Morgunblaðið - 10.07.2013, Síða 30

Morgunblaðið - 10.07.2013, Síða 30
30 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2013 Þetta er alveg skelfilegt,“ segir Páll Egill Winkel, forstjóriFangelsismálastofnunar, glettnislega þegar blaðamaðurspyr hann út í stórafmælið. Páll er fæddur 10. júlí 1973 og er því fertugur í dag. „Ég hef ekki haldið oft upp á afmæli mín og geri ekki ráð fyrir að ég breyti út af venju að þessu sinni,“ segir Páll sem tekur hækkandi aldri með stillingu. „Deginum hyggst ég eyða í vinnunni ásamt frábærum vinnufélögum en ég verð með mömmu, eiginkonu minni og dætrum um kvöldið.“ Páll finnur sér ýmislegt til dundurs þegar hann er ekki við skyldustörf en helstu áhugamál Páls eru skrautfiskarækt, danska landsliðið í knattspyrnu og fjölskyldan hans. Páll hefur komið víða við á lífsleiðinni. Hann var skipaður for- stjóri Fangelsismálastofnunar árið 2007 en gegndi áður embætti að- stoðarríkislögreglustjóra. Þá skýrist áhugi hans á danska landslið- inu í knattspyrnu ef til vill af því að hann er alinn upp að hluta í Danmörku en einnig í Reykjavík, Garðabæ og á Seltjarnarnesi. Nú býr Páll á Álftanesi og unir sér vel. „Það er frábært að búa á Álftanesi,“ segir afmælisbarnið af mikilli sann- færingu og bætir við með eilítilli kímni að þar sé líka glæpatíðni með því lægsta sem gerist á landsvísu. annamarsy@mbl.is Páll Egill Winkel er fertugur í dag Morgunblaðið/Júlíus Með skófluna á lofti Páll Egill Winkel, afmælisbarn dagsins, fagnar fyrstu skóflustungunni að fangelsi á Hólmsheiði fyrr á árinu. Tekur stórafmæl- inu af stillingu Íslendingar Pétur Atli Lárusson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Akureyri Árdís Júlía Traustadóttir fæddist 6. nóvember kl. 3.04. Hún vó 4.072 g og var 55 cm löng. Foreldrar hennar eru Þórdís Hrönn Halldórsdóttir og Trausti Snær Frið- riksson. Nýir borgarar H erdís fæddist í Reykjavík 10.7. 1953. Hún var alin upp í Laugarneshverfinu í Sigtúni 29 innan um hesta, kindur og hitaveituborholur. Hún gekk í Laugarnesskóla og lauk þaðan svokölluðu fullnaðarprófi, fór síðan í Kvennaskólann í Reykjavík og útskrifaðist með gagnfræðapróf 1970. Þá lá leiðin í framhaldsdeild Lindargötuskóla og tók þar tvö ár til að ná takmarkinu að komast í Hjúkrunarskóla Íslands. Herdís lauk þaðan hjúkrunarprófi 1976 og tók svo nám í Stjórnun og rekstri í heilbrigðsþjónustu hjá endur- menntun HÍ 2001-2002. Hún hefur enn fremur sótt ýmis námskeið varðandi hjúkrun við speglanir. Deildarstjóri á speglunardeild Herdís hóf störf á nýstofnaðri lýtalækningadeild Landspítala haustið 1976 og fór þaðan á gjör- gæsludeild Landspítala frá 1978 til 1984. Frá 1984 hefur hún starfað á speglunardeild Landpítala, lengst af sem hjúkrunardeildarstjóri. Her- dís var stundakennari við Þroska- þjálfaskóla Íslands frá 1976-1978, Herdís Ástráðsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri á LSH – 60 ára Í Rínardalnum Fjölskyldan á ferðalagi árið 2011 í tilefni af sextugsafmæli eiginmannsins. Vann lengi að barna- starfi hjá KFUK Útreiðartúr Herdís er hér á góðri stundu með Blakki. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is- örugg bifreiðaskoðun um allt land Vertu ferðafær í fríinu! JÚLÍ SKOÐUN ARMÁN 7 Höfum áreiðanleikann að leiðarljósi í sumarog látum skoða bílinn á réttum tíma. Veist þú hvar myndin er tekin? Myndin hér að ofan er samsett og tekin á tvemur stöðum. Veist þú hvaða staðir það eru? Reyndu á kunnáttu þína og berðu saman við rétt svar sem þú finnur á www. frumherji.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.