Morgunblaðið - 10.07.2013, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 10.07.2013, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2013 „Við byrjuðum að flytja þetta inn ár- ið 2010 og þetta hefur hjálpað mörg- um síðan,“ segir Gestur Her- mannsson, umsjónarmaður vefverslunarinnar Gaxa, sem sér- hæfir sig í svokölluðum rafsígarett- um. Rafsígarettur eru hylki sem innihalda vökvalausn sem gufar upp þegar hún hitnar fyrir tilstuðlan batterís. Gufan úr rafsígarettunum er með mismunandi magni af nikó- tíni en inniheldur ekki tjöru líkt og hefðbundnar sígarettur. „Við erum með rafsígarettur með nikótíni en við erum að einbeita okk- ur að sölu á nikótínlausum sígar- ettum. Maður vill ekki vera á gráu svæði,“ segir Gestur. Hann segist hafa reynt að hafa samband við Lyfjastofnun og landlækni varðandi reglugerðir um sígaretturnar en að báðir aðilar hafi beint fyrirspurnum hans hvor til annars. Á vefsíðu Lyfjastofnunar kemur fram að inn- flutningur og dreifing á rafsígarett- um sem innihalda nikótín sé ólögleg án markaðsleyfis. Jóhanna Krist- jánsdóttir, verkefnastjóri Ráðgjafar í reykbindindi, hefur efasemdir um ágæti rafsígarettna. „Rafsígarettur virka bara eins og önnur nikótínlyf. Þær geta hjálpað en gera ekkert fyr- ir þig ef þær eru nikótínlausar,“ seg- ir Jóhanna. „Framleiðslan er ekki heilbrigðisvottuð og innihaldslýsing stenst oft ekki,“ segir Jóhanna og bætir við að rafsígaretturnar inni- haldi einnig ýmis eiturefni. „Í Bandaríkjunum hefur það sýnt sig að þetta hjálpar ekki fólki að hætta að reykja, þetta er bara viðbót,“ seg- ir Jóhanna en bætir við að það megi þó ekki gleyma því að það eru engir tveir eins. Rafsígarettur með nikótíni eru ólöglegar á Íslandi Reuters Reykur? Jóhanna segir ýmis eitur- efni leynast í gufunni.  Gufa leysir reykinn af hólmi Baldur Arnarson baldura@mbl.is Íbúðalánasjóður hefur í kjölfar efna- hagshrunsins haustið 2008 nýtt heimildir til að afskrifa milljarða af íbúðalánum einstaklinga. Hátt í 1.000 af 52.000 heimilum sem eru í viðskiptum við Íbúðalána- sjóð eiga í mjög erfiðum skulda- vanda og þurfa að fara í gegnum sér- tæk opinber skuldaúrræði. Hundruð heimila gætu bæst í þann hóp en starfsmenn sjóðsins hafa nú sam- band við heimili í langvarandi greiðsluvanda og benda þeim á þau opinberu úrræði sem fyrir hendi eru. Lánasafn sjóðsins er um 800 millj- arðar og þar af hafa 23 milljarðar verið settir í varúðarsjóð afskrifta. Er þar af helmingurinn eyrnamerkt- ur leigufélögum en þau er um 20% lántaka hjá sjóðnum. Var tjón þeirra í kjölfar hrunsins almennt meira en hjá heimilunum en í sumum tilfellum fengu félögin lánað fyrir byggingar- kostnaði sem reyndist hærri en markaðsverð eignanna. Beitt samhliða öðrum úrræðum Sigurður Erlingsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, segir afskriftirnar gerðar samhliða öðrum aðgerðum. „Heimild til afskrifta er í lögunum um húsnæðismál en hefur ekki verið mikið notuð fyrr en eftir 2008. Af- skriftum umfram markaðsverð er oft beitt samhliða hinum opinberu úr- ræðum. Ef þau ganga ekki nógu langt er afléttingu krafna umfram söluverð oft beitt til viðbótar. Þá er um að ræða fólk sem er búið að fara í 110%-leiðina, greiðsluaðlögun eða sértæka skuldaaðlögun.“ Að sögn Sigurðar má skipta þeim málum í þrjá flokka þar sem sjóð- urinn hefur heimildir til afskrifta. Mismunur myndar glatað veð Í fyrsta lagi þegar uppboð er hald- ið á eign skuldunautar sem lenti í greiðsluerfiðleikum og sjóðurinn hefur leyst til sín. Það sem út af stendur eftir söluna myndar þá kröfu, svokallað glatað veð, sem fyrnist að jafnaði á fimm árum. Þess- ar kröfur eru ekki innheimtar. Í öðru lagi þegar fram fer heildar- endurskipulagning á fjármálum við- skiptavina sjóðsins. Þessi leið er hluti af opinberum úrræðum en í henni er gerður samningur við lán- takann, til eins til þriggja ára, þar sem greiðslubyrðin er aðlöguð minni greiðslugetu. Standi lántakinn við nýja greiðsluáætlun er honum umb- unað með afskriftum niður í mark- aðsvirði eignar. Í þriðja lagi eru lán afskrifuð þegar lántaki sýnir fram á varanlegan greiðsluvanda og fær í kjölfarið heimild til að selja eignina á markaðsvirði. Afskrifar sjóðurinn þá það sem út af stendur. Sigurður bendir á að nýir lántakar hafi tekið yfir lán þegar einstakling- ar hafi selt eignir sínar og þannig fengið úrlausn sinna mála. Nokkuð hafi verið um slíkar yfirtökur auk hefðbundinna yfirtekinna lána og því sé umfang viðskipta sjóðsins meira en tölur yfir nýjar lánveitingar kunni að gefa til kynna. Í fyrrahaust kom fram að ÍLS stefndi að því að bjóða óverðtryggð lán fyrir síðustu áramót. Þau áform gengu ekki og segir Sigurður að ÍLS muni í lok sumars ítreka beiðni sína um að fá að veita slík lán. Morgunblaðið/Ómar Vandi Hundruð heimila gætu bæst á lista ÍLS yfir heimili í skuldavanda. ÍLS afskrifar skuldir heimila  Neyðarlending vegna skuldavanda Útför Róberts Arnfinnssonar leikara fór fram í Graf- arvogskirkju í gær, en Róbert lést hinn 1. júlí sl. Lík- menn voru, f.v., Tinna Gunnlaugsdóttir, Gísli Al- freðsson, Stefán Baldursson, Jóhann Sigurðsson, Kolbrún Halldórsdóttir, Sveinn Einarsson, Randver Þorláksson og Örn Árnason. Prestur við útförina var sr. Sigurður Arnarson. Björgvin Halldórsson og Egill Ólafsson sungu, ásamt kórnum Schola Cantorum. Fyrir athöfnina voru leikin lög er tengdust starfi Ró- berts sem leikara. Meðal líkmanna voru þrír fyrrver- andi þjóðleikhússtjórar, þeir Gísli, Stefán og Sveinn, ásamt Tinnu, núverandi þjóðleikhússtjóra. Morgunblaðið/Styrmir Kári Útför Róberts Arnfinnssonar leikara Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir aslaug@mbl.is „Ég rek fyrirtæki sem dreifir reikn- ingum rafrænt milli fyrirtækja og fyrir tveimur árum keypti Íslands- póstur sig inn í einn samkeppn- isaðila minn. Það er ekki eðlilegt að ríkisfyrirtæki eins og Íslandspóstur fari að stunda rafræna dreifingu á pósti, sem er óþarfi því það eru einkafyrirtæki fyrir hendi sem gera þetta í dag,“ segir Gunnar Bjarna- son sem skrifaði opið bréf til Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanrík- isráðherra í Morgunblaðinu í gær. Þar biður hann um að opinber rann- sókn fari fram á samkeppnisrekstri Íslandspósts svo sannreyna megi hvort fjármagn úr einkaleyfisrekstri Íslandspósts sé nýtt til að bera uppi tap á samkeppnisrekstrinum, þeim rekstri þar sem Íslandspóstur er í beinni samkeppni við önnur fyr- irtæki. „Ríkið á aðeins að vera í þjónustu sem ber sig ekki á einkamarkaði, en að koma inn á markað sem er þegar orðinn til og fyrirtæki byrjuð að vinna á er ekki í lagi,“ segir Gunnar en í bréfi hans tekur hann fram að hann telji margt benda til þess að Ís- landspóstur fjármagni rekstur sinn á samkeppnismarkaði með fjár- munum sem koma frá einkaleyf- ishluta rekstursins. Gunnar hefur verið boðaður á fund með Hönnu Birnu Kristjáns- dóttur til að ræða málið nánar. Anna Katrín Halldórsdóttir, fram- kvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Íslandspósts, segir að samkeppn- ishluti fyrirtækisins sé rekinn með tapi vegna þess að fyrirtækinu er skylt að dreifa bréfum og pökkum um allt land utan einkaréttar og óháð því hvort hagnaður eða tap er af þeirri þjónustu. „Hingað til hafa samkeppnisaðilar ekki séð hag í því að sinna þessari þjónustu nema að litlu leyti. Í þessu sambandi er mikilvægt að hafa í huga að verulegur viðbótarkostn- aður fylgir þeim kvöðum sem lagðar hafa verið á Íslandspóst á grundvelli þessarar skyldu,“ segir Anna Katrín og bætir við að samkeppnishluti póstþjónustunnar beri þannig kostn- að við dreifingu, sem skylt er að sinna en rekstrarlegar forsendur eru ekki fyrir. „Þeim kostnaði þarf hagnaður af einkarétti að standa undir.“ Krefst rannsóknar á sam- keppnisrekstri Íslandspósts  Íslandspóstur segir samkeppnishlutann rekinn með tapi Samkeppni » Íslandspóstur hefur einka- rétt á að fara með 50 gramma umslög. » Íslandspóstur hefur bæði einkaleyfis- og samkeppn- isrekstur. » Gunnar telur eðlilegt að aðskilja rekstur Íslandspósts. SÉRHÆFING Í VIÐHALDI GÓLFA Við sérhæfum okkur í slípun og olíuburði á sólpöllum, gerum gamla pallinn flottari en nýjan. Fjalirnar verða rennisléttar og timbrið nær aftur sínum náttúrulega lit. GERUM SÓLPALLINN EINS OG NÝJAN info@golfthjonustan.is | golfthjonustan.is S: 897 2225

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.