Morgunblaðið - 26.07.2013, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.07.2013, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2013 BLÁTT Spírulína gefur jafna orku sem endist Aukið streituþol og bætir einbeitingu. Nærir taugakerfið. Frábær meðmæli við athyglisbrest og eirðarleysi. Fyrir þá sem eru undir miklu líkamlegu eða andlegu álagi. Inniheldur lifræna næringu samtals 29 vítamín og steinefni, aminosýrur og 50% meira af Phycocyanin en annað Spírulína. Rannsóknir hafa sýnt að það eflir ónæmiskerfið og styður getu tauga og líkama til þess að starfa eðlilega þrátt fyrir streituálag. Phycocyanin er kallað undrasameindin sem eykur virkni mikilvægra ensíma. Eingöngu ræktuð næringaefni, ekkert GMO. Gæðastaðall: ISO 14001, ISO 22000. Útsölustaðir: Lyfja, Hagkaup, Krónan, Heilsuhúsið, Fjarðarkaup og Græn heilsa. Hrein orka og einbeiting BETRI FRAMMISTAÐA, LENGRA ÚTHALD Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is K Tríó gaf nýlega út plötuna Meat- ball Evening en þetta er þriðja plata tríósins. Á plötunni er frum- samið efni eftir Kristján Martins- son píanóleikara, sem stofnaði tríó- ið árið 2008 en þá gaf það út sína fyrstu plötu samnefnda tríóinu. Önnur plata tríósins kom út árið 2010 og heitir Rekaviður. Á fyrstu tveimur plötunum skipuðu K Tríóið þeir Pétur Sigurðsson bassaleikari og Magnús Trygvason Elias- sen trommuleik- ari ásamt Krist- jáni en á nýju plötunni hefur þeim Pétri og Magnúsi verið skipt út fyrir Bretann Pat Cleaver og Lettann Andris Buikis. „Ég flutti til Hollands til frekara fram- haldsnáms í tónlist árið 2009 og síðan þá hefur verið erfitt og mjög kostnaðarsamt að spila mikið með Magnúsi og Pétri sem eru báðir af- ar uppteknir og eftirsóttir tónlist- armenn á Íslandi,“ segir Kristján en hann stundar framhaldsnám við Conservatorium van Amsterdam í Hollandi. „Í Amsterdam hitti ég Pat Cleaver, breskan bassaleikara sem hefur verið búsettur í Frakk- landi og Belgíu nánast alla sína ævi, og Andris Buikis, trommuleik- ara frá Lettlandi. Eiginlega frá fyrstu tónum sem spilaðir voru varð ég sannfærður um að þetta væru réttu mennirnir til að vinna að þessu verkefni með mér,“ segir Kristján og bendir á að Buikis hafi verið einn eftirsóttasti trommari í Lettalandi áður en hann fluttist til Amsterdam þar sem hann er einn- ig mjög eftirsóttur enda að sögn Kristjáns frábær trommuleikari. Djass og rokkstjörnutaktar Kristján hefur komið fram á fjölda djasshátíða um alla Evrópu og hlaut fyrstu verðlaun í keppni ungra norrænna djasstónlistar- manna vorið 2008. Tónlistina sína segir hann vera fágaðan djass með óútreiknanlegum rokkstjörnutökt- um. „Tónlistin mín er afar blæ- brigðarík og lifandi að mínu mati en breytist auðvitað eitthvað frá eldri plötunum. Á nýju plötunni eru eðlilega breytingar enda með aðra meðleikara en á fyrstu tveim- ur plötunum og það breytir tónlist- inni töluvert. Grunnorka tónlistar- innar er þó sú sama og á fyrri plötum.“ Öll lög plötunnar eru samin af Kristjáni og segir hann það fara mikið eftir laginu hvernig það verði til og hversu langan tíma það tekur hann að koma laginu niður á blað. „Sum lög verða til á mjög skömm- um tíma en þá skýtur þeim upp í kollinum á mér og ég er búinn að setja þau niður á blað á innan við fimm mínútum. Önnur geta verið að þvælast fyrir mér lengur og sitja á skrifborðinu hjá mér mán- uðum saman ókláruð. Það má líkja ferlinum við fornleifagröft. Ég finn fyrst einn part og mögulega þann næsta eftir 4 mánuði eða jafnvel aldrei, meðan aðrir koma upp í heilu lagi.“ Djasstónlistin og næstu verk Margt er á döfinni hjá Kristjáni þessa dagana en hann segir vinnu við næstu plötu sína þegar hafna. „Ég fann töflu með gömlu vindstig- unum og öllum 13 íslensku orð- unum sem lýsa vindhraða. Þessi orð veittu mér innblástur til að byrja að vinna að nýrri tvöfaldri plötu sem hefur vinnuheitið „13 vindstig í Berlín og París“ sem inniheldur 13 lög á hvorri hlið. Eitt lag fyrir hvert vindstig í hverri borg,“ segir Kirstján sem hefur verið búsettur í Berlín síðasta hálft ár og verður búsettur í París næsta hálfa ár þar sem hann mun stunda EU-mastersnám í píanóleik. Engin tímasetning er komin á útgáfudag næstu plötu enda skammt komin sem stendur. Þó má gera ráð fyrir að platan verði í djassdúr líkt og fyrri plötur Krist- jáns. Blæbrigðarík og lifandi tónlist  Meatball Evening nefnist nýútkomin plata K Tríósins  Píanóleikarinn Kristján Martinsson semur lög plötunnar en tónlistarmennirnir Pat Cleaver og Andris Buikis leika með honum á henni Hlómsveitin Kristján Martinsson píanóleikara ásamt bassaleikaranum Pat Cleaver og trommuleikaranum Andris Buikis á sviði í Amsterdam. Djass K Tríó spilar léttan og blæbrigðaríkan djass á nýju plötunni sinni. Bók um Jón lærða Guðmundsson, 1574-1658, er nýkomin út hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi og ber heitið Í spor Jóns lærða. Þar rekja tólf höfundar spor Jóns lærða sem er talinn einn sérstæðasti Íslend- ingur á siðskiptaöld. Þrátt fyrir of- sóknir og útlegðardóma skilaði hann ótrúlegu ævistarfi og var í senn listamaður, skáld, nátt- úrufræðingur og þjóðfræðingur. Bókin er prýdd fjölda mynda og uppdrátta, m.a. af söguslóðum Jóns lærða, af handritum og teikn- ingum eftir hann, svo og af út- skurði sem honum er eignaður. Um þróun hvalveiða í norður- höfum og Spánverjavígin á Vest- fjörðum 1615 er fjallað í sér- stökum kafla, en senn eru 400 ár liðin frá þeim fáheyrða atburði. Úrval ljóða, sumra áður óbirtra, og þjóðsagnaefni úr fórum Jóns lærða ætti að koma lesendum á óvart. Bókinni fylgir einnig hljóm- diskur sem á eru viðtöl Berglindar Häsler um ævi Jóns lærða, Sig- ursveinn Magnússon og Sigrún V. Gestsdóttir syngja og leika á forn hljóðfæri, Sævar Sigbjarnarson les ljóð, Sjón flytur kafla úr erindi um skáldsöguna Rökkurbýsnir og loks eru brot úr leikritinu Sönn frásaga eftir Ásdísi Thoroddsen. Hönnun bókarinnar var í höndum Sigrún Sigvaldadóttir, sem hannaði kápu og annan umbúnað. Morgunblaðið/G.Rúnar Bókmenntir Hjörleifur Guttormsson ritstýrði bókinni um Jón lærða en alls komu tólf höfundar að verkinu, þar á meðal rithöfundurinn Sjón. Ótrúlegt ævistarf Jóns lærða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.