Morgunblaðið - 09.07.2013, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.07.2013, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2013 Það er gaman að spila saman,eða það skín í það minnstaí gegn á breiðskífunniFyrstu 45 árin með hljóm- sveitinni Æfingu sem helguð er sögu hljómsveitarinnar frá því hún lék fyrst opinberlega 1968. Hversu gam- an það er fyrir óinnvígða að hlusta er svo annað mál, ekki síst í ljósi þess að á plötunni eru ekki sögu- legar upptökur, þær eru ekki til, heldur upptökur miðaldra manna sem horfa um öxl. Hljómsveitin Æfing starfaði á Flateyri á sínum tíma og þá sem ballsveit sem hefur væntanlega að- allega verið að spila vinsæl lög eftir aðra. Hún lagði aldrei upp laupana þó að lítil starfsemi muni hafi verið á síðustu áratugum, en þeir félagar komu svo saman í Vagninum á Flat- eyri 2009 til að minnast eins stofn- enda sveitarinnar. Þá varð til lag sem sagði sögu Æfingar og í fram- haldi af því fór einn liðsmanna, Sig- urður Björnsson, Siggi Björns, að róta í lagasafni sínu eftir einhverju sem setja mætti á plötu. Siggi Björns er sá eini þeirra Æf- ingarfélaga sem fengist hafa við tón- list og platan er mjög lituð af því, hann á þorra laganna, hans ráma rödd setur sterkan svip á það sem fram fer og stíllega fellur þessi plata vel að þeim sólóskífum sem Siggi hefur sent frá sér. Hann er þó ekkert að trana sér fram og þeir Æfingarfélagar syngja flest laganna saman. Þetta er aðallega plata fyrir þá sem þekkja Æfingu og kannski spurning hvort ekki hefði verið nóg að framleiða bara nokkrar plötur, kannski eina á mann, en sjálfsagt hafa Flateyringar á miðjum aldri, jafnvel á öllum aldri, gaman af að hlusta á skífuna, enda er þar sungið um persónur eins og Guðbjart Jóns- son sem stofnaði Vagninn á sinni tíð og Aðalstein Vilbergsson í Allabúð meðal annars. Upphafslag skíf- unnar, „Æfingin skapar meist- arann“, lagið sem kom öllu af stað, er skemmtilegt lag og margt reynd- ar vel gert á plötunni, nefni sem dæmi lagið „Kem eftir rétt strax“, sem er fínt grípandi lag. Söngurinn er þó vandamál í mörgum laganna, hljóðin eru ekki alltaf fögur þó að fjölraddaður söngur breiði yfir brestina, en slíkur söngur verður leiðigjarn til lengdar. Botninn dettur svo úr plötunni þegar kemur að B-hlðinni, eins og þeir félagar kalla það, en þá taka þeir fyrir gamlar lummur: „Þórs- merkurljóð“, „Héraðsmót“, „Ó María“ og „Sestu hérna hjá mér“. Yfirskrift þessa hluta plötunnar er Sveitaball en það er ekki mikið fjör á því sveitaballi, það er mun for- vitnilegra að heyra þá félaga glíma við eitthvað sem aðrir hafa ekki gert betur. (Við það bætist svo að á um- slagi hafa menn víxlað Maríulög- unum, en það er nú ekki stórmál.) Æfing í Vagninum Æfing – Fyrstu 45 árin bbnnn Hljómplata hljómsveitarinnar Æfingar frá Flateyri. Flest lög eftir Sigurð Björnsson. Foxhold gefur út. ÁRNI MATTHÍASSON TÓNLIST Ljósmynd/ Ragnar Th. Sigurdsson Innvígðir „Þetta er aðallega plata fyrir þá sem þekkja Æfingu.“ Popp Fornmunir snerta marga oghafa oft orðið uppsrettadeilna og átaka. Þetta eralgengt viðfangsefni í bókum og kvikmyndum. Sara Blæ- del hefur skrifað mikið um græðgi og því kemur ekki á óvart að hún skuli róa á þessi mið. Spennusagan Dauðaengillinn segir frá hvarfi aldagamallar steinglermyndar, Dauðaengilsins, úr fórum danskr- ar fjölskyldu, sem átt hefur lista- verkið lengur en elstu menn muna. Á sama tíma er lát húsmóðurinnar til rannsóknar hjá lögreglunni. Lögreglan er einnig með hvarf kvenna á sólarströnd á sínu borði og sem fyrr er það í hönd- um Louise Rick að leysa málin. Í raun eru þetta tvær sögur sem tengjast áður en yfir lýkur. Upp- byggingin er góð og flétta fyrri sög- unnar er vel úthugsuð en frásögnin af hvarfi stúlknanna hefði frekar átt heima í sjálfstæðri sögu. Þar er ým- islegt ósagt, þó að viðbjóðurinn kom- ist ágætlega til skila. Græðgi er útgangspunkturinn og Söru Blædel fer það vel úr hendi að varpa ljósi á andrúmsloftið sem græðginni fylgir. Þegar peningar eru annars vegar svífast sumir einskis og skiptir þá ekki máli hver á í hlut. Höfundi tekst vel upp við per- sónusköpunina, sérstaklega þegar illmenni og gráðugt fólk eiga í hlut, en inni á milli leynast góðar sálir sem vilja engum illt. Barátta hins góða og hins illa getur tekið á sig ýmsar myndir. Sara Blædel skrifar aðgengilegan texta og þýðingin er góð. Glæpasag- an Dauðaengillinn er spennandi og þó að snemma komi í ljós hvar helsta meinið er, er frásögnin ekki búin fyrr en sagan er öll. Ágæt- isafþreying. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Vel úthugsuð flétta Spennusaga Dauðaengillinn bbbmn Eftir Söru Blædel. Árni Óskarsson og Magnús Sigurðsson þýddu. 300 bls. Kilja. Uppheimar 2013. Læsileg Græðgin er Söru Blædel hugleikin í nýrri skáldsögu. Ljósmynd/Jesper Sunesen KVIKMYNDAÚRVALIÐ ER Í SAMBÍÓUNUM Á TOPPNUM Í ÁR KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ Á EGILSHÖLLÁLFABAKKA THELONERANGER KL.5-6-8-10:10-11 THELONERANGERVIP KL.5-8-11 MANOFSTEEL3D KL.5-8-11 MANOFSTEEL2D KL.9 WHITEHOUSEDOWN KL.8-11 HANGOVER-PART3 KL.5:50-8 SAMMY2 ÍSLTAL2D KL.6 TILBOÐ400KR. KRINGLUNNI THE LONE RANGER KL. 5 - 8 - 11 MAN OF STEEL 3D KL. 5 - 10 THE BIG WEDDING KL. 6 - 8 - 10:30 NOW YOU SEE ME KL. 8 THE LONE RANGER KL. 5 - 8 - 10 - 11 MAN OF STEEL 3D KL. 5 - 8 - 11 MAN OF STEEL 2D KL. 10:30 THE BIG WEDDING KL. 6 - 8 NÚMERUÐ SÆTI KEFLAVÍK THELONERANGER KL.5-8-11 THISTHEEND KL.8 MANOFSTEEL2D KL.10:20 EPIC ÍSLTAL2D KL.5:50 AKUREYRI THE LONE RANGER KL. 5 - 8 - 11 MAN OF STEEL 2D KL. 5 - 10 THE BIG WEDDING KL. 8ÞRIÐJUDAGS TILBOÐ Í DAG GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR MYNDIR “SPECTACULAR”  EMPIRE “GLÆSILEG OFURHETJUMYND” H.S.S. - MBL  FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR PIRATES OF THE CARIBBEAN MYNDIRNAR ÞRI ÐJU DAG STI LBO Ð ÞRI ÐJU DAG STI LBO Ð ÞRI ÐJU DAG STI LBO Ð ÞRI ÐJU DAG STI LBO Ð ÞRI ÐJU DAG STI LBO Ð ÞRI ÐJU DAG STI LBO Ð Missið ekki af þessari stórkostlegu teiknimynd frá höfundum Ice Age 16 16 16 EKKERT EYÐILEGGUR GOTT PARTÝ EINS OG HEIMSENDIR! FRÁ HÖFUNDUM SUPERBAD -bara lúxus sími 553 2075 www.laugarasbio.is BYGGT Á SANNSÖGULEGUM ATBURÐUM UM LEIGUMORÐINGJANN RICHARD KUKLINSKI Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð Þriðjudagst ilboð LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar L 12 THIS IS THE END Sýnd kl. 5 - 8 - 10:20 WHITE HOUSE DOWN Sýnd kl. 5 - 10 THE PURGE Sýnd kl. 8 THE ICEMAN Sýnd kl. 8 - 10:20 EPIC 2D Sýnd kl. 5 ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR TILBOÐSDAGUR TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR TILBOÐ Á ALLAR MYNDIR ATH GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR MYNDIR –BARA LÚXUS www.laugarasbio.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.