í þriðja bekk veturinn 1946-1947. Þetta var skemmtilegur tími og þrosk- andi fyrir okkur unglingana sem vorum að stíga okkar fyrstu spor á eigin vegum í þessum flókna heimi. Við Guðmundur kynnt- umst fljótlega og bundumst vin- áttuböndum. Við vorum m.a. saman í stjórn skólafélagsins þennan vetur ásamt Ingólfi Ólafssyni félaga okkar og héldum við lengi hópinn eftir þetta. Guð- mundur var skemmtilegur félagi, var hrókur alls fagnaðar eins og sagt er og lét ekki sitt eftir liggja til að koma okkur skólafélögun- um í gott skap. Svo skildi leiðir og við félagarnir héldum hver í sína áttina. En leiðir okkar lágu fljót- lega saman á ný og nú í höfuð- borginni Reykjavík. Ég fór í iðn- nám en Guðmundur stundaði sjómennsku og var í landvinnu á milli. Þetta var á tímum verri kreppu en nú er nýafstaðin. Það varð til þess að við leigðum oft saman herbergi til þess að lækka húsnæðiskostnaðinn. Það var margt brallað á þessum árum og við stofnuðum m.a. Reykhylt- ingafélagið í Reykjavík, sem hélt skemmtanir á veturna fyrir fyrr- verandi nemendur skólans. Svo hélt lífið áfram. Guðmundur var ættaður frá Norðurfirði á Ströndum og ólst því upp við hið nyrsta haf. Sjómennskan var honum í blóð borin og kunni hann margt fyrir sér í þeim fræðum m.a. að svífa seglum þöndum eins og segir í kvæði Arnar Arnarson- ar. Ég held að það hafi verið mik- ið vegna kunningsskapar okkar að mig fór að langa til þess að prófa að fara til sjós og ég lét því slag standa. Ég hefði ekki viljað missa af þeirri reynslu og öllum þeim æv- intýrum, sem maður upplifði þar. Þegar tímar liðu misstum við Guðmundur samt sjónar hvor af öðrum en ég vil þakka honum að lokum fyrir góð kynni og skemmtilegar samverustundir á löngu liðnum árum. Dóttur hans og öðrum aðstandendum sendi ég samúðarkveðjur. Svanur Jóhannesson. Guðmundur Andrésson ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa, sonar og tengdasonar, ÁRNA INGIMUNDARSONAR, Hátúni 10, Keflavík. Sérstakar þakkir fyrir góða aðhlynningu til Sveins G. Einarssonar svæfingarlæknis og til starfsfólks á deild 11 E, Landsspítala, og starfsfólks á D-deild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Kristbjörg Magnúsdóttir, Ragna Kristín Árnadóttir, Jóhann Víðir Númason, Agnes Rut Árnadóttir, Pétur Loftur Árnason, Eygló Rún Árnadóttir, barnabörn, Ragna Kristín Árnadóttir, Magnús Jónsson. ✝ Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, systir, amma, langamma og langalangamma, SIGRÍÐUR MATTHILDUR ARNÓRSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Húsavíkurkirkju miðvikudaginn 3. júlí kl. 14.00. Blóm afþökkuð en þeim sem vildu minnast hennar er bent á gjafarsjóð Hvamms á Húsavík, reikn. 192-15-380008, kt. 511298-2969. Arnrún Sigfúsdóttir, Eiður Guðjohnsen, Arnór Guðjohnsen, Anna Borg, Ragnheiður Guðjohnsen, Aðalsteinn Sigurðsson, Sigríður Matthildur Guðjohnsen, Björgvin I. Ormarsson, Þóra Kristín Guðjohnsen, Andrew Mitchell, Herdís Þuríður Arnórsdóttir, Kári Arnórsson, Hörður Arnórsson, langömmu- og langalangömmubörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, DÓRA BJÖRK LEÓSDÓTTIR frá Þórshöfn, sem lést föstudaginn 21. júní verður jarðsungin frá Þórshafnarkirkju laugardaginn 6. júlí kl. 14.00. F. h. aðstandenda, Jökull Daníelsson, Hildur Finnsdóttir, Rósa Daníelsdóttir, Jóhann A. Jónsson, Aðalheiður Daníelsdóttir, Ragnar Indriðason, Steinunn Daníelsdóttir, Valdimar Stefánsson, börn og barnabörn. ✝ Ástkær sonur minn og bróðir okkar, GESTUR GUÐJÓNSSON, lést fimmtudaginn 27. júní á Landspítalanum í Fossvogi. Jarðsett verður frá Grafarvogskirkju föstudaginn 5. júlí kl. 13.00. Ágústa Markúsdóttir, Markús Guðjónsson, Ósk Friðriksdóttir, Hrönn Guðjónsdóttir, Elísabet Ósk Pálmadóttir, Luc Geens. ✝ Elskuleg eiginkona mín, JÚLÍA PIJITRA AMPORN, Miðskógum 7, Álftanesi, lést á krabbameinsdeild 11E á Landspítal- anum við Hringbraut mánudaginn 1. júlí. Ásgeir Gíslason. ✝ Ástkær sambýliskona og móðir okkar, ANNA INGIBJÖRG EIÐSDÓTTIR, Syðstabæ, Hrísey, sem andaðist á heimili sínu miðvikudaginn 26. júní verður jarðsungin frá Hríseyjarkirkju laugardaginn 6. júlí kl. 14.00. Björgvin Lindberg Pálsson, börn og fjölskylda hinnar látnu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.