Morgunblaðið - 26.07.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.07.2013, Blaðsíða 16
BAKSVIÐ Kristinn Ingi Jónsson kij@mbl.is Afkoma Marels á fyrri helmingi árs- ins 2013 endurspeglar krefjandi markaðsaðstæður og áframhaldandi töf á fjárfestingu á helstu mörkuð- um félagsins. Ekki má búast við við- snúningi á mörkuðum fyrr en á næsta ári og gerir félagið því ráð fyrir lækkun tekna fyrir árið í heild. Marel kynnti afkomu félagsins á kynningarfundi í höfuðstöðvum fé- lagsins í gærmorgun. Árshlutaupp- gjörið olli töluverðum vonbrigðum, en til marks um það féllu hlutabréf félagsins um 3,9% í verði í gær. Eins og fram kom í frétt Morgunblaðsins í gær dróst hagnaður Marels saman á milli ára, en hann nam um 1.700 milljónum króna á fyrri hluta þessa árs en um 3.200 milljónum á sama tímabili á því seinasta. Fram kom í máli Theo Hoen, forstjóra Marels, á kynningunni að velta félagsins hafi verið 9,4% minni en á sama tímabili í fyrra. Benti hann á að efnahagsleg óvissa hafi valdið töfum á stórum fjárfestingum viðskiptavina og að aðstæður á erlendum mörkuðum væru enn erfiðar. Þrátt fyrir minni hagnað en margir fjárfestar höfðu reiknað með er afkoman í takt við væntingar Marels. Jákvæð teikn á lofti Á fundinum gerði Theo Hoen grein fyrir stöðu Marels á þeim mörkuðum sem félagið starfar á. Þannig sér hann jákvæð teikn á lofti á markaðinum fyrir kjúklingakjöt, sérstaklega í Bandaríkjunum, en bandaríska landbúnaðarráðuneytið hefur spáð því að framleiðsla á kjúk- lingakjöti muni aukast á næstu misserum, meðal annars vegna lækkandi fóðurkostnaðar. Þá munu markaðir fyrir bæði kjöt og fisk taka við sér á seinni hluta ársins. Undirliggjandi vöxtur þessara markaða er til staðar, að mati Hoen, og er fjárfestingarþörfin þess vegna hægt og bítandi að byggjast upp. Benti hann einnig á að Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna geri ráð fyrir 2,9% aukn- ingu í fiskframleiðslu í heiminum. Aukin áhersla á nýmarkaðsríki Hoen sagði skýr batamerki sjást í Bandaríkjunum en að enn sé lægð á evrópskum mörkuðum. Hins vegar séu merki um, ef marka má PMI- vísitöluna, aukinn stöðugleika á evrusvæðinu. Forstjórinn lagði mikla áherslu á nýmarkaðsríkin og hratt vaxandi eftirspurn þaðan. Neysla próteina hefur vaxið stöðugt undanfarna tvo áratugi og skipar sí- fellt stærri sess í mataræði íbúa þessara ríkja. Þá kalli ríkin eftir auknu fæðuöryggi. Félaginu hefur tekist vel upp við að sækja inn á ný- markaði undanfarin ár en fram kom á fundinum að mikilvægar pantanir hafi borist meðal annars frá ný- markaðsríkjum eins og Brasilíu og Mexíkó. Afkoma endurspegl- ar erfiðar aðstæður  Uppgjör Marels fyrir annan ársfjórðung olli vonbrigðum Marel Árni Oddur Þórðarson stjórnarformaður og Theo Hoen forstjóri. Fyrirtækið starfrækir skrifstofur og dótturfyrirtæki í meira en 30 löndum. Minnkandi velta » Marel kynnti afkomu sína fyrir annan ársfjórðung í gær- morgun. » Hagnaður félagsins dróst verulega saman milli ára. » Forstjóri Marels segir efna- hagslega óvissu hafa valdið töfum á fjárfestingum við- skiptavina. 16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2013 Kínversk stjórnvöld kynntu í gær nýjar aðgerðir sem eiga að örva hagvöxt. Snúast aðgerðirnar meðal annars um að veita litlum fyrir- tækjum skattaívilnanir, lækka gjöld á þá sem standa í útflutningi og að leggja nýjar járnbrautir. Horfur í efnahagslífi Kína hafa versnað seinustu mánuði og hafa sérfræðingar á kínverskum fjár- málamarkaði áhyggjur af því að hægja muni enn frekar á vexti hagkerf- isins. Kínversk stjórnvöld hafa hins vegar sagt að efnahagslífið gangi með venjubundnum hætti en nú sé markmiðið að skapa meiri stöðugleika, segir í frétt BBC. Reiknar með minni hagvexti Eins og fram kom í Morgunblaðinu fyrr í mánuðinum gerir fjármála- ráðherra Kína ráð fyrir 7% hag- vexti á þessu ári, sem er mun minni hagvöxtur en verið hefur undan- farin ár. Dregið hefur úr útflutn- ingi, sem bendir til þess að eft- irspurn eftir kínverskum vörum sé að dragast saman, og hefur Kínverjum gengið erfiðlega að mæta því með aukinni neyslu heima fyrir. Þá hafa kínversk stjórnvöld ákveðið að gefa þeim fyrirtækjum sem eru með minni sölu en 20 þús- und yuan, tæpar 400 þúsund krón- ur, á mánuði frest til að greiða virð- isauka- og veltuskatt. kij@mbl.is Kínverjar vilja örva vöxt  Stjórnvöld grípa til aðgerða Lou Jiwei Fjár- málaráðherra. Sala á eignarhlut ríkisins í bönkun- um er augljós upphafsleikur í þeirri viðleitni að minnka skuldir og draga úr vaxtakostnaði ríkisins. Það er ekki hlutverk ríkisins að standa í miklum bankarekstri. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans sem birt var í gær. „Ríkissjóður stuðlaði á sínum tíma að enduruppbyggingu bankakerfisins með hlutafjárfram- lagi og lánveitingum þar sem eignir standa á móti þeim stuðningi sem veittur var,“ segir hagfræðideildin og bendir á að áform um sölu þess- ara eigna hafi gengið hægt en í ljósi þess að um 15% tekna ríkisins fari í vaxtagreiðslur hljóti eignasala að koma til greina. Segir hagfræðideildin að sala á eignarhlut ríkisins í Arion banka og Íslandsbanka dugi skammt til þess að létta á skuldabyrðinni. „Með því að selja 30% í Landsbankanum og allan hlutinn í hinum bönkunum væri verið að losa um 100 ma.kr. bók- færða eign ríkisins í fjármálastofn- unum. Það eru einungis um 7% lang- tímaskulda, sem aftur sýnir hversu stór skuldavandinn er.“ kij@mbl.is Mikill skuldavandi  Slæm skuldastaða ríkisins kallar á sölu eigna  Góð viðbót við markaðinn Morgunblaðið/Kristinn Bankar Í ljósi skuldavanda ríkisins hlýtur eignasala að koma til greina. ● Hagnaður af rekstri Facebook nam 333 milljónum dala, andvirði um 40 milljarða króna, á öðrum ársfjórð- ungi. Uppgjörið stóðst væntingar fjárfesta og hækk- uðu hlutabréf fé- lagsins í verði, að því er segir í frétt BBC. „Áhersla okkar á að innleiða Face- book í farsíma hefur skilað góðum ár- angri og er sterkur grunnur fyrir fram- tíðina,“ sagði Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, í yfirlýsingu. Facebook er stærsta samfélags- netið í heiminum. 40 milljarða hagnaður Zuckerberg Stofn- andi Facebook. ● Tvö félög tengd Helga Magnússyni, fjárfesti og stjórnarmanni í Marel, seldu í dag 600 þúsund hluti í Marel fyrir rúmar 80 milljónir króna. Varðberg ehf., sem er að fullu í eigu Helga, seldi 200 þúsund hluti og Eignarhaldsfélag Hörpu ehf., þar sem Helgi er stór hlut- hafi, seldi 400 þúsund hluti. Hvor tveggja viðskiptin fóru fram á genginu 136, að því er fram kemur í til- kynningu, sem þýðir að söluandvirðið hafi numið rúmum 80 milljónum króna. Helgi selur í Marel Stuttar fréttir…                                         !"# $% " &'( )* '$* +,-./0 +12./+ ++3.45 ,+.4/2 ,-.41 +1.525 +,/ +.,+-1 +1,.22 +5/.53 +,+.,5 +15.40 ++3.0/ ,+.253 ,-.22 +1.5// +,/.40 +.,+24 +1,./1 +0-.-, ,+5.,3+5 +,+.52 +15.1+ ++1.-4 ,+.5, ,-.5 +1.054 +,/.3, +.,+31 +14.5, +0-.23 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Brammer Ísland ehf | Steinhella 17a | 221 Hafnarfjörður | Sími: 522 6262 | www.brammer.is Heimsþekkt vörumerki frá öllum helstu framleiðendum í iðnaðarvörum og þetta er aðeins brot af þeim merkjum sem við bjóðum upp á Legur og drifbúnaður Verkfæri og öryggisvörurLoft- og vökvakerfi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.