Morgunblaðið - 26.07.2013, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.07.2013, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2013 TISSOT, LEADER IN TACTILE WATCH TECHNOLOGY SINCE 1999 Experience more at www.t-touch.com TACTILE TECHNOLOGY IN TOUCH WITH YOUR TIME compassmeteo altimeter Magnús Kristinsson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, greiðir hæstu skattana í ár, eða rúmlega 189,6 millj- ónir króna. Kemur þetta fram í yfir- liti ríkisskattstjóra um hæstu gjald- endur í álagningu einstaklinga fyrir árið 2013 sem birt var í gær. Næstur á eftir Magnúsi er Krist- ján V. Vilhelms- son, útgerðar- maður á Akur- eyri, en hann greiðir rúmlega 152 milljónir króna í skatt. Eig- inkona hans, Kol- brún Ingólfs- dóttir, er einnig nokkuð ofarlega á lista, en hún greiðir tæplega 67,6 milljónir í ár. Í þriðja sæti á listans yfir gjaldahæstu Íslendingana er Guðbjörg M. Matthíasdóttir, útgerð- armaður í Vestmannaeyjum. Hún greiðir ríflega 135,6 milljónir króna. Talsverðar breytingar í ár Á lista ríkisskattstjóra yfir þá 30 einstaklinga sem hæst greiða í skatt á þessu ári eru alls níu konur, en þessir 30 einstaklingar greiða sam- tals tæplega 2,4 milljarða króna í op- inber gjöld. Listi ríkisskattstjóra yfir þá ein- staklinga, sem greiða hæstu opinberu gjöldin í ár, er nokkuð breyttur frá því í fyrra. Þorsteinn Hjaltested, fjárfestir frá Vatnsenda í Kópavogi, var skatta- kóngur Íslands árið 2012 og einnig árið 2011. Í fyrra greiddi Þorsteinn 185.366.305 krónur í skatt og um 162 milljónir árið á undan. Í ár kemst Þorsteinn hins vegar ekki á lista ríkisskattstjóra yfir 30 hæstu gjaldendur samkvæmt álagn- ingarskrá. Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, for- stjóri Actavis á Íslandi, er í fjórða sæti listans í ár með tæplega 115,4 milljónir, en í fyrra var hún í 46. sæti þess lista þegar hún greiddi ríflega 38,8 milljónir króna í opinber gjöld. Össur Kristinsson, stoðtækjafræð- ingur og stofnandi Össurar hf., vermdi 17. sæti listans í fyrra þegar hann greiddi rúmlega 64 milljónir króna. Í ár er Össur í 7. sæti og greið- ir hann um 100,6 milljónir króna í op- inber gjöld. Sigurður Örn Eiríksson tann- læknir er í 5. sæti á lista ríkisskatt- stjóra yfir gjaldahæstu Íslendingana í ár með tæplega 109,6 milljónir, en í fyrra hafnaði hann í 21. sæti lista þess árs þegar hann greiddi um 58,6 milljónir króna til skatts. Það hækka hins vegar ekki allir á milli ára. Á meðal þeirra sem lækka í ár eru t.a.m. Ívar Daníelsson lyfsali sem í fyrra greiddi um 80,6 milljónir króna en greiðir nú rétt tæpar 68 milljónir og Skúli Mogensen, fjár- festir og eigandi WOW Air, sem í ár greiðir um 60,2 milljónir króna í op- inber gjöld en greiddi tæplega 85 milljónir í fyrra. Rösklega 4,77% skiluðu ekki skattskýrslu Á skattgrunnskrá voru 264.193 framteljendur, en það er fjölgun um 2.429 frá fyrra ári, eða 0,9%. Sættu að þessu sinni 12.510 einstaklingar áætl- unum opinberra gjalda sökum þess að þeir skiluðu ekki skattskýrslu. Er þetta rösklega 4,77% af framtelj- endum, en í fyrra var þetta hlutfall rösklega 5%. Samkvæmt upplýsingum frá rík- isskattstjóra hafa aldrei fyrr jafn- margir framteljendur einungis þurft að yfirfara fyrirliggjandi upplýsingar og staðfesta að þær séu réttar. Af skiluðum framtölum að þessu sinni voru einungis 1,91% framtala pappírsframtöl. Jafngildir það fram- tölum frá 4.810 einstaklingum. Raf- ræn framtöl voru hins vegar 98,09% framtala. Í undirbúningi er að hætta notkun pappírsframtala. Magnús er nýr skattakóngur  Alls eru níu konur á lista ríkisskattstjóra yfir 30 hæstu gjaldendur  Þeir sem hæsta skatta borga greiða samtals tæplega 2,4 milljarða í opinber gjöld  Framteljendum fjölgaði um 2.429 frá fyrra ári Hæstu gjaldendur í álagningu einstaklinga 2013 Nafn Starf/menntun Heimili Sveitarfélag Samtals gjöld ´13 Samtals gjöld ´12 1 Magnús Kristinsson útgerðarmaður Búhamri Vestmannaeyjum 189.606.555 Ekki á lista í fyrra 2 Kristján VVilhelmsson útgerðarmaður Kolgerði Akureyri 152.301.324 98.648.747 3 Guðbjörg M Matthíasdóttir útgerðarmaður Birkihlíð Vestmannaeyjum 135.647.707 116.659.494 4 Guðbjörg Edda Eggertsdóttir forstjóri Næfurholti Hafnarfirði 115.385.776 38.828.535 5 Sigurður Örn Eiríksson tannlæknir Kornakri Garðabæ 109.592.774 58.669.867 6 Sveinlaugur Kristjánsson framkvæmdastjóri Hjallaseli Reykjavík 102.839.970 Ekki á lista í fyrra 7 Össur Kristinsson forstjóri Sæbólsbraut Kópavogi 100.647.419 64.221.733 8 Þorsteinn Már Baldvinsson útgerðarmaður Barðstúni Akureyri 85.525.210 68.248.066 9 Ólafur Björnsson framkvæmdastjóri Lækjarbergi Hafnarfirði 82.471.481 44.888.915 10 Sigurður Sigurgeirsson framkvæmdastjóri Breiðahvarfi Kópavogi 82.388.484 57.856.934 11 Arnór Víkingsson læknir Kársnesbraut Kópavogi 77.452.328 78.676.404 12 Finnur Reyr Stefánsson fjárfestir Mávanesi Garðabæ 69.487.059 48.728.172 13 Sigurbergur Sveinsson kaupmaður Miðvangi Hafnarfirði 67.890.768 50.555.185 14 Ívar Daníelsson lyfsali Árskógum Reykjavík 67.860.489 80.572.758 15 Kolbrún Ingólfsdóttir athafnamaður Kolgerði Akureyri 67.579.095 Ekki á lista í fyrra 16 Gunnar I Hafsteinsson lögfræðingur Skildinganesi Reykjavík 62.859.869 53.662.715 17 Steinunn Margrét Tómasdóttir ferðafræðingur Flókagötu Reykjavík 62.209.121 Ekki á lista í fyrra 18 Ólöf Vigdís Baldvinsdóttir lyfjafræðingur Dalakri Garðabæ 62.057.738 55.393.494 19 Katrín Þorvaldsdóttir fjárfestir Háuhlíð Reykjavík 61.979.825 46.355.347 20 Helgi Vilhjálmsson framkvæmdastjóri Skjólvangi Hafnarfirði 61.711.741 44.796.441 21 Skúli Mogensen fjárfestir Skeljatanga Reykjavík 60.163.730 84.724.998 22 Ingunn GyðaWernersdóttir fjárfestir Bjarmalandi Reykjavík 60.056.209 60.471.240 23 Guðmundur Ásgeirsson fyrrv. framkvæmdastj. Bollagörðum Seltjarnarnesi 59.777.412 62.996.238 24 Bjarni Ármannsson fjárfestir Bakkavör Seltjarnarnesi 59.770.643 47.518.766 25 Ingi Guðjónsson lyfjafræðingur Bakkasmára Kópavogi 58.228.644 41.995.959 26 Helga S Guðmundsdóttir fjárfestir Laufásvegi Reykjavík 57.251.241 48.185.046 27 Kristín Einarsdóttir athafnamaður Bröttuhlíð Akureyri 57.194.889 Ekki á lista í fyrra 28 Jón A Ágústsson athafnamaður Hrefnugötu Reykjavík 57.135.381 Ekki á lista í fyrra 29 Ágúst Sigurðsson útgerðarmaður Birkihvammi Hafnarfirði 54.973.186 38.763.511 30 Páll Lárus Sigurjónsson framkvæmdastjóri Þingvallastræti Akureyri 54.931.501 Ekki á lista í fyrra Magnús Kristinsson. Símon Símonarson framkvæmdastjóri lést á hjartadeild Landspít- alans í gær, 25. júlí, 79 ára að aldri. Símon var lengi vel einn af fremstu og sigursæl- ustu bridgespilurum landsins. Símon fæddist í Reykjavík 24. septem- ber 1933. Hann ólst upp á Vesturgötu 34 og lauk námi frá Verslunarskóla Ís- lands. Foreldrar hans voru hjónin Ingibjörg Sigurást Hallsdóttir tannsmiður og Símon Sveinbjörnsson skipstjóri. Eftir nám starfaði Símon við banka- störf hjá Iðnaðarbanka Íslands og stofnaði síðar Vélaleigu Símonar sem hann rak til margra ára. Tólf sinnum varð Símon Íslands- meistari í sveitakeppni í bridge og þá varð hann sex sinn- um Íslandsmeistari í tvímenningi. Símon hóf að keppa í bridge sautján ára gamall og varð síðast Íslandsmeistari 2008, þá 75 ára að aldri. Þá keppti Símon marg- sinnis erlendis fyrir Íslands hönd, bæði á Evrópu- og Ólympíu- mótum. Sögnin Jón og Símon sem er vel þekkt í bridds er nefnd eftir Símoni og fyrrverandi makker hans, Jóni Ásbjörnssyni. Símon kvæntist eftirlifandi eig- inkonu sinni, Kristínu Magnús- dóttur, 13. september 1973. Þau eignuðust þrjá syni. Fyrir átti Kristín tvo syni sem Símon gekk í föðurstað. Fyrir átti Símon fjögur börn. Andlát Símon Símonarson Veðurspáin fyrir helgina er þokka- leg en búast má við að kólni í veðri, að sögn Einars Magnúsar Einars- sonar, veðurfræðings hjá Veður- stofu Íslands. Hann mælir með því að menn búi sig undir skúrir, sé ætlunin að halda í útilegu. Hann segir að í dag sé búist við hægri breytilegri átt eða hafgolu. Áfram verður nokkuð heitt og mun hitinn fara yfir 20 stig þar sem sól- ar gætir í innsveitum. Á morgun verður svo áfram hæg austlæg átt eða hafgola en heldur svalara loft yfir landinu. Á sunnudaginn verður heldur ákveðnari norðaustlæg átt. Kaldara veður og rigning um helgina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.