Morgunblaðið - 09.07.2013, Qupperneq 16
BAKSVIÐ
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Umsóknum í MBA-nám hjá Háskól-
anum í Reykjavík fjölgaði um 80-
90% milli ára, að sögn Telmu Sæ-
mundsdóttur verkefnastjóra. Hún
getur ekki gefið upp hve margir
sóttu um en nefnir að um 50 verði
teknir inn.
Magnús Pálsson, forstöðumaður
MBA-námsins í Háskóla Íslands,
segir að umsóknum hafi einnig fjölg-
að mikið í sama nám hjá HÍ eða um
30-40%. Hann segir að hóparnir í
náminu megi ekki verða of stórir, því
þá missi nemendur nánd í hópastarfi
og fleira.
Fjöldi umsókna í ár er þó ekki jafn
mikill og á árunum fyrir hrun en for-
svarsmenn námsins segja að það fari
að nálgast það. Eftir hrun dróst að-
sókn í námið mikið saman hjá skól-
unum, árið 2010 var samdrátturinn
um 60-70% hjá HR.
Kostar þrjár milljónir
Námið hér á landi kostar nemend-
ur um þrjár milljónir króna. Nokkuð
strangt inntökuferli er í námið, um-
sækjendur þurfa að skila inn grein-
argerð hvers vegna þeir hafi hug á
náminu, meðmælum og eru teknir í
viðtal. Meðalaldur umsækjenda
beggja skóla er um 38-39 ára.
„Við veltum því fyrir okkur hvort
þessa aukningu megi þakka góðri
markaðssetningu eða breyttum tíð-
aranda,“ segir Telma í samtali við
Morgunblaðið og nefnir að útskrif-
aðir nemendur hafi fengið góð störf
að námi loknu. „Við vinnum mark-
visst að því að fá til okkar góða nem-
endur með fjölbreyttan bakgrunn,“
segir hún.
Magnús segir að það sé ótrúlega
gaman að sjá að námið sé aftur að
sækja í sig veðrið. Ástæðan kunni að
liggja í aukinni áherslu hjá fólki að
vera sífellt að bæta við sig námi. Hafi
einhver útskrifast sem viðskipta-
fræðingur fyrir um áratug hafi
margt breyst og því sé skynsamlegt
að setjast aftur á skólabekk auk þess
sem mörg fög, t.d. verkfræði eða lög-
fræði, kenni litla stjórnun og því geti
verið æskilegt fyrir fólk að bæta við
sig MBA-gráðu. „Margir stinga sér í
MBA-nám þar sem það er prakt-
ískara en hefðbundið meistaranám,“
segir hann í samtali við Morgunblað-
ið.
Margir standi á tímamótum
Telma segir að margir sinna um-
sækjanda standi á tímamótum.
Nemendur vilji vera betur í stakk
búnir til að takast á við breytta tíma
hjá fyrirtækinu sem þeir vinna hjá,
t.d. sé stefnt að því að fyrirtækið vaxi
umtalsvert eða það hafi áhuga á að
breyta um starfsvettvang og þá komi
þessi menntum að góðum notum.
Svo séu margir sem gangi með hug-
mynd að fyrirtæki í maganum en
skorti tæki og tól til að framkvæma
hana og fari því í námið.
Mun fleiri konur en erlendis
Síðustu ár hafa ávallt verið um
fimm erlendir nemendur í MBA-
námi HR sem kennt er á ensku.
Sumir þeirra eigi maka hér á landi
en aðrir hafi mikinn hug á að læra á
Íslandi. Námið er alþjóðlega vottað
og um 70% kennaranna eru erlendir,
að sögn Telmu. Helmingur nemenda
í MBA-náminu í HR eru konur og
helmingur karlar.
„Kynjahlutföllin erlendis eru yfir-
leitt 70% karlmenn og 30% konur,“
segir hún
Umsóknum í MBA-nám HR
fjölgar um 90% milli ára
Umsóknum í MBA nám HÍ fjölgar einnig mikið eða um 30-40% milli ára
Háskólanám Áhugi á MBA-námi hér á landi hefur glæðst mikið milli ára. Námið kostar nemendur talsvert eða um
þrjár milljónir króna. Ástæðan fyrir auknum áhuga kann að liggja í því að fólk vill sífellt bæta við sig námi.
Magnús
Pálsson
Telma
Sæmundsdóttir
Morgunblaðið/Ómar
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2013
Silkimjúkir fætur
fyrir sumarið
Þökkum frábærar
viðtökur
Fæst í apótekum
STUTTAR FRÉTTIR
● Mat Reitunar á lánshæfi Arion banka
er B+ með jákvæðum horfum. Láns-
hæfismatið hefur því breyst úr stöð-
ugum horfum í jákvæðar, segir í frétt
frá Arion banka.
Í greiningu Reitunar kemur fram að
fjárhagslegur styrkleiki bankans sé
mikill og kjarnastarfsemi og samkeppn-
isstaða sterk. Gæði lánasafnsins fari
batnandi og lok fjárhagslegar end-
urskipulagningar nokkurra stórra aðila
sem unnið hafi verið að muni styrkja
kennitölur.
Nánar á mbl.is
Arion banki með B+
með jákvæðum horfum
● Landsbankinn og Klak Innovit hafa
staðið fyrir 11 svokölluðum Atvinnu- og
nýsköpunarhelgum (ANH) á jafn mörg-
um stöðum á landinu síðan haustið
2011. Átakinu er nú lokið og sóttu yfir
500 manns þessar nýsköpunarhelgar,
að því er fram kemur í fréttatilkynn-
ingu. Tæplega 200 viðskiptahugmyndir
af ýmsum toga litu dagsins ljós. Í til-
kynningu kemur jafnframt fram að veitt
voru verðlaun fyrir bestu viðskipta-
hugmyndina í hvert sinn. Landsbankinn
og Klak Innovit munu halda áfram sam-
starfi á þessu sviði næsta vetur.
Yfir 500 manns á ný-
sköpunarhelgum
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Hlutafé Eikar fasteignafélags, sem
er í hópi stærri fasteignafélaga
landsins, var aukið um 750 milljónir
kr. í hlutafjárút-
boði sl. föstudag.
Að teknu tilliti til
útboðsins nemur
verðmæti fyrir-
tækisins hátt í sjö
milljörðum
króna, skv. upp-
lýsingum frá for-
stjóra fyrirtækis-
ins.
Garðar Hannes
Friðjónsson, for-
stjóri Eikar, segir í samtali við
Morgunblaðið að nýta eigi hlutafjár-
aukninguna til að kaupa fasteignir.
„Frá því að við endurfjármögnuðum
fyrirtækið fyrir rúmlega hálfu ári
höfum við keypt fasteignir fyrir um
einn og hálfan milljarð. Með hluta-
fjáraukningunni gefst tækifæri til að
halda áfram fyrirhugaðri stækkun
félagsins.“ segir hann. Ekki fæst
uppgefið hvaða eignir voru keyptar á
tímabilinu en þær eru miðsvæðis, í
póstnúmerum 101 og 108.
Mikil umframeftirspurn var eftir
hlutabréfum í útboðinu sem klárað-
ist allt til forgangsréttahafa. Alls
tóku 99,4% núverandi hlutahafa
þátt. Garðar segir að fjárfestar sem
eigi ekki í félaginu hafi haft áhuga á
að kaupa bréf en það hafi ekki staðið
til boða. Hins vegar hafi að undan-
förnu verið nokkuð um að hlutabréf í
félaginu hafi skipt um hendur. Hann
segist bundinn trúnaði um hver hafi
keypt og selt.
„Stefna félagsins er að skrá
hlutafé þess á markað en við höfum
ekki viljað lýsa því yfir hvenær það
verður. Við viljum vanda vel til
verka, en stefnan hefur verið mörk-
uð,“ segir hann.
Eik var endurskipulagt árið 2011
og eignuðust þá eigendur óverð-
tryggðra skulda þess 90% hlut í fyr-
irtækinu. Lífeyrissjóðir eiga um
helmings hlut. Þar síðasta sumar
var hlutafé félagsins aukið um 1,9
milljarða króna og síðasta haust
voru lán endurfjármögnuð þegar
gefið var út og skráð í kauphöll
skuldabréf fyrir 11,6 milljarða
króna. Samkvæmt skilmálum
skuldabréfsins má eiginfjárhlutfall
skuldabréfsins ekki fara undir 18%.
Eftir hlutafjáraukninguna nemur
það 32,8%, sé miðað við þriggja mán-
aða uppgjörið.
Eik metið á hátt
í sjö milljarða
750 milljóna króna hlutafjáraukning
Garðar Hannes
Friðjónsson
!"# $% " &'( )* '$*
+,-./0
+1/.-
++0.23
,+.331
,2.,+0
+1.40
+42.5-
+.,5,1
+1/.+1
+3+.3-
+,3.20
+1/.03
++0.5+
,+./4+
,2.,/0
+1.555
+42.1+
+.,535
+1/./5
+3,.+
,+1.543+
+,3.40
+11.5,
++0./3
,+./05
,2.440
+1.501
+4+.+/
+.,-
+11.4
+3,.--
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á