Morgunblaðið - 03.07.2013, Page 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2013
Það má segja að
það hafi borið vel í veiði um miðj-
an sjöunda áratug síðustu aldar
hjá tiltölulega menningarsnauð-
um íslenskum námsmönnum í
Köln.
Ekki það að borgin hafi ekki
haft upp á margt að bjóða í þeim
efnum. Þvert á móti. Það var ein-
mitt þess vegna sem Ragnar
Björnsson, tónlistarmeistari, og
Sigrún kona hans með Gurrý
litlu dóttur þeirra, Erlingur Vig-
fússon, hetjutenór, ásamt Huldu
og dætrunum þremur og síðast
en ekki síst Eiður Ágúst Gunn-
arsson, bassi og snillingur á öll-
um sviðum, ásamt Lúcindu konu
sinni og Grími Inga, stormuðu til
Kölnar til að leita á vit ævintýr-
anna og skerpa og slípa þá snilli-
gáfu hjá þýskum lærimeisturum,
sem hverjum og einum þeirra
hafði verið gefin í vöggugjöf. Því
miður eru allir þessir kappar nú
komnir yfir móðuna miklu og
auðga nú tónlistarlífið á æðri
stöðum.
Allt þetta góða fólk varð
traustir vinir okkar og allt átti
það sameiginlegt auðmýkt og lít-
illæti, þótt augljóst væri að þess-
ir menn stóðu í fremstu röð á ís-
lensku menningarsviði. Nú
síðast sáum við á eftir Eiði
Ágústi sem lést um miðjan júní-
mánuð. Þrátt fyrir að sjúkrasaga
Eiðs síðustu tvö árin gæfi til
kynna að stutt væri eftir kom lát
hans á óvart. Mikill harmur er
þar að okkur öllum kveðinn. Við
ætlum ekki að fjalla um tónlist-
armanninn, ekki um brids- og
skáksnillinginn eða ljóðskáldið
ljúfa og góða. Því hafa aðrir gert
góð skil og verður ekki betur
gert.
Okkur langar í fáum orðum að
kveðja góðan og afar traustan
vin, en vinátta okkar hefur nú
staðið óslitið í tæpa hálfa öld.
Ekki er hægt að mæra okkar
vináttu án þess að Lúcinda komi
þar að.
Þau hjón, Eiður og Lúcinda,
voru afar ólík, en bættu hvort
annað upp á alveg sérstaklega
skemmtilegan hátt. Það gerðist
eiginlega sjálfkrafa að allir sem
þeim kynntust löðuðust að þeim
og sóttu í félagsskap þeirra. Það
var á fárra færi að skapa stemm-
ingu, sem þýskir Rínlendingar
myndu kalla „jemütlisch“, eins
og þeim hjónum var auðið.
Heimili þeirra var opið öllum
þeim stóra vinahópi sem að þeim
stóð og var þar ekki síður fjöldi
Þjóðverja sem og allir Íslending-
ar sem bjuggu vítt um Rínar-
lönd. Fjölskylda okkar naut
þessa í ríkum mæli og er þakklát
fyrir þann trausta vinskap sem
okkur var gefinn.
Hið hægláta og yfirvegaða fas
Eiðs stendur eftir í minningunni.
Hann hafði samt ákveðnar skoð-
anir og hafði ákaflega gaman af
því að taka smá snerru út af hinu
eða þessu. Hann rökstuddi mál
sitt alltaf mjög vel og stóð fastur
á sínu.
Þannig var gott að kynnast
hvaða mann Eiður hafði að
geyma og það var ætíð gefandi
og skildi eftir góðar tilfinningar.
Eiður var góður maður.
Við Bigga sendum Lúcindu,
Grími Inga og öllu frænd- og
vinafólki Eiðs okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Megi Eiður
hvíla í friði. Hans er sárt saknað.
Jón Sæmundur Sigurjónsson.
Eiður Ágúst
Gunnarsson
✝ Eiður ÁgústGunnarsson
fæddist 22. febrúar
1936. Hann lést 15.
júní 2013 á Land-
spítalanum í Foss-
vogi.
Útför Eiðs
Ágústs fór fram frá
Fossvogskirkju 24.
júní 2013.
Minningar um
Eið eru fjölmargar
og allar ljúfar og
góðar. Íslendingar
erlendis halda oft
hópinn og þannig
var að Eiður og
Lucinda fylgdust
með mér alveg frá
því ég fæddist í
Köln 1968, vegna
mikils vinskapar við
foreldra mína. Þau
voru í eins árs afmælinu mínu og
öllum afmælum mínum í Þýska-
landi og fjölskylduboðum eftir
það. Þau voru og eru miklu
meira en vinir, eiginlega fram-
lenging á íslensku stórfjölskyld-
unni, en stór hópur Íslendinga
bast órjúfanlegum vináttubönd-
um á Þýskalandsárunum. Þegar
t.d. afi og amma komu í heim-
sókn voru þau þegar kynnt fyrir
Lucindu og Eiði. Margar minn-
ingar eru líka um skemmtilegar
samverustundir með Grími og
Ingu, foreldrum Lucindu, þegar
þau komu í heimsókn, og síðar
Almari, bróður Lucindu og fjöl-
skyldu.
Fastur liður var að fara í
sunnudagsboð til Lucindu, Eiðs
og Gríms Inga, fyrst til Kölnar
og síðar Aachen frá Bad Godes-
berg, þar sem við bjuggum. En
einnig síðar eftir að við fluttumst
heim til Íslands, var fastur
punktur að koma við hjá þeim í
Aachen eftir sumarfrí erlendis.
Öll jólaböllin á Kukuck, Karnival
í Köln, áramótin hjá Lucindu,
Eiði og Grími Inga í Linz, Aust-
urríki, með Luftikus, eru bara
brot af af flóði minninga, sem
leita á hugann þessa dagana.
Ein fyrsta meðvitaða minning-
in um Eið er hversu miklir vinir
við urðum eftir að Lucinda sendi
okkur eitt sinn út í búð, en þá
pössuðu þau hjón mig fjögurra
ára í Köln. Er óhætt að segja að
ýmislegt fleira hafi komið upp úr
innkaupapokanum en kaupa átti,
t.d. ís, sælgæti og leikföng, því
Eiður lét mér enga ósk óupp-
fyllta, svo örlátur og elskulegur
sem hann var þá, sem alla tíð.
Eiður var stórsöngvari og
skáld, sem sveif á vængjum lista-
gyðjunnar og bar auk þess af í
skák, brids og síðar golfi. Þegar
hann frétti að Niels P., sendi-
herra, hefði kennt mér mann-
ganginn sjö ára tók hann að sér
að útvíkka skákkunnáttuna og
sýndi mér m.a. að indversk vörn
ætti sér ýmis afbrigði s.s. kóngs-
bógó og nimzó.
Þannig var Eiður – hann miðl-
aði öðrum af þekkingu sinni, sem
sýndi sig m.a. í því að hann
kenndi söng heima á Íslandi eftir
óperuárin í Austurríki og Þýska-
landi.
Löngu síðar var hann ósínkur
á að spila golf með mér byrjand-
anum, þá orðinn landsliðsmaður
með eldri kylfingum í golfi - við
púttuðum í Hraunkoti og tókum
hringi á Hvaleyrinni. Á einni síð-
ustu samverustundunum í mat-
arboði á Miðvangnum lögðum við
á ráðin hvað golffréttavefurinn
minn, Golf1, skyldi heita – Eiður
hafði þar sem fyrr ýmis góð ráð
og hugmyndir. Mér finnst ég rík
að hafa allt mitt líf átt jafn vand-
aðan og traustan vin, sem Eið.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Elsku Lucinda og elsku Grím-
ur Ingi, fjölskylda og vinir, megi
Guð styrkja ykkur í ykkar miklu
sorg. Guð blessi minningu Eiðs
Ágústs Gunnarssonar.
Ragnheiður Jónsdóttir.
Kynni okkar Helga Más hóf-
ust þegar hann kom til starfa í
heilbrigðisráðuneytinu árið
1998. Hann var þá þjóðkunnur
af störfum sínum sem blaðamað-
ur og sjónvarpsfréttamaður. Ég
þekkti hins vegar lítið til hans
þar sem ég hafði að mestu búið
erlendis frá því í lok áttunda
áratugarins. Fljótlega sá ég þó
að þar fór enginn venjulegur
maður.
Á nokkrum vikum var hann
búinn að koma á góðri reglu í
samskiptum ráðuneytisins við
alla fjölmiðla og ráðherrann var
farinn að halda ljómandi góð
ávörp og ræður. Helgi Már hafði
ekki aðeins samskipti við fjöl-
miðla og almenning á sinni
könnu heldur var hann helsti
ræðuskrifari ráðuneytisins um
árabil. Hann vann best undir
pressu, oft með allt ráðuneytið á
herðunum. Iðulega tók hann við
ófullgerðum stílum og punktum
sem hann breytti í glimrandi
ræður á nokkrum mínútum.
Þær voru svo fluttar undir dynj-
andi lófataki vítt og breitt um
landið.
Örlögin höguðu því svo að í
u.þ.b. áratug voru skrifstofur
okkar hlið við hlið í ráðuneytinu
og samgangur mikill. Fyrst á
morgnana var farið yfir stöðu
mála og spáð í hið pólitíska
ástand á hverjum tíma. Helgi
Már hafði meiri innsýn í stjórn-
mál samtímans og tengsl við
stjórnmálamenn en flestir sam-
ferðamenn okkar og benti iðu-
lega á atriði sem skiptu máli en
lágu kannski ekki alltaf í augum
uppi. Í morgunspjallinu kom
einnig í ljós yfirburðaþekking
hans á störfum Alþingis og sögu
lands og þjóðar, nokkuð sem
ætíð var fléttað inn í frásagnir
hans af mönnum og málefnum.
Ísafjörður var ávallt útgangs-
punkturinn og hornsteinn hans
lífsgjörnings.
Helgi Már stundaði nám við
Háskólann í Kaupmannahöfn á
áttunda áratugnum. Allt frá
þeim tíma fylgdist hann vel með
því sem var að gerast í dönsku
þjóðlífi og kunni skil á flestum
helstu málum og þeim einstak-
lingum sem voru gerendur á
hinu pólitíska leiksviði hverju
sinni. Í byrjun nýrrar aldar tók
Helgi Már sæti í ritnefnd tíma-
ritsins Social- och hälsovår-
dsnytt sem Norræna ráðherra-
nefndin gaf út. Þar breikkaði
hann enn frekar sjónarsvið sitt
og naut sín eins og fiskur í
vatni; tók bæði viðtöl og skrifaði
greinar í blaðið. Á þessum árum
eru hlutirnir skoðaðir í víðtæk-
ara alþjóðlegu samhengi en áð-
ur. Veröldin er fátæklegri þegar
slíkir einstaklingar eru horfnir
yfir móðuna miklu.
Hvíldu í friði vinur.
Ingimar Einarsson.
Þegar ég nokkuð óvænt tók
við starfi heilbrigðisráðherra
hafði ég spurnir af því að Helgi
Már væri þungavigtarmaður í
heilbrigðisráðuneytinu. Það kom
mér ekki á óvart, því að við
höfðum umgengist í Alþingi
þegar hann var þar þingfrétta-
maður fyrir sjónvarpið. Þau
kynni höfðu verið með ágætum.
Þar fór þrautreyndur fréttamað-
ur sem tók starf sitt alvarlega.
Helgi Már
Arthursson
✝ Helgi MárArthursson
fæddist á Ísafirði
19. febrúar 1951.
Hann lést á hjarta-
lækningadeild
Landspítalans 14.
júní 2013.
Helgi Már Arth-
ursson var jarð-
sunginn frá Nes-
kirkju 2. júlí 2013.
Skemmst er frá
því að segja að
Helgi var, þau ár
sem ég starfaði í
heilbrigðisráðu-
neytinu, fágætur
samstarfsmaður.
Hann var miklu
meira en fjölmiðla-
fulltrúi, og setti sig
inn í hinn flókna
veruleika í heil-
brigðiskerfinu.
Hann kunni skil á málum langt
út fyrir sitt starfssvið og var
góður ráðgjafi.
Okkar samstarf var einstak-
lega gott, og fyrir það ber nú að
þakka. Á milli okkar ríkti full-
kominn trúnaður og hann lagði
sig ætíð fram um að vinna sem
best fyrir ráðherrann og und-
irbúa störf hans út á við. Skipti
þá ekki máli hvort það var mál-
efnaundirbúningur, undirbún-
ingur funda eða ráðgjöf við
ræðutexta, eða nærvera á fund-
um og ráðstefnum hér heima og
erlendis. Allt var þetta unnið af
einstakri fagmennsku og sam-
viskusemi.
Þetta var þó ekki nema hluti
af málinu. Ég minnist fjöl-
margra stunda sem við tókum
tal saman um ýmislegt sem ekki
tilheyrði málasviði ráðuneytis-
ins. Hann var skemmtilegur
maður sem gott var að hafa sér
við hlið, í erli dagsins.
Minningarnar lifa um þennan
góða dreng. Hann gekk ekki
heill til skógar allan þann tíma
sem við störfuðum saman, og
háði afar erfiða baráttu við veik-
indi sem nú hafa lagt hann að
velli langt fyrir aldur fram. Í
þeirri baráttu naut hann stuðn-
ings fjölskyldu sinnar sem hann
var svo stoltur af.
Helgi var borinn og barn-
fæddur á Ísafirði, og hlýjar
taugar hans til þess byggðarlags
leyndu sér ekki. Þar steig hann
fyrstu sporin. Áhugi hans á
stjórnmálum og verkalýðsbar-
áttu vaknaði þar. Oft tókum við
tal saman um málefni þess
byggðarlags og fleiri byggða
fyrir vestan. Ég minnist einnar
ferðar okkar vestur hvað lifnaði
yfir mínum manni þegar við
flugum yfir Skutulsfjörðinn inn
til lendingar, yfir spegilsléttan
fjörðinn.
Aðrir eru færari en ég um að
rekja hans fjölbreytilega feril
sem blaðamaður og fréttamaður
í útvarpi og sjónvarpi. Hann var
í sjónvarpinu á tíma vandaðra
fréttaskýringaþátta og skilaði
þeim með þeim hætti sem ein-
kenndi öll hans störf; vandvirkni
og virðingu fyrir verkefni sínu.
En nú er veikindastríðinu lok-
ið. Ég sakna símtala og stunda
yfir kaffibolla eftir að við hætt-
um að vinna saman. Þær stundir
hefðu mátt vera fleiri, og seint
er að saka sjálfan sig um það
nú. Það er nú svo að þótt enda-
lokin sem fyrir öllum liggja eigi
ekki að koma á óvart, ekki síst
þegar veikindin eru alvarleg, þá
koma þau ætíð í opna skjöldu.
Þannig er lífið, góðir vinir
kveðja, en minningarnar lifa.
En það er fjölskylda Helga
sem mest hefur misst. Við Mar-
grét sendum Sigríði og börn-
unum innilegar samúðarkveðjur,
og hlýjar hugsanir. Megi minn-
ingin um þennan góða dreng
hjálpa þeim í sorg og söknuði.
Jón Kristjánsson.
Nú er vinur minn Helgi Már
Arthúrsson fallinn frá. Helgi
Már hefur átt við veikindi að
stríða en náð sér upp aftur af
hörku og dugnaði og kom mér
því fráfall hans nokkuð á óvart.
Ég þjálfaði Helga í knatt-
spyrnu þegar hann var ungling-
ur, um 15-16 ára gamall, og
sýndi hann þá að hann hafði
mikla hæfileika á því sviði.
Við Helgi lékum saman knatt-
spyrnu fyrir Ísafjörð í mörg ár
og var hann einn af betri leik-
mönnum liðsins á þeim tíma.
Á skólaárum sínum vann
Helgi hjá mér við málningar-
vinnu, en þá rak ég málning-
arfyrirtæki á Ísafirði. Þá var nú
oft kátt á hjalla eins og sagt er
enda margir ungir menn að
vinna saman. Þetta var áður en
Helgi varð landsþekktur sem
mjög góður sjónvarpsmaður fyr-
ir fréttaflutning og sjónvarps-
viðtöl.
Helgi hélt alltaf tryggð við
sinn heimabæ, Ísafjörð, og sinn
gamla lærimeistara. Hann heim-
sótti okkur Maju þegar hann
átti leið um Ísafjörð, einnig hitt-
umst við oft er ég var á suð-
ursvæðinu og fengum okkur að
borða saman ásamt hans besta
vini Magnúsi Jóhannessyni, sem
var jú vinur okkar beggja.
Við Maja sendum Sigríði og
börnum okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Minningin um góðan dreng
og vin mun lifa.
Björn Helgason.
Það ríkti hamingja og gleði í
litlu kirkjunni á Tjörn í Svarf-
aðardal þegar Sigga og Helgi
Már giftu sig. Hún ljóshærð og
bláeyg í upphlut, einna líkust
Sigríði Eyjafjarðarsól, hann
dökkur á brún og brá, fallegur
maður að vestan. Helgi Már
uppfyllti allar óskir manns
Siggu til handa. Þau voru frá
upphafi samhent og kærleiksrík
hvort við annað og óskabörnin
þeirra, Gunnar Arthur og Elín
Þóra, einstaklega dugleg og ljúf.
En skyndilega breyttist líf
þeirra þegar Helgi Már veiktist
alvarlega á ferð erlendis. Þá
eins og alltaf brást Sigga við
með þeim kjarki sem henni var
gefinn í vöggugjöf. Og Helgi
Már sýndi þá og síðar að hann
lét ekki bugast þótt á móti blési.
Hann hélt áfram að vinna eins
lengi og mögulegt var, skapaði
sér ný áhugamál þegar hann
hafði ekki lengur starfsþrek og
fjölskyldan naut lífsins eins og
framast var unnt.
Þegar fólk deyr er oft talað
um hinstu kveðju. En er það
þannig? Lifa ástvinir okkar ekki
svo lengi sem við minnumst
þeirra, tölum um þá, hugsum
um þá, felum þá í bænum okk-
ar? Þegar annar góður vinur
lést kom mér þetta í hug sem
einnig á við um Helga Má.
Þú fórst yfir móðuna miklu
en minning þín lifir.
Um mannleg örlög er spurt.
Er ekki skrítið
að aðrir sem lifa
hafa ýmsir farið lengra burt.
Mikils er að sakna fyrir ást-
vini hans og einlæg samúð okk-
ar er með þeim öllum, elsku
Siggu og börnunum hans, móð-
ur, systur, bróður og öllu þeirra
fólki.
En ég efast ekki um að Helgi
Már á langt líf fyrir höndum í
hugum allra þeirra sem elskuðu
hann. Hann á það skilið.
Hólmfríður K. Gunn-
arsdóttir og fjölskylda.
Margt kemur í hugann við
fráfall Helga Más. Hann var
kominn af göfugu kyni ísfirskra
jafnaðarmanna og á sínum yngri
árum var hann í fararbroddi í
knattspyrnu með Boltafélagi
Ísafjarðar. Þó skoðanir okkar
hafi á stundum verið ólíkar, um
það sem var efst á baugi, geng-
um við samstiga um nokkra
golfvelli. Við vorum báðir háfor-
gjafamenn, en lékum samt eina
lengstu golfholu landsins,
„Sprengisand“ á golfvelli Hellu,
líkt og þeir bestu gera á PGA-
mótaröðinni.
Helgi fylgdist grannt með öll-
um tækninýjungum og átti alltaf
nýjustu gerðir af myndavélum,
símum og tölvuskjám. Á fögrum
haustdögum tíndi Sigga eigin-
kona hans aðalbláber í bröttum
brekkum Mosahnjúks á Flateyj-
ardal með góðum árangri. Á
meðan stökk Helgi upp á höfða
og hóla og fangaði litbrigði ljóss
og fjölbreytilegt landslag með
öflugri aðdráttarlinsu. Ein listi-
lega góð mynd hangir uppi á
heimili mínu, sem ég er afar
þakklátur fyrir. Orðspor um
Helga vegna fréttastarfa á RÚV
og Stöð 2 sýndi vinarþel frá ein-
um af fréttastjórum RÚV. Helgi
og Sigga ferðuðust út og suður,
jafnt innanlands sem utan. Í
nokkur skipti voru þau í fylgd-
arliði forseta Íslands vegna
fréttaöflunar. Draumastaður
þeirra að heiman tel ég vera
Boston Massachusetts, en þar
virtu þau fyrir sér vöruúrvalið í
Prudential Center og röltu um
blómum skrýdda garða virtustu
háskóla Bandaríkjanna, eins og
Harward og MIT. Ég var ekki á
flæðiskeri staddur, þegar mig
þraut þekkingu um ljóð og listir,
eftir að hafa leitað ráða hjá
Helga. Þar var sjaldan komið að
tómum kofunum. Helga verður
sárt saknað, því hann skilur eft-
ir sig djúp spor í lífi okkar. Að
lokum sendi ég Sigríði og fjöl-
skyldu innilegar samúðarkveðj-
ur.
Björn Arnarson.
Helgi Már, skólabróðir, vinur
og „árgangsfélagi“ er allur.
Enda þótt við hefðum haft vitn-
eskju um bágt heilsufar Helga
undanfarið, þá koma andláts-
fregnir alltaf sem þruma úr
heiðskíru lofti. Okkur setti hljóð
og í gegnum hugann runnu ótal
gamlar minningar.
Helgi Már fæddist á Ísafirði
og ólst þar upp, í iðandi mannlífi
þess tíma. Leiksvæðin; hlíðin,
fjaran, bæjarbryggjan og að
ógleymdum fótboltavellinum við
Grund, en þar var Helgi Már í
„essinu“ sínu enda góður knatt-
spyrnumaður.
Eins og títt var á þeim árum
byrjaði Helgi eftir fermingu að
vinna í fiski á sumrin, hvar
menn á unga aldri kynntust
hvernig verðmæti sem voru og
eru undirstaða velmegunar þjóð-
arinnar urðu til. Helgi sagði síð-
ar að þetta hafi verið góður
skóli, þar sem hann hafi fengið
að starfa með tveimur til þrem-
ur „kynslóðum“ hvar allir voru
tilbúnir að leiðbeina, leiðrétta og
rétta hjálparhönd þeim sem
voru að taka sín fyrstu skref í
atvinnulífinu.
Að loknu landsprófi og gagn-
fræðaprófi skildi leiðir okkar
skólasystkinanna flestra eins og
títt er. Framhaldsskólanám, há-
skólanám hér og þar, stofnun
fjölskyldu, barnauppeldi, búseta
erlendis og þannig mætti lengi
telja komu ekki í veg fyrir að
við árgangsfélagarnir fylgdumst
hver með öðrum úr fjarska. Árið
1983 kom að því að við hittumst
heima á Ísafirði og höfum við
síðan hist á 5 ára fresti. Næsta
stefnumót er löngu ákveðið, en
það verður um mánaðamót
ágúst-september nk. Þar verður
skarð fyrir skildi, þar sem sæti
Helga Más verður autt. Við
munum sakna hans sárt,
skemmtilegu frásagnarhæfileik-
anna, en Helgi var einstakur
sögumaður, slíkur að þegar
hann talaði féll allt í dúnalogn.
Meira að segja skólasysturnar
þögnuðu, enda röddin seiðandi,
innihald frásagnanna kynngi-
magnað, ætíð blandað léttri
kímni og í augum sögumanns
brá fyrir ólgandi stríðnisglampa.
Nú verðum við að ylja okkur við
glæður minninganna. Sigríði og
börnum Helga Más, aldraðri
móður og systkinum hans send-
um við okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
F.h. skólasystkina frá Ísafirði,
Guðríður Sigurðardóttir,
Smári Haraldsson,
Þorsteinn Jóhannesson.