Morgunblaðið - 10.07.2013, Síða 28

Morgunblaðið - 10.07.2013, Síða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2013 Elsku Óli tvíbura- bróðir minn er lát- inn. Við Óli komum í heiminn mán- uði fyrir tímann – agnarsmá ekki nema 15 merkur samanlagt. Oft var gantast með það að Óla hafi legið svo mikið á að hann hafi ýtt mér út til að komast sem fyrst í heiminn til að láta til sín taka og gott af sér leiða. Hann var alltaf mjög fróðleiks- fús og afburðanemandi. Meðal annars leiðrétti hann foreldra sína við lestur aðeins 4 ára gamall, leið- beindi kennurum sínum í grunn- skóla, sendi bréfin frá mér leiðrétt til baka og fór í gegnum lögfræði eins og að drekka vatn á meðan hann skoppaði boltanum í körf- una. Ég verð alltaf stolt af Óla bróð- ur mínum. Leiðtogahæfileikar og sterk réttlætiskennd einkenndu hann. Óli bjó yfir miklum fram- kvæmdakrafti og dugnaði, hann var reglusamur, ábyrgðarfullur, áhugasamur, skipulagður og ekki vantaði gamansemina og stríðn- ina, allavega meðal okkar í fjöl- skyldunni. Þessir hæfileikar reyndust honum vel í því viðamikla starfi sem hann síðar tók sér fyrir hend- ur. Mér finnst stórkostlegt hve mikið forvarnarstarf fólst í störf- um Óla á vegum íþróttahreyfing- anna, sem formaður KKÍ, forseti ÍSÍ og sem forseti FIBA Europe. Söknuðurinn eftir góðum dreng og góðri fyrirmynd er mikill, en minning hans lifir áfram og verð- ur hvatning til íþróttaiðkunar fyr- ir komandi kynslóðir í minningar- sjóði sem Íþrótta- og ólympíusamband Íslands hefur stofnað í nafni hans. Síðasta kveðjustundin okkar var yndisleg. Við áttum saman 50 ára afmælishelgi í faðmi fjöl- skyldu og ættingja. Þegar ég hélt Ólafur E. Rafnsson ✝ Ólafur E.Rafnsson fædd- ist í Hafnarfirði 7. apríl 1963. Hann varð bráðkvaddur í Sviss 19. júní 2013. Útför Ólafs var gerð frá Hallgríms- kirkju 4. júlí 2013. mína veislu var af- mælissöngurinn sunginn tvisvar okk- ur báðum til heiðurs. Og á afmælisdaginn sjálfan 7. apríl kom- um við saman í dög- urð og þá ákváðu Gerður og börnin að koma Óla á óvart með því að bjóða for- eldrum og systkin- um hans út að borða á flottan veitingastað – í stíl við Ólaf E. Þetta kvöld áttum við saman góðar stundir og ekki vantaði grínið og glensið. Meðal annars voru rifjuð upp gömul bernsku- brek, spjallað um lífið og tilveruna og metist um hver ætti mest í Óla. Þetta kvöld var hann uppá sitt besta og verð ég ævinlega þakklát fyrir að eiga minninguna um þessa frábæru stund með honum og fjölskyldunni. Elsku Gerður mágkona, Auður Íris, Sigurður Eðvarð og Sigrún, Sigþór bróðir og mamma og pabbi, Guð gefi okkur öllum styrk til að takast á við sorgina. Elísabet Rafnsdóttir. Leiðir okkar Óla skárust, þegar ég flutti á Smyrlahraunið í Hafn- arfirði og upphófst strax með okk- ur góð og mikil vinátta. Átta ára gengum við Systa, Óli og Elísabet saman yfir hraunið í Víðistaða- skóla. Þegar skóla lauk voru heimili okkar sem eitt, við lékum okkur nær alla daga, tíndum ána- maðka sem við seldum með „stór- hagnaði“, skrifuðum niður bíl- númer á Reykjavíkurveginum, í keppni auðvitað, við strákarnir á móti stelpunum, og margt annað skemmtilegt. Við gengum á milli heimilanna eins og okkur datt í hug og áttum heima á báðum stöð- um. Á vorin fórum við Óli norður í Kelduhverfi, að Ástjörn. Fyrst þegar ég kom í Ástjörn svaf ég í stóra svefnskálnum, en Óli og Sig- þór og aðrir sem höfðu verið sumrin á undan voru í foringja- herberginu. Það er nú skemmst frá því að segja að eftir tvær næt- ur var ég kominn undir verndar- væng Óla í foringjaherbergið, eft- ir að hafa borið mig illa. Að sjálfsögðu kaus hann mig fram yf- ir öflugri drengi til að vera í hópn- um hans til að tryggja að mér liði vel. Þegar ég hugsa til baka er mér ljóst að þarna var Óli í sínu fyrsta leiðtogahlutverki. Árang- urinn lét ekki á sér standa, hóp- urinn okkar náði frábærum ár- angri og er ég sannfærður um að þessi tími hefur mótað marga unga drengi, sem voru svo heppn- ir að vera samferða okkur þessi sumur. Veran með Óla hjá Boga heitnum Péturssyni, hans frá- bæra starfsfólki og öllum strákun- um er eitt af því minnisstæðasta í lífinu. Við Óli töluðum alltaf um Boga og þessi frábæru sumur þegar við hittumst. Við Óli byrj- uðum líka saman í handbolta, þar sem við áttum góðar stundir sam- an með öðrum frábærum FH-ing- um. Óli fór svo í körfuna hjá Haukum og þá sögu þekkja nú all- ir. Mig langar að þakka þessum einstaka vini mínum fyrir þann tíma sem við áttum saman, hann situr í minningunni að eilífu. Þinn vinur, Már (Mássi). Árið 1990 útskrifaðist hópur lögfræðinga frá lagadeild Háskóla Íslands sem þá hafði deilt kjörum um fimm ára skeið. Þrátt fyrir að námið hafi verið strembið og námsefnið mikið myndaðist mikil stemning og gleði í þessum ár- gangi sem vandfundin er hjá öðr- um. Til marks um það er að hóp- urinn hefur hist næsta laugardag við 16. febrúar ár hvert frá út- skrift og haldið mikla veislu. Þar hafa menn rifjað upp sögur úr lagadeild, skipst á skoðunum og farið yfir breytingar á stöðu og högum eftir því sem tilefni hefur þótt til. Ólafur er sá fyrsti sem fellur frá úr okkar hópi og engan gat grunað að sú yrði raunin. Andlát hans er slík harmafregn að menn setur hljóða og eiga erfitt með að trúa að hún geti verið sönn. Ólafur var sannur leiðtogi í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur og bar á þeim eiginleikum hans strax í lagadeild. Á þeim tíma stundaði hann íþróttir af kappi og var á hátindi ferils síns sem íþróttamaður. Í lagadeild kom fljótt í ljós að hann var engu minni atgervismaður til náms og sóttist honum námið vel. Í starfi var hann ávallt farsæll bæði sem starfandi lögmaður og á vettvangi íþróttamála. Hann náði ævinlega góðum árangri í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Af minningum úr lagadeild er af mörgu að taka en hér skal rifj- uð upp einstaklega vel heppnuð útskriftarferð sem stór hluti hópsins fór í um áramótin fyrir útskrift. Lagt var í langferð og flogið til kóngsins Kaupmanna- hafnar en þaðan til Bangkok síð- an á ströndina við Phuket í Taí- landi og loks til Singapúr. Hópurinn hafði tekið að sér ýmis störf til fjáröflunar fyrir ferðina og var hún greidd að fullu auk þess sem allir fengu eitthvað eyðslufé. Ólafur var að sjálfsögðu með í för og smitaði að vanda frá sér sínum lífsþrótti. Hann tók æv- inlega mikið af myndum og hafa margar þeirra verið notaðar til upprifjunar síðar meir. Minnis- stætt er sérstaklega úr ferðinni þegar komið var til Phuket á ný- ársdagsmorgni eftir erfiða nótt að hótelið reyndist tvíbókað. Eftir miklar samningaviðræður þurfti hópurinn að þola siglingu á skemmtiferðaskipi í nokkra daga meðan verið var að losa herberg- in. Ekki tóku allir þessu vel og samninganefndin, sem Ólafur var að sjálfsögðu hluti af, krafðist skaðabóta af hótelinu og ferða- skrifstofunni. Það náðist í gegn en eftir á að hyggja var þessi sigling líklega skemmtilegasti hluti ferð- arinnar í huga margra. Við vorum út af fyrir okkur með heilt skip sem sigldi á milli eyja þar sem var síðan synt, snorklað eða bara leg- ið í sólbaði. Á kvöldin voru veislur haldnar og skemmtu menn sér vel yfir þeim atriðum sem áhöfn skipsins stóð fyrir. Mikið skarð er höggvið í út- skriftarhópinn með brotthvarfi Ólafs. Í okkar hópi var hann sann- arlega fremstur meðal jafningja og verður sárt saknað. Við vottum Gerði og börnum þeirra og öðrum vandamönnum okkar dýpstu samúð. Missir allra sem nutu vináttu og starfa Ólafs er mikill en jafnast í engu á við missi fjölskyldunnar. F.h. útskriftarfélaga frá laga- deild Háskóla Íslands, Gunnar Viðar. Góður félagi og vinur er fallinn frá langt um aldur fram. Margir okkar kynntust Ólafi fyrst í laga- námi þar sem við urðum samtíða. Þá hafði hann frumkvæði að því að stofna hóp sem iðkað hefur körfu- bolta allt frá öðru ári í laganámi og til dagsins í dag en með ýmsum mannabreytingum þó. Við áttum golfáhuga einnig sameiginlegan og fastur liður á haustin undanfar- in 15 ár hefur verið Golfþingið þar sem hópurinn hefur ferðast um landið og spilað golf af kappi. Iðu- lega nutum við þá gestrisni Rafns og Rannveigar í bústað þeirra við Vesturhópið. Síðar tókum við upp vorferðir til Bretlands í sömu er- indagjörðum. Golfsumarið var ávallt gert upp með hátíðarkvöld- verði þar sem farið var yfir árang- ur sumarsins, verðlaun veitt og óspart grín gert að fjölmörgum mistökum á golfvellinum. Ólafur var í okkar hópi ávallt kallaður forsetinn. Hann var heill, heiðarlegur og vandaður í alla staði. Hann bjó yfir miklum fé- lagsþroska og virti fólk og skoð- anir þess. Minni hans var afburða- gott og við félagarnir urðum oft hálf kjánalegir í framan þegar hann fór að rifja upp atvik sem við hinir vorum búnir að gleyma. Hann mundi yfirleitt alla velli sem hann hafði spilað og gat lýst hverri holu fyrir okkur hinum. Það er ekki að undra að íþrótta- hreyfingin hafi kosið hann til for- ystu jafnt hérlendis sem erlendis. Ósérhlífni hans og vinnusemi urð- um við allir vitni að í ferðum okkar þar sem hann sinnti stöðugt vinnunni á milli leikja. Hann var einstaklega vel skipulagður sem sást í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Þrátt fyrir að ævin hafi einungis spannað fimmtíu ár mundi hver sem er geta verið stoltur af því ævistarfi sem Ólafur skilaði á þeim tíma sem hann fékk. Forsetinn var hrókur alls fagn- aðar í veislum golfhópsins og er samkeppnin þó talsvert hörð í þeim félagsskap. Hann sá ætíð marga fleti á hverju máli og hafði yndi af rökræðum, sleggjudómar voru honum fjarri. Í golfinu var hann velviljaður öllum hvort sem það var meðspil- ari eða mótherji. Hann hvatti menn áfram og hældi fyrir góð högg þegar þau náðust. Þegar mikið á reyndi og hann sá fram á að geta snúið hugsanlegu tapi í sigur breytti hann um leikstíl og jafnvel framkomu þannig að mót- spilarar hans litu stundum tvisvar á hann til að athuga hvort þar væri mættur sami maðurinn og hóf leik. Þá gat hann orðið svo ein- beittur að hvert undrahöggið kom á fætur öðru og oftar en ekki hafði hann sigur enda mikill keppnis- maður og íþróttamaður þar á ferð. Líkt og mörgum keppnismannin- um féll betur að skapgerð hans að vera í sigurliði en þola ósigur. Ólafs verður sárt saknað í okk- ar hópi og hans skarð verður aldr- ei fyllt. Hann mun ætíð lifa með okkur í hjarta og huga. Ávallt var honum ofarlega í huga fallega fjölskyldan sem hann átti og það var greinilegt að þau voru honum afar kær. Gerði og börnum þeirra Auði Írisi, Sigurði Eðvarði og Sigrúnu Björgu, for- eldrum og öðrum nánum vanda- mönnum viljum við votta okkar dýpstu samúð. Missir allra sem nutu vináttu og starfa Ólafs er mikill en jafnast í engu á við missi fjölskyldunnar. Einar Rúnar Axelsson, Gunnar Viðar, Hilmar Magn- ússon, Hrannar Jónsson, Jón Benediktsson, Stefán Ólafs- son og Þorvaldur Þor- steinsson. „Glæsileg frammistaða hjá okkar fólki, vel gert, meira af þessu, hvenær spilum við næst? Ég mæti. Hvernig gengur? Gam- an að sjá að við erum alltaf á upp- leið. Haldið áfram á sömu braut, ég er sannfærður um að íshokkí á eftir að verða ein af stóru grein- unum í okkar íþróttaflóru.“ Þessi orð hér að ofan lýsa vel Ólafi Eð- varð Rafnssyni, forseta ÍSÍ. Hann hafði brennandi og einlægan áhuga á öllu því starfi sem unnið var innan vébanda íþróttahreyf- ingarinnar. Áhugi hans og jákvæð hvatning virkaði sem vítamín- sprauta á allt starfið. Þannig geislaði frá honum jákvæð orka og óbilandi trú á öðru fólki. Eig- inleikar sem einkenna hæfileika- ríka og sterka leiðtoga. Það er höggvið stórt skarð við ótímabært fráfall þessa sómadrengs. Innileg- ustu samúðarkveðjur okkar fara til fjölskyldu Ólafs, eiginkonu og barna. F.h. Íshokkísambands Íslands, Viðar Garðarsson formaður. Ástkær móðursystir okkar, Nína, er fallin frá. Fréttir af and- láti hennar bárust okkur á þeim degi ársins sem meira er fjallað um konur í samfélaginu en aðra daga. Hugurinn hvarflaði því ósjálfrátt til þess hve Nína og systur hennar hafa verið okkur góðar fyrirmyndir með styrk sínum, hjálpsemi og ósérhlífni. Mamma hefur alltaf sagt að Nína, sem elsta stúlkan í stórum systkinahópi, hafi verið hörku- dugleg og vinnusöm. Hún var al- in upp á barnmörgu sveitaheim- ili þar sem allir urðu að leggja sitt af mörkum og systkinin fóru snemma að heiman til að vinna fyrir sér. Hún þurfti frá unga aldri að sinna bústörfum og hin- um stóra systkinahóp þegar hún var heima við. Nína gætti líka um litlu systur sína, móður okk- ar, þegar hún fór að vinna í bæn- um kornungur unglingurinn. Jónína Geirlaug Ólafsdóttir ✝ Jónína Geir-laug Ólafs- dóttir fæddist á Álftarhóli í A- Landeyjum 13. febrúar 1913. Hún lést á heimili sínu 19. júní 2013. Jónína var jarð- sungin frá Foss- vogskapellu 27. júní 2013. Hún var sú sem reddaði jólamatn- um handa foreldr- um okkar fyrst þeg- ar þau byrjuðu að búa og sá til þess að þau gætu haldið gleðilega hátíð sín fyrstu jól saman sem par. Ein af fyrstu minningunum úr barnæsku voru heimsóknir í litlu íbúðina á Sól- eyjargötunni, þar sem Nína reiddi fram hnossgæti handa smáfólkinu. Nína tók ávallt á móti okkur með gleði og hjarta- hlýju. Hún hafði gaman af mannamótun og hafði auga fyrir því spaugilega. Hittum við hana aldrei svo að ekki væri hlegið. Nína var minnisgóð og varð ekki svarafátt þegar hún var spurð um menn og málefni. Það er óhætt að segja að Nína hafi verið ung í anda. Þegar hún varð 93 ára svaraði hún mömmu því að hún teldi enga þörf á að fá mat sendan heim, enda væri það bara fyrir gamalmenni. Við minnumst Nínu með söknuði en frænku- kaffið verður ekki samt án þátt- töku aldursforsetans. Við vottum fjölskyldu Nínu samúð okkar. Blessuð sé minn- ing hennar. Björg, Helga og Ásta. Við kveðjum elsku pabba okk- ar, Methúsalem Þórisson, með trega í hjarta. Við dætur hans er- um algjörlega harmi slegnar, eins og allir sem þekktu þennan fallega einlæga mann. Pabbi okkar hafði þann ein- staka og yndislega eiginleika að geta alltaf séð það bjarta og fal- lega í fólki. Hann var endalaust að minna okkur dætur sínar á að vera glaðar og hamingjusamar og lifa lífinu lifandi, eins og hann gerði sjálfur. Hann var alltaf til staðar til að styðja ástvini sína og ávallt tilbúinn til að gefa fólki tækifæri. Við systur erum svo endalaust stoltar af honum Dúa, elsku pabba okkar. Að koma í heim- sókn til hans, hvort sem það var heima á Hringbraut eða á Café Haiti, var alltaf yndislegt og tók hann á móti okkur með opnum hlýjum örmum og bros á vör. Ef Methúsalem Þórisson ✝ MethúsalemÞórisson fædd- ist í Reykjavík 17. ágúst 1946. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 14. júní 2013. Útför Methúsal- ems Þórissonar fór fram frá Fríkirkj- unni 28. júní 2013. það var á Hring- braut fylgdi yfirleitt með smá gítarspil, söngur og fullt af gleði. Okkur systr- um og fjölskyldum okkar leið alltaf vel hjá pabba. Hann kenndi okkur systrum að elska okkur sjálfar og minnti okkur stöðugt á að finna það góða í sjálfum okkur. Hann lét okkur meira að segja stundum skrifa það niður á blað til að leggja áherslu á mikilvægi þess. Eins ef við vorum smeykar við eitthvað nýtt þá var hann fljótur að segja okkur að láta bara vaða, því hvað væri annars það versta sem gæti gerst? Elsku pabba okkar dreymdi um heim án ofbeldis og gerði hann allt sem hann gat til að láta þann draum rætast. Hann var góðmennskan uppmáluð og alltaf hjálpsamur við þá sem minna máttu sín, enda með fallegasta hjarta í heimi. Pabbi var mikill hugsjónamað- ur og barðist fram á síðasta dag í góðum hópi við að gera jörðina mannúðlegri, bæta samfélög og vinna að jafnrétti fyrir alla. Þess- ar hugsjónir voru ástríða hans alla tíð og fengu mann til að hugsa út fyrir boxið og sjá lífið og okkur sjálf í öðru ljósi. Hann var í húmanistahreyfingunni í mörg ár og lagði ríka áherslu á mikilvægi þess að láta sig varða um annað fólk. Sannleikurinn er sá að hann fallegi, einlægi pabbi okkar gat ekki setið hjá og horft á ástandið í þjóðfélaginu og heiminum án þess að leggja sitt af mörkum til að bæta hann. Það er erfitt að takast á við þá staðreynd að pabbi sé farinn en með því að deila með ykkur fal- legum eiginleikum hans byrjar heilunin hjá okkur systrum. Takk kærlega öllsömul sem reyndust honum vel. Það huggar okkar brostnu hjörtu að vita hversu marga hann átti að og að hann lifði lífinu til fulls. Við erum jafn- framt innilega þakklátar fyrir að pabbi fann ástina á Haiti með elskulegu, fallegu Eldu og syni þeirra Þóri Guðmundi. Þau tvö gáfu pabba ennþá meiri tilgang með lífinu og var hann virkilega ríkur, hamingjusamur og glaður maður. Þú ert tilgangur heimsins og því betur sem þú lætur hann koma í ljós því meiri ljóma varpar þú á jörðina. (Silo) Elsku pabbi, við stelpurnar þínar erum svo stoltar af þér og þakklátar fyrir að hafa átt besta pabba í heimi. Þegar þú horfðir í augun okkar þá fundum við hlýjuna og ástina sem var svo einkennandi fyrir hjartað þitt. Þú munt lifa í hjörtum okkar að ei- lífu. Friður, kraftur, gleði. Fríða og Jóhanna Methúsalemsdætur. Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um inn- sendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðs- lógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birt- ingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virk- um dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Lengd | Hámarkslengd minning- argreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær út- förin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um for- eldra, systkini, maka og börn, svo og æviferil. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.