Morgunblaðið - 09.07.2013, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2013
Nýtt
prjónablað
komið út!
24 nýjar og fjölbreyttar
uppskriftir á alla
fjölskylduna
Sjá sölustaði á istex.is
Útsala Útsala Útsala Hverfisgötu 105 • www.storarstelpur.isMunið bílastæði á bak við hús
Opið mán.-fös. frá kl. 11-18,
langur lau. 11-16, lau. 11-15.
STÓRAR
STELPUR
tískuvöruverslun
Laugavegi 178 - S. 555 1516
Opið virka daga kl. 11-18,
laugardaga kl. 11-16.
Str: 36-56
Verð 13.900 kr. - 7/8 sídd
- svartar -
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
„Núna erum við á leið á Hveravelli
þar sem að við gistum í nótt. Við
sjáum pottinn í hillingum, við höfum
ekki talað um annað í allan dag,“
sagði Anna Sigríður Sigurjónsdóttir
þegar blaðamaður náði af henni tali
síðdegis í gær. Hún hleypur nú með
þeim Christine Bucholz og Maríu
Jóhannesdóttur um Kjöl og
Sprengisand til styrktar MS-
félaginu.
Það er óhætt að segja að þær
stöllur hafi ekki fengið gott veður en
þær lögðu af stað á sunnudag frá
Gullfossi. Þær hafa hlaupið tæplega
maraþon á dag en alls munu þær
hlaupa 374 kílómetra.
„Það er búið að vera rigning og
kalt. Við vorum svo heppin að í gær-
kvöldi var okkur boðin gisting við
Árbúðir hjá Önnu Láru Pálsdóttur
staðarhaldara. Það var þvílíkur lúx-
us að þurfa ekki að taka fram tjöldin
og tjalda í þessar rigningu, við alveg
rennandi blautar og ískaldar. Við
vorum afskaplega þakklátar fyrir
það,“ segir Anna Sigríður.
Margir gefa í baukinn
Með þremenningunum í för eru
þau Sólveig Magnea Jónsdóttir,
Kristín Reynisdóttir, Þröstur
Brynjarsson og Tristan Carlsen.
Þau aka með hlaupurunum, sjá um
matseld og að flytja hafurtask í
sendibíl.
Anna Sigríður segir að þau hafi
mætt fjölda fólks á leið sinni og veif-
að. Sólveig hafi tekið upp á því að
veifa söfnunarbauk út um glugga
bílsins og margir hafi lagt fé í hann.
„Ég ætla bara að vona að þeir
haldi ekki að þetta sé vegtollur,“
segir hún og hlær.
Þrátt fyrir að veðurguðirnir hafi
ekki verið þeim hliðhollir segir Anna
Sigríður að þær voni það besta.
„Þegar á móti blæs og við erum
ískaldar og þreyttar hugsum við
alltaf um þetta góða málefni og af
hverju við erum að gera þetta.“
Á hlaupum Anna Sigríður er vanur hlaupari enda ekki fyrir hvern sem er að hlaupa 374 kílómetra.
Kaldar hlaupakonur
sjá pottinn í hillingum
Hlaupa maraþon á dag um hálendið fyrir MS-félagið
„Fjármálaeftirlitið vinnur nú að sér-
stakri athugun sem snýr m.a. að við-
skiptaháttum Dróma hf. Í tengslum
við þá athugun hefur Fjármálaeftir-
litið óskað eftir frekari upplýsingum
frá stærstu lánastofnunum til að
unnt sé að leggja mat á þá almennu
framkvæmd við endurútreikning
lána samkvæmt lögum nr. 151/2010
sem tíðkast hjá fjármálafyrirtækjum
með gilt starfsleyfi.“
Þetta segir í bréfi Fjármálaeftir-
litsins til efnahags- og viðskipta-
nefndar Alþingis en nefndin sendi
stofnuninni bréf 28. júní síðastliðinn
þar sem óskað var eftir því að kann-
að yrði hvort Drómi gengi lengra í
innheimtu gagnvart lántakendum
sínum en aðrar lánastofnanir.
Undirbýr svar til efnahags- og
viðskiptanefndar Alþingis
Frosti Sigurjónsson, þingmaður
Framsóknarflokksins og formaður
efnahags- og viðskiptanefndar, birti
bréf Fjármálaeftirlitsins á heima-
síðu sinni í gær.
„Af bréfinu að dæma er Fjármála-
eftirlitið að afla upplýsinga um málið
og hefur ekki nægar upplýsingar á
þessu stigi til að svara spurningu
efnahags- og viðskipanefndar um
það hvort Drómi hf. hafi hugsanlega
brotið lög,“ segir Frosti á síðunni.
FME skoðar við-
skiptahætti Dróma
Aflar upplýsinga hjá lánastofnunum
Fjórði hver starfsmaður Landspít-
alans hefur orðið fyrir niðurlægj-
andi framkomu, hótunum eða of-
beldi af hálfu sjúklings eða
aðstandanda. Þetta kemur fram í
niðurstöðum starfsumhverfiskönn-
unar sem gerð var 4. til 18. mars sl.
Í fyrra var þetta sama hlutfall 24%
en árið 2010 var það 21%.
Þá kemur einnig fram í könn-
uninni að 18% af starfsmönnum
Landspítalans hafi orðið fyrir nið-
urlægjandi framkomu, hótunum
eða ofbeldi af hálfu yfirmanns eða
samstarfsmanns. Til samanburðar
var þetta hlutfall 16% á síðasta ári
og 15% árið 2010. Jafnframt höfðu
8% starfsmanna spítalans orðið fyr-
ir einelti af hálfu yfirmanns eða
samstarfsmanns samanborið við 7%
í fyrra og 6% árið 2010.
Loks kemur fram í niðurstöðum
könnunarinnar að 6% starfsmanna
spítalans hafi orðið fyrir kynferð-
islegri áreitni af hálfu sjúklings eða
aðstandanda samanborið við 5% í
fyrra og 4% árið 2010. Jafnframt
hafa 2% orðið fyrir kynferðislegri
áreitni af hálfu yfirmanns eða sam-
starfsmanns en bæði í fyrra og árið
2010 var hlutfallið 1%.
Kynferðisleg áreitni og einelti hafa
aukist milli ára á Landspítalanum
Morgunblaðið/Júlíus