Morgunblaðið - 10.07.2013, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 10.07.2013, Qupperneq 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 0. J Ú L Í 2 0 1 3  Stofnað 1913  159. tölublað  101. árgangur  DIONNE WARWICK FÆR ALDREI LEIÐA Á LÖGUNUM HEFJA LEIK Á EM Á MORGUN 19 ÁRA VINIR MEÐ EIGIN FATALÍNU KOMNAR TIL KALMAR ÍÞRÓTTIR ÆTLA AÐ NÁ LANGT 10SYNGUR Í HÖRPU 34 Morgunblaðið/Jim Smart Rússneskir togarar Fimm þeirra koma til Hafnarfjarðar í vikunni. Fimm rússneskir togarar koma til Hafnarfjarðar í þessari viku, ýmist til að landa frystum sjávarafurðum eða til að umskipa afla á milli skipa. Þeir kaupa hér vistir, olíu, vatn, varahluti og jafnvel veiðarfæri. Auk þess borga þeir hafnargjöld, tolla og aflagjöld, að sögn Sigvalda H. Jósafatssonar hjá skipamiðluninni Gáru ehf. í Hafnar- firði. Gára annast umboðsmennsku fyrir mörg erlend skip sem koma hér í höfn, bæði skemmtiferðaskip, vöruflutn- ingaskip og ekki síst útlenda togara. Rússnesku togararnir stunda karfa- veiðar í úthafinu á Reykjaneshrygg og grálúðuveiðar við Austur- og Vestur- Grænland. »13 Rússar leita til Hafnar- fjarðar eftir þjónustu 23 milljarðar til vara » Lánasafn ÍLS er um 800 milljarðar og þar af hafa 23 milljarðar verið settir í var- úðarsjóð afskrifta. » Um helmingur er eyrna- merktur leigufélögum. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Íbúðalánasjóður hefur afskrifað milljarða króna af íbúðalánum heim- ila í kjölfar efnahagshrunsins. Ekki fékkst uppgefið hversu mikið hefði verið afskrifað en þó var stað- fest að um milljarða væri að tefla. Sigurður Erlingsson, forstjóri sjóðsins, vísar til lagaákvæða. „Heimild til afskrifta er í lögunum um húsnæðismál en hefur ekki verið mikið notuð fyrr en eftir 2008. Af- skriftum umfram markaðsverð er oft beitt samhliða hinum opinberu úr- ræðum. Ef þau ganga ekki nógu langt er afléttingu krafna umfram söluverð oft beitt til viðbótar. Þá er um að ræða fólk sem er búið að fara í 110% leiðina, greiðsluaðlögun eða sértæka skuldaaðlögun.“ Hann segir nokkuð um yfirtökur nýrra lántaka á lánum einstaklinga sem hafa fengið úrlausn á skulda- vanda, auk hefðbundinna yfirtekinna lána, og að því sé umfang viðskipta sjóðsins meira en tölur yfir nýjar lánveitingar kunni að gefa til kynna. Hann segir umsókn ÍLS um að fá að veita óverðtryggð lán í farvegi. Ætlunin var að ÍLS hæfi slíkar lánveitingar fyrir síðustu áramót en nú er óvíst hvort það tekst í ár. M ÍLS afskrifar »4 Afskrifar skuldir heimila  Íbúðalánasjóður nýtir heimildir til afskrifta þegar önnur úrræði þykja fullreynd  Forstjóri sjóðsins segir oft um að ræða fólk sem er búið að fara í 110% leiðina Morgunblaðið/Eggert Veiðigjöld Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti Íslands, staðfesti lögin. „Það er mikilvægt að forsetinn hafi samþykkt lögin,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra um þá ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, að stað- festa breytingar á lögum um veiði- gjöld. Forsetinn tilkynnti þetta á Bessastöðum í gær. Þar sagði hann m.a. að umrædd lög fælu ekki í sér grundvallarbreytingu á nýtingu auð- lindarinnar. Ísak Jónsson, einn aðstandenda undirskriftasöfnunarinnar Óbreytt veiðigjöld, segir ákvörðun forsetans vera ákveðin vonbrigði. Forsetann hafi skort hugrekki í málinu. »2 Lögin staðfest  „Mikilvægt,“ segir ráðherra Fjögur skemmtiferðaskip komu til hafnar í Reykjavík í gær og eitt til Hafnarfjarðar. Að sögn Ágústs Ágústssonar, mark- aðsstjóra Faxaflóahafna, var þetta stærsti dagur sumarsins hvað varðar komur skemmtiferðaskipa. Frá vinstri eru Ocean Princess, Aida Luna, Azamara Quest og Celebrity Eclipse við hafnarbakkana. „Þetta hittist nú þannig á að það var raun- verulega stuttur tími sem það voru fjögur skip í höfninni sam- an,“ segir Ágúst spurður að því hvort mikið hafi verið um að vera í höfninni í gær. Hann bætir við að Faxaflóahafnir hafi neyðst til að nota Sundabakka, Kornbakka og Skarfabakka til að koma öllum þessum skipum fyrir. „Þetta gekk allt mjög vel og slysalaust fyrir sig,“ segir Ágúst en fjöldi hópferða- og leigubíla beið farþeganna á hafnarbakkanum og umsvifin því mikil. Einnig gengu margir í bæinn í blíðviðrinu. Tæplega 15 þúsund fleiri ferðamenn komu hingað til lands í gegnum Leifsstöð í júní á þessu ári heldur en í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Þannig komu 138.796 ferðamenn til Keflavíkurflugvallar í júní sl. en á sama tíma í fyrra voru þeir 123.974 talsins. Er þetta aukning um 12%. Enn meiri aukning varð í maímánuði en þá komu 92.235 ferðamenn en þeir voru 77.461 í fyrra. skulih@mbl.is Annasamasti dagurinn í Reykjavíkurhöfn Morgunblaðið/Ómar Fjögur erlend skemmtiferðaskip í Sundahöfn í gær og eitt í Hafnarfirði  Nærri 139 þúsund ferðamenn fóru um Leifsstöð í júnímánuði  12% aukning á milli ára  „Við teljum að þegar menn reyna að há- marka kröfur sínar með því að fara á svig við lögin sé það auðgunarbrot,“ segir Sævar Þór Jónsson, lögmað- ur Ásthildar B. Guðlaugsdóttur sem hefur kært fjóra stjórnendur Dróma til sérstaks saksóknara, m.a. fyrir auðgunarbrot. Lögmaður Dróma segist gera ráð fyrir að Sævar Þór verði kærður fyrir rangar sakargiftir. »14 Ásakanir ganga á víxl vegna Dróma Ásthildur B. Guðlaugsdóttir Eigendur bresku veitingastaða- keðjunnar Fish’n’Chick’n, sem sér- hæfir sig í breska þjóðarréttinum „fish and chips“, hafa í hyggju að opna veitingastað hér á landi. Fyr- irtækið starfrækir í dag 38 versl- anir í Suðaustur-Englandi en horf- ir núna til þess að opna staði á Íslandi, í Rússlandi og Sviss undir vörumerkinu Churchill’s. Fish’n’Chick’n hefur sterk tengsl við Ísland en fyrirtækið hefur átt farsælt samstarf við Hraðfrystihúsið Gunnvöru síðast- liðinn tuttugu ár. Til marks um þetta samstarf og sterk tengsl fyr- irtækisins við Ísland má meðal annars sjá auglýsingu frá keðjunni við heimavöll knattspyrnufélagsins BÍ/Bolungavík á Torfnesi á Ísa- firði. »17 Fish’n’Chick’n opnar stað á Íslandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.