Morgunblaðið - 26.07.2013, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.07.2013, Blaðsíða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2013 AF TÓNLEIKUM Sunna Sæmundsdóttir sunnasaem@mbl.is Fátt getur skákað ljúfri tón-list í bland við sólargeisla ábjörtu sumarkvöldi í Reykjavík, en slík var stemningin á tónleikum Sin Fang og Amiinu í Fríkirkjunni í Reykjavík á mið- vikudagskvöldið. Sólargeislar teygðu sig inn um glugga Fríkirkjunnar og hafði Sindri Már Sigfússon, söngvari Sin Fang, orð á því að þetta væri lík- lega eina tækifærið sem gæfist til þess að réttlæta notkun sólgler- augna á tónleikum. Berfættir tónleikagestir Andrúmsloftið var afar af- slappað og í hléi mátti sjá tónleika- gesti viðra sig berfætta við Tjörnina og stíga léttan dans á gangstéttarbrúninni. Gestirnir voru á öllum aldri, en sá yngsti var líklega ungbarnið sem ýmist fylgd- ist með af forvitni eða hallaði ró- lega aftur augunum. Ferðamenn virtust þá vera í töluverðum meiri- hluta en það var hvað greinilegast þegar Magnús Tryggvason Elias- sen, trommuleikari hljómsveit- anna beggja, bað þá sem ekki kynnu íslensku að rétta upp hönd. Dáleiðandi og dreymin tónlist Amiina sló tónleikana í gang með angurværum tónum, en lög hljómsveitarinnar falla á einhvern hátt einstaklega vel að umhverfinu í Fríkirkjunni. Lögin byrja oftast með fremur rólegum hætti en ná svo flugi þegar á líður og allir hljóðfæraleikarar eru farnir að þenja sig. Tónlistina má næstum kalla dáleiðandi, en hún nær að kalla fram dreymnar tilfinningar og vekur löngun til þess að loka augunum og láta hugann reika. Hugmyndaríkar útsetningar Eftir hlé steig Sin Fang á svið og reif tónleikagesti úr hugleiðslu- ástandinu. Lög hljómsveitarinnar eru afar hugmyndarík og koma oft á óvart með sérstökum tónum á óvæntum stöðum. Raddsvið Sindra er mjög vítt og skemmtilegt er hvernig hann leikur sér að mis- munandi raddútsetningum. Botninn var sleginn í tón- leikana með tveimur lögum sem notið hafa hvað mestra vinsælda, „Young Boys“ og „What’s wrong with your eyes?“ „Young Boys“ er raddað á hrikalega skemmtilegan hátt og er afar grípandi og fjörugt. Eitt af þessum lögum sem fá mann til að vilja standa upp og syngja með. Lokalögin skildu því áhorfendur eftir í miklu stuði og virtust flestir ganga út með stórt bros á vör og nýkeypta plötu í hendi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Amiina Lög hljómsveitarinnar byrja gjarnan á rólegum nótum en magnast og takast á loft þegar á líður. Berfættir gestir og dáleiðandi tónlist Gestir Handboltahetjan Ólafur Stefánsson var meðal tónleikagesta. Sin Fang Sindri leikur sér að mismunandi raddútsetningum í lögum hljómsveitarinnar Sin Fang. Helgar Alvöru Nú er kominn tími á alvöru helgar-brunch brunch Steikt beikon Spælt egg Steiktar pylsur Pönnukaka með sírópi Grillaður tómatur Kartöfluteningar Ristað brauð Ostur Marmelaði Ávextir kr. 1740,- pr. mann Barnabrunch á kr. 870 Ávaxtasafi og kaffi eð a te fylgir. H ug sa sé r! H ug sa sé r! Grillhúsið Sprengisandi og Tryggvagötu Phone + 354 527 5000 www.grillhusid.is Ótrúlega gómsæt byrjun á góðum degi! Alla laugardaga og su nnudaga frá kl. 11.30 til kl. 14 .30 Sýning myndlistarmannanna Ragn- heiðar Gestsdóttur og Curvers Thoroddsen, Fölblár punktur, verð- ur opnuð í dag kl. 17 í Skaftfelli - bókabúð, sýningarrými Skaftfells á Seyðisfirði, miðstöð myndlistar á Austurlandi. Ragnheiður og Curver hafa dvalið í vinnustofum Skaftfells nú í júlí og er sýningin samstarfs- verkefni þeirra, afrakstur vinnu og tilrauna. „Niðurstaðan er til- raunakennd innsetning sem kannar bæði óravíddir heimsins og tilbreyt- ingarlausan hversdagsleikann á sama tíma,“ segja þau um sýninguna en þau vinna í ýmsa miðla, m.a. skúlptúr, myndband og hljóð. Sýn- ingin í Skaftfelli verður opin yfir helgina, 27.-28. júlí, kl. 14-17. Ragnheiður og Curver hafa sýnt saman áður, í New York en vinna nú saman myndlistarverk í fyrsta sinn. Þau unnu hins vegar saman við gerð tilraunakvikmyndarinnar Eins og við værum og var hún byggð á sex mánaða löngum gjörningi Ragnars Kjartanssonar á Feneyjatvíær- ingnum. Um verk Ragnheiðar almennt segir í tilkynningu að þau sam- anstandi af innsetningu og vídeó- verkum, í þeim kanni hún takmörk og möguleika þeirra kerfa sem mað- urinn hafi búið sér til í því skyni að skilja veruleikann og það tungumál sem hann noti til þess að tjá þessi kerfi. Curver Thoroddsen hefur komið víða við í listsköpun en hann er liðsmaður hljómsveitarinnar Ghostigital. Í myndlistinni notast hann við blandaða miðla, m.a. gjörn- inga, myndbandsverk, innsetningar og venslalist til að kanna hugmyndir um sjálfið, dægurmenningu og sam- félagið, eins og því er lýst í tilkynn- ingu. Könnun Ragnheiður og Curver bjóða upp á tilraunakennda innsetningu sem kannar óravíddir heimsins og tilbreytingarlausan hversdagsleikann. Fölblár punktur  Ragnheiður Gestsdóttir og Curver Thoroddsen sýna saman í Skaftfelli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.