Morgunblaðið - 26.07.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.07.2013, Blaðsíða 2
María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl.is Þórir Guðmundsson missti tví- burasystur sína, Þóreyju, í bílslysi á Hnífsdalsvegi fyrir sjö árum þeg- ar hún var að keyra til vinnu, en gögn sýna að líklega hefur farsími truflað hana við akstur. Nú stend- ur yfir átak Samgöngustofu og Símans, Höldum fókus, þar sem ökumenn eru hvattir til þess að nota ekki síma. „Við vorum mjög náin og samhent systkin og gerð- um svo til allt saman. Við spiluðum til að mynda bæði körfubolta og vorum alltaf samferða á æfingar,“ segir Þórir. „Þórey var róleg og ljúf stelpa sem vildi allt fyrir alla gera. Missirinn var því ekki bara minn heldur alls samfélagsins á Ísafirði.“ SMS talið trufla aksturinn Slysið átti sér stað á föstudegi, það hafði snjóað dagana áður og færðin var því erfið. „Það voru að- eins tveir mánuðir í átján ára af- mælið og þó svo að það séu komin nokkur ár síðan þetta slys átti sér stað þá er það eins og það hafi gerst í gær. Fyrr um daginn vor- um við í skólanum en ég fór til vinnu klukkan tvö þann dag en hún átti að mæta til vinnu klukkan fjögur. Á leið minni heim úr vinnu sá ég langa bílaröð eftir Hnífsdals- veginum. Vinkona Þóreyjar hafði verið að spyrja um hana og prest- urinn hringdi í mig og var að leita að mömmu. Mig var því farið að gruna að ekki væri allt með felldu. Þegar ég kom loks á vett- vang sá ég bíl foreldra minna á hvolfi og þegar á sjúkrahús var komið var systir mín látin. Gögn sýna fram á að hún hafi fengið smáskilaboð á þeim tíma sem slysið átti sér stað og ég held að það hafi truflað hana við aksturinn. Það þarf svo lítið til.“ Símanotkun vaxandi vandamál Símanotkun á meðan á akstri stendur er vaxandi vandamál og orðið eitt af helstu áhyggjuefn- um þeirra sem vinna að um- ferðaröryggismálum í dag. Víða um heim hefur verið skor- in upp herör gegn þessari hegð- un og er herferð Símans og Sam- göngustofu dæmi um það. Aðeins eitt SMS – það þarf svo lítið til  Missti tvíburasystur sína í bílslysi árið 2006  Gögn sýndu að farsíminn truflaði hana við aksturinn  Átak Samgöngustofu og Símans vekur mikla athygli  Ökumenn hvattir til þess að nota ekki síma Saman Þórey og Þórir saman á jólunum árið 1990 tæplega þriggja ára. 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2013 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl.is Óánægju hefur gætt vegna endurgreiðslu frá Ís- landsbanka þar sem vaxtabætur koma til með að skerðast sem endurgreiðslunni nemur, en bankinn endurgreiddi fyrr á árinu 20.000 skilvísum við- skiptavinum sínum 30% vaxta af húsnæðis- og skuldabréfalánum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist líta þessi mál alvarlegum augum. „Ég mun skoða þetta í samvinnu við ríkisskattstjóra. Í ljósi þess að vaxtabætur eru ætlaðar til að bæta fólki upp vaxtakostnað er ekki óeðlilegt að embættið hafi litið svo á að með þessum greiðslum bankans væri Óánægja með endurgreiðslur  Endurgreiðslur Íslandsbanka misstu marks í vissum tilfellum  Fjármálaráð- herra skoðar málið í samvinnu við ríkisskattstjóra  Hefðu getað gert ráðstafanir kostnaðurinn sem bæturnar grundvallast á ekki lengur fyrir hendi. Ætlun bankans var aftur á móti að umbuna viðskiptavin- um sínum fyrir skilvísi en í ákveðnum tilvikum ná greiðsl- urnar ekki því markmiði. Við þurfum að skoða hvernig er eðlilegt að höndla slíka umbun, án þess að missa sjónar á að þessar greiðslur hljóta að reiknast fólki til tekna með ein- hverjum hætti,“ segir Bjarni. „Þetta sýnir að það var enginn raunverulegur vilji til þess að slá skjaldborg um heimilin,“ segir Gréta Ingþórsdóttir, einn hinna skilvísu viðskipta- vina Íslandsbanka, en hún gagnrýnir fyrri ríkis- stjórn fyrir að hafa ekki á sínum tíma gert ráðstaf- anir til þess að endurgreiðsla þessi kæmi lántakendum til góða en ekki ríkissjóði. Léttir undir með ríkissjóði „Það er fráleitt að Íslandsbanki sé að létta ríkis- sjóði útgjöldin og getur ekki hafa verið markmið bankans,“ segir Gréta. „Bankinn sendi fjármála- ráðuneytinu upplýsingar um hverjir hlutu þessa endurgreiðslu og þá hefði ráðuneytið getað gert viðeigandi ráðstafanir, til dæmis með því að skil- greina greiðslurnar með öðrum hætti eða mæla með því að þær færu beint inn á höfuðstólinn.“ Bjarni Benediktsson Ríkisstjórn Íslands samþykkti í gær að veita Anítu Hin- riksdóttur, Evrópu- og heimsmeistara í 800 m hlaupi, tveggja milljóna króna árlegan styrk fram að Ólympíu- leikunum sem haldnir verða í Rio de Janeiro árið 2016. Styrkurinn á að renna til Íþróttasambands Íslands þar sem hann verður eyrnamerktur Anítu. Samtals er styrkurinn átta milljónir kr. og óskaði Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, Anítu til hamingju við þetta tækifæri. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir afreksíþróttastarf vera kostnaðarsamt og mikil- vægt sé því að styðja við bakið á Anítu. Þá segir hann Anítu vera sérstaklega góða fyrirmynd og mikilvægi þess fyrir íslenskt samfélag að eiga afreksmenn sem hana yrði seint ofmetið. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, segir styrkinn sýna hversu stolt íslenska þjóðin er af Anítu og að bregðast þurfi við þegar svona gerist þó svo að vandamál séu í rekstri ríkisins. „Þegar upphæðin er sett í samhengi við önnur mál má segja að þessum fjármunum sé einstaklega vel varið.“ Morgunblaðið/Styrmir Kári Aníta fær átta milljóna króna styrk Segir mikilvægi þess fyrir Ísland að eiga afreksfólk seint ofmetið Búast má við góðri berjasprettu og að hægt verði að hefja berjatínslu um miðjan ágúst að sögn berjaáhuga- mannsins Sveins Rúnars Haukssonar sem kannað hefur berjalönd víða um land að undanförnu. Hefur hann kannað ástand í Borgarfirði, á Ströndum, Tröllaskaga og Seyðisfirði auk þess sem hann hefur fengið fregnir víðar af landinu. ,,Á Seyðis- firði var ég að tína krækiber upp í mig. Þar er lyngið orðið svart þó að berin séu smá og grænjaxlar innan um,“ segir Sveinn. Vætan gerir lynginu gott Hann segir að berjasprettan líti merkilega vel út ef miðað er við hversu kalt var í veðri fram eftir sumri. ,,Kalt var í maí og löngum hef- ur verið sagt að meðalhiti í maí ráði miklu, en útlitið núna á þeim stöðum sem ég hef skoðað og miðað við sögur af Vestfjörðum, er ótrúlega gott,“ segir Sveinn Rúnar. Hann segist litl- ar fregnir hafa fengið af Suðurlandi, en þær fréttir sem þó hafi borist gefi góð fyrirheit. Hann telur að vætan í júnímánuði hafi gert berjalynginu gott og hlýindin upp á síðkastið hjálpi til. ,,Það eru góðar berjafréttir af öllu landinu og í fyrsta skipti í nokkur ár er mjög gott útlit á Austfjörðum.“ Fyrir skömmu var Sveinn staddur í Bjarnagili í Fljótum og þar mættu honum albleikar brekkur sætukoppa. „En þeir staðir sem ekki voru bleikir voru farnir að blána,“ segir Sveinn og því er von á góðri aðalbláberjatíð á svæðinu. vidar@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Bláber Útlit er fyrir gott berja- sumar samkvæmt Sveini Rúnari. Koma vel undan kuldanum  Víðast hvar góð berjatíð í vændum Áhöfn rússnesku flugvélarinnar sem brotlenti á Keflavíkur- flugvelli á sunnu- dag hugðist fara í fráhvarfsflug þegar hún missti hæð og lenti á flugbrautinni með hjólin í upp- réttri stöðu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) sem birtist í gærkvöldi. Rannsókn slyssins er undir stjórn RNSA en fulltrúi rússneskra yfir- valda, ásamt ráðgjöfum sem komu að hönnunarferli flugvélarinnar, hafa aðstoðað við rannsóknina. Í tilkynningunni segir að áhöfnin hugðist fljúga lágflug yfir flug- brautina og var lendingarbúnaður settur niður í lágfluginu og virtist aðflugið vera með eðlilegum hætti. Er flugvélin var yfir brautinni var hjólabúnaður settur upp að nýju og áhöfnin ætlaði að fara í fráhvarfs- flug. Að svo búnu missti flugvélin hæð og lenti á maganum. Fimm voru í áhöfn og slösuðust þeir ekki fyrir utan einn sem hlaut minni- háttar meiðsli. Rannsókn RNSA beinist m.a. að því af hverju frá- hvarfsflugið tókst ekki eins og lýst var hér að ofan. heimirs@mbl.is Ætlaði í fráhvarfs- flug en missti hæð Óhapp Rússnesku vélinni hlekktist á. „Þetta er virkilega áhrifaríkt og flott átak. Ég vona að þetta veki fólk til umhugsunar. Það þarf svo lítið til þess að trufla fólk við aksturinn.“ segir Þórir um átak Samgöngustofu og Símans sem vakið hefur mikla athygli síð- ustu daga en snjallsímaforrit sem nálgast má á heimasíðunni holdumfokus.is hefur farið sem eldur í sinu um netheima. Not- andinn kemst í gagnvirkt sam- band við ökumann sem heitir Áróra Magnúsdóttir og á símasamskipti við hana á meðan fylgst er með henni við akstur. Sjón er sögu ríkari. Vekur fólk til umhugsunar HÖLDUM FÓKUS Þórir Guðmundsson Þórey Guðmundsdóttir Ljósmynd/ BB Ísafirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.