Morgunblaðið - 03.07.2013, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2013
✝ ÞorgerðurLaxdal fæddist
í Meðalheimi á
Svalbarðsströnd
25. febrúar 1932.
Hún lést á dval-
arheimilinu Hlíð á
Akureyri 27. júní
2013.
Hún var dóttir
hjónanna Huldu
Laxdal, f. 26.4.
1905, d. 25.1. 1989,
og Jóns Laxdal, f. 2.11. 1898, d.
4.9. 1992. Eginmaður hennar
var Lúther Egill Gunnlaugsson,
f. 2.8. 1923, d. 24.12.
2000. Börn þeirra
hjóna eru: Gunn-
laugur Friðrik
Lúthersson, f. 15.5.
1952, Jón Hilmar
Lúthersson, f. 19.8.
1955, Steinþór Berg
Lúthersson, f. 26.2.
1959, og Helga
Hlaðgerður Lúth-
ersdóttir, f. 23.11.
1966.
Útför Þorgerðar fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag, 3. júlí
2013, kl. 13.30.
Gestrisin og gæskurík
gjarnan vildi öðrum sinna,
kunni best að vaka og vinna
vanda að leysa – gæðin slík.
Allt var gert með opnum huga
öllum skyldi vinan duga.
Örlát hugsun, engu lík.
Þorgerði ég þakkir kann,
þvílík kona á brautu gengin,
sálin þreytt og friður fenginn
færist líf í dýrðarrann.
Við sem hana muna megum
minningarnar góðar eigum.
Guði þökkum svo með sann.
Auður Guðjónsdóttir.
Þorgerður Laxdal
✝ Jón HilmarHallgrímsson
fæddist í Reykjavík
20. september 1978.
Hann lést 18. júní
2013.
Foreldrar hans
eru Hanna Þórunn
Axelsdóttir, f. 7.
maí 1961, og Hall-
grímur Óli Björg-
vinsson, f. 23 apríl
1959. Eiginkona
Hallgríms er Guðrún Björk
Geirsdóttir, f. 30. júlí 1968.
Systkini Jóns Hilmars eru: 1)
Karl Reynir Geirsson, f. 1.11.
1988. 2) Andrea Geirsdóttir, f.
25.5. 1991, í sambúð með Pétri
Stefánssyni, f. 22.12. 1986, sonur
þeirra er Benjamín
Pétur, f. 7.5. 2013.
3) Jóhanna Ýr Hall-
grímsdóttir, f. 16.3.
1990. 4) Birta Lind
Hallgrímsdóttir, f.
28.6. 1998.
Jón Hilmar var í
sambúð með Ásdísi
Lilju Jónsdóttur, f.
13.6. 1993.
Að lokinni skóla-
göngu vann Jón
Hilmar ýmis störf bæði í Dan-
mörku, Svíþjóð og á Íslandi, að-
allega við járnabindingar og
sjálfstætt starfandi.
Útför Jóns Hilmars fer fram
frá Grafarvogskirkju í dag, 3.
júlí 2013, kl. 15.
Elsku frændi. Nú ertu horfinn
yfir móðuna miklu, svo allt of
fljótt.
Það er skrítið til þess að
hugsa að fá ekki að eyða með þér
fleiri jólum, áramótum né ætt-
armótum. Þú varst oftar en ekki
miðpunktur athyglinnar þar
sem þú komst enda máttir þú
varla opna munninn án þess að
framkalla hlátrasköll hjá við-
stöddum.
Þú hafðir einstakt lag á því að
gera grín að sjálfum þér og húm-
orinn með viðeigandi (og oft óvið-
eigandi) kaldhæðni var alltaf í
fyrirrúmi. Þú náðir oft og tíðum
að vekja athygli fjölmiðla og varst
undir lokin orðinn einn af þeim
Íslendingum sem flestir kunnu
skil á. Þú varst mikið á milli tann-
anna á fólki og varst þekktur sem
„Jón stóri“.
Þessi „Jón stóri“ var hins veg-
ar ekki sá Jón sem við þekktum.
Sá Jón var nefnilega Jón Hilmar
frændi, og aldrei nokkurn tímann
fengum við með einhverju móti
að kynnast þeim umdeildu hliðum
sem „Jón stóri“ átti að hafa að
geyma. Það er nokkuð sem við
virðum við þig, elsku Jón Hilmar
frændi.
Þín er saknað, og verður sakn-
að.
Auð né heilsu
ræður engi maður,
þótt honum gangi greitt;
margan það sækir,
er minnst um varir,
engi ræður sættum sjálfur.
(Úr Sólarljóðum)
Hvíl í friði.
Telma Björk, Unnur Lilja
og Jón Þór.
Mér finnst ég varla heill né hálfur maður
og heldur ósjálfbjarga, því er ver.
Ef værir þú hjá mér vildi ég glaður
verða betri en ég er.
Eitt sinn verða allir menn að deyja.
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það en samt ég verð að segja,
að sumarið líður allt of fljótt.
Horfið er nú sumarið og sólin,
í sálu minni hefur gríma völd.
Í æsku léttu ís og myrkur jólin;
nú einn ég sit um vetrarkvöld.
(Vilhjálmur Vilhjálmsson)
Þetta ljóð og innihald þess er
lýsandi fyrir hug og tilfinningar
Jóns Hilmars sem kvaddur er í
dag. Ungur maður er átti sér
drauma sem verða ekki að veru-
leika.
Ég vissi fyrst af Jóni Hilmari
þegar hann var agnarlítið fóstur í
legi móður sinnar, Hönnu Þór-
unnar. Hanna og ég kynntumst
12 og 13 ára gamlar þegar við
byrjuðum að vinna saman. Upp
úr því urðum við vinkonur.
Nokkrum árum síðar áttum við
von á frumburðum okkar sama
árið. Jón Hilmar kom í heiminn
20. september 1978. Ég man
hversu fallegur og hraustlegur
hann var þegar ég sá hann fyrst á
fæðingardeildinni. Saklaus og
hrekklaus óx hann úr grasi.
Við bjuggum saman vinkon-
urnar með börnum okkar um
hríð. Jón Hilmar og dætur mínar
voru sem systkin og hann mér
sem sonur. Jón Hilmar var ynd-
islegt barn og gerði aldrei nokkr-
um hrekk. Árin liðu og á ung-
lingsárum kynntist Jón Hilmar
lögmálum götunnar af ýmsum
ástæðum. Hann fann ekki upp
reglurnar, honum voru þær
kenndar. Hvernig hann gæti orð-
ið stór maður er mark væri á tek-
ið. Jón Hilmar fékkst við ýmis-
legt, sumt gott, annað ekki. Í
hjartanu þjáðist hann meira en
orð fá lýst. Þráði annað, aðra leið.
Hann margreyndi að feta annan
veg en leiddist oft til baka, í raun
gegn eigin vilja. Ég veit hvaða
innri mann hann hafði að geyma.
Fastur í viðjum vanans og í sjálf-
heldu þjáðist hann og grét af
sársauka. Jón Hilmar var með
stórt hjarta og unni fjölskyldu
sinni þrátt fyrir átökin.
Dauðinn var Jóni Hilmari ná-
læg ógn síðustu árin og sagðist
hann vita að hann dæi ungur.
Hann var m.a. búinn að biðja um
að lagið Söknuður yrði flutt við
jarðarför sína. Hann sá sig í text-
anum.
Ég hafði miklar væntingar til
þess að honum tækist ætlunar-
verk síðustu mánaða. Að losna frá
fíkninni og læra flugvirkjun.
Draumurinn um annars konar líf
var að byrja. Daglega leyfði ég
mér að hlakka til dagsins sem Jón
Hilmar myndi útskrifast og fengi
að upplifa hamingjuna í venju-
legu hversdagslegu lífi. Tilhlökk-
unin um að hann gæti sýnt sjálf-
um sér, fjölskyldu og þjóðinni að
það væri hægt að snúa við blaðinu
var raunveruleg. Að hann fengi
tækifæri til að biðja aðra fyrir-
gefningar og ekki síður að aðrir
bæðu hann fyrirgefningar. Ég
kveð með harmi þennan unga
mann sem þjáðist. Það hefði verið
stórkostlegt að fá að knúsa gló-
kollinn og segja honum hversu
vænt manni þætti um hann. Jón
Hilmar mun eiga stað í hjarta
mínu alla tíð. Lífshlaup hans er
áminning til okkar um hversu
fallvalt lífið er og hversu við-
kvæm börn og unglingar eru.
Júlía Linda Ómarsdóttir.
18. júní síðastliðinn byrjaði
með þungu höggi, Jón Hilmar
hafði orðið bráðkvaddur.
Kynni okkar Jóns hófust fyrir
nokkrum árum þegar sonur minn
bað mig að hjálpa honum með
verkefni, en þeir voru góðir vinir.
Mér er enn minnisstætt, þegar ég
hitti þennan umtalaða Jón stóra í
fyrsta skipti. Hann kom inn í bíl-
inn til mín í öllu sínu veldi, snyrti-
legur frá toppi til táar, hnarreist-
ur og bjarteygur og tók í höndina
á mér og kynnti sig. Ég varð dá-
lítið undrandi, þar sem ég átti
auðvitað von á því, að hann myndi
bara rymja út úr sér hæ, eða ein-
hverju álíka, eins og unga fólkinu
er tamt. En Jón var vel upp alinn
og kurteis, eins og ég átti eftir að
kynnast. Þessi fyrstu kynni þró-
uðust út í mikla vináttu, sem síð-
an leiddi til þess að ég kynntist
móður hans, sem er ein besta vin-
kona sem hugsast getur. Jón
Hilmar var alltaf hreinn og beinn,
dró ekkert undan ef svo bar undir
en gerði lítið úr því sem hann gott
gerði. Ég hef reyndar aldrei skil-
ið af hverju fólk dæmdi hann úti í
bæ, því Jón Hilmar sá yfirleitt al-
farið um það sjálfur, og var sjálf-
ur sennilega harðasti dómari
sjálfs sín. Persóna Jóns Hilmars
var margbrotin, hann var mikill
húmoristi, einlægur, hjartahlýr
og klettur við hlið vina sinna og
fjölskyldu. Hann rauk til ef vinir
hans þörfnuðust aðstoðar, stund-
um af hvatvísi sem kom honum
stundum í klandur. Hann var
áberandi í útliti, ekki bara vegna
þess hversu stór hann var og
kraftalegur, heldur ekki síður
vegna þess hversu snyrtilegur
hann var, enda lagði hann ávallt
mikið upp úr snyrtimennsku og
ég man þegar ég kom fyrst á
heimili hans og fyrir ofan mig
drundi: „úr skónum“. Jón átti tvo
hunda, sem á vissan hátt voru
börnin hans, þau Nagla og
Skrúfu. Nagli var eftirlætið hans,
og mikil varð undrun mín þegar
ég sá gripinn fyrst. Þeir voru á
margan hátt líkir, hugrakkir,
stórhuga, en líkamlegt atgervi
Jóns og Nagla var allólíkt. Jón
Hilmar, þessi stóri og kraftalegi
maður, og Nagli, sem varla stend-
ur út úr hnefa. En Nagli varði Jón
sinn og ekki viðlit að nálgast hann
fyrr en Nagli var búinn að gelta
og urra á mann og taka mann loks
í sátt. Skrúfa var öllu prúðari og
stilltari. Það var mér bæði mikil
ánægja og heiður að Jón skyldi
trúa mér fyrir þessum gersemum
sínum til pössunar annað slagið.
Hann skilur eftir sig stórt
skarð hjá mér og ég vildi að hann
væri hér enn, en það er auðvitað
mín eigingirni. En í hina röndina
er ég Guði þakklát fyrir að hafa
tekið þennan dýrmæta dreng í
faðm sinn, þjáningalaust, og ég
hef líka ákveðinn skilning á því,
að Guð vilji njóta samvista við
þennan stórbrotna mann. Hann
Jón bar viðurnefnið „stóri“ betur
en flestir, hann var stórvaxinn,
stórbrotinn persónuleiki, hafði
stórt hjarta og skipaði stórt hlut-
verk í lífi vina sinna og fjölskyldu.
Það er með miklum trega sem ég
kveð þig elsku vinur minn. Góða
ferð stóri minn og Guð og engl-
arnir geymi þig. Takk fyrir vin-
áttu þína og væntumþykju.
Foreldrum hans, systkinum,
unnustu og öðrum ástvinum votta
ég mína dýpstu samúð. Guð veri
með ykkur.
Rúna Soffía Geirsdóttir
Hansen.
Jón Hilmar
Hallgrímsson
Elsku hjartans Ingi minn. Ég
veit ekki á hverju ég á að byrja.
Að minnast þín er mér erfitt, ein-
faldlega vegna þess að ég trúi því
ekki ennþá að þú sért farinn frá
okkur. Þú sem okkur þótti vænst
um. Það sem þú varst búinn að
gera fyrir okkur var ekki lítið.
Ingi, þegar ég var lítil man ég
mest eftir því þegar þú varst að
koma úr siglingu með Sólbergi
ÓF 12. Alltaf hlakkaði ég til að fá
þig heim, þú komst alltaf með
fullt fangið af gjöfum handa ætt-
ingjum og vinum, t.d. niðursoðna
Ingimar Ágúst
Grétar Þiðrandason
✝ Ingimar ÁgústGrétar Þiðr-
andason fæddist í
Sæbóli í Ólafsfirði
24. júní 1937. Hann
lést á heimili sínu,
Hlíðarvegi 27,
Ólafsfirði, 8. júní
2013.
Útför Ingimars
fór fram frá Ólafs-
fjarðarkirkju 25.
júní 2013.
ávexti, Coca Cola og
Fanta í dós og ekki
má gleyma öllum
hnífaparakössunum,
sem örugglega allir
ættingjar þínir eiga
í dag.
Ég var svo heppin
að fara í eina sigl-
ingu með þér til
Þýskalands á Sól-
berginu. Það var al-
gjör ævintýraferð.
Þar fékk ég að upplifa það sem
sjómenn höfðu upp á að bjóða á
fiskimörkuðum Þýskalands. Og
ekki var ég betri í innkaupunum
en þú, vildi helst kaupa handa
allri Glaumbæjarættinni og Mið-
bæjarættinni, enda gerðu sjó-
mennirnir grín að því hvað ég
verslaði mikið.
Árið 1989 flutti ég svo á neðri
hæðina hjá þér á Hlíðarvegi 27
með Stefáni mínum, sem þá var
að verða tveggja ára. Þar vorum
við í góðu yfirlæti. Þú innréttaðir
lítið eldhús fyrir okkur og eftir
eina siglinguna komstu færandi
hendi með ísskáp, brauðrist og
vöfflujárn sem enn eru í góðu
standi.
Elsku Ingi, ég, Stefán og
Grétar Áki (nafni) eigum svo
góðar minningar um þig en ætl-
um að eiga þær fyrir okkur.
Ég man þau orð sem pabbi
minn sagði ekki alls fyrir löngu:
„Ef einhver á inni hjá guði þá er
það Ingimar.“
Elsku Ingi frændi, takk fyrir
allt sem þú hefur gert fyrir mig
og strákana mína, Stefán og
Grétar. Söknum þín sárt.
Kveðja,
Fjóla, Stefán og Grétar.
Ég kveð Ingimar Ágúst Grét-
ar með sorg í hjarta. Ingi var
einn sá mesti öðlingur sem ég
hef kynnst og vildi allt fyrir alla
gera og ekki síst fyrir okkur
systurnar. Ég var bara lítil
skotta þegar ég var farin að um-
gangast hann hjá ömmu Snjó-
laugu og eru þessar minningar
geymdar á góðum stað í hjarta
mínu. Ingi var einn sá duglegasti
sem ég hef kynnst og gerði hlut-
ina sjálfur þó svo að kroppurinn
væri orðinn lélegur, hann kvart-
aði aldrei. Ingi var góður vinur
vina sinna og ég er mjög þakklát
að hafa fengið að eiga hann sem
vin. Hann sýndi æðruleysi í öllu
því sem hann sagði og gerði.
Minningarnar fá mig til að brosa
og líka til að fella tár yfir því að
þú sért ekki lengur hjá okkur.
Ég man Rottuskottið.
Ég man Halla á Heiði.
Ég man harðfiskinn.
Ég man Karíus.
Þessar minningar eru mínar.
Nú á efri árum hefur þú verið að
berjast við veikindi og fékk ég að
hlúa að þér og annast þig og gat
ég á minn hátt borgað þér að
hluta til alla góðvildina sem þú
barst til mín. Takk fyrir börnin
mín og alúðina í þeirra garð, þín
verður minnst um ókomna tíð
elsku frændi minn og í dag vona
ég að þú sért laus við alla þína
verki í kroppnum og líði vel. Ég
veit líka að það var tekið vel á
móti þér og þú ert í faðmi góðra
ástvina. Ég kveð þig með þessum
orðum:
Lát akker falla! Ég er í höfn.
Ég er með frelsara mínum.
Far vel þú æðandi dimma dröfn!
Vor Drottinn bregst eigi sínum.
Á meðan akker í æginn falla.
Ég alla vinina heyri kalla,
sem fyrri urðu hingað heim.
(Þýð. Vald. V. Snævarr)
Þín frænka,
Hallfríður Helga (Halla á
Heiði).
Móðir mín var
mikil kjarnakona, alltaf til staðar
fyrir okkur systkinin og sá um að
regla væri á hlutunum. Mamma
var margbrotinn persónuleiki, gat
verið allt í senn hörð, hlý, glettin
og ástrík.
Þegar ég var að stíga mín
fyrstu skref á vinnumarkaði og
mikið var að gera á verktíð kvart-
aði ég stundum yfir mikilli vinnu
og fannst að hún gæti vorkennt
manni svolítið fyrir mikið vinnuá-
lag. Þá hafði hún á orði að hún vor-
kenndi mér ekki neitt að vinna
mikið, en hún skyldi vorkenna
mér þegar svo væri komið fyrir
mér að ég gæti ekki unnið. Þessi
afstaða hennar er lýsandi fyrir
hennar sjónarmið og lífshlaup,
hörkudugleg og ósérhlífin og lét
yfirleitt engan eiga neitt inni hjá
sér, og sérlega hreinskiptin í öll-
um samskiptum við annað fólk.
Hildur Jónína
Ingólfsdóttir
✝ Hildur JónínaIngólfsdóttir
(Daisý) fæddist á
Sólheimum á Ak-
ureyri 4. maí 1932.
Hún lést á Heil-
brigðisstofnun Suð-
urnesja 8. maí 2013.
Útför Hildar fór
fram í kyrrþey 21.
maí 2013.
Alltaf var hún til í
leikaraskap og
stríðni, oft hafa
barnabörnin orðið
fyrir stríðninni í
henni, en með þessu
móti varðveitti hún
barnið í sér frameft-
ir öllum aldri. Var
það stundum þannig
þegar ég var að ræða
við hana að mér
fannst ég vera að
tala við áratugum yngri mann-
eskju en hún var.
Þegar veikindi fóru að gera
vart við sig gerði hún lítið úr þeim
og kvartaði aldrei og hef ég engan
þekkt sem gerði grín og jafnlítið
úr veikindum sínum og hún gerði
fram á dánardægur.
Pabbi og mamma bjuggu sam-
an í 62 ár og mikill er hans sökn-
uður við það að missa stóru ástina
úr sínu lífi. Ég veit að í dag er móð-
ir mín á góðum stað án allra sjúk-
dóma og laus úr þeim viðjum sem
gerðu þessa kraftmiklu kjarna-
konu nær ófæra um alla hluti, ég
veit að það féll henni afar þungt.
Mamma mín, megir þú hvíla í
guðsfriði.
Pabbi minn, megi góður guð
varðveita þig í þinni miklu sorg.
Ykkar sonur,
Jón.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ARNHEIÐUR LILJA GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Efra-Apavatni,
verður jarðsungin frá Grensáskirkju
föstudaginn 5. júlí kl. 13.00.
Guðrún Erla Geirsdóttir,
Steinunn Jóna Geirsdóttir,
Geir Arnar Geirsson,
Sigurjón Guðbjörn Geirsson
og fjölskyldur.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra er auðsýndu
okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát
og útför elskulegs fósturföður okkar, tengda-
föður, afa, langafa, bróður og vinar,
SÆMUNDAR JÓNSSONAR
skipstjóra
frá Baldurshaga,
Grindavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Hjúkrunarheimilisins Víðihlíðar í
Grindavík fyrir einstaka umönnun og hlýlegt viðmót.
Lilja Ósk Þórisdóttir, Jónatan Ingi Ásgeirsson,
Hildur og Sæmundur Arnarbörn,
Ingibjörg Karen Matthíasdóttir, Bryan Lynn Thomas,
Lóa Henný Olsen
og fjölskyldur þeirra.