Morgunblaðið - 10.07.2013, Side 24

Morgunblaðið - 10.07.2013, Side 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2013 ✝ Rósa Björns-dóttir fæddist á Akureyri 11. októ- ber 1938. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 3. júlí 2013. Foreldrar henn- ar voru Snjólaug Hjörleifsdóttir, f. 1911 á Knapps- stöðum í Stíflu, d. 2001 og Björn Júl- íusson pípulagningameistari frá Syðra-Garðshorni í Svarf- aðardal, f. 1903, d. 1985. Systk- ini Rósu voru Jóhanna María, f. 1934, Hjörleifur Baldvin, f. 1937, d. 2009, Sigrún, f. 1940, Júlíus Jón, f. 1942, Jófríður, f. 1944, Daníel Björn, f. 1946, Árni, f. 1951 og Ólafur Örn, f. 1953. Hinn 5. desember 1959 giftist Rósa eftirlifandi eiginmanni sín- um Ármanni Sigurjónssyni frá Húsavík. Foreldrar hans voru Þórhalla Bjarnadóttir frá Húsa- vík, f. 1905, d. 1969, og Sigurjón Ármannsson frá Hraunkoti í Að- ur, f. 3. janúar 1966, kvæntur Agnieszku Ewu M. Ármannsson leiðbeinanda á leikskóla, f. 26. október 1971. Rósa gekk í skóla á Akureyri og lauk þar unglingaprófi 1953. Hún var í sveit í Svarfaðardal hjá föðurbróður sínum og einnig sem ung stúlka var hún kaupa- kona í Skagafirði og Húnavatns- sýslu. Hún vann um tíma á Hótel KEA, en fór síðan suður til Reykjavíkur og vann á dag- heimilum, fyrst á Grænuborg og síðar á Tjarnarborg. Á Húsavík vann Rósa á saumastofunni Fífu, í kaupfélaginu og í sundlauginni áður en hún hóf störf á leikskól- anum. Á Bestabæ var Rósa far- sæl í starfi og vann þar uns hún hætti störfum vegna veikinda. Rósa var í Kvenfélagi Húsavík- ur í áratugi, í Soroptim- istaklúbbnum og um tíma var hún í félagsmálanefnd bæjarins og í sóknarnefnd. Hún var í ára- raðir í bridgeklúbbi með vin- konum sínum og starfaði um tíma með AFS samtökunum. Miklum tíma varði Rósa í starf með AA og samtökum SÁÁ. Útför Rósu fer fram frá Húsa- víkurkirkju í dag, 10. júlí 2013, og hefst athöfnin kl. 14. aldal, f. 1896, d. 1958. Fyrstu hjúskap- arárin bjuggu Rósa og Ármann í Reykjavík þar sem þau kynntust en fluttu til Húsavíkur 1961 og hafa búið þar allar götur síð- an. Börn þeirra eru 1) Snjólaug, hjúkr- unarfræðingur, f. 10. september 1959, gift Ómari Friðrikssyni, blaðamanni, f. 1957, börn þeirra eru Vala, f. 1980, sambýlismaður Auðunn Lár Sverrisson, dóttir þeirra er Karítas, f. 2012, Rósa, f. 1988, sambýlismaður Hákon Pálsson, Bjarki, f. 1995. 2) Dóra, skóla- meistari, f. 3. maí 1964, gift Gunnlaugi Stefánssyni fram- kvæmdastjóra, f. 1963, synir þeirra eru Andri Birgisson f. 1982, Stefán B. Gunnlaugsson, f. 1985, hans sonur er Tristan Breiðfjörð, f. 2009, Ármann Örn, f. 1991, og Patrekur, f. 1995. 3) Sigurjón iðnverkamað- Í dag kveð ég móður mína elskulegu, Rósu Björnsdóttur, með miklum söknuði í hjarta en einnig með miklu þakklæti. Ég er þakklát fyrir allt sem hún kenndi mér og fyrir alla þá ást og umhyggju sem hún sýndi mér og mínum. Að eiga góða móður er gott. Að eiga yndislega móður er ómetanlegt. Ég var svo heppin að eiga yndislega móður. En þó að söknuðurinn sé mikill trúi ég því, og hugga mig við það að mömmu líði vel þar sem hún er nú, laus við veikindi og vanlíðan. Mamma var félagslynd og frændrækin. Vinir og frændfólk var ávallt velkomið og vel var tekið á móti öllum er til hennar leituðu. Ég man að mamma byrj- aði flest sín sumarfrí á því að baka, steikja fiskibollur og hrefnukjöt í raspi. Hún vildi eiga nóg í kistunni ef gesti bæri að garði. Mamma var réttsýn, trú sínu og æðrulaus í öllu og ekki síst síðustu árin í veikindum sínum. Ég var unglingur þegar mamma gaf mér á litlu spjaldi uppáhalds bænina sína. „Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til þess að greina þar á milli“ og oft ræddum við þessa bæn og það hvað hún er sönn. Mamma varði drjúgum tíma í AA og í starf með samtökum SÁÁ. Það gaf henni mikið og þeim tíma var vel varið. Mamma talaði aldrei illa um eða niður til nokkurs manns. Henni fannst svo mikilvægt að við manneskjurnar værum góðar hverjar við aðra og réttum hjálp- arhönd enda mátti hún ekkert aumt sjá og þoldi illa allt órétt- læti. Hún brýndi fyrir okkur af- komendum sínum að vera góðar manneskjur og orð Sókratesar „góðum manni getur ekkert grandað“ eiga vel við mömmu. Ég man þegar hún sagði við mig þegar ég var smástelpa að það væri ljótt að öfunda fólk, ég ætti að samgleðjast. Aldrei gleymi ég því þegar ég kornung og miður mín sagði mömmu að ég væri ófrísk. Þá tók hún utan um mig og sagði: „ja , Dóra mín, ef ekkert verra á eftir að koma fyrir þig í lífinu“. Ég hugsaði lítið um þessi orð þá, en seinna meir skildi ég merkingu þeirra og hef allar götur síðan fundist mamma svo mikil mann- eskja. Mamma hjálpaði mér mik- ið með frumburðinn minn en tók aldrei af mér ráðin og lét mig finna að ábyrgðin væri mín. Við bjuggum hjá foreldrum mínum, og Síó bróður, í tvö ár eftir að Andri fæddist og það voru ynd- isleg ár. Mamma hjálpaði okkur Gulla mikið með alla synina en þó mest með frumburðinn og hjá henni og pabba hefur Andri minn átt sitt annað heimili. Fyrir það er ég ævinlega þakklát og veit að þar fékk hann sitt besta veganesti. Samband foreldra minna var fallegt. Þau sýndu hvort öðru blíðu og virðingu og ég er þakk- lát fyrir að hafa alist upp í slíku umhverfi. Það á vel við um mömmu þegar sagt er að mamma er konan sem heldur í höndina á þér fyrstu árin en hjartað alla ævi. Ég þakka af alhug starfsfólki Heilbrigðistofnunar Þingeyinga. Kærar þakkir fyrir mömmu og kærar þakkir fyrir umhyggju og tillitssemi við okkur aðstandend- ur. Minningin um elskulega móð- ur mína mun lifa í hjarta mínu um ókomna tíð. Dóra Ármannsdóttir. Meira: mbl.is/minningar „Já, sæll vinur,“ sagði hún þegar hún varð þess vör að ég vitjaði hennar á sjúkrabeðinum. Þetta urðu hennar síðustu orð til mín. Röddin mild sem áður, þó að þrotin væri að kröftum. Viðmótið hlýtt, rétt eins og fyrir bráðum fjórum áratugum er ég kynntist þeim öðlingshjónum, Rósu og Ármanni, þegar leiðir okkar Lólu dóttur þeirra lágu saman. Rósa Björnsdóttir, tengda- móðir mín, lést eftir erfið veik- indi 3. júlí á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga. Við fráfall hennar er stórt skarð höggvið í raðir sam- heldinnar fjölskyldu og margt leitar á hugann. Rósa ólst upp í stórum systk- inahópi á Akureyri. Hlýja, glað- lyndi og jákvæðni eru eðliskostir í fari þeirra og æskuheimilinu var svo lýst í eftirmælum um Björn föður Rósu að þar var „bæði húsrými og hjartarými“. Slík lýsing getur allt eins átt við um heimili Rósu og Ármanns á Húsavík í meira en hálfa öld. Þau var alltaf gott heim að sækja, ávallt tilhlökkunarefni að fara norður, þar sem mætti okkur glaðværð og hlýr heimilisandi. Fjölda gesta bar þar að garði og öllum var tekið opnum örmum. Rósa kynntist eftirlifandi eig- inmanni sínum Ármanni Sigur- jónssyni í Reykjavík þar sem þau bjuggu fyrstu hjúskaparárin eða þangað til þau fluttu til Húsavík- ur. Það einkenndi alla tíð hjóna- bandið hvað þau voru samhent og samstiga og ástríkt samband á milli þeirra. Rósa vann við ýmis störf, þó lengst af og um árabil með börn- um á leikskólum. Hún tók virkan þátt í félagsstörfum á Húsavík og verkefnin voru oft vandasöm. Var hún m.a. um skeið í félags- málanefnd Húsavíkurbæjar og flesta daga önnum kafin í við- fangsefnum af ólíkasta tagi á meðan heilsa og starfsþrek leyfðu. Mörgum er hún minnis- stæð fyrir framlag sitt en færri vita að til hennar leituðu einnig margir sem áttu við erfiðleika að stríða og fengu ráð og stuðning Rósu, sem var að upplagi bæði ráðagóð og hjálpsöm. Á hugann leita minningar um margar góðar stundir sem við Lóla áttum með foreldrum henn- ar, ekki síst ef leiðin lá um slóðir ættmenna í Svarfaðardal, sem hún sýndi góða ræktarsemi. Rósa hafði yndi af tónlist, sér- staklega voru vel flutt sönglög henni hjartfólgin. Hún hafði mik- inn áhuga á þjóðmálum og fylgd- ist vel með. Skoðanir hennar skýrar og reistar á réttlætis- kennd og umhyggju en aldrei heyrði ég hana halla á nokkurn mann. Tengdamóðir mín lét sér alla tíð mjög annt um afkomend- urna og fylgdist með þeim af áhuga og alúð. Hún lagði sig einnig fram um að rækta tengslin við ættingja og vini frá fornu og nýju. Þó að sjúkdómsgangan yrði ströng síðustu árin tók Rósa því sem að höndum bar af æðruleysi. Við hlið hennar stóð Ármann eins og klettur og studdi hana og að- stoðaði í gegnum veikindin. Sár- astur harmur er að honum kveð- inn og afkomendunum en ljúfar minningar lýsa upp og lífsgildi Rósu fylgja ástvinum um ókomna tíð. Það var bjart yfir í návist Rósu. Hún bar með sér reisn, þokka og glæsileika. Var spaug- söm og glettin. Augun falleg og blíð. Nú þegar komið er að leið- arlokum er mér efst í huga þakk- læti fyrir ómetanleg kynni af vandaðri og hógværri konu. Ómar Friðriksson. Meira: mbl.is/minningar Það er ómögulegt að lýsa því með orðum hversu sárt það var að missa þig og hversu mikið við söknum þín. Við verðum ævin- lega þakklátir fyrir að hafa getað eytt síðustu dögunum með þér. Við viljum byrja á að þakka þér fyrir allar þær yndislegu stundir sem við áttum með þér allt frá því við vorum smápollar. Við munum alltaf muna eftir þér því þú varst þessi góða kona sem all- ir gátu treyst á þegar á reyndi. Þú varst mikill mannvinur og sérstaklega góð persóna. Við bræðurnir minnumst þess svo sterkt að þið afi töluðuð aldrei illa um annað fólk og dróguð allt- af kostina og það jákvæða fram í dagsljósið. Jafnvel þó að við hefð- um gert eitthvað af okkur urðuð þið afi aldrei reið. Það var alltaf til lausn og eitthvað til þess að læra af. Þú hugsaðir alltaf um þá sem minna máttu sín og gíróseðlar frá Rauða krossinum o.fl. sem lædd- ust inn um lúguna í Laugar- brekkunni voru ævinlega borg- aðir, vegna þess að þú vildir alltaf láta gott af þér leiða. Það var alltaf jafn ánægjulegt að fá að gista í Laugarbrekkunni hjá ykkur afa. Þið afi voruð alltaf með stöð 2 og þú varst alltaf tilbúin að vaka langt fram eftir með okkur og glápa á sjónvarpið. Sumar myndirnar voru kannski heldur flóknar fyrir okkur litlu strákana, en þú hafðir alltaf gam- an af því að útskýra atburða- rásina fyrir okkur. Stundum voru myndirnar óhugnanlegar og jafnvel bannaðar börnum (ekki segja mömmu) en við vorum sko sannarlega með lausn á því. Við fórum einfaldlega með bænirnar saman áður en við forum að sofa, og þá sofnaði maður alltaf vel. Á Þorláksmessu var og er hefð að skreppa til ykkar afa í Laug- arbrekku, skreyta jólatréð og hlusta á þig og mömmu syngja „Þorláksmessulagið“, sem við kunnum ekki ennþá. Við biðj- umst velvirðingar á því, amma. Við viðurkennum það fúslega að hápunktur Þorláksmessuhefðar- innar var að fá hina víðfrægu og heimsins bestu brúntertu. Brún- tertan var alltaf borin á borð á hátíðarstundum, og var engin há- tíð án brúntertunnar. Við skulum sjá til þess að mamma reyni sitt besta og nái að baka næstum jafn góða brúntertu. Hún verður bara að æfa sig vel. Þær eru svo margar stundirn- ar sem koma upp í hugann þegar við hugsum til baka, vegna þess að þú ert svo stór hluti af lífi okk- ar. Sólarlandaferðirnar, ferða- lögin um landið, þegar við vorum föst í óveðrinu rétt hjá Víðihlíð þar sem þú hvarfst inn í óveðrið til þess að pissa, allar ferðirnar í kartöflugarðinn í Mývatnssveit, ferðirnar í berjamó, lautin í hrauninu við skátahúsið, þær voru góðar lærissneiðarnar sem voru ævinlega grillaðar þar. Við gætum setið hérna í alla nótt og talið upp allar yndislegu stund- irnar með þér. Við lofum því að hugsa rosa- lega vel um afa Ármann fyrir þig og reyndar fyrir okkur öll. Við elskum þig, söknum þín og vilj- um þakka þér fyrir að vera besta amma í heimi. Andri, Ármann Örn og Patrekur. Elsku amma Rósa hefur kvatt þennan heim og minningarnar streyma fram í hugann. Það var alltaf svo gott að heimsækja ömmu og afa á Húsavík. Amma tók svo hlýlega á móti okkur og kallaði okkur alltaf blómin sín. Okkur eru minnisstæðar allar stundirnar þar sem við sátum við eldhúsborðið að spila eða leggja kapal. Þar áttum við margar góð- ar stundir saman og amma lum- aði alltaf á sögum og góðum ráð- um. Hún var full af heilræðum, jákvæðni og þolinmæði. Hún minnti okkur á að vera ekki alltaf að flýta okkur, frekar staldra við og njóta. Enda var hún sjálf mikil prjónakona og áttum við margar rólegar og góðar stundir yfir stærðarinnar púsluspilum. Það sem við minnumst helst þegar hugsað er til baka er öll þessi hlýja sem var ávallt frá ömmu Rósu og hvað faðmlögin hennar voru alltaf mjúk og góð. Hún var mjög gestrisin og það voru ævinlega gestir í heimsókn. Hún tók á móti öllum opnum örmum, og var öll af vilja gerð að aðstoða hvern sem var, hvort sem það voru góðvinir eða skipti- nemar sem dvöldu stutt á Húsa- vík, eða jafnvel ferðalangar sem þurftu að komast sína leið þegar þeir voru að ferðast um landið. Amma Rósa var algjör fé- lagsvera og átti marga vini. Okk- ur fannst eins og allir þekktu hana. Enda voru fleiri en við barnabörnin sem kölluðu ömmu „amma Rósa“. Lautarferðirnar með ömmu eru einnig minnis- stæðar. Amma var yfirleitt búin að smyrja nesti og með kaffi á brúsa og allt tilbúið fyrir laut- arferðirnar. Amma og afi voru alltaf svo sæt saman, svo innileg. Við nefndum það oft að okkur fannst þau vera eins og par í gamaldags bíómynd. Þau voru alltaf að knúsast, eins og þau væru unglingar. Þeirra samband hefur alltaf verið fyrirmynd okk- ar enda voru þau yfirleitt svo hamingjusöm. Amma hafði líka alltaf svo mikinn áhuga á því sem barnabörnin hennar voru að gera. Þegar við töluðumst við í síma spurði hún okkur spjörun- um úr og skildi svo vel plön okk- ar og drauma. Elsku besta amma okkar, við þökkum þér fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum, öll góðu ráðin og sögurnar, öll hlýju faðm- lögin. Við kveðjum þig með djúpri virðingu, þakklæti og jafn- framt miklum söknuði. Hvíl í friði, elsku amma, Þín barnabörn, Vala, Rósa og Bjarki. Rósa systir mín og bernsku- fyrirmynd mín er fallin frá eftir erfið veikindi og margra ára heilsubrest. Strax í æsku var hún vinsæl og vinamörg. Fríð, smart og glað- leg. Hún var mjög góð og lagin við okkur yngri systkini sín og hafði gaman af að syngja og dansa með yngstu bræðurna í fanginu. Við misstum hana þó fljótt suður til Reykjavíkur þar sem hún fór að vinna á dagheimilum. Sú vinna átti afar vel við hana enda vann hún við barnagæslu árum saman. Í Reykjavík kynntist Rósa fljótlega ungum pilti frá Húsavík, Ármanni Sigurjónssyni sem hún leit ekki af alla ævi né hann af henni. Ástríkara hjónaband er vandfundið. Þau fluttu til Húsa- víkur eftir nokkurra ára búsetu í Reykjavík og þar hafa þau búið síðan. Börnin þeirra Dóra og Sig- urjón búa þar líka með sínum fjölskyldum en Snjólaug sú elsta býr í Reykjavík ásamt sínu fólki. Rósa vann lengi á dagheimilinu en síðustu starfsárin hjá Sund- laug Húsavíkur. Gaman var að heimsækja þessi gestrisnu hjón. Alltaf allir velkomnir á þeirra fallega heim- ili Um miðjan júní síðastliðinn komum við sex ættingjar að sunnan til þeirra á fallegum sól- skinsdegi. Rósa var auðsjáan- lega mikið veik en naut heim- sóknarinnar. Hún hresstist smám saman og fór með okkur út til að fylgja gestum úr hlaði. Mikið var tekið af myndum, gantast, hlegið og kysst. Þau hjón og ýmsir afkomendur stóðu brosandi á stéttinni og veifuðu þegar við ókum úr hlaði. Þessa fallegu mynd geymi ég af Rósu systur ásamt mörgum öðrum góðum minningum. Elsku Ármann minn og fjöl- skylda. Megi góðar og fallegar minningar hjálpa ykkur á erfið- um tíma. Jófríður Björnsdóttir. Hún Rósa er dáin, vinkona okkar og ein af konunum í stór- fjölskyldunni. Þetta gerðist hratt og við sem höfðum ætlað okkur norður til að hitta hana látum nú minningarnar streyma. Minn- ingar um uppvöxtinn á Húsavík, minningar um fjölskylduna, um „þá bræður “, konur þeirra og börn. Þetta fólk var hluti af lífi okkar frá fæðingu, mótaði það umhverfi sem við ólumst upp í og hefur haft áhrif á börnin okkar. Ekki er sjálfgefið að samskipti í stórfjölskyldum séu góð, en þeg- ar svo er má gjarnan þakka það vænum manneskjum sem eru mannvinir, ræktarsamar og hafa einlægan áhuga á öðru fólki. Þannig manneskja var Rósa. Hún naut þess að umgangast fólk, hún hafði áhuga á börnum og fullorðnum, bar virðingu fyrir fólki óháð stétt og stöðu og var sannur vinur vina sinna. Fáir voru duglegri að hafa samband en Rósa og ekki minnumst við þess að hún hafi hallmælt nokkr- um manni. Já, það var einstak- lega notalegt að koma til hennar og Ármanns, þau tóku á móti fólki með hlýjan faðminn, opinn. Veitingarnar voru góðar hvenær sem bankað var upp á. Oft voru sagðar skemmtilegar sögur og brosað og hlegið en fyrst og fremst fundum við hjá þeim frið og ró og jákvætt viðhorf, sem hafði þau áhrif að við fórum æv- inlega frá þeim sem betri mann- eskjur. Rósa mundi afmælisdaga og fylgdist með hverjum og ein- um. Henni þótti undurvænt um barnabörnin sín og fjölskylduna og samskipti hennar og Ár- manns einkenndust af væntum- þykju og virðingu. Í gamni hefur verið haft á orði um „bræðurna“ og fjölskyldu þeirra að hún „kyssist í fimmta lið“ og oft höf- um við í stórfjölskyldunni rætt um það hve þeir eru og hafa ver- ið einstaklega hlýir og notalegir, opnir og skemmtilegir, með eða án munnhörpu. Eiginkonurnar, sem koma víða að, hafa allar bætt upp hópinn, hver með sína styrkleika, persónulega kosti og mismunandi „takta“ sem við höf- um notið að upplifa við ýmis tækifæri. Það er ríkidæmi að eiga góða stórfjölskyldu. Nú þegar Rósa er öll er ástæða til þess að þakka fyrir það og sam- skiptin og augnablikin fjölmörgu sem að baki eru. Margir sakna nú Rósu, ekki síst barnabörnin sem missa nú ömmu sem var sí- ung í anda og fylgdist spennt með öllu sem þau tóku sér fyrir hendur af einlægri athygli og virðingu. Börnin og barnabörnin bera Rósu gott vitni og til þeirra er og verður notalegt að koma. Hugur okkar er ekki síst hjá Ár- manni, sem hefur misst mikið. Við vonum að hann eigi eftir að fara með okkur í létthlaupandi göngur um hlíðar Húsavíkur- fjalls og upp að Botnsvatni eða taka hring á golfvellinum og slá á lær sér, taka í munnhörpuna og jafnvel lyfta fætinum. Ragnhildur, Ástvaldur og börn. Rósa Björnsdóttir ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, amma, dóttir, systir og tengdamóðir, ELÍSABET ÓLADÓTTIR, Suðurgötu 13, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum, Fossvogi, laugar- daginn 6. júlí. Útför hennar fer fram frá Víðistaðakirkju, Hafnarfirði, miðvikudaginn 17. júlí kl. 13.00. Jónas Sigurðsson, Arndís Jónasdóttir, Brynjar Þór Gestsson, Árný Jónasdóttir, Jón V. Guðmundsson, Óli Hrafn Jónasson, Brynjar Jónasson, Andri Jónasson, Ingibjörg J. Gunnlaugsdóttir, Karl Jóhann Jónsson, Guðbjörg K. Ingvarsdóttir, Guðrún Jóhannsdóttir, Þórarinn Kristjánsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.