Morgunblaðið - 03.07.2013, Side 40

Morgunblaðið - 03.07.2013, Side 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2013 Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Þeir eru mættir aftur, hafa engu gleymt og eru enn hressleikinn upp-málaður. Ljótu hálfvitarnir eru mættir á sviðið aftur og með nýjan geisladisk í þokkabót. Disk- urinn sem nefnist einfaldlega Ljótu hálfvitarnir er fjórði diskur sveitarinnar og gefur hann hin- um ekkert eftir enda fullur af hressum og fjöl- breyttum lögum. „Þegar allur þessi fjöldi er að semja lög og texta þarf ekki mikið að ganga á til að nóg efni fáist í eitt stykki disk,“ segir Þorgeir Tryggvason en hann er einn af níu hljómsveitarmeð- limum Ljótu hálfvitanna. Hljómsveitin varð til árið 2006 en tók sér verðskuldað frí haustið 2010. Nú hafa þeir snúið aftur og nóg af verkefnum og tónleikum framundan hjá þessari ungu en samt gömlu hljómsveit. „Það er erf- itt að segja í stuttu máli hver upp- runi hljómsveitarinnar er. Nafnið er búið að vera til frá miðjum tíunda áratug síðustu aldar og það má segja að Ljótu hálfvitarnir eigi sér margar rætur sem vaxa saman árið 2006 og hljómsveitin verður til í þeirri mynd sem hún er í dag.“ Hljómsveitir hætta aldrei Þrátt fyrir að vera tiltölulega ung hljómsveit og ekki búin að spila lengi saman tóku Ljótu hálfvitarnir sér eins og hálfs árs frí árið 2010. „Við vorum búnir að vera mjög duglegir fram að fríinu enda gáfum við út þrjá diska á þessum tíma og spiluðum víða. Það er nú samt bara þannig að flestir okkar eru í öðrum hljómsveitum, starfa í leikhúsum eða öðrum skapandi hlutum. Það var því kominn tími til að líta aðeins upp úr þessu verkefni og gefa mönnum færi á að einbeita sér að öðru,“ segir Þorgeir en að hans mati hætta hljómsveitir í raun og veru aldrei. „Það stóð alltaf til að koma saman aftur enda ástæðu- laust að hætta meðan menn hafa enn gaman af þessu og hafa heilsu til að spila.“ Aðdáendur hljómsveit- arinnar mega því eiga von á því að Ljótu hálfvitarnir spili saman um ókomna tíð. Gaman að vera í hljómsveitinni Léttleikinn í kringum hljómsveit- ina endurspeglast að nokkru leyti í lögum þeirra og augljóslega í sviðs- framkomu. Þorgeir segir Ljótu hálfvitana klárlega vera hljómsveit sem gaman er að vera í og hluti af því hljóti að vera að fólk hafi gaman af því að hlusta á hljómsveitina. „Það myndi fjara ansi hratt undan verkefninu ef við færum að taka þetta of alvarlega. Við erum í þessu til að njóta þess að spila okkar tón- list og skemmta öðrum. Enginn okkar lítur verkefnið það alvar- legum augum að ekki megi sprella og njóta þess að spila saman.“ Það undirstrikar kannski þetta einstaka og létta viðhorf í hljóm- sveitinni að meðlimir hennar binda sig ekki við neitt eitt hljóðfæri. „Það er enginn einn trommuleikari eða bassaleikari í sveitinni. Við tök- um að okkur öll hlutverk.“ Aldursmunurinn skemmir ekki Það er langt í frá þannig að allir í hljómsveitinni séu æskuvinir enda aldursmunurinn nokkur. „Þegar yngsti meðlimurinn var að fæðast voru elstu menn hljómsveitarinnar um það bil að stofna sínar fyrstu sveitir. Það má kannski orða þetta svona að það þekktu allir einhvern þegar við komum saman fyrst,“ segir Þorgeir sem vill meina að fjöl- breytileikinn sé eitt aðaleinkenni hljómsveitarinnar. „Það hafa aldrei verið stór átök um lagaval þó svo allir í sveitinni semji lög og texta. Við viljum hafa lögin okkar fjöl- breytt og að þau endurspegli breiddina í hópnum. Það er alls ekki útilokað að fimmti diskurinn líti dagsins ljós, fullt af lögum í sarpinum og einhverjir eru byrjaðir að semja ný,“ segir Þorgeir léttur í lund en útgáfutónleikar sveit- arinnar verða að vanda á tveimur stöðum. „Við höldum alltaf útgáfu- tónleika í heimahögunum og verð- um þá á Húsavík 26. júlí. Síðan verða síðar útgáfutónleikarnir í Gamla bíó í Reykjavík 16. ágúst.“ Þess má að lokum geta að Ljótu hálfvitarnir verða með ferna tón- leika á Græna hattinum á Akureyri nú um helgina, þ.e. á morgun kl. 21, föstudaginn kl. 22 og tvenna tón- leika á laugardaginn, fyrst kl. 16 en þar er um að ræða fjölskyldu- tónleika og aftur kl. 22. Ljótu hálfvitarnir mættir á sviðið Morgunblaðið/Golli Skemmtilegt Ljótu hálfvitarnir senda nú frá sér enn einn diskinn en lög og textar streyma frá hljómsveitinni. Nýi diskurinn er fjölbreyttur og skemmti- legur líkt og aðrir diskar hljómsveitarinnar, enda segja meðlimir Ljótu hálfvitanna að það sé bæði skemmtilegt að vera í hljómsveitinni og hlusta á hana. Þorgeir Tryggvason  Halda ferna tón- leika á Græna hatt- inum um helgina um forseta Bandaríkjanna. Cale vill starfið ekki síst til þess að ganga í augun á dóttur sinni (Joey King), en hasarmyndir gera nánast ráð fyrir því að allar söguhetjur séu fráskildar og eigi dætur. Sambandið á milli feðginanna er stirt í upphafi myndar, eins og skyldan býður í myndum af þessu tagi. Í ljós kemur að sú sem tekur atvinnuviðtalið er gömul kær- asta (Maggie Gyllenhaal) og McClane, afsakið, Cale fær ekki starfið. Hann heldur því áfram skoð- unarferð sinni um Hvíta húsið ásamt dóttur sinni. Reynist það hin mesta happaákvörðun, svo ekki sé meira sagt. Hasarmyndir hafa sjaldnast verið þekktar fyrir sterkan söguþráð eða persónusköpun og er White House Down þar engin undantekning. For- setinn, sem Jamie Foxx byggir greinilega á Barack Obama, hyggst kalla allt herlið Bandaríkjanna frá Mið-Austurlöndum í þeirri von að það muni skapa heimsfrið. Auðvitað eru andstæðingar hans innanlands sem utan ekki á eitt sáttir um fyr- irætlanir forsetans og reyna því hryðjuverkaárás á Washington og er teflt djarft. Ekki er allt sem sýnist og óvíst hverjir eru vinir eða óvinir. Söguþráðurinn, sem og pólitíkin á bak við hann, er allt að því barna- legur og mjög svart-hvítur. Í heimi hasarmyndanna eru oft bara til góðir Síðan Bretar brenndu Hvítahúsið árið 1814 hafa margirviljað eyðileggja það. Leik-stjórinn Roland Emmerich hefur verið þar í fararbroddi, en Hvíta húsið hefur fengið það óþvegið í fyrri myndum hans, Independence Day og 2012. Heiti nýjustu myndar hans, White House Down, og auglýs- ingastiklan gefa til kynna að hér sé einungis um að ræða enn eina Rol- and Emmerich-hasarmyndina þar sem Hvíta húsið muni ekki lifa mynd- ina af. Skemmst er frá því að segja að myndin kemur þægilega á óvart. John Cale (Channing Tatum) er lífvörður forseta fulltrúadeildar bandaríska þingsins. Hann langar samt til þess að vinna landi sínu meira gagn og sækir því um stöðu hjá leyniþjónustunni, lífvarðasveit- kallar og vondir og engir gráir skuggar eru þar á milli. Á móti því má reyndar segja að ef þú horfir á svona myndir fyrir söguþráðinn ertu á villigötum. Málið er nefnilega það að þótt allt ætti að vera þessari mynd í mót, ekki síst handritið, virkar hún sem has- armynd og unnendur slíkra mynda fá alveg prýðilega skemmtun fyrir sinn snúð. Frammistaða þeirra Chann- ings Tatums og Jamies Foxx er til að mynda mjög góð og þeir mynda gott teymi á skjánum. Bestu atriðin í myndinni eru byggð á samspili þeirra og húmorinn er ekki langt undan. Channing Tatum, kynþokka- fyllsti maður heims, fyllir vel út í hvíta hlýrabolinn sem allar has- armyndahetjur virðast eiga í fata- skápnum. Tatum hefur ekki beint heillað mig upp úr skónum í fyrri myndum sínum, en þarna virðist hann vera kominn á ágætis hillu. Það spillir ekki fyrir að hann virðist ekki taka sjálfan sig mjög alvarlega. James Woods nær að ofleika sig í gang sem æðsti yfirmaður lífvarða- sveitanna og er það hverri mynd prýði að hafa slíkan mann í stuði. Maggie Gyllenhaal veldur hins vegar vonbrigðum. Sem betur fer stóðust Emmerich og Vanderbilt þá freist- ingu að búa til ástarsögu ofan á has- armyndaplottið. Það mætti líka reyndar segja að myndin sem slík sé hálfgert ástarbréf til Hvíta hússins. Líklega ætti að gefa tvær einkunn- ir fyrir þessa mynd. Þeir sem telja að sýningartíma bíóhúsanna sé betur varið í myndir sem eru ósk- arsverðlaunaefni geta alveg látið White House Down framhjá sér fara. Þeir sem kunna að meta has- armyndir gætu hins vegar gert margt verra eina kvöldstund en að sjá góðu karlana sigrast á þeim slæmu með ofbeldi, enn eina ferðina. Húmor „Frammistaða þeirra Channings Tatums og Jamies Foxx er til að mynda mjög góð og þeir mynda gott teymi á skjánum. Bestu atriðin í myndinni eru byggð á samspili þeirra og húmorinn er ekki langt undan.“ Hvíta húsið brennur … aftur Háskólabíó White House Down bbbmn Leikstjóri: Roland Emmerich. Aðalleik- arar: Channing Tatum, Jamie Foxx, Maggie Gyllenhaal, Jason Clarke, Rich- ard Jenkins, Joey King og James Woods. Handrit: James Vanderbilt. Bandaríkin. 2013. 131 mínúta. STEFÁN GUNNAR SVEINSSON KVIKMYNDIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.