Morgunblaðið - 26.07.2013, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.07.2013, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Rósa Braga Vinir Félagarnir Emmsjé Gauti og Davíð Arnar standa á bak við netþættina Og hvað sem notið hafa vinsælda. tíma,“ segir Davíð Arnar, en hann segir fleiri útgáfur vera til af viðkom- andi íþrótt. „Síðan má yfirfæra sportið í að vera bara á snjóbrettinu á óhefð- bundnum stöðum. Við fórum til að mynda í Smáralindina og ég renndi mér niður stóra rúllustigann þar. Fólk hópaðist að til að sjá hvað væri um að vera. Ég hef gert þetta einu sinni áður og þetta vakti þá svipuð viðbrögð. Það er kannski ekki á hverjum degi sem einhver fer þarna niður á snjóbretti,“ segir Davíð Arn- ar sposkur en hann segir verðina í Smáralindinni ekki hafa haft afskipti af sér í þetta skiptið en þeir hefðu víst leitað mikið að honum eftir fyrri ferðina. „Áhorfið á youtube rokkar frá svona sex til átta þúsund á hvert myndband, nýjustu myndböndin eru náttúrlega með aðeins minna áhorf en við erum bara sáttir með þetta. Stefnan er engu að síður sett á meira áhorf og ég væri til í að vera með svona tíu þúsund á hvert myndband,“ segir hann. Tóku upp fallhlífastökk „Við erum báðir mjög frjóir og hugmyndaríkir og svo fær maður líka svolítið hugmyndir frá öðrum sjónvarpsþáttum, þá fáum við ein- hverjar hugmyndir en setjum þær al- gjörlega í okkar búning. Oft eru þessar hugmyndir mjög fáránlegar þegar maður hugsar út í þær en þær hafa oftar en ekki virkað mjög vel og komið skemmtilega út á filmu,“ segir Davíð Arnar. „Ég hafði til að mynda samband við strákana í FFF, Fallhlífastökks- félagið frjálst fall, og þeir leyfðu okk- ur Gauta að koma í stökk hjá sér. Það var mög gott veður og þetta var rosalega skemmtilegt, þetta var fyrsta stökkið hans Gauta og mitt annað stökk. Ég vissi því svona nokkurn veginn út á hvað þetta gekk en Gauti var mjög spenntur. Þetta eru gríðarlegir fagmenn þarna í FFF og ég mæli með því að allir prófi þetta einhvern tímann á lífs- leiðinni,“ segir hann, en þess má geta að þátturinn þar sem fallhlífastökkið var sýnt kom einmitt út í gær. Fyrir fólk á öllum aldri „Fólk á öllum aldri hefur rosa- lega gaman að þessu. Það eru krakk- ar, kannski mest á aldrinum þrettán til átján ára, að koma upp að manni og hrósa manni fyrir þessi mynd- bönd. Það gerist þó líka með eldra fólk sem maður hittir kannski þegar maður er á djamminu. Svo eru líka kunningjar og ættingjar sem eru komnir yfir fertugsaldurinn að hlæja mikið að þessu, þannig að þetta er held ég bara fyrir alla þá sem hafa gaman að hlæja aðeins að ein- hverjum vitleysingjum. Við erum ekkert að taka okkur of alvarlega,“ segir Davíð Arnar. „Við Gauti höfum verið kunn- ingjar í langan tíma en fyrir svona ári fórum við að hanga meira saman og þá byrjaði þetta að rúlla. Gauti var með mér í því að skipuleggja ýmsa viðburði og síðasta vetur héld- um við snjóbretta- og tónlistar- viðburð í miðbæ Reykjavíkur og það vakti mikla lukku. Við tókum þá snjó úr Bláfjöllum, settum í miðbæinn og lokuðum götum. Þegar ég held snjó- brettakeppnir í Bláfjöllum þá fæ ég hann líka oft til þess að koma þangað sem plötusnúður,“ segir Davíð Arn- ar, en hann starfrækir einnig snjó- brettaskóla í Bláfjöllum á veturna. Vilja komast í sjónvarpið „Við ætlum að fara á fullt í það að sjá til þess að þessir þættir lifi og vonumst eftir því að geta gert aðra seríu. Það er bara spurning um hver vill vera með okkur í þessu og hver vill birta þetta. Við erum fullir eld- móðs og ef fólk heldur áfram að hafa gaman að þessu þá sjáum við ekki fyrirstöðu í því að geta haldið áfram að gera þetta. Markmiðið er vissu- lega að komast í sjónvarp þar sem við getum mögulega verið með lengri þætti. Þetta snýst bara í raun- inni um að halda áfram því sem manni þykir skemmtilegt að gera. Þá fyrst verður maður hamingju- samur,“ segir Davíð Arnar að lok- um. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2013 AloeVera Húðvörur í 100 ár Stofnað aloe natural 100% Fæst eingöngu í Hvað er eiginlega þetta„nú“ sem allir eru aðtala um og það oftastmeð ákveðnum greini, „núið“? Okkur ber að lifa í núinu, þannig hljóðar lífsregla sem ég hef heyrt oftar en ég talið fæ en samt veit ég satt best að segja ekki alveg hvað felst í því – eða öllu heldur hvernig maður fer að því. Ég geri ráð fyrir að heilræðið um núlífið byggist á því að í stað þess að lifa í eftirsjá og fortíðar- þrá og einblína á það sem liðið er, og í stað þess að fara fram úr sjálfum sér með væntingar um komandi daga, þá sé það geðheil- brigðast að lifa algjörlega í núlíð- andi augnabliki. En er það virki- lega hægt? Og ef svo er, af hverju virðist það þá vefjast fyrir svo mörgum? Sjálfur er ég annálaður fangi fortíðarinnar og stend sjálfan mig alltof oft að því að velta mér upp úr því sem gerðist áður eða hefði getað gerst. Að sama skapi festist ég alltof oft í dagdraumum þar sem ég hef á fáeinum mín- útum skipulagt næsta ára- tug í lífi mínu. Það merki- lega er hins vegar að jafnvel þótt mér tækist að hrista af mér um- rædda djöfla, fortíðarþrá og væntingar, þá hugsa ég að mér væri samt lífs- ins ómögulegt að lifa í núinu sökum þess hve vinsæl umræðuefni fortíðin og fram- tíðin eru ein- mitt í núinu. Við erum alltaf að ræða um og pæla í hlut- um sem ganga hálf- partinn á skjön við þetta nú. Við vökn- um á morgnana og flettum dagblaðinu þar sem farið er í saumana á fréttum gærdagsins, mæt- um til vinnu á mánudagsmorgni og forvitnumst um atburði liðinnar helgar hjá vinnufélögunum og berum veðrið í sumar saman við veður fyrri sumra, svo dæmi séu tekin. Að sama skapi fylgjumst við æst með veðurspám komandi daga og það er ekki fyrr kominn þriðjudagur en vinnufélagarnir byrja að spyrja hver annan hvernig helgaráformin líta út, svo ekki sé minnst á sumaráformin og jafnvel áformin fyrir næsta haust. Þá er enn ónefnd spurningin sem maður hef- ur klórað sér í hausnum yfir frá blautu barnsbeini; hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Ekki kalla ég það að lifa í núinu. Trúlega kann einhverjum að þykja þessi skrif lykta af orð- hengilshætti og eflaust felst það að lifa í núinu í ein- hverju allt öðru en að hugsa bókstaflega bara um það sem skiptir máli á hverju augnabliki fyrir sig, en mér er engu að síður alvara. Ég þarf aug- ljóslega aðstoð við að kom- ast upp á lagið með þessa kúnst, eink- um ef hún er lykillinn að vellíðan. Það er nefnilega snúið, núið, því reyni maður að koma fingri á það og mæla nafn þess, þá er það búið. »Það er nefnilega snúið, núið, því reyni maður að koma fingri á það og mæla nafn þess, þá er það búið. HeimurEinars Einar Lövdahl elg@mbl.is Innipúkinn hefur skipað sér í sess meðal vinsælustu viðburða versl- unarmannahelgar síðustu ár. Nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér miða á hátíðina í ár sem fer fram dagana 2. til 4. ágúst. Á síðustu árum hafa þekktar hljómsveitir stigið á svið á hátíðinni og má þar nefna bandarísku sveitirnar Cat Power og Blonde Redhead og íslensku sveitina Amiinu. Meðal þeirra tónlistarmanna sem hafa staðfest komu sína í ár eru Grísalappalísa, Steed Lord, Gísli Pálmi og Botnleðja. Þetta er í tólfta skipti sem viðburðurinn er haldinn og mun hann í ár fara fram á Faktorý, Kex Hostel og Fellagörðum í Breið- holti en þar hefur mikið menning- arlegt uppbyggingarstarf átt sér stað í sumar. Botnleðja, Grísalappalísa, Steed Lord og Gísli Pálmi spila Fjöldi sveita á Innipúkanum Morgunblaðið/G.Rúnar Litríkt Meðlimir sveitarinnar Steed Lord verða eflaust hressir á Innipúkanum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.