Morgunblaðið - 26.07.2013, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.07.2013, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2013 Laugavegur 40, 101 Reykjavík volcano@volcanodesign.is www.volcanodesign.is S: 5880100 Volcano Design fer um landið! 27. júlí Á Mærudögum, Húsavík. Í verbúðunum, efri hæð í Fanneyjarskúr. Laugardag frá kl. 13-18. 1.-3. ágúst Verslunarmannahelgin á Akureyri. Tryggvabraut 24 (áður Vörubær, gengið inn af Tryggvabraut). Fimmtudag frá kl. 13-20. Föstudag frá kl. 13-20. Laugardag frá kl. 13-16 á kr. 3.900.- ALLAR ÚTSÖLUBUXUR Bæjarlind 6, sími 554 7030 www.rita.is Laugavegi 54, sími 552 5201 Fleiri myndir á facebook Flottir skokkar Verð áður kr. 14.990,- Nú kr. 9.900,- Margir litir og mörg snið Vor/sumar 2013 Útsala Meiri afsláttur 40-50% afsl. DIMMALIMM Laugavegi 53 | Sími 552 3737 | Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17 Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Grímuklæddir listamenn munu næstu fimm vikur vinna að lista- verki á gömlum vatnstanki við Vatnsholtið í Reykjanesbæ. Um er að ræða listamenn frá Hollandi, Ástralíu og Íslandi, en þeir tilheyra svokölluðum Toyistahóp sem er upprunninn í Hollandi. Listamenn- irnir vinna undir segldúk og bera auk þess grímur er þau koma fram. „Það er vegna þess að listin á að skipta meira máli en listmaðurinn og þess vegna störfum við undir dul- nefni og með grímur,“ segir einn listamannanna sem kallar sig Qooimmee og bætir við að með grímunum sé komið í veg fyrir að einn listmaður fái meiri athygli en annar. Afhjúpað á Ljósanótt Listamennirnir sendu skissur sín- ar til leiðtoga Toyistahópsins áður en verkið hófst og munu þeir vinna eftir skissunum undir dúknum til 30. ágúst þegar vinnu lýkur. „Ástæðan fyrir því að við vinnum undir dúkn- um er að verkið á að koma á óvart í heild sinni og enginn fær að sjá það fyrr en það verður afhjúpað,“ út- skýrir Qooimmee og bætir við að listamennirnir hafi óneitanlega gam- an af leynimakkinu sem fylgir gjörn- ingnum. Verkið verður afhjúpað föstudaginn 6. september kl. 18 á Ljósanótt í Reykjanesbæ. List undir dúk í Reykjanesbæ  Fjölþjóðlegur her grímuklæddra lista- manna vinnur 400 fermetra listaverk Ljósmynd/Eyþór Sæmundsson List Grímuklæddir listamenn ásamt bæjarstjóranum, Árna Sigfússyni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.