Morgunblaðið - 10.07.2013, Page 16

Morgunblaðið - 10.07.2013, Page 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2013 Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Thomson Reuters er hætt að veita hópi fjárfesta, sem greiddu fyrir, tveggja sekúndna forskot á aðra, til að sjá niðurstöður væntingarvísitölu sem University of Michigan vinnur eftir að yfirvöld í New York hófu að rannsaka málið. Thomson Reuters segir að það hafi tímabundið hætt að veita þessa þjónustu á meðan ríkissaksóknari í New York hafi málið til rannsóknar. Fyrirtækið segir að það standi í þeirri trú að það geti dreift með lög- legum hætti upplýsingum sem ríkið safni ekki saman og fréttum, sem aðrir eru ekki með, til viðskiptavina sinna. Það sé alþekkt að fyrirtæki sem selji upplýsingar keppi um að bjóða upp á fréttir eða efni sem aðr- ir séu ekki með, svo að viðskiptavinir þeirra geti tekið upplýstari ákvarð- anir í fjárfestingum. Þetta kemur fram í frétt The Wall Street Journal. Fjárfestar sem nýta sér þjón- ustuna eru vogunarsjóðir og þeir sem eiga í viðskiptum með hundr- uðir verðbréfa á hverjum degi með aðstoð tölva (e. high frequency trad- ing). Ábending starfsmanns Ríkissaksóknari fór að rannsaka málið eftir að fyrrverandi starfsmað- ur Thomson Reuters vakti athygli á málinu. Starfsmaðurinn segir að sér hafi verið vikið úr starfi í kjölfar ábendingarinnar og kærði fyrirtæk- ið. Rannsakað er hvort viðskiptin brutu í bága við Martin-lögin. Thomson Reuters greiddi 1,1 milljón dollara (140 milljónir króna) fyrir einkarétt á að dreifa vænting- arvísitölunni sem University of Mic- higan vinnur. Samkvæmt samning- um mátti fyrirtækið selja ákveðnum viðskiptavinum þá þjónustu að fá niðurstöðurnar í hendur tveimur sekúndum áður en gögnin yrðu gerð opinber. The Wall Street Journal kannaði viðskipti á markaði þann 15. mars, daginn sem Michigan University birti væntingavísitölu sína. Könnun- in leiddi í ljós að örfáum sekúndum áður en vísitalan var birt voru sjö milljónir bréfa á markaði skortseld. Með skortsölu eru fjárfestar að veðja á að bréfin muni lækka í verði. Fjárfestar veðjuðu á stuttar skortsölur á 1,624 mismunandi út- gefendur. Þegar vísitalan var gerð opinber kom í ljós að hún var nei- kvæðari en gert var ráð fyrir. Verð á yfir 85% þeirra lækkaði á innan við fimm mínútum. Það þýðir að fjárfestarnir hafi hagnast á stöðu- tökunni. Thomson Reuters rukkar fjár- festa fimm þúsund dollara á mánuði (634 þúsund) fyrir að fá að sjá nýju vísitöluna tveimur sekúndum á und- an öðrum auk þúsund dollara (127 þúsund) fyrir háhraða nettengingu. Háskólinn hefur áður sagt að þessi samningur greiði fyrir umstangið að halda utan um vísitöluna. Rannsaka tveggja sekúndna forskot  Ríkissaksóknari í New York rannsakar Thomson Reuters AFP Kauphöll Það virðist margborga sig að hafa snör handtök og hver sekúnda virðist skipta máli hjá sumum sem starfa á verðbréfamarkaði. Skortsala » Thomson Reuters seldi hópi fjárfesta þá þjónustu að fá tveggja sekúndna forskot á væntingavísitölu sem Univers- ity of Michigan vinnur. » Rannsókn Wall Street Jo- urnal leiddi í ljós umtalsverða skortsölu örfáum sekúndum áður en væntingavísitalan var birt, en það kom á óvart hve neikvæð hún var. » Með skortsölu geta fjár- festar veðjað á lækkun verð- bréfa. » Thomson Reuters rukkar fjárfesta fimm þúsund dollara á mánuði fyrir að fá að sjá nýju vísitöluna tveimur sekúndum á undan öðrum auk þúsund doll- ara fyrir háhraða nettengingu.                                         !"# $% " &'( )* '$* +,-.,/ +01.2 ++/.21 ,+.1-, ,3.24- +0.-55 +53.4 +.,41 +01.02 +-,.52 +,-.2/ +01./- ++/./, ,+.0,- ,3.-3- +0.-00 +53.1- +.,23- +00.4+ +-,.0 ,+/.2135 +,-.0/ +00.4, +,3.,1 ,+.0/ ,3.--- +0.145 +5+.+, +.,24, +00./1 +-5.,2 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Standard & Poor’s (S&P’s) hefur staðfest matið BBB- fyrir TM. End- urskoðun á matinu fór fram í kjöl- far þess að S&P’s gerði breytingar á matsreglum sínum fyrir trygg- ingafélög. Breytingarnar á matsreglum S&P’s fela það í meginatriðum í sér að gera matsþættina gagnsærri og skýrari, samkvæmt því sem fram kemur í fréttatilkynningu frá TM. „Nýjar matsreglur S&P’s taka líkt og áður tillit til sem flestra þátta í efnahag, rekstri og rekstr- arumhverfi vátryggingafélaga. Liður í því er að meta markaðinn og efnahagslíf þess lands sem við- komandi félög starfa í. Þannig er Ísland þrepi fyrir neðan miðl- ungsáhættu (e. intermediate risk) og fær einkunnina „moderate risk“. Þessi þáttur veg- ur í nýjum mats- reglum S&P’s meira en áður. Kjarnaeinkunn (e. anchor) TM er BBB sem er einu skori hærra en heildareinkunnin, en matseinkunn TM er dregin niður í BBB- vegna lánshæfismats íslenska ríkisins. Horfur TM eru sem fyrr metnar stöðugar,“ er m.a. haft eftir Sigurði Viðarssyni, forstjóra TM, í tilkynn- ingu. TM fær BBB- hjá S&P ● Á morgun fer fram útboð hjá Lánamálum ríkisins á ríkisvíxlum í flokkunum RIKV 13 1015 og RIKV 14 0115 sem eru með gjalddaga 15. október 2013 og 15. janúar 2014. Lánamál ríkisins áskilja sér rétt til að samþykkja öll tilboð sem berast, að hluta eða hafna þeim öllum. Lágmark hvers tilboðs er ein milljón króna að nafnvirði. Útboðinu verður þannig háttað að öll samþykkt tilboð bjóðast að- almiðlurum á sama verði. Lægsta samþykkta verð (hæsta ávöxt- unarkrafa) ræður söluverðinu, seg- ir í tilkynningu. Útboð á ríkisvíxlum hjá Lánamálum á morgun Þú færð GO walk skó í Skór.is, Kringlunni og Smáralind | Steinar Waage, Kringlunni og Smáralind | Intersport Lindum, Kópavogi | Skóhöllinni Firði, Hafnarfirði | Versl. Nína, Akranesi | Blómsturvellir, Hellisandi Hafnarbúðin, Ísafirði | Skóhúsið, Akureyri | Mössuskór, Akureyri Skóbúð Húsavíkur, Húsavík | Sentrum, Egilstöðum | Lónið, Höfn í Hornafirði | Skóbúð Selfoss, Selfossi | Axel Ó, Vestmanneyjum Skóbúðin, Keflavík GÆÐI - ENDING - ÁNÆGJA WWW.WEBER.ISWeber Q í ferðalagið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.