Morgunblaðið - 09.07.2013, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2013
Við sérhæfum okkur í
vatnskössum og bensíntönkum.
Gerum við og eigum nýja til á lager.
Árni Grétar Finnsson
agf@mbl.is
„Skýrsla Rannsóknarnefndar Al-
þingis um Íbúðalánasjóð er ekki haf-
in yfir gagnrýni frekar en önnur
mannanna verk og því miður hafa
nefndarmenn fallið í þá gryfju að
fylla hana af slúðri, Gróusögum, og
hálfsannleik sem, ásamt á köflum
stórfurðulegum útleggingum, gera
skýrsluna því miður í heild ótrúverð-
uga,“ segir Guðmundur Bjarnason,
fyrrum framkvæmdastjóri ÍLS, um
rannsóknarskýrslu Alþingis um sjóð-
inn í yfirlýsingu sem að hann sendi
frá sér í gær. Yfirlýsinguna má lesa í
heild sinni á mbl.is
Ósannindi í skýrslunni
Í yfirlýsingunni segir Guðmundur
að skýrsluhöfundar hafi mjög ein-
kennilega nálgun
á mörgum veiga-
miklum atriðum
og þeir setji fram
órökstuddar og
ósannar dylgjur
líkt og niðurstað-
an hafi verið gefin
fyrirfram. Í því
samhengi nefnir
hann sem dæmi
ráðningu fram-
kvæmdastjóra, „hreinar vangaveltur
um ráðningar án auglýsinga og langt
er seilst í að tengja menn saman með
flóknum hætti að því er virðist í ann-
arlegum tilgangi og jafnvel er dylgj-
að á auvirðilegan hátt um samband
manna sem koma ÍLS ekkert við. Og
síðast en ekki síst eru látnir einstak-
lingar bornir sökum sem nú er sann-
að að ekkert var hæft í.“
Þá segir einnig í yfirlýsingunni að
athugasemdir hans við skýrsluna séu
hvergi nærri tæmandi, en hann ákvað
því að tiltaka fjóra þætti sérstaklega;
meint tap ÍLS, innkomu bankanna á
íbúðalánamarkað, breytingar á verð-
brétaútgáfu ÍLS og lausafjárstýr-
ingu með lánasamningum.
Meint tap metið ónákvæmlega
Guðmundur segir að nefndin full-
yrði að áætlað tap ÍLS frá 1999-2012
sé 270 milljarðar króna og „lætur
liggja að því að þessir fjármunir séu
nú þegar tapaðir. ÍLS hefur birt upp-
lýsingar varðandi þetta meinta tap
og telur það nema 64 milljörðum,
fyrst og fremst vegna afleiðinga
hrunsins. Sú fjárhæð er 7,3% af efna-
hagsreikningi ÍLS, sem var 876 millj-
aðar í árslok 2012,“ skrifar Guð-
mundur. Hann segir þetta í alla staði
ónákvæmt og að allar áætlanir um
270 milljarða tap séu út í hött. „Því er
nauðsynlegt að hlutlaus og trúverð-
ugur einstaklingur fari yfir þessa
meintu útreikninga og kynni hina
réttu tölu fyrir Alþingi og alþjóð, en
það átti reyndar að vera hlutverk
rannsóknarnefndarinnar.“
Segir skýrslu ÍLS fulla af ósannindum
„Nauðsynlegt að hlutlaus og trúverðugur einstaklingur kynni réttar tölur fyrir Alþingi og alþjóð,“
segir í yfirlýsingu Telur tap sjóðsins rangt reiknað Segir skýrsluhöfunda skauta framhjá hruninu
Morgunblaðið/Golli
Íbúðalánasjóður Í rannsóknarskýrslunni er tap ÍLS sagt um 270 ma. króna.
Guðmundur
Bjarnason
Sigurður Hallur Stefánsson, formað-
ur rannsóknarnefndar Alþingis um
stöðu Íbúðarlánasjóðs, hefur fengið
sent bréf frá lögmanni Halls Magn-
ússonar, fyrrverandi sviðsstjóra
sjóðsins, en í bréfinu er farið fram á
afsökunarbeiðni vegna umfjöllunar
um Hall í skýrslu nefndarinnar, en
Hallur telur hana „bæði ósanna og
meiðandi“.
Segir starfið hafa verið auglýst
Ummælin sem vísað er til í bréf-
inu lúta að því að starf Halls, sem yf-
irmaður gæða- og markaðsmála hjá
Íbúðalánasjóði, hafi ekki verið aug-
lýst, en ummælin eru þessi: „Einnig
vekur athygli að Hallur Magnússon,
sem á þeim tíma hafði lengi verið
starfandi í Framsóknarflokknum,
var ráðinn til stofnunarinnar, fyrst
sem yfirmaður gæða- og markaðs-
mála en síðar sem yfirmaður þróun-
ar- og almannatengslasviðs og að
lokum sem sviðsstjóri þróunarsviðs.
Ekki fæst séð að umrædd staða hafi
verið auglýst er Hallur var fyrst ráð-
inn árið 1999.“
Í bréfinu er fullyrt að þetta sé
rangt og því til stuðnings er birt af-
rit af auglýsingu sem birt var í
Morgunblaðinu í júní árið 1999 þar
sem að starfið er
auglýst. Þá er því
einnig haldið
fram að Hallur
hafi á fundum
sínum með rann-
sóknarnefndinni
upplýst nefndina
um ráðningar-
ferlið, en á það
hafi ekki verið
hlustað og nefnd-
in hafi gegn betri vitund kosið að
halda áfram „algerum rangfærslum“
sem séu til þess fallnar „að kasta
rýrð á starfsferil og æru“ Halls. Þá
er í bréfinu birt ítarleg ferilskrá
Halls og greint frá því að hann hafi
farið í gegnum ráðningarferli hjá
Gallup og verið metinn hæfastur
umsækjenda.
Vill frá afsökunarbeiðni
Sveinn Andri Sveinsson, lögmað-
ur Halls, segir í bréfinu að þess sé
farið á leit „við virðulega rannsókn-
arnefndina að hún leiðrétti þessa
rangfærslu hið snarasta með til-
kynningu til fjölmiðla auk þess að
biðja umbj. [minn] afsökunar á þess-
um meiðandi rangfærslum, svo ekki
þurfi að koma til frekari eftirmála“.
Hallur krefst
afsökunarbeiðni
Segir skýrsluna ósanna og meiðandi
Hallur
Magnússon
Carl Bauden-
bacher, forseti
EFTA-dóm-
stólsins hefur
verið endur-
skipaður dóm-
ari við dóm-
stólinn til
næstu sex ára.
Ríkisstjórnir
þeirra EFTA-
ríkja sem jafn-
framt eiga aðild að samningnum
um Evrópska efnahagssvæðið
(EES), þ.e. Noregs, Íslands og
Liechtenstein, tóku ákvörðun
þess efnis hinn 5. júlí síðastlið-
inn.
Í fréttatilkynningu frá dóm-
stólnum segir að um sé að ræða
fjórða sex ára tímabil Bauden-
bachers við dómstólinn en hann
tók fyrst sæti sem dómari þar ár-
ið 1995. Hið nýja skipunartímabil
hefst hinn 6. september næst-
komandi og lýkur því hinn 5.
september árið 2019.
Heldur áfram sem
dómari hjá EFTA
Carl
Baudenbacher