Morgunblaðið - 10.07.2013, Page 34

Morgunblaðið - 10.07.2013, Page 34
34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2013 Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Söngdívan heimsfræga, Dionne Warwick var nýkomin til landsins og hafði aðeins sofið einn tíma um nótt- ina þegar blaðamann bar að garði. Hún var samt hin hressasta og ekki að sjá að hún væri á áttræðisaldri. „Það er svo bjart hér, ég get ekki sofið,“ segir hún. Það var létt yfir henni og hún fékk sér kaffi, sem var helst til sterkt fyrir hennar smekk. „Ég sef ekkert ef ég drekk þetta!“ segir hún og hlær, en hingað er hún komin til að skemmta fólki í Hörpu í kvöld. Fæddist syngjandi Foreldrar Dionne voru mikið tón- listarfólk. „Ég kom syngjandi í heiminn, mamma segir það,“ segir hún og skellihlær. Allir í fjölskyldu hennar tengjast tónlist á einn eða annan hátt. „Það er sagt að eplið falli sjaldan langt frá eikinni og það pass- ar, ég ólst upp við gospeltónlist, ekk- ert er betra en það,“ segir hún. Hún sló fyrst í gegn árið 1962 þeg- ar hún gekk til samstarfs við laga- höfundana þekktu, Burt Bacharach og Hal David, en lagið „Don’t make me over“, komst á topplista í Banda- ríkjunum. Ferillinn hefur haldið áfram síðan þá, þó ekki hafi alltaf gengið jafnvel. „Ég held áfram, eins og Duracell-kanínan,“ segir hún. Býr í háloftunum Hún er um þessar mundir að ferðast um heiminn að fagna fimm- tíu ára söngferli, og kemur við í Asíu, Ameríku, Ástralíu og Evrópu. Heimstúrinn mun taka þrjú ár með hléum, en hún tekur sér góð frí inn á milli. „Annars væri ég bara skríð- andi,“ segir hún hlæjandi, en henni finnst ferðalögin geta verið þreyt- andi „Ég hef ekki bara búið í ferða- tösku síðustu áratugi, heldur bara líka í háloftunum, American Air- lines, United Airlines til dæmis, þar á ég heima!“ segir hún, en bætir við: „Ég nýt þess að syngja, en ferðalög- in eru ekki eins skemmtileg lengur. Hápunktur ferðanna er auðvitað þessi tími sem við erum á sviðinu,“ segir Warwick. Hvíldin best fyrir röddina Warwick segir hún þurfi góða hvíld til að viðhalda röddinni. „Ég gæti ekki sungið eina nótu í dag! Ég er að vona að einhvern tímann í kvöld muni ég detta út og ná góðum svefni. Góð hvíld er lykillinn að því að halda röddinni,“ segir hún. Hún segist hugsa vel um sig en stundar ekki líkamsrækt. „Nei, ég er alltof löt, nenni því ekki, ég er bara með góð gen,“ segir Warwick og hlær. Frægð og frami hennar hefur gengið í bylgjum. „Þetta hefur verið upp og niður. Þetta er lífið, það er svona, bara eins og hjá öllu öðru fólki.“ Lögin eins og börnin hennar Warwick segist ekki geta gert upp á milli laga sinna. „Nei, ég get það ekki, þetta eru eins og börnin mín,“ segir hún. Hún segist aldrei fá leið á því að syngja lögin sín. „Hvernig er hægt að fá leið á velgengni, það er óhugsandi, og lögin eru bara svo frá- bær og þýðingarmikil. Það er ekki hægt að fá leið á þeim,“ en Warwick, en hún hefur verið að syngja sum þeirra í hálfa öld. „Tónlist mín virð- ist hafa elst vel og vaxið með mér. Ég finn eitthvað nýtt í hvert einasta skipti sem ég syng lögin, ég syng þau aldrei eins,“ segir Warwick. Syngur með ömmu sinni Synir hennar tveir eru báðir í tón- listarbransanum og sonardóttir söngdívunnar, Cheyenne Elliot, ferðast með henni. Hún er efnileg söngkona eins og amman. Hún mun Fær aldrei leið á lögunum  Dionne Warwick fagnar fimmtíu ára söngferli  Syngur í Hörpu í kvöld Söngdíva Dionne Warwick segir að tón- listin hennar hafi elst vel og vaxið með sér. Baksviðs á æfingu sviðslistamanns þar sem honum mistekst aftur nokkrum sinnum áður en honum tekst að ljúka við atriðið. Áhorf- endum verður fljótt ljóst að mis- tökin séu gerð viljandi og áhorf- endur geta því andað léttar. Ætlun sirkuslistamannsins með því að hafa mistökin með í sýningunni er líklegast til þess að tengjast áhorfendum, sem honum tekst ágætlega, en atriðin hefðu mátt vera flóknari fyrst að stór hluti sýningarinnar fór í að horfa á sirkuslistamanninn mistakast við tiltölulega einföld atriði. Meiri fjölbreytni Þegar sýningin er rúmlega hálfnuð kemst maður varla hjá því að hugsa með sér að sirkussýn- ingin sem maður situr undir sé lík- ari því að fá að vera baksviðs á æf- ingu sviðslistamannsins. Persónuleg nálgun sirkuslista- »Ætlun sirkuslista-mannsins með því að hafa mistökin með í sýn- ingunni er líklegast til þess að tengjast áhorf- endum. AF SIRKUSLISTUM Benedikta B. Alexandersd. benedikta@mbl.is Jugglarinn Ron Beeri, frum-sýndi sýninguna The YadProject síðastliðinn mánudag sem er ein fjölmargra sýninga sirkuslistahátíðar Norræna húss- ins sem fer nú fram í Vatnsmýri. Yad-verkefnið er sólósýning sirk- uslistamannsins þar sem hann leit- ast við að koma með skapandi lausnir á verkefnum sem fyrirfinn- ast ekki. Sýningin hefst á dularfullu tónlistarstefi sem eykur áhuga áhorfenda þegar listamaðurinn kemur fram á sviðið til þess að stilla sviðsmyndina sem inniheldur meðal annars blöðrur, hnífa, keil- ur, tennisbolta og hringi. Þegar sviðsmyndin er klár slökknar á tónlistinni og fyrsta atriðið hefst. Geta andað léttar Jugglaranum mistekst nokkr- um sinnum áður en atriði tekst hjá honum, sem er ekki ýkja merki- legt eftir allt saman. Það er dauða- þögn í salnum, fyrir utan geltandi hund sem er fyrir utan tjaldið. Ron Beeri byrjar á næsta atriði Hollt smurbrauð alla daga Suðurver | Mjódd | Glæsibær | Húsgagnahöllin | Smáratorg | Austurver Ciabatta með laxi 839 kr. Píta með buffi 779 kr. Núðlur með kjúkling og eggjum 629 kr. Beikonbræðingur 910 kr. Roastbeef borgari 689 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.