Morgunblaðið - 10.07.2013, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 10.07.2013, Qupperneq 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2013 ✝ Ingibjörg Páls-dóttir, hús- freyja og innan- hússhönnuður, fæddist á Eskifirði 9. desember 1927. Hún lést 25. júní 2013. Foreldrar henn- ar voru Sigríður Pétursdóttir, hús- móðir frá Eydölum í Breiðdal, f. 1902, d. 1987 og Páll Magnússon, lög- fræðingur frá Vallanesi, f. 1981, d. 1985. Bræður hennar eru Pétur, f. 1926, d. 2007, verk- fræðingur, eiginkona hans Birna Ásgerður Björnsdóttir, f. 1926, húsfreyja og Magnús, f. 1929, myndlistarmaður, fyrrum eigink. Anna Sigríður Gunn- arsdóttir, f. 1929, ritari og eig- ink. Frances Mary Cowan, f. 1947, læknir. Eiginmaður Ingibjargar var Þorgrímur Tómasson, fram- kvæmdastjóri og iðnrekandi í Reykjavík, f. 1924, d. 1972. Systir Þorgríms var Guðrún, f. 1918, d. 2000, húsfreyja, eig- inmaður Þorvaldur Þorsteins- son, f. 1917, d. 1998, framkvæmdastj., bróðir Þor- gríms er Tómas Á. Tómasson, f. 1929, fyrrv. sendiherra, fyrrum kerfisfræðingur. Eiginkona Guðrún Erla Gunnarsdóttir, f. 1964, aðfangastjóri, synir þeirra eru Þorgrímur Sólon, f. 1991, nemi og Torfi, f. 1998, nemi. Ingibjörg fluttist til Reykja- víkur ung að aldri. Hún var gagnfræðingur frá Ingimars- skólanum í Reykjavík en fór að því loknu á kvenna- og versl- unarskóla til London. Heim- komin starfaði hún hjá Útvegs- bankanum og Símanum, en varð síðan ein af fyrstu flugfreyjum Loftleiða. Á hjónabandsárum sínum var Ingibjörg heimavinn- andi húsmóðir. Þau hjónin bjuggu framan af í Bröttugötu 6 ásamt móður Þorgríms, Guð- rúnu Þorgrímsdóttur, en byggðu sér síðan einbýlishúsið Hamar í Skerjafirði. Eftir frá- fall eiginmannsins lauk Ingi- björg byggingaframkvæmdum sem Þorgrímur hafði hafið á Grensásvegi 12 og byggði sér einbýlishús í Skildinganesi 33. Að því loknu aflaði hún sér frekari menntunar við Insbold School of Interior Design í London. Hún innréttaði eigin íbúð í nýbyggingu á Þorragötu 5 og bjó þar síðustu 17 árin. Hún var virkur þátttakandi í störfum Hringsins og Svöl- unum, félagi fyrrverandi flug- freyja, um árabil og starfaði sjálfstætt við innanhússhönnun og innflutning henni tengdri í Reykjavík í um tuttugu ár. Útför Ingibjargar fór fram í kyrrþey 2. júlí 2013. eigink. Heba Jóns- dóttir, f. 1933, d. 1992 og eiginkona Hjördís Gunn- arsdóttir, f. 1944, sendiráðsfulltrúi. Börn Þorgríms og Ingibjargar eru þrjú. Þórunn Sig- ríður, f. 1951, leik- mynda- og sýninga- höfundur. Fyrrum eiginm. Jón Ásgeir Sigurðsson fjölmiðlafræðingur, f. 1942, d. 2007, sonur þeirra er Þorgrímur Darri Jónsson, f. 1974, viðskiptafræðingur, sam- býliskona Karen M. Sívertssen, f. 1988, nemi. Sonur Þorgríms D. er Tómas Zoëga, f. 2010. Fyrrum eiginmaður Sigurður Harðarson arkitekt, f. 1946, dóttir þeirra er Ingibjörg Jara Sigurðardóttir, f. 1984, mynd- listarnemi. Guðrún, f. 1954, einkaritari. Fyrrum eiginmaður Einar J. E. Blandon, f. 1943, d. 2002, forstj., sonur þeirra er Úlfur, f. 1979, viðskiptafr., sam- býliskona Karen Sturludóttir, f. 1989 nemi, sonur þeirra er Benjamín Birgir, f. 2012. Fyrr- um sambýlismaður Sigurður Haraldsson, f. 1953, forstj., son- ur þeirra er Tómas, f. 1989, nemi. Þorgrímur Páll, f. 1960, „Nei! Skotta mín! Ert þetta þú?“ Frú amma Ingibjörg í Skild- inganesi þrjátíu og þrjú byggði okkur öllum svo fallegt bú, og hjá henni vildum við barnabörnin helst vera öllum stundum. Í minningunni lifir húsið henn- ar ömmu í Skildinganesi sem hálfgerð ævintýrahöll. Þar glitr- aði allt, var svo bjart og fallegt á litinn og ég passaði mig ógurlega að skemma ekki neitt. Þar var hægt að finna sér ótal felustaði og ókönnuð svæði og amma dekraði ógurlega við okkur öll. Hjá henni var alltaf til það að borða sem maður helst vildi; hjá undirritaðri var það kókópöffsið sem heillaði mest, með ískaldri nýmjólk úr stóra græna ameríska ísskápn- um. Darri bróðir fékk að bæta um betur, hann hellti rjóma og sykri út á sitt kókópöffs og þessa sykurlöngun skildi amma manna best, henni fannst kaffið sitt líka best með rjóma og sykri, mjög miklum sykri. Langafi Páll var svo víst eins og drakk sitt malt með sykurmolum í! Amma naut þess að lifa lífinu, nýtti það til fulls og deildi því með fólkinu sínu. Henni fannst gott að borða góðan mat og fannst óg- urlega skemmtilegt að fá leið- sögn Dodda Palla og Guðrúnar um bestu vínin. Hún útbjó falleg- ar veislur með öllu tilheyrandi og þreyttist seint á að kenna okkur bestu borðsiði og strákunum herramannahátt. Hún vildi að við værum öll einmitt eins og við er- um, en hún hafði samt metnað fyrir okkar hönd og vildi að við gerðum okkar allra besta. Amma var ofsalega skemmti- leg og hafði húmor fyrir sjálfri sér og lífinu, hún var beinskeytt á köflum og gat skotið ansi föstum skotum. Jón skyldi ekki kallaður annað en kerlingadraugur og grænmeti var ómögulegt nema það væri steikt upp úr smjöri; „Vítamín! Oj!“ sagði hún þá og glotti út í annað. Ég mun minnast ömmu minn- ar á fögrum sumarkvöldum í bú- staðnum sem hún nefndi Fyrir- höfn og þegar ég heyri Börbru Streisand eða Frank Sinatra á fóninum. Ég held hún muni hvísla því að mér áfram að njóta lífsins, dansa af mér skóna þegar það er í boði, eiga fegurstu blómin í garð- inum, elska heitt og ef ég eigi leið um London, að fá mér Pina Co- lada á Inn on the Park. Sjáumst seinna! Ingibjörg Jara Sigurðardóttir. Nú ríkir kyrrð í djúpum dal, þótt duni foss í gljúfrasal, í hreiðrum fuglar hvíla rótt, þeir hafa boðið góða nótt. Nú saman leggja blómin blöð, er breiddu faðm mót sólu glöð, í brekkum fjalla hvíla hljótt, þau hafa boðið góða nótt. Nú hverfur sól við segulskaut og signir geisli hæð og laut, en aftanskinið hverfur fljótt, það hefur boðið góða nótt. (Magnús Gíslason) Með þakklæti í huga kveð ég tengdamóður mína Ingibjörgu Pálsdóttur. Jákvæð og einlæg að- dáun á börnum, barnabörnum og tengdabörnum var fölskvalaus og einkenndi okkar samskipti. Þakka ég fyrir hlýtt viðmót alla tíð. Minningar um góða ömmu munu fylgja sonum okkar um ókomin ár. Minning hennar lifir. Guðrún Gunnarsdóttir. Þegar Ingibjörg var sjö ára fluttist fjölskyldan til Reykjavík- ur. Bjuggu þau þá fyrst á Ljós- vallagötu, síðar í Setbergi við Hafnarfjörð, en lengst af á Jaðri í Laugarnesi sem í þá daga var töluvert utan við meginbyggð Reykjavíkur. Þar undu systkinin við leik og störf. Sund var iðkað af kappi með sundfélaginu Ægi og gat Ingibjörg sér gott orð sem sundkona. Eftir gagnfræðapróf dvaldi hún um eins árs skeið í London við nám. Eftir heimkom- una starfaði hún um skeið á Landsímanum en síðar sem flug- freyja. Þorgrímur Tómasson, maður Ingibjargar, var athafnamaður í Reykjavík. Hann rak þar herra- fataverslanir, saumastofur og fleiri fyrirtæki. Ingibjörg og Þor- grímur byggðu sér glæsilegt hús á fallegum stað í Skerjafirði. Þangað komum við systkinin oft og þótti mikið til koma. Stofan var með stórum gluggum niður að sjónum, og með miklum arni. Þar mátti ætíð treysta á að mæta hlýlegu viðmóti, góðum mat og gestrisni. Það sem einkenndi Ingibjörgu öðru fremur var hversu traust og umhyggjusöm manneskja hún var. Hún var ekki einungis sínum eigin börnum stoð, stytta og hvatning, heldur náði hjálpsemi hennar einnig til okkar systkin- anna. Fyrir kom að eitthvert okk- ar vantaði vinnu part úr sumri, eða íbúð á leigu fyrir lítið. Þá var Ingibjörg alltaf til með að hlaupa undir bagga og var slíkt iðulega gert óumbeðið, svo að maður gerði sér jafnvel ekki grein fyrir því fyrr en eftir á að verið var að leggja eitthvað á sig til að hjálpa manni. Ingibjörg hafði alla tíð mikinn áhuga á að halda umhverfi sínu fallegu og fórst það vel úr hendi. Eftir að Þorgrímur maður henn- ar dó árið 1972 tók hún til hend- inni af sínum venjulega dugnaði og atorkusemi. Í stað þess að láta mótlætið sliga sig seldi hún einbýlishúsið stóra, og byggði sér nýtt hinum megin götunnar. Hún tók sig upp og hélt til Lond- on til náms í innanhússhönnun. Þar má segja að Ingibjörg hafi fundið sér iðju við hæfi. Áhugi hennar á hönnun og útliti íbúðar- húsnæðis fékk nú virkilega að njóta sín, og hún hellti sér af ein- beitni út í verkefnið. Við þetta starfaði hún síðan og hannaði ásýnd fjölmargra húsa og íbúða innanveggja. Hún flutti sjálf inn það sem til þurfti ef það fékkst ekki hér á landi. Seinna seldi Ingibjörg húsið sitt og flutti í þægilega íbúð við Þorragötu. Þar bjó hún þar til fyrir viku síð- an er hún kvaddi börn og barna- börn og hélt af stað í langt ferða- lag. Ingibjörg stóð eins og klettur sem allir gátu leitað skjóls hjá. Öldruðum foreldrum sínum sinnti hún af natni. Hún bar sig með reisn og ákveðinni tign svo eftir var tekið, en var um leið auð- mjúk og umburðarlynd mann- eskja. Frændsystkini okkar, Þórunn Sigríður, Guðrún og Þorgrímur Páll eru nálægt okkur Magnúsar- börnum í aldri og hafa tengst okkur mikið í gegnum tíðina. Þó ekki hafi verið um dagleg sam- skipti að ræða eru alltaf til staðar tengsl, virðing og hlýja sem við metum mikils. Þeim, sem og börnum og barnabörnum, vottum við okkar innilegustu samúð. Páll, Tumi, Pétur, Guttormur og Sigurveig Magnúsarbörn. Blessuð sólin elskar allt, var það sem ég hugsaði þegar ég frétti fráfall Ingibjargar Páls- dóttur. Líklega af því hversu fagnandi hún tók manni alltaf þegar við hittumst. Alltaf hafði hún líka brennandi áhuga á því sem verið var að bralla þá og þá stundina, sem og hvar fólkið manns væri á vegi statt. Og eftirlátari ömmu barna- barnanna sinna hef ég sjaldan horft upp á, og öfundaði þau satt að segja af hennar öláta og fag- urbúna skjóli. Mig langar að þakka henni samfylgdina, og fyr- ir vinkonu mína Þórunni og henn- ar börn. Guðrún S. Gísladóttir. Ingibjörg Pálsdóttir ✝ Ólöf BirgittaÁsgeirsdóttir fæddist í Keflavík 18. maí 1947. Hún andaðist á Landspít- alanum í Fossvogi 2. júlí 2013. Foreldrar hennar voru Guðrún Katrín Jónína Ólafsdóttir, f. 9. október 1925, d. 25. nóvember 2010 og Ásgeir Einarsson, f. 4 maí 1923, d. 28. des. 2011. Systkini hennar eru Guðrún, f. 1945, Ása Margrét, f. 1948, Auður, f. 1949, Hulda, f. 1951, Ólafur, f. 1953, Ásgeir, f. 1955, og Svafa, f. 1956. Einnig átti hún tvær hálf- systur, þær Hjördísi og Herborgu. Börn Ólafar eru Ása Jóna Helgadóttir. f. 1971, Svafar V. Helgason. f. 1972 og Birgitta Björns- dóttir, f. 1978. Ólöf ólst upp í Keflavík og gekk þar í barna- og gagnfræðaskólann. Um tvítugt fluttist hún til Bandaríkj- anna þar sem hún bjó í átta ár. Síðan flutti hún aftur til Ís- lands og bjó í Reykjavík mestalla ævi, fyrir utan síðustu þrjú árin. Hún vann við verslunar- og skrifstofustörf mest- alla sína starfsævi. Síðustu tvö ár- in bjó hún með Þórarni Eyjólfs- syni á Efstaleiti í Keflavík. Útför Ólafar fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, 10. júlí 2013, kl. 13. Hún elsku móðir okkar var ein- stök. Við höfum alltaf vitað það og vitað að við værum heppin að eiga hana að. Hún hugsaði alltaf um alla aðra áður en hún hugsaði um sjálfa sig. Hún hjálpaði ávallt þeim sem hún vissi að ættu erfitt, og reyndi að kenna okkur það sama. Hún var þekkt fyrir það að láta sér annt um fólk og hlustaði alltaf á raunir annarra. Hún kenndi okkur að ávallt reyna að gera okk- ar besta og að best bæri að horfa til lífsins með bros á vör. Einnig var hún mamma rosalega barngóð og löðuðust börn að henni. Ég man að sem barn þá fór þetta í taugarnar á okkur, því þetta var mamma okkar, ekki þeirra, en með aldri og þroska skildum við hversu mikinn kærleik og hlýju mamma hafði að gefa og var þá enginn undanskilinn. Við horfðum upp til þín sem börn og seinna sem fullorðnir ein- staklingar, og það hefur gefið okk- ur meira en orð fá lýst og orðið að því veganesti sem við búum að í dag. Það er fyrir tilstilli þitt að við skiljum fegurðina og styrkinn sem er á bak við það að vera móðir. Sú ást sem í mér býr í hjarta mínu kennd, af móður hjarta hlýju með kærleika og blíðu frá Guði móðir mér send. Ávallt minn helsti klettur hæst af öðrum ber, móðir mín kæra móðir býrð ætíð í hjarta mér. Birgitta, Svafar og Björn. Hún elskuleg systir okkar, Ólöf Birgitta, er látin aðeins 66 ára að aldri. Það er með trega sem við systkinin kveðjum hana í dag eftir erfið veikindi. Hún var önnur í röð átta systk- ina og þurfti þar af leiðandi að hjálpa til við að gæta yngri systk- ina sinna og hjálpa til við heim- ilisstörfin. Hún var ekki bara syst- ir, heldur líka vinur systkina sinna. Hún var kraftmikil og fjörug alla tíð og þurfti alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni. Hún átti stóran hóp vinkvenna þar sem mikið var brallað. Við systkinin eigum öll skemmtilegar minningar um hana systur okkar. Hún var hvorki sjálfselsk né nísk og var alltaf tilbúin að deila því sem hún átti með öðrum. Þegar hún fékk þau fríðindi að hafa húslyk- il, sem þótti stórtíðindi á heim- ilinu, deildi hún lyklinum með Ásu systur sinni sem týndi lykl- inum samdægurs. Þetta varð til þess að Óla missti fríðindin. Óla og Gunna tengdust sterkum vin- áttuböndum strax sem litlar stúlkur. Áður en þær fóru að sofa á kvöldin struku þær ávallt hvor annarri um kollinn. Hún bar mikla umhyggju fyrir yngri systkinum sínum sem barn og unglingur og minnumst við hennar sem börn sérstaklega fyrir þá gleði sem var í kringum hana. Árið 1967 flutti Óla til Band- ríkjanna og bjó þar í 8 ár. Þar lærði hún að meta bandaríska kántrítónlist sem hún elskaði alla ævi. Þegar við systkinin komum saman á góðum stundum var dásamlegt að sjá Ólu njóta þess að syngja með því hún kunni alla texta. Hún var stórglæsileg kona – há og dökk yfirlitum. Hún var hrókur alls fagnaðar þar sem hún kom og það var alltaf stutt í hlátur, glens og gaman. Hún var sögumann- eskja mikil eins og móðurfólkið hennar og gat snúið mörgum at- vikum upp í skemmtilegt grín með samhliða hlátri og sköllum. Hún var einstaklega mannglögg og vissi hverra manna flestir Keflvík- ingar voru. Hún var einstaklega ósérhlífin í vinnu og bar mikla um- hyggju fyrir þeim sem minna máttu sín. Lífið var ekki alltaf einfalt og auðvelt, en hún náði alltaf að finna einhvern flöt á lífinu sem hún gat búið við. Síðustu tvö árin bjó hún með góðum manni sem studdi við hana í veikindum hennar þar til yfir lauk. Við kveðjum elskulega systur okkar með ljóði sem faðir okkar orti: Áköllun: Það svíður í sárin Guð minn taktu burt tárin Guð minn láttu mig lifa Guð minn gefðu mér gleðina Guð minn Elsku Birgitta, Svavar, Bjössi og Doddi, við systkinin sendum ykkur okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Guðrún, Ása, Auður, Hulda, Ólafur, Ásgeir og Svafa. Ólöf B. Ásgeirsdóttir ✝ Ástkær eiginkonan mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRA SIGRÚN GUNNARSDÓTTIR blómaskreytingameistari, sem varð bráðkvödd að heimili sínu laugar- daginn 29. júní verður jarðsungin frá Grafar- vogskirkju fimmtudaginn 11. júlí kl. 13.00. Eggert Ólafsson, Guðrún Eggertsdóttir, Jón ViðarÓskarsson, Kristín Eggertsdóttir, Kjartan Flosason, Stella Bára Eggertsdóttir, Gunnar Þór Eggertsson, Stephenie Surby, Sigrún Eggertsdóttir, Ólöf Dröfn Eggertsdóttir, Adam Drennan, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og stuðning við andlát okkar ástkæra HERMANNS GUNNARSSONAR, Rauðási 21. Sérstakar þakkir viljum við færa þeim fjölmörgu sem komu að útförinni og undirbúningi hennar, sr. Pálma Matthíassyni, Agli Eðvarðssyni, tónlistarfólki og tækni- mönnum, FÍGP og Valsmönnum öllum. Kærleikskveðjur til ykkar allra. Aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.