Morgunblaðið - 26.07.2013, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.07.2013, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2013 Kristín Sverrisdóttir, eigandi Ísfugls, fagnar fimmtugsafmælisínu í dag, en í tilefni af því ætlar hún ásamt eiginmanni sín-um, Jóni Magnússyni Jónssyni, að „skreppa af landi brott“ í dagsferð til Vestmannaeyja. Þau hjónin eiga og reka Ísfugl, en að sögn Kristínar eru þau einu kalkúnabændur landsins. „Svo erum við með fullt af hrossum, það er svona áhugamál hjá okkur,“ segir Kristín. „Svo ætlum við að borða saman um kvöldið ásamt fjölskyldunni,“ segir Kristín sem bætir við að fjölskyldan ætli að borða saman á Eyrarbakka. Spurð að því hvort hún eigi von á einhverjum gjöfum í tilefni dagsins segir hún svo ekki vera. „Ég ætla reyndar að halda upp á afmælið mitt einhvern tímann í haust,“ segir Kristín. Að sögn Kristínar var hún á æskuárum sínum ávallt upp í sveit þegar hún átti afmæli. „Það hefur alltaf verið brakandi þurrkur og eiginlega aldrei afmælisveisla,“ segir Kristín, en hún ólst upp á Oddgeirs- hólum í Flóa. „Það var alltaf sól og blíða og því heyskapur í sveitinni á mínum afmælisdegi. Ég hafði alltaf fullan skilning á því að hey- skapurinn gekk fyrir í þá daga það var svo sem alltaf líf og fjör í heyskap, búin að steingleyma hvað var erfitt að rogast með þunga bagga,“ bætir Kristín við. skulih@mbl.is Kristín Sverrisdóttir er 50 ára í dag Hestakona Kristín Sverrisdóttir ásamt hestunum sínum í sumarblíð- unni. Hún ætlar að eyða deginum í Eyjum ásamt eiginmanni sínum. Skreppur til Eyja í tilefni stórafmælis Íslendingar Pétur Atli Lárusson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Sigurjón R. Þorvaldsson er sjötugur í dag, 26. júlí. Í tilefni þess ætlar hann að hafa opið hús á heimili sínu, Furulundi 15a á Akureyri, laugardaginn 27. júlí, frá kl. 15 og fram eftir degi. Vinir og ættingjar eru hjartanlega velkomnir. Árnað heilla 70 ára Reykjanesbær Emma Sjöfn fæddist 16. febrúar kl. 22.58. Hún vó 3.976 g og var 53 cm löng. Foreldrar hennar eru Ruth Kjærnested og Einar Haukur Björnsson. Nýir borgarar Garðabær Signý Daniela fæddist 4. september kl. 14.57. Hún vó 3.430 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Viviana Jacqueline Viveros Can- tero og Karl Jóhann Ásmundsson. Allt á einum stað! Lágmarks biðtími www.bilaattan.is Bílaverkstæði Dekkjaverkstæði Smurstöð Varahlutir S ara Dögg fæddist í Reykja- vík 26. júlí 1973 en er alin upp á Reykhólum í Reyk- hólasveit. Hún gekk í Reykhólaskóla. „Ég var síðan einn vetur í unglingaskólanum á Reykjum í Hrútafirði en svo var hann lagður niður og ég kláraði grunnskólann í Kópavogsskóla og varð stúdent frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla 1993. Ég fór svo að vinna í nokkur ár við eitt og annað, m.a. á Kópavogshæli og hjá Leðuriðjunni. Svo vann ég á leikskóla og í kjölfarið var ég orðin nokkuð ákveðin í að leggja kennslu fyrir mig, fór í Kenn- araháskóla Íslands og lauk grunn- skólakennaraprófi árið 2001.“ Stýrir nýjum skóla á nýju stigi Sara byrjaði að kenna í Háteigs- skóla eftir námið og var þar í þrjú ár. Þá frétti hún af því að Hjallastefnan var að fara í grunnskólarekstur og sótti þar um. „Ég kenndi drengjum í tvö ár í Hjallastefnunni í Garðabæ og í framhaldinu var mér sett það verk- Sara Dögg Svanhildardóttir, skólastýra í Vífilsskóla – 40 ára Við Sogið Búið að landa einum vænum í einni veiði sumarsins. Þar var veitt í góðra vinkvenna hópi. Skólastýra á miðstigi í Hjallastefnunni Áð á Þingvallaleið „Ég hjólaði hringinn í kringum vatnið með góðri vin- konu og fleira góðu fólki. Þetta var önnur af tveimur stærri hjólaferðum sumarsins, þar sem hin var keppnisferð, þ.e. Bláalónsþrautin.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.