Morgunblaðið - 09.07.2013, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 09.07.2013, Qupperneq 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2013 ✝ AðalheiðurFriðriksdóttir Jensen fæddist á Sjúkrahúsinu í Keflavík 9. júní 1965. Hún lést á heimili sínu 30. júní 2013. Foreldrar henn- ar eru Sigríður Ágústa Þórólfs- dóttir, f. 1944 og Friðrik Jensen, f. 1936. Aðalheiður átti þrjú systkini. 1) Gunnar Þór, f. 1964, hann er kvæntur Sig- urbjörgu Jónsdóttur, f. 1964. Þau eiga þrjú börn, Guðlaugu Sigríði, Ásgeir og Kristberg. 2) Sigrún, f. 1968, gift Rudy C. van Doorn, f. 1960. Börn þeirra eru Friðrik Jensen og Sigríður Ósk. 3) Laeila Jensen, f. 1974, gift Vilmundi Halldórssyni, f. 1976. Barn hennar er Sylvía Lind, andvana, f. 14. júlí 1999. Börn hans eru Sara Dögg, Einar Sveinn og Lilja Guðrún. Aðalheiður læt- ur eftir sig fjórar dætur. 1) Linda María, f. 1982, maki hennar er Gabríel Bragason, f. 1975. Saman eiga þau Guðrúnu Kolbrúnu, f. 2006, Aðalheiði Maríu, f. 2008 og Mikael Úlvar, f. 2012. 2) Lilja Rós, f. 1984. 3) Guðný Ósk, f. 1987, hún á dótturina Kristínu Sigrúnu, f. 2009, með Ólafi Árna Torfasyni. 4) Vic- toría Rut, f. 2004, faðir hennar er Stefán Eyjólfsson. Útför Aðalheiðar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 9. júlí 2013, kl. 13. Ástkær móðir mín, klettur minn og stuðningur í gegnum alla lífsins erfiðleika. Þó ég fái ekki að snerta þig veit ég samt að þú ert hér, og ég veit að þú munt elska mig geyma mig og gæta hjá þér. Og þegar tími minn á jörðu hér, liðinn er þá er ég burtu fer, þá ég veit að þú munt vísa veg og taka á móti mér. (Ingibjörg Gunnarsdóttir) Sunnudagurnin 30. júní var og verður ávallt versti dagur lífs míns, dagurinn sem þú yfirgafst þennan heim elsku mamma. Ég trúði ekki því sem systir mín var að segja þegar hún hringdi í mig, ég man að það fyrsta sem ég hugs- aði var „ég verð að komast til Ís- lands“, ég var alveg viss um að þú mundir taka á móti mér í flugstöð- inni eins og alltaf. Afneitunin var algjör, ég hafði talað við þig nokkrum dögum áður og þú varst að koma í sumarfrí til Noregs eftir tvo daga, þetta gat ekki verið satt! Þú hlakkaðir svo til að koma, og það gefur mér vissa huggun að vita að þú lést með gleði og til- hlökkun í hjarta. Fjölskyldan hefur ávallt verið það mikilvægasta í þínu lífi, þú vildir ekki verða neitt annað en mamma þegar þú varst lítil og hefur þú verið besta mamma sem nokkur getur óskað sér. Þú stóðst sem klettur hjá mér í gegnum allt mitt líf, sama hvað kom upp á þú tókst á við það með styrk og ákveðni, þú bugaðist aldrei og brást mér aldrei. Gömul þjóðsaga segir frá barni sem var við það að fæðast. Barnið snýr sér að Guði og seg- ir: Mér er sagt að ég verði send á jörðina á morgun, en hvernig get ég lifað eins lítil og ósjálfbjarga sem ég er? Ég hef valið engil fyrir þig úr hópi engla og hann bíður eftir þér. Þessi engill mun sjá um þig. En segðu mér, hérna á himn- inum geri ég ekkert annað en að syngja og brosa og það er nóg til þess að vera hamingjusöm. Engillinn þinn kemur til með að syngja fyrir þig, hann brosir til þín alla daga og þú verður umluk- in ást hans og þannig verðurðu hamingjusöm. En hvernig get ég skilið þegar fólkið talar við mig þar sem ég þekki ekki tungumálið sem menn- irnir tala? Engillinn þinn segir falleg orð við þig, fallegustu orð sem þú hef- ur nokkurn tíma heyrt og með mikilli þolinmæði og kærleik kennir hann þér að tala. Ég hef heyrt að á jörðinni séu til vondir menn. Hver getur varið mig? Engillinn þinn mun verja þig, þó svo það kosti hann lífið. Á þessu andartaki færðist ró yfir himininn og guðdómlegar raddir heyrðust og barnið sagði: Kæri Herra, þar sem ég er að fara segðu mér, hvað heitir engill- inn minn? Nafn hans skiptir ekki máli, þú kallar hann bara „mömmu“. Ég mun ávallt elska þig og sakna, hjartans engillinn minn. Þín dóttir, Guðný Ósk Jensen. Elsku fallega mamma mín. Þegar ég hugsa um allar stund- irnar okkar saman þá kemur margt upp í hugann, öll góðu ráðin og samræðurnar sem við áttum. En aldrei tókstu lífið of alvarlega og ekki langt í hláturinn þegar við vorum saman. Þú varst svo miklu meira en bara mamma mín heldur varstu besta vinkona mín og alltaf reiðubúin að hjálpa og gefa mér ráð þegar ég þurfti á að halda, þú varst alltaf og verður alltaf klett- urinn minn og hetja. Loks beygði þreytan þína dáð, hið þýða fjör og augnaráð; sú þraut var hörð – en hljóður nú í hinsta draumi brosir þú. (Jóhannes úr Kötlum) Ávallt þín dóttir, Lilja Rós Jensen. Elsku Heiða okkar. Þegar þú fæddist varstu pínuítil. Ekki nema 8 merkur en afskaplega dásamleg dóttir alla tíð. Gunni bróðir þinn sem var 15 mánuðum eldri fór strax í stóra bróður hlutverkið og passaði upp á litlu systur og það gerði hann alla tíð. Þið áttuð til að bralla ýmislegt saman sem mamma var kannski ekki alltaf hrifin af en það var alltaf vel meint. Síðan komu systur þínar Sigrún og Laeila og þú varst dug- leg að passa þær, með tímanum urðuð þið bestu vinkonur. Þú varst ekki nema 16 ára þegar þú varðst ófrísk að elstu stelpunni þinni Lindu, síðan kom Lilja og Guðný áður en þú náðir 24 ára aldri. Frá fyrstu tíð varstu dásam- leg mamma, þú varst kornung þegar þú varðst einstæð móðir en það aftraði því ekki að þú gerðir ekki allt fyrir þær. Á þessum ár- um varstu heilsuhraust og dugleg að vinna, þú vannst hin ýmsu störf og varst alltaf vel liðin, þú unnir íslenskri náttúru og þér leið aldrei betur en úti í náttúrunni. Þú mátt- ir heldur aldrei neitt aumt sjá og það voru ófá dýrin sem dætur þín- ar komu með heim og var hjúkrað af þér. Það var sama hvort þetta voru hundar, kettir, fuglar, fiskar eða hamstrar, öll voru þau vel- komin undir þinn vendarvæng. En svo kom áfallið, þú misstir heilsuna og ert búin að stríða við mjög mikið heilsuleysi í yfir 20 ár. En aldrei var nein uppgjöf í þér og alltaf gerðir þú allt sem þú mögu- lega gast fyrir fjölskyldu þína. Ár- ið 2004 gerðist kraftaverk, þú eignaðist hana Victoríu Rut á jóla- dag. Stóru systurnar kepptust hver um aðra þvera að dekra hana og hjálpa þér með hana. Hún var ljósið þitt þessi litla stelpa og mik- ill gleðigjafi fyrir alla fjölskyld- una. En elsku Heiða mín, alltaf versnaði heilsan þín og fyrir 3 ár- um ákvaðst þú að flytja aftur heim til Keflavíkur þegar þú fannst að þú þurftir hjálp með Victoríu.Við vorum svo lánsöm að þú fékkst íbúð í næsta húsi við okkur pabba þinn, og þannig gerðist það að þú fannst það öryggi fyrir þig og stelpuna þína sem þú hafðir þráð. Það er stundum sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn, við fjölskylda þín vorum það þorp. Elsku Heiða mín, lífið þitt hefur ekki verið auðvelt en alltaf gastu fundið gleðina þína í stelpunum þínum og barnabörnunum sem þið Victoría voruð að fara að heim- sækja til Noregs. En það átti ekki að verða, aðeins tveim dögum áður en sá dagur kom varðst þú bráðkvödd á heimili þínu, elsku hjartans stelpan okkar, og í staðinn fyrir að þú farir til þeirra koma þau öll að kveðja þig. Við pabbi þinn eigum svo erfitt með að sætta okkur við þetta en á sama tíma erum við að segja okkur að nú sért þú komin til Guðs sem þú elskaðir og treystir og laus við alla sjúkdóma sem hrjáðu þig. Við vitum í hjörtum okkar að nú líður þér vel, laus úr viðjum sárs- auka, elsku hjartans barnið okkar, og við lofum þér því að við munum öll gera okkar besta fyrir Victoríu og hjálpa okkur öllum að geyma minninguna um bestu mömmu, ömmu, systur, mágkonu og ekki síst dóttur sem nokkur getur óskað sér. Farðu í friði, hjartans dóttir okkar, og vertu ávallt Guði falin. Mamma og pabbi. Hinsta kveðja. Elsku fallega systir mín. Ég sit hérna og er að reyna að hripa einhver fátækleg orð á blað. Það er svo erfitt því að ég bjóst ekkert við því að ég væri að fara að kveðja þig. Alltaf höfum við verið samrýndar systur og oft þurftum við ekki að tala saman til þess að vita hvað hvor okkar var að hugsa því að við bara vissum það. Þú skilur eftir þig stórt skarð elsku Heiða mín og mun enginn geta fyllt upp í það, við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að passa upp á litlu fallegu stelpuna okkar hana Victoríu. Ég mun ávallt sakna þín elsku stóra systir, en við munum hittast aftur og ég veit að það verður tekið vel á móti þér þarna uppi af lítilli frænku, ömmum og öfum. Ég elska þig elsku Heiða mín og mun sakna þín og ég kveð þig með þessum orðum þangað til að við hittumst á ný. Kæra vina, ég sakna þín, ég vildi að þú kæmist aftur til mín. En þú ert umvafin ljósi þar, eins og þú varst reyndar alls staðar. Sárt er að horfa á eftir þér, en ég veit að þú munt muna eftir mér. Því þitt hreina hjarta og bjarta sál, munu þerra okkar trega tár. (Sigríður Vigdís Þórðardóttir) Þín litla systir, Laeila. Elsku Heiða mín, nú ert þú laus úr þessum kvölum og þrautum og átt örugglega betri tíð þar sem þú ert núna. Ég vildi að ég hefði get- að gert eitthvað meira fyrir þig en ég gerði, en þú varðst að stjórna ferðinni í þeim efnum. Gleðistund- ir þínar úti í Eyjum voru okkur Siddý jafn kærar og eftirminni- legar og þær geta hugsanlega orð- ið. Guð veri með þér og varðveiti og styrki stelpurnar þínar og leið- beini okkur á erfiðum stundum á þessum erfiða tíma. Dag í senn, eitt andartak í einu, eilíf náð þín, faðir gefur mér. Mun ég þurfa þá að kvíða neinu, þegar Guð minn fyrir öllu sér? Hann sem miðlar mér af gæsku sinni minna daga skammt af sæld og þraut, sér til þess að færa leið ég finni fyrir skrefið hvert á lífs míns braut. Hann, sem er mér allar stundir nærri, á við hverjum vanda svar og ráð, máttur hans er allri hugsun hærri, heilög elska, viska, föðurnáð. Morgundagsins þörf ég þekki eigi, það er nóg, að Drottinn segir mér: Náðin mín skal nægja hverjum degi, nú í dag ég styð og hjálpa þér. Guð, ég fæ af fyrirheitum þínum frið og styrk, sem ekkert buga má. Auk mér trú og haltu huga mínum helgum lífsins vegi þínum á, svo að ég af hjartaþeli hreinu, hvað sem mætir, geti átt með þér daginn hvern, eitt andartak í einu, uns til þín í ljóssins heim ég fer. (Sigurbjörn Einarsson) Gunnar Þór (Gunni) og Sigurbjörg (Siddý). Aðalheiður Frið- riksdóttir Jensen ✝ Hörður Jóns-son fæddist í Reykjavík 11. októ- ber 1929. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Eir 30. júní 2013. Hörður var son- ur hjónanna Guð- rúnar Kristófers- dóttur frá Vindási í Landsveit og Jóns Guðjónssonar húsa- smíðameistara í Reykjavík, frá Litlu-Brekku í Geiradal. Hörður var elstur þriggja bræðra, næst- ur honum var Guðjón, f. 19. mars 1932, d. 7. janúar 2010, yngstur er Gunnar, f. 13. októ- ber 1935. Hörður kvæntist hinn 29. des- ember 1955 Guðríði Júl- íusdóttur, f. 3. september 1935, starfskonu á Skattstofu Reykja- víkur. Þau eiga eina dóttur, Est- er, f. 18. september 1965, og á hún eina dóttur, Ernu Björg Sverr- isdóttur, f. 26. mars 1990. Fyrir átti Hörður dótturina Guðrúnu Ernu, f. 16. nóvember 1952, móðir hennar er Guðrún Kristjáns- dóttir. Guðrún Erna hefur verið búsett í Svíþjóð síð- astliðin fjörutíu ár og á hún þrjú börn, Jónas, Lindu og Helenu, og tvö barnabörn, Axel og Júlíu. Hörður lærði símvirkjun hjá Landssíma Íslands og vann hann hjá Landssímanum til ársins 1965. Þá var hann ráðinn til Ríkisútvarpsins sem tæknimað- ur og starfaði hann þar út starfsævina. Útför Harðar fer fram frá Ár- bæjarkirkju í dag, 9. júlí 2013, og hefst athöfnin kl. 15. Elsku afi minn, það er með söknuð í hjarta sem ég kveð þig. Allar þær góðu minningar sem ég á um þig eru of margar til að koma niður á blað, hvað þá í stutta grein. Alltaf varstu svo góður við mig og gerðir allt sem í þínu valdi stóð til að uppfylla óskir mínar, sama hversu barnalegar þær voru. Hvort sem það var að hleypa á harðastökki í gegnum Víðidalinn eða fara í sleppitúr í ausandi rign- ingu, þvert á vilja mömmu, þá stóðst þú alltaf með mér. Ég gat ávallt leitað til þín ef eitthvað bját- aði á og varðst þú snemma einn af mínum bestu vinum. Öll ferðalög- in sem við fórum saman, hesta- ferðir og útilegur, eru dýrmætar minningar sem ég mun halda upp á um ókomna tíð. Ég þekki engan mann, og mun eflaust aldrei gera, sem hafði jafnmikla þekkingu á náttúru landsins og þú. Í ófá skipti sat ég í aftursætinu í bílnum þín- um, blaðaði í Vegahandbókinni og las fyrir þig áhugaverðar sögur um þær sveitir og bæi sem við keyrðum framhjá. Oftar en ekki bjóst þú þó yfir meiri þekkingu en bókin og varð ég alltaf jafnupp- numin yfir visku þinni. Erfitt er að minnast þín án þess að hugsa um fiskbúðinginn og bökuðu baunirn- ar. Það þótti okkur herramanns- matur og hefðum eflaust getað borðað í hvert mál. Amma og mamma gerðu mikið grín að okk- ur fyrir einhæfa eldamennsku en við vorum ávallt hæstánægð og þótti mér fátt betra en fiskbúðing- ur hjá afa. Elsku afi, þú varst einn besti maður sem ég hef þekkt og verð ég ævinlega þakklát fyrir að hafa átt þig að. Þú munt ávallt eiga sérstakan stað í hjarta mínu. Erna Björg Sverrisdóttir. Hörður, mágur minn, er látinn eftir baráttu við þungbært heilsu- leysi hin síðustu ár. Minningar mínar um Hörð eru óteljandi enda ná kynni okkar yfir nær sextíu ár, þar af í nánu sam- býli í fjörutíu ár. Hörður og Guð- ríður systir mín, alltaf kölluð Gúrrý, reistu sér hús í Hvassaleiti árið 1962, en við Esther kona mín fluttum inn í litla íbúð á efri hæð hússins sama ár. Það sambýli stóð til ársins 1971, er við hjónin ásamt Herði og systur minni keyptum saman þriggja hæða hús í Kópa- vogi sem við fluttum inn í sama ár. Í íbúð á jarðhæð hússins fluttu foreldrar okkar systkina og bjuggu þar til dánardægurs. Svona langur sambýlistími þarf ekki að vera einstakur en ég tel sjaldgæfara að aldrei slettist upp á vinskapinn né hallaði orði milli okkar Harðar allan þennan tíma. Ýmislegt þurftum við þó að gera vegna sameignarinnar og leystum við það allt í bróðerni, en ég við- urkenni að margt af því verklega lenti á Herði sem var mér miklu verklagnari svo að þar var ég fremur hjálparmaður hans en samverksmaður. Hörður var í slíku uppáhaldi móður minnar, sem bjó í íbúð sinni allmörg ár eftir að pabbi dó, að hún leit fremur á hann sem son en tengdason enda reyndist hann henni stöðugt hjálparhella í öllum efnum og var samband þeirra ávallt mjög innilegt. Við Hörður störfuðum hvor á sínum vettvangi og mættumst því lítt á þeim grunni. Hins vegar átti Hörður sér snemma áhugamál, sem var rekstur og akstur fjalla- bifreiða. Eigum við Esther marg- ar ógleymanlegar minningar frá ferðum með Herði og systur minni vítt og breitt um landið. Annað áhugamál Harðar síðar á ævinni var hestamennska, sem hann stundaði meðan kraftar leyfðu. Systir mín deildi þessum áhuga með honum í mörg ár og ekki dró úr áhuganum að Ester einkadóttir þeirra stundaði hestamennskuna með þeim frá barnæsku og stund- ar raunar enn. Fjölskyldan keypti myndarlegt hesthús í Víðidal sem Ester á nú og hýsir þar ennþá hesta sína á vetrum. Hörður átti löngum ágæta hesta sem hann naut jafnt sumar sem vetur. Ljúfar eru minningar okkar hjóna um áratuga samvist og vin- áttu við Hörð og Gúrrý systur, sem ógerlegt er að tína til en þær ná meðal annars til óteljandi sam- vistastunda í sumarbústað þeirra hjóna við Þingvallavatn og síðar einnig sumarbústað okkar Est- herar við Álftavatn. Fjölskyldubönd þessarar litlu fjölskyldu hafa verið svo náin að dóttir systur minnar og Harðar, Ester, og Þorsteinn Freyr, sonur okkar, voru sem börn líkari systk- inum en frændsystkinum og ekki skaðaði að afi og amma bjuggu á fyrstu hæðinni. Veit ég að Herði féll afar vel að búa í svona fjöl- skylduhúsi. Þegar lífinu lýkur verður ekk- ert annað eftir en minningarnar um þann sem kveður. Ég á ekkert annað en góðar minningar um vin minn og mág Hörð Jónsson, sem við Esther kveðjum með söknuði og virðingu. Megi allar góðar vættir fylgja og vernda Gúrrý systur mína, Ester, Ernu Björgu og Guðrúnu Ernu. Þorsteinn Júlíusson. Látinn er nú Hörður vinur minn. Fáir, ef nokkur, fyrir utan foreldra mína hafa haft jafnmikil áhrif á mig á lífsleið minni og hann. Leiðir okkar lágu saman snemma í mínu lífi enda var hann giftur móðursystur minni og voru samskiptin þar að lút- andi mikil. Jafnframt voru sum- arbústaðir þeirra systra hlið við hlið en þar eyddi ég yfirleitt bróðurpartinum af sumrum bernsku minnar. Ávallt var ég aufúsugestur hjá þeim hjónum auk þess sem nokkur sumur varði ég fáeinum vikum hjá þeim þegar sumarleyfi foreldra minna lauk. Þegar fólk á sumarbústað eru mörg verkin sem þarf að framkvæma og var ég oft að að- stoða Hörð við hin ýmsu verk. Ég hef grun um að hjálpin hafi nú oft verið minni en engin en ekki minnist ég þess að styggð- aryrði hrykki nokkurn tímann af vörum Harðar, heldur tel ég að við höfum báðir notið samvist- anna. Hörður kynnti mig fyrir hestamennsku og var iðinn við að bjóða mér með í reiðtúra jafn- framt sem hann kynnti mig fyrir hálendisferðum á jeppum. Fátt þótti merkilegra á þeim tíma en að fá að sitja í Lada Sport þegar farið var yfir hin ýmsu vatnsföll. Í þessum ferðum lærði ég að meta náttúruna og fegurð lands- ins og var Hörður duglegur að fræða mig um það sem fyrir sjónir bar, eða að segja frá ýms- um ferðum sem hann hafði farið áður fyrr enda hafði hann gaman af að segja frá og hafði frá mörgu að segja. Það er því með miklum söknuði sem ég kveð þennan vin minn en þó er efst í huga mér þakklæti til hans fyrir allt það sem hann hefur gefið mér og mun ég búa að því alla ævi. Sigurjón Örn Arnarson. Hörður Jónsson Blómasmiðjan Grímsbæ v/Bústaðaveg S: 588 1230 Samúðarskreytingar Útfaraskreytingar Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Suðurhlíð 35, Reykjavík • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Alúð - virðing - traust Áratuga reynsla Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.