Morgunblaðið - 10.07.2013, Síða 26

Morgunblaðið - 10.07.2013, Síða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2013 Elsku Hrafnhildur. Með þess- um fáeinu línum langar mig til að minnast þín. Ég kom í fjölskyld- una árið 1988 þegar við Steinar byrjuðum að vera saman og tók- ust þá þegar með okkur góð kynni. Það var alltaf gott að sækja þig heim, maður var alltaf velkominn. Á meðan þú bjóst í Sæviðarsundinu var þar oftast fullt af fólki og börnum enda vild- ir þú helst alltaf hafa alla fjöl- skylduna í kringum þig og var Sæviðarsundið aðalsamkomu- staðurinn. Ég tók strax eftir hversu natin og umhyggjusöm þú varst við mömmu þína og tengdamæður, þú ræktaðir þess- ar gömlu konur ákaflega vel í gegnum árin. Þetta er einmitt lýsandi fyrir þá persónu sem þú varst, þú settir alltaf aðra í for- gang og eftir að við Steinar eign- uðumst börnin okkar var ómet- anlegt að eiga þig að, alltaf hægt að stóla á þig ef við þurftum ein- hverja hjálp. Þú varst alltaf tilbú- in að skutla, passa, aðstoða við af- mælisveislur, taka til, maður gat beðið þig um hvað sem var. Krakkarnir okkar eru afar lánsöm að hafa átt ömmu eins og þig, barngóða með eindæmum. Þú hafðir í einlægni ákaflega gaman af barnabörnunum og varst virkur þátttakandi í lífi þeirra allt frá fæðingu. Það var gaman að heyra þig tala um barnabörnin, þau voru öll svo dugleg og umfram allt, öll svo óskaplega þæg og meðfærileg, alveg sama hversu óþekk þau voru! Í gegnum árin höfum við átt margar góðar stundir saman, innanlands sem utan. Árlegar ferðir okkar á Barðaströndina til Þórhildar frænku voru alltaf ótrúlega skemmtilegar og mun minningin um þessar ferðir alltaf vera mér kær. Komið er að leiðarlokum, of fljótt að mínu mati, enda varstu heilsuhraust alla ævi þar til í fyrrahaust er þú greindist með ólæknandi krabbamein. Veikind- um þínum tókstu af æðruleysi og þitt helsta áhyggjuefni var að þú værir byrði á öðrum enda hafðir þú alltaf verið í hlutverkinu að hjálpa öðrum. En ef einhver átti það skilið að vera hjúkrað og hjálpað þá varst það svo sannar- lega þú. Mér finnst ég hafa verið heppin að hafa átt jafn góða tengdamóður og þú varst, og er Hrafnhildur María Thoroddsen ✝ HrafnhildurMaría Thor- oddsen fæddist í Reykjavík 27. júlí 1935. Hún lést á líknardeild Land- spítalans 25. júní 2013. Útför Hrafnhild- ar fór fram frá Langholtskirkju 8. júlí 2013. ánægð með að hafa sagt þér það. Hvíl í friði. Þín tengdadóttir, Thelma. Elsku amma mín. Engin orð fá því lýst hversu góð og hlý manneskja þú varst. Þú ert fyrir- mynd mín og mig langar að líkj- ast þér. Þú varst ekki bara amma mín þú varst svo miklu meira. Þessi sterku bönd sem mynduð- ust okkar á milli í gegnum árin eru ólýsanleg og ég er afar þakk- lát fyrir að þú lékst þetta stórt hlutverk í lífi mínu. Sú mann- eskja sem ég er í dag á ég að miklu leyti þér að þakka. Elsku amma mín, þú máttir þola meira en margur annar, en stóðst alltaf upp, sterkari en áð- ur. Þú þekktir mig betur en aðrir, fannst á þér ef eitthvað var að og varst alltaf til staðar sama hvað á bjátaði. Ég er afar þakklát fyrir allar fallegu minningarnar um sam- veru okkar tveggja og Gunnars Arnar frænda míns. Við fórum gjarnan út að borða saman með það að markmiði að borða eins og við gátum í okkur látið. Að því búnu fórum við heim og horfðum á bíómynd. Ég vissi fátt skemmtilegra en að horfa á kvik- myndir með ykkur tveimur. Þú talaðir linnulaust á meðan Gunn- ar kaus þögnina í því augnamiði að einbeita sér að myndinni. Mér er minnisstætt þegar þú sóttir mig í Kringluna og ég sagðist hafa séð ljóta konu. Þú svaraðir rakleiðis: „Enginn er ljótur, Guðrún Anna, en menn geta verið misfallegir.“ Þetta sat í mér og síðan þá hef ég leitast við að dæma fólk ekki. Þú frædd- ir mig á því að enginn er alslæm- ur og allir hafa eitthvað gott til brunns að bera. Sjálfur þarf mað- ur að læra að setja sig í spor ann- arra til að skilja náungann betur og leggja rækt við það góða. Eftir að þú greindist með meinið var þróunin hröð. Fyrst þá áttaði ég mig á hvað við vorum í raun tengdar sterkum tilfinn- ingaböndum. Mig dreymdi þig gjarnan og í kjölfar veikinda þinna fór ég að finna fyrir sterk- um kvíða. Í návist þinni róaðist ég þó alltaf og leið betur. Þegar komið var nærri enda- lokunum treystir þú mér fyrir því að allt þitt líf hefðir þú leitast við að þóknast öðrum. Að þessu leyti taldir þú okkur líkar. Þú hvattir mig til að þóknast sjálfri mér fyrst og fremst, og þar með væri ég komin með forsendu til að þóknast öðrum. Þú trúðir á verndarengla og að öll ættum við einn sem passaði upp á okkur. Þú gafst mér fallega mynd af verndarengli sem nú prýðir nátt- borð mitt. Við sjúkdóminn illvíga barðist þú hetjulega. Mér þykir óendan- lega vænt um að þér tókst að lifa útskrift mína. Þú kvaddir tveim- ur dögum síðar. Ein síðasta minning mín um þig er þegar ég, þú og Soffía sátum í kirkjunni á líknardeildinni og héldumst í hendur. Þá varstu orðin mikið lasin, elsku amma. Ég hugga mig við að nú ert þú komin á betri stað og veit að þú verður minn besti og dyggasti verndarengill. Þú ert og verður mín fyrirmynd. Heilræðið þitt til mín og frændsystkina minna skömmu áður en þú kvaddir var: „Brosið og verið glöð.“ Það ætla ég mér að gera fyrir þig, elsku amma mín. Þín Guðrún Anna Atladóttir. Mér finnst ég varla heill né hálfur mað- ur og heldur ósjálfbjarga, því er ver. Ef værir þú hjá mér vildi ég glaður verða betri en ég er. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. (Vilhjálmur Vilhjálmsson) Elsku amma Baddý. Það er með söknuði sem við kveðjum þig. Það er sárt að geta ekki leng- ur heimsótt þig í Akralandið þar sem við spiluðum svo oft, horfð- um á myndir og í uppáhaldi voru Mr. Bean og Sound of Music. Þú varst alltaf svo góð við okkur og við vorum alltaf velkomin til þín. Nú ertu komin til himna og verða þar eflaust fagnaðarfundir með þeim sem fóru á undan þér, við biðjum að heilsa þeim. Við mun- um alltaf elska þig. Þín barnabörn, Anna Sigurrós, Sóley María og Viktor. Amma Baddý, eins og hún var jafnan kölluð, var fremur smá- vaxin kona, en með stórt hjarta. Hún var eitt sinn tengdamóðir mín, en alla tíð amma dóttur minnar og vinur minn. Amma Baddý var ein traustasta og besta manneskja sem ég hef á ævi minni kynnst. Það hafði verið ljóst í nokkurn tíma að framundan væri kveðju- stund. Slík vitneskja leiðir hug- ann oftar en áður að þeim sem kveðja skal, minningar eru rifj- aðar upp og samverustundirnar gefa enn meira af sér. Mér er efst í huga hversu vel amma Baddý reyndist stelpunni minni, henni Guðrúnu Önnu, alla tíð. Hún hafði ætíð tíma fyrir hana og var alltaf til staðar þegar á þurfti að halda. En hún var ann- að og meira en bara amma, þótt það hlutverk sé ekki léttvægt. Hún var líka vinur og félagi. Guð- rún Anna fór með ömmu sinni um landið og til útlanda. Þær horfðu á bíómyndir, spiluðu á spil, tóku ljósmyndir og skoðuðu og röbb- uðu saman eins og um vinkonur væri að ræða. Að eiga slíka ömmu er algjör guðsgjöf og ómetanlegt hverju barni. Við amma Baddý ræddum oft saman og voru umræðuefnin margvísleg, en oftar en ekki barst talið að dóttur minni. Við Baddý áttum það nefnilega sameiginlegt að vera ótrúlega montnar af henni og gátum rætt endalaust um hvað hún var að fást við hverju sinni og hvernig henni gekk í því sem hún tók sér fyrir hendur. Þessa nutu fleiri en við, því Baddý passaði alltaf upp á að gera ekki upp á milli barnabarnanna. Ef ég ætti að lýsa Baddý í einni setningu væri hún kona sem gaf af sér. Hún setti þarfir annarra í fyrsta sæti og ég man aldrei eftir því að hún hafi beðið um nokkurn skapaðan hlut fyrir sjálfa sig. Þrátt fyrir allar sínar raunir kvartaði hún ekki og hallmælti aldrei öðrum. Það er lýsandi fyrir hana að eitt sinn er ég sat hjá henni fársjúkri leit þar inn kona og fór að tala um að hún hefði ver- ið illa haldin af flensu. Eftir að konan kvaddi varð Baddý að orði eitthvað á þessa lund: „Aumingja konan, hún á ekki öll þessi börn og barnabörn til að hugsa um sig eins og ég. Við verðum að vera dugleg að veita henni hjálpar- hönd, skreppa út í búð fyrir hana og aðstoða að mætti.“ Kveðjustundin er vissulega sár en hún er líka óhjákvæmileg. Nú þegar hún er runnin upp er ég þakklát fyrir allar stundirnar sem við áttum saman og eftir sitja fjöl- margar fallegar minningar. Með gjörðum sínum gerði hún aðrar manneskjur betri og ég vona að eitthvað af því skili sér til mín þegar ég verð í hennar sporum sem amma. Kannski fer best á því að síð- ustu kveðjuorðin verði einkunnar- orðin sem amma Baddý gaf henni Guðrúnu Önnu þegar hún bað ömmu sína um veganesti til að taka með út í lífið. Þá sagði amma: „Guðrún mín, ég vil að þú brosir og verðir glöð.“ Ég sendi fjölskyldu Baddýjar mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Anna Hedvig. Kæra vinkona, mig langar að minnast þín. Þú hefur alltaf verið hluti af mínu lífi alveg frá því þú komst í Tjarnargötu 36 til að hitta mömmu þína þegar við vorum litl- ar stúlkur. Ég vissi ekkert um þig og var ekki hrifin þegar þú sagðir mér að Lilja mín væri mamma þín. Ég spurði mömmu þína hvora henni þætti vænna um og þá svar- aði hún „jafnt“. Ég var ánægð með þetta svar og eftir þetta vor- um við alltaf vinkonur. Frá hjarta mínu berst falleg rós, því lífið ég þurfti að kveðja. Í sorg og í gleði ég senda mun ljós, sem ykkur er ætlað að gleðja. (Höf. ók.) Börnum Baddýjar sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Bergljót Sveinsdóttir. Ég er ein af þessum heppnu. Í tæp 20 ár hef ég haft í mínu lífi öðlingsfólkið kennt við Stapa. Sigurður Sigurbergsson ✝ Sigurður Sig-urbergsson fæddist á Stapa í Hornafirði 6. apríl 1928. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands á Höfn 17. júní 2013. Útför Sigurðar fór fram frá Hafn- arkirkju 28. júní 2013. Finnst svo ótrúlega stutt síðan ég kom í fyrsta sinn austur á Hornafjörð til að hitta verðandi tengdaforeldra, Sigga og Völu. Nú er kominn tími til að kveðja Sigga, þennan mæta mann sem hafði í gegnum tíðina meiri áhrif á mig en mig gat grunað við fyrstu kynni. Hlýja, glens og gleði, brosmildi, greið- vikni og svo margt fleira kemur upp í huga mér á þessum tíma- mótum. Siggi var alltaf boðinn og búinn þegar á þurfti að halda, sá til þess að ég komst allra minna ferða ófrísk og fót- brotin, skutlaði mér hvert sem ég þurfti. Hugsaði um afastrák- inn sinn nokkurra mánaða gaml- an þegar foreldrarnir voru í vinnu og seinna þegar við bjuggum ekki í sama landshluta þá vílaði hann ekki fyrir sér að skutlast nokkur hundruð kíló- metra til að sækja eða skutla þessum afastrák sínum sem hef- ur verið tíður gestur í sveitinni sinni. Dóttir mín átti líka sinn stað hjá afa sínum sem þreyttist ekki við að spila fyrir hana á harm- onikku og kenna henni vísur. Þó blóðtengsl væru ekki til staðar þá gat hún ekki hugsað sér betri afa. Siggi þekkti landið sitt vel og fannst eðlilegt að fólk vissi hvar það væri statt. Mér lærðist því fljótt að þekkja hin ýmsu ör- nefni, ár og jökla að ég tali nú ekki um alla þessa sanda á akst- ursleið milli Hornafjarðar og Reykjavíkur, því þegar hann hringdi til að athuga hvernig gengi þá þótti mér betra að geta svarað hvar ég væri stödd. Siggi fylgdist alltaf með af áhuga og umhyggju hvernig gekk hjá mér hvað sem ferðalagið nefndist sem ég var á hverju sinni. Ég er svo sannarlega heppin að hafa kynnst Sigga og þó það sé mér þungbært að kveðja hann þá á ég margar góðar minningar til að halda á lofti. Elsku Vala, Bibba, Día, Halli, Lauga, Hulda, Haukurinn minn og ástvinir allir, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Sædís Guðný Hilmarsdóttir. Amma mín, Guðrún Sigurveig Þórðardóttir húsfreyja, fæddist 28. maí 1918, frostaveturinn mikla. Þegar ég „gúglaði“ hana var þetta það eina sem kom upp ásamt því að hún var gift Valent- ine Skowronski, matreiðslu- manni á Keflavíkurflugvelli. Fyr- ir okkur sem þekktum hana var hún fyrst og fremst svo ótrúlega góð, hugulsöm og bjartsýn. Ég gæti talið upp endalausar sögur af Mánagötunni; rækjusamlok- um, Þristinum og veiðiferðum í Straumana en í hnotskurn var hún einmitt þetta – alltaf að hugsa um að aðrir hefðu það gott og væru að gera sitt besta. Hún var óvenjulega góð kona og okk- ur hinum til fyrirmyndar. Ég veit að afi er feginn að vera búinn að fá hana loksins til sín og hún loks- ins að hitta hann aftur. Hennar verður sárt saknað. Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý og hógvær göfgi svipnum í. Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt og hugardjúpið bjart og stillt. (Jóhannes úr Kötlum) Guðrún Helga Skowronski. Guðrún Sigurveig Þórðardóttir Skowronski ✝ Guðrún Sig-urveig Þórðar- dóttir Skowronski fæddist í Reykjavík 28. maí 1918. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 21. júní 2013. Útför Guðrúnar var gerð frá Ás- kirkju í Reykjavík 27. júní 2013. Það var fyrir 14 árum að ég var kynntur fyrir Guð- rúnu af tilvonandi eiginkonu minni. Tók hún mér ákaf- lega vel og var ætíð gott samband milli okkar og minnar fjölskyldu. Hún var sérstaklega glað- lynd og hlý í allri framgöngu, talaði vel um alla, var alltaf bjartsýn og talaði um hve gaman væri að lifa. Þrátt fyrir áföllin sem hún þurfti að ganga í gegn um undanfarin ár, þar sem hún missti niður tal- færnina, lét hún aldrei deigan síga, fór í skóla til að læra aftur að tala og bjarga sér og gekk það undur vel. Gaman var þegar við mættum í 95 ára afmælið hennar nýverið en þar voru samankomn- ir ættingjar og vinir og naut hún þess vel. Móðir mín, sem er einn- ig 95 ára, var í hvíldarinnlögn á Hrafnistu þar sem Guðrún dvaldi og áttu þær góðar stundir sam- an. Yngsta dóttir Guðrúnar, Jane, sú eina af börnunum sem býr hér á landi, hefur reynst móður sinni ákaflega vel í öllum hennar veikindum. Ég þakka Guðrúnu öll góð kynni og vænt- umþykju í garð okkar og færi henni kveðju móður minnar og okkar allra. Ég votta börnum hennar, Henry, Siggu, Systu, Teklu og Jane, og afkomendum öllum mína dýpstu samúð. Guð varðveiti minningu hennar, hún var ævintýri líkust. Þorlákur Ásgeir Pétursson. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGUNN ÓSK SIGURÐARDÓTTIR, Efra-Hvoli, lést fimmtudaginn 27. júní á Dvalarheimilinu Lundi, Hellu. Útför hennar fer fram frá Stórólfshvolskirkju föstudaginn 12. júlí kl. 15.00. Ragnheiður Sigrún Pálsdóttir, Þórir Yngvi Snorrason, Helga Björg Pálsdóttir, Guðmundur Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, ÓLAFUR GÍSLASON, til heimils Sléttahrauni 25, lést á Landspítalanum, Fossvogi, mánudaginn 8. júlí. Fjóla Bótólfsdóttir, Hafdís Ólafsdóttir, Aðalsteinn Einarsson, Margrét Hrefna Guðmundsdóttir, Sigurður Aðalsteinsson Magnea Ingibjörg Ólafsdóttir, Ásta Benía Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, LEIFUR ÞÓR ÁGÚSTSSON, Mávahlíð, Fróðárhreppi, lést á dvalarheimilinu Jaðri, Ólafsvík, sunnudaginn 7. júlí. Verður jarðsunginn frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 13. júlí kl. 14.00. Hulda Maggý Magnúsdóttir, María Leifsdóttir, Gunnar Ólafur Sigmarsson, Ágúst Óli Leifsson, Íris Björk Aðalsteinsdóttir, Herdís Leifsdóttir, Emil Freyr Emilsson, Magnús Már Leifsson, Erla Guðmundsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.